Hermann efstur eftir veturinn - Lokaæfingin annað kvöld

Lokaskákæfing vetrarstarfsins hjá GM-Helli norðan heiða fer fram annað kvöld í Framsýnarsalnum á Húsavík kl 20:30. Hermann Aðalsteinsson er vinningahæstur eftir veturinn í samanlögðum vinningafjölda og hefur sex vinninga forskot á Hlyn Snæ og 11 á Smára sem koma næst á eftir. Sigurbjörn og Ævar eru þar svo skammt undan.

Staðan í samanlögðu eftir veturinn. 

        Hermann                 75  
        Hlynur                 69  
        Smári                 64  
        Sigurbjörn        63,5  
        Ævar                 58,5  
        Heimir                 21  
        Viðar                 16,5  
        Ármann                 14  
        Jón Aðalsteinn       12  
        Sighvatur         10,5  
        Tómas                 10  
        Jakub P                   8,5  
        Stefán Bogi         3  
        Eyþór Kári         2  
        Ingólfur V             2  
        Ásmundur S          1  

Skákæfingar hefjast svo aftur í septemberbyrjun.

Aðalfundur GM-Hellis fer svo fram fimmtudaginn 8 maí í Þekkingarneti Þingeyinga Hafnarstétt á Húsavík. 

 


Dawid vann æfingu með fullu húsi

Dawid Kolka sigraði örugglega með 5v í jafn mörgum skákum á barna- og unglingaæfingu hjá GM Helli sem fram fór 28. apríl sl. Næstir komu Heimir Páll Ragnarsson og Felix Steinþórsson með 4v en Heimir Páll var hærri á stigum og hlaut annað sætið og Felix það þriðja.

Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Felix Steinþórsson, Brynjar Haraldsson, Stefán Orri Davíðsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Halldór Atli Kristjánsson, Jóhannes Þór Árnason, Alec Elías Sigurðarson, Birgir Ívarsson, Sindri Snær Kristófersson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Adam Omarsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Sævar Breki Snorrason, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Aron Kristinn Jónsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 5. maí og hefst hún kl. 17.15. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.


Tómas Veigar héraðsmeistari HSÞ í skák 2014

Tómas Veigar Sigurðarson vann sigur á héraðsmóti HSÞ í skák sem fram fór í gærkvöldi á Húsavík. Mótið var afar spennandi og litlu munaði á efstu mönnum. Stigaútreikning þurfti til að skera úr um efstu sætin. Þar stóð Tómas best af vígi og vann sigur á mótinu með 6 vinninga af 8 mögulegum. Sigurður G Daníelsson, sem einnig fékk 6 vinninga, varð í öðru sæti. Hermann Aðalsteinsson varð í 3 sæti með 5,5 vinninga og örlítið stigahærri en Jakob Sævar sem einnig var með 5,5 vinninga. Hermann hreppti því bronsið. 
2010-02-01 04.50.26 
      Hermann, Tómas Veigar og Sigurður G Daníelsson 
 
1-2    Tómas Veigar Sigurðarson,          1900    6        20.50    
          Sigurður G Daníelsson,               1838    6        18.75    
 3-4   Hermann Aðalsteinsson,             1305   5.5      16.50    
          Jakob Sævar Sigurðsson,            1694    5.5      15.75    
  5     Rúnar Ísleifsson,                          1679    5      
  6     Smári Sigurðsson,                         1736   4.5  
  7     Hlynur Snær Viðarsson,               1113   2.5   
 8-9  Sigurbjörn Ásmundsson,               1180   0.5       0.25    
         Sighvatur Karlsson,                      1268    0.5      0.25    
 
Tímamörk í mótinu voru 10 mín + 5 sek á leik og tefldu allir við alla. 

 

Tómas og Rúnar ganga til liðs við GM-Helli

Tómas Veigar Sigurðarson og Rúnar Ísleifsson hafa tilkynnt félagsaskipti yfir í GM-Helli. Rúnar tilkynnti félagagaskipti sín í gær en Tómas Veigar fyrir rúmum mánuði síðan.

ís 2010 028

 

Báðir þekkja þeir vel til félagsins þar sem þeir tilheyrðu báðir Skákfélaginu Goðanum á sínum tíma.

Skammt er svo síðan Stefán Kristjánsson stórmeistari gekk til liðs við GM-Helli.

 

 

 

 

2009-12-31 20.07.55

 

Með koma þeirra félaga styrkir GM-Hellir stöðu sína sem stærsta og sterkasta skákfélag landsins. Í félaginu  eru í dag skráðir 363 meðlimir og þrjár beiðnir um inntöku í GM-Helli bíða staðfestingar Skáksambands Íslands.


Tómas, Smári, Hermann og Sigurbjörn efstir á skákæfingum.

Nokkrar skákæfingar hafa farið fram í aprílmánuði og hefur þátttaka verði mismunandi. Oftast hafa tímamörkin verið 15 mín.

Mánudaginn 28. apríl Laugar.
 
1-2. Hermann Aðalsteinsson   4
1-2. Sigurbjörn Ásmundsson   4
3-4. Hlynur Snær Viðarsson      2
3-4. Viðar Njáll Hákonarson    2

Mánudaginn 14 apríl Húsavík
 
1. Smári Sigurðsson               5/5
2. Ævar Ákason                      4
3. Hlynur Snær Viðarsson      3
4.-6. Ásmundur Sighvatsson 1
4.-6. Sighvatur Karlsson        1
4.-6. Sigurbjörn Ásmundsson 1

Mánudaginn 7 apríl. Húsavík
 
1.    Tómas Veigar Sigurðarson  5/5
2.    Ævar Ákason                        3
3.    Hermann Aðalsteinsson       2
4-5. Heimir Bessason                 2
4-5.Hlynur Snær Viðarsson        2
6.    Sigurbjörn Ásmundsson       1

Mánudaginn 31. mars Laugar
 
1. Tómas Veigar Sigurðarson  5/5
2. Hlynur Snær Viðarsson        4
3.  Hermann Aðalsteinsson     3
4. Viðar Njáll Hákonarson        2
5. Stefán Bogi Aðalsteinsson    1
6. Sigurbjörn Ásmundsson       0

Vetrarstarfinu er nú að ljúka og verður síðasta skákæfing tímabilsins 2013-2014 á Húsavík mánudagskvöldið 5. maí. Þá kemur í ljós hver hlýtur Skákæfingabikarinn fyrir þetta ár.

Jón Kristinn og Óliver kjördæmismeistarar Norðurlands-eystra

Umsdæmismót/Kjördæmismót Noðrurlands eystra var háð á Akureyri sl. laugardag. Sex voru mættir til leiks í eldri flokki og átta í þeim yngri. Fátt var um óvænt úrslit að þessu sinni.
2010 01 27 17.18.30 
              Keppendur í eldri flokki. 

Lokastaðan í eldri flokki:

Jón Kristinn Þorgeirsson, Lundarskóla          5
Símon Þórhallsson, Lundarskóla                   4
Benedikt Stefánsson, Þelamerkuskóla          3
Jón Aðalsteinn Hermannsson, Þingeyjarsk   2
Eyþór Kári Ingólfsson, Stórutjarnaskóla       1
Ari Samran Gunnarsson, Grenivíkurskóla      0
 
2010 01 27 17.18.49 
          Keppendur í yngri flokki. 

Hér var harðast barist um fyrsta og þriðja sætið og voru skákir þeirra Jóns Kr. og Símonar og Benedikts og Jóns A. báðar mjög tvísýnar og spennandi.  Þrír efstu menn í þessum flokki fá nú keppnisrétt á Landsmóti.

Yngri flokkur:

Óliver Ísak Ólason, Brekkuskóla                  6,5
Gabríel Freyr Björnsson, Brekkuskóla og
Auðunn Elfar Þórarinsson, Lundarskóla       5
Sigurður Þórisson, Brekkuskóla                   4
Ingólfur B. Þórarinsson, Grenivíkurskóla     3,5
Kristján D. Björnsson, Stórutjarnaskóla      3
Björn Gunnar Jónsson, Borgarhólsskóla     1
Magnús Máni Sigurgeirsson, Borgarh.sk.    0

Hér er það Óliver Ísak Ólason sem fær keppnisrétt á Landsmóti.  
 
2010 01 27 19.30.42 
                 Allir keppendur. 

Héraðsmót HSÞ í skák fer fram annað kvöld

Héraðsmót HSÞ í skák 2014 (fullorðinsflokkur) fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík nk. miðvikudagskvöld 30 apríl og hefst mótið kl 20:30. Þó svo að um sé að ræða fullorðinsmót mega börn og unglingar taka þátt líka en ekki verða veitt verðlaun fyrir U-16 ára þar sem héraðsmótið fyrir þann aldursflokk fór fram í nóvember sl.
HSÞ

Tímamörk 10 mín +5 sek á leik.
Umferðafjöldi fer eftir þátttöku, en þó ekki fleiri en 7 umferðir.
 
Þátttökugjald er krónur 500. 

Skráning í mótið er hjá formanni í síma 4643187 og 8213187 eða á lyngbrekku@simnet.is 

Aðalfundur GM-Hellis verður haldinn 8. maí

Stjórn Skákfélagsins GM-Hellis boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudagskvöldið 8. maí og hefst fundurinn kl 20.00. Aðalfundurinn fer fram á tveim stöðum samtímis með fjarfundarbúnaði. Félagsmenn norðan heiða hittast í aðstöðu Þekkingarnets Þingeyinga að Hafnarstétt á Húsavík. Félagsmenn sunnan heiða hittast í aðstöðu Sensu að Klettshálsi 1 í Reykjavík.

Fundarstjóri verður Helgi Áss Grétarsson.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt samþykktum félagsins.

(1)                Kosinn fundarstjóri og fundarritari. 
(2)                Flutt skýrsla stjórnar. 
(3)                Lagðir fram reikningar félagsins sem ná yfir síðastliðið almanaksár. 
(4)                Umræður um störf stjórnar og afgreiðsla reikninga. 
(5)                Kosning formanns og varaformanns.
(6)                Kosning stjórnar
(7)                Kosnir tveir endurskoðendur að reikningum félagsins. 
(8)                Formleg inntaka nýrra félagsmanna
(9)                Félagsgjöld ákvörðuð. 
(10)              Lagabreytingatillögur sem séu löglega boðaðar
(11)               Önnur mál. 

Félagsmenn hafa fengið í tölvupósti nauðsynleg fundargögn.

Með óskum um góða mætingu á aðalfundinn.

Stjórn Skákfélagsins GM Hellis.


Jón og Kristján Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák

Jón Aðalsteinn Hermannsson Litlulaugaskóla og Kristján Davíð Björnsson Stórutjarnaskóla urðu í dag Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák hvor í sínum aldursflokki, er þeir báru sigur út bítum eftir harða baráttu. Jó Aðalsteinn og Eyþór Kári Ingólfsson Stórutjarnaskóla unnu tvær fyrstu skákirnar í eldri flokki og mættust svo í lokaumferðinni og gerðu þar jafntefli. Þeir voru því jafnir með 2,5 vinninga og háðu því hraðskákeinvígi um titilinn þar sem Jón vann báðar skákirnar. Þeir hafa báðir unnið sér keppnisréttinn á Umdæmismótið á Akureyri á laugardag.

2010 01 24 22.03.56 
           Eyþór, Jón Aðalsteinn, Jakub og Arnar. 

Lokastaðan í eldri flokki.

1. Jón Aðalsteinn Hermannsson  2,5 +2
2. Eyþór Kári Ingólfsson               2,5  
3. Jakub Piotr                                1
4. Arnar Ólafsson                         0

Kristján Davíð Björnsson og Snorri Már Vagnsson báðir úr Stórutjarnaskóla urðu efstir og jafnir með 4 vinninga af 5 mögulegum í yngri flokki og háðu einnig hraðskákeinvígi. Kristján Davíð vann báðar skákirnar og þar með sigurinn í yngri flokki. Kristján og Snorri unnu sér keppnisrétt á umdæmismótinu á Akureyri á laugardag, en Björn Gunnar Jónsson Borgarhólsskóla sem varð í þriðja sæti, mun keppa á mótinu þar sem Snorri á ekki heimangengt á laugardag.

2010 01 24 21.49.27 

       Stefán, Björn, Snorri og Helgi. Magnús og Kristján Davíð fremst. 

Lokastaðan í yngri flokki.

1. Kristján Davíð Björnsson           4  +2
2. Snorri Már Vagnsson                 4
3. Björn Gunnar Jónsson                3
4. Helgi Þorleifur Þórhallsson        2
5-6. Magnús Máni Sigurgeirsson  1
5-6. Stefán Bogi Aðalsteinsson    1 

 


Smári sigurvegari á Páskaskákmótinu

Smári Sigurðsson vann sigur á Páskaskámóti GM-Hellis með 5,5 vinninga af sex mögulegum en mótið fór fram á Húsavík í gær. Smári vann allar sínar skákir utan eina við Jakob Sævar bróðir sinn en þeir gerðu jafntefli. Jakob Sævar og Hlynur Snær Viðarsson urðu jafnir í öðru til þriðja sæti með 4,5 vinninga. Umhugsunartíminn var 10 mín á mann að viðbættum 5 sek á hvern leik.

2010 01 22 21.59.45 

Lokastaðan:

1.     Smári Sigurðsson             5,5 af 6
2-3. Hlynur Snær Viðarsson    4,5
2-3. Jakob Sævar Sigurðsson  4,5
4.     Hermann Aðalsteinsson   3,5
5.     Ævar Ákason                      2
6.     Sigurbjörn Ásmundsson   1
7.     Jón A Hermannsson          0


Fréttir af barna- og unglingastarfi GM Hellis í Mjóddinni

Barna- og unglingaæfingar GM Hellis í Mjóddinni hafa verið afar vel sóttar í vetur og það bæði við um almennu æfingarnar sem eru á mánudögum sem og stelpuæfingarnar á miðvikudögum. Þegar mest hefur verið hafa um 50 krakkar sótt æfingarnar í viku hverri. 

IMG 1923 

Á stelpuæfingunum sem Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hafa umsjón með hafa að jafnaði sótt 10-20 stelpur og er kominn kjarni af skákstelpum sem sækja æfingarnar reglulega. Þær hafa verið með hefbundnar æfingar þar sem þátttakendur tefla saman og blandað saman við kennslu eins og aðstæður hafa boðið upp á. Einnig hafa Lenka Ptáchníková og Hjörvar Steinn Grétarsson teflt fjöltefli á æfingunum við mikla ánægju þátttakenda.

IMG 1912

Helstu barna- og unglingamót félagsins sem haldin verða á suðursvæði er lokið. Í október var unglingameistaramót félagsins. Rétt fyrir jól var fjölmennt jólapakkamótið í Ráðhúsinu og rétt fyrir páska var vel sótt páskaeggjamót. Um miðjan febrúar brugðu svo nokkrir félagsmenn undir sig betri fætinum og lögðu land undir fót og héldu norður í Þingeyjarsýslu og héldu sameiginlegt barna-og unglingamót með félagsmönnum á norðursvæði. Þar varð Óskar Víkingur hlutskarpastur yngri félagsmanna. Lokaspretturinn á barna- og unglingaæfingum er framundan en almennu æfingunum líkur mánudaginn 2. júní. Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Víkingur Davíðsson eru efstir í stigakeppni æfinganna með 29 stig. Þriðji er Dawid Kolka með 26 stig. Stigakeppni æfinganna hefur sjaldan verið jafnari og spennandi og margir sem eiga möguleika á verðlaunasæti. Það hafa margir mætt vel á æfingarar en best allra hefur Halldór Atli Kristjánsson mætt eða 31 sinni en næstir koma svo Alec Elías Sigurðarsson, Brynjar Haraldsson og Óskar Víkingur Davíðsson með 30 mætingar. Næsta æfing verður 28. apríl nk og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að skipta þá í tvo flokka eftir styrkleika og aldri. Tefld verður þemskák í eldri flokki í tveimur fyrstu umferðunum en hefðbundin æfingin í yngri flokki. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hæð. Umsjón með þessum æfingum í vetur hafa haft Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon

feb. 2014 028[1] 

Á síðustu æfingunni í byrjun júní verða veitt verðlaun fyrir góða mætingu, framfarir á æfingunum í vetur og þeim sem eru efstir í stigakeppninni. Staðan í stigakeppninni og listi yfir þá sem hafa mætt best er hér fyrir neðan.

IMG_1927

Með besta mætingu eru:

Halldór Atli Kristjánsson                31 mætingar

Alec Elías Sigurðarson                   30 ----"------

Brynjar Haraldsson                       30 ----"------

Óskar Víkingur Davíðsson             30 ----"------

Adam Omarsson                           28 ----"------

Birgir Ívarsson                              26 ----"------

Egill Úlfarsson                               26 ----"------

Ívar Andri Hannesson                   26 ----"------

Oddur Þór Unnsteinsson              26 ----"------

Stefán Orri Davíðsson                   26 ----"------

Sindri Snær Kristófersson             24 ----"------

Heimir Páll Ragnarsson                 24 ----"------

Róbert Luu                                    23 ----"------

Óttar Örn Bergmann                     19 ----"------

Sævar Breki Snorrason                 18 ----"------

Aron Kristinn Jónsson                   17 ----"------

Baltasar Máni Wetholm                 17 ----"------

IMG_1921 

Efstir í stigakeppninni:

1. Óskar Víkingur Davíðsson     29 stig

2. Heimir Páll Ragnarsson         29   -

3. Dawid Kolka                          26   -

4. Brynjar Haraldsson               22   -

5. Mikhael Kravchuk                  22   -

6. Stefán Orri Davíðsson           20   -

7. Baltasar Máni Wedholm        17   -

8. Róbert Luu                            16   -

9. Felix Steinþórsson                14   -

10. Sindri Snær Kristófersson   13   -

11. Egill Úlfarsson                     12   -

12. Alec Elías Sigurðarson        11   -


Heimir Páll sigraði með fullu húsi á æfingu hjá GM Helli

Heimir Páll Ragnarsson sigraði örugglega með 5v í jafn mörgum skákum á barna- og unglingaæfingu hjá GM Helli sem fram fór 14. apríl. Næstir komu Aron Þór Mai og Stefán Orri Davíðsson með 3,5v en Aron var hærri á stigum og hlaut annað sætið og Stefán Orri það þriðja.

Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Aron Þór Mai, Stefán Orri Davíðsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Halldór Atli Kristjánsson, Egill Úlfarsson, Oddur Þór Unnsteinsson, Ívar Andri Hannesson og Jón Þór Lemery.

Það er ekki æfingi á annan í páskum þannig að næsta æfing verður mánudaginn 28. apríl og hefst hún kl. 17.15. Sú æfing er aðeins fyrir félagsmenn og verður þemaskák í fyrstu tveimur umferðunum í eldri flokki en hefðbundin æfing í yngri flokki. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.


Páskaskákmót GM-Hellis á Húsavík

Hið árlega Páskaskákmót GM-Hellis á norðursvæði fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík á morgun, annan í Páskum. Mótið hefst kl 15:00 og áætluð mótslok eru um kl 17:00.  Tefldar verða skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann að viðbættum 5 sek fyrir hvern leik.

Mótið er öllum opið en teflt verður í fullorðinsflokki og flokki 16 ára og yngri. Allir keppendur fá páskaegg í verðlaun. Sigurvegarinn ver heim með glæsilegan farandbikar.

Mótsgjald er kr 500 á alla.

Skráning í síma 8213187 


Skólameistarar í Þingeyjarsýslu

Tvö skólaskákmót fóru fram í gær fimmtudag. Í Borgarhólsskóla og í Litlulaugaskóla. Björn Gunnar Jónsson hafði sigur í yngri flokki á mótinu í Borgarhólsskóla eftir mikla rimmu við Magnús Mána Sigurgeirsson, en það þurfti auka hraðskákkeppni og bráðabana á milli þeirra þar sem þeir voru jafnir að vinningum eftir sjálft skólamótið. Enginn keppandi var í eldri flokki.

2010 01 11 19.35.14

                   Magnús, Björn, Júlía og Kristinn. 

Lokastaðan í Borgarhólsskóla. Yngri flokkur

1. Björn Gunnar Jónsson           2,5           (+2)
2. Magnús Máni Sigurgeirsson 2,5  (+1)
3-4. Júlía Renata G                   0,5
3-4. Kristinn Ásbjörnsson        0,5

Jón Aðalsteinn Hermannsson vann sigur í eldri flokki á skólamótinu í Litlulaugaskóla sem fram fór í gærkvöldi. Jón fékk þrjá vinninga af fjórum mögulegum, Jakub Piotr varð annar með 2 vinning og Ásgeir Ingi Unnsteinsson varð þriðji með einn vinning.

2010 01 12 01.45.51

      Stefán, Olivia, Jón, Jakub, Ásgeir. Valdemar og Hilmar fyrir framar

Stefán Bogi Aðalsteinsson vann sigur í yngri flokki með þrjá vinninga, en hann vann alla sína andstæðinga. Hilmar Örn Sævarsson varð annar með tvo vinninga.

Skólaskákmótið í Reykjahlíðarskóla var haldið 27 febrúar. Úrslit urðu eftirfarandi:

Í 1.-7. bekk :

1.     Helgi Þorleifur Þórhallsson
2.     Stefán Örn Kristjánsson
3.     Elvar Goði Yngvason 

Í 8.-10. bekk:

1.     Ari Rúnar Gunnarsson
2.     Ingimar Atli Knútsson
3.     Sölvi Karlsson  

Reykjahlíð 1 7 b 

                  Yngri flokkur í Reykjahlíðarskóla.

reykjahlíð 8 10 b 

             Eldri flokkur í Reykjaklíðarskóla. 

Sýslumótið í skólaskák fer fram í fyrstu kennsluviku eftir páska í Litlulaugaskóla, en keppnisrétt á mótið eiga þeir sem náðu tveimur efstu sætunum á skólamótunum í báðum flokkum í hverju skóla fyrir sig. 


Stefán Kristjánsson stórmeistari genginn í GM Helli

Stefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, er genginn til liðs við Skákfélagið GM Helli.Stefán er þriðji íslenski stórmeistarinn sem gengur félaginu á hönd en fyrir eru þeir Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson.

Fastus 1. verðl. (640x427) 

Stefán Kristjánsson vann sigur á Fastus-mótinu 2013 

Skákferill Stefáns hófst árið 1993 þegar hann tefldi fyrir skáklið Melaskóla, þá ellefu ára að aldri. Þetta geðþekka ungmenni varð fljótlega einn efnilegasti skákmaður landsins og á næstu árum sigraði hann á fjölmörgum barna- og unglingamótum. Styrkur Stefáns óx jafnt og þétt.

Árið 2000 tefldi hann fyrst fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuskákmótinu í Istanbúl og náði þar prýðisárangri. Stórmeistaranafnbótina ávann hann sér svo árið 2011.

Hermann Aðalsteinsson, formaður GM Hellis:  „Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Stefán verður okkur góður liðsstyrkur enda er hann einn sigursælasti skákmaður landsins á Íslandsmóti skákfélaga frá upphafi."

Stjórn og liðsmenn GM Hellis bjóða Stefán Kristjánsson velkominn í sínar raðir. 


Felix sigraði á Páskaeggjamóti GM Hellis

IMG_1921Páskaeggjamót GM Hellis á sér langa sögu eða næstu því jafn langa og Taflfélagið Hellir því fyrsta páskaeggjamótið var haldið 1992 ári eftir stofnun félagsins. Fyrstu árin var mótið opið öllum en frá og með árinu 1996 hefur það verið barna- og unglingamót og ævinlega mjög vel sótt. Sigurvegarar mótanna hafa verið úr hópi efnilegustu skákkrakka hvers tíma og á þessu móti bættist nýr sigurvegari við. Það voru 43 keppendur sem mættu nú til leiks, tefldu 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og var mikil stemming allan tímann. Felix Steinþórsson sigraði á mótinu með 6,5v. Hann gerði jafntefli við Mikhael Kravchuk í 5. umferð og þeir fylgdust svo að fram í síðustu umferð eins og þeir höfðu gert allt mótið. Þá mættust Felix og Stefán Orri Davíðsson þar sem Felix hafði sigur. Á meðan tefldu Óskar Víkingur Davíðsson og Mikhael og hafði Óskar sigur eftir sviftingasama skák. Óskar komst með þeim sigri í annað sætið á mótinu og tryggði sér jafnframt sigur í yngri flokki mótsins. Þriðji á páskaeggjamótinu var svo nokkuð óvænt Halldór Atli Kristjánsson með 6v eins og Óskar en lægri á stigum.

IMG 1979

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Tveimur aldursflokkum þar sem Felix, Aron Þór og Alec Elías voru efstir. Yngri flokki þar sem Óskar Víkingur, Halldór Atli og Mikhael voru efstir. Stúlknaverðlaun hlutu Elín Edda, Þórdís Agla og Sunna Rún sem allar hafa verið duglegar að sækja stelpuæfingar hjá GM Helli á miðvikudögum. Auk þess fékk efsti keppandi í hverjum aldursflokki páskaegg í verðlaun. Ef sá efsti hafði unnið páskaegg í  aðalverðlaun fékk sá  næsti í aldursflokknum páskaeggið. Í lokin voru fimm páskaegg dregin ú tog svo voru lítil páskaegg handa þeim sem ekki hlutu verðlaun á mótinu þannig að allir fóru ánægðir heim. Mótsstjórar voru Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Steinþór Baldursson og Vigfús Ó. Vigfússon.

IMG 1977

Eftirtaldir hlutu verðlaun á páskaeggjamótinu:

Eldri flokkur:

  • 1.  Felix Steinþórsson                          6,5v
  • 2.  Aron Þór Mai                                   5v
  • 3.  Alec Elías Sigurðarson                    4,5v

Yngri flokkur

  • 1.  Óskar Víkingur Davíðsson            6v
  • 2.  Halldór Atli Kristjánsson              6v
  • 3.  Mikhael Kravchuk                        5,5v

IMG 1976

Stúlkur:

  • 1. Elín Edda Jóhannsdóttir 3v
  • 2. Þórdís Agla Jóhannsdóttir 3v
  • 3. Sunna Rún Birkisdóttir 2v

 IMG 1982

  • Árgangur 2007: Adam Omarsson
  • Árgangur 2006: Stefán Orri Davíðsson
  • Árgangur 2005: Jón Hreiðar Rúnarsson (Óskar Víkingur Davíðsson)
  • Árgangur 2004: Brynjar Haraldsson
  • Árgangur 2003: Bjarki Arnaldarson (Mikhael Kravchuk)
  • Árgangur 2002: Jóhannes Þór Árnason
  • Árgangur 2001: Jón Þór Lemery (Felix Steinþórsson)
  • Árgangur 2000: Oddur Þór Unnsteinsson
  • Árgangur 1999: (Alec Elías Sigurðarson)

STP82203

Lokastaðan á páskaeggjamótinu:

RöðNafnVinn.TB1TB2TB3
1Felix Steinþórsson6,5342531,3
2Óskar Víkingur Davíðsson6342427
3Halldór Atli Kristjánsson 6302023
4Mykhaylo Kravchuk 5,5332423,8
5Jón Hreiðar Rúnarsson 5292117,5
6Aron Þór Mai 5292118,5
7Bjarki Arnaldarsson 5271815
8Stefán Orri Davíðsson4,5312116,8
9Alec Elías Sigurðarson4,5292114,8
10Sindri Snær Kristófersson 4,5261915,8
11Benedikt Ernir Magnússon 4,5221711,3
12Róbert Luu 4322315,5
13Jón Þór Lemery 4312413,5
14Heimir Páll Ragnarsson 4272011
15Oddur Þór Unnsteinsson 4271914,5
16Birgir Ívarsson4251812
17Alexander  Mai4251811
18Brynjar Haraldsson4251810,5
19Ísak Orri  Karlsson4221510
20Adam Omarsson 417126,5
21Jóhannes Þór Árnason3,5282112,3
22Matthías Ævar Magnússon 3,5281910,3
23Egill Úlfarsson3,5251910,3
24Ívar Andri Hannesson3,5241710
25Matthías Hildir Pálmason3,520147,75
26Baltasar Máni Wedholm 3302110,5
27Gabríel Sær Bjarnþórsson 327199
28Arnar Jónsson323165,5
29Alexander Már Bjarnþórsson 322165,5
30Elín Edda Jóhannsdóttir320155
31Birgir Logi Steinþórsson320155,5
32Sævar Breki Snorrason318135
33Þórdís Agla Jóhannsdóttir 318135,5
34Magnús Hjaltason 2,523176,25
35Aron Kristinn Jónsson2,521165,75
36Óttar Örn Bergmann Sigfússon2,521154,75
37Alexander Jóhannsson224182,5
38Þórður Hólm Hálfdánarson224177
39Sunna Rún Birkisdóttir219132,5
40Árni Bergur Sigurbergsson218122
41Ólafur Tómas Ólafsson1,518121,5
42Sólný Helga Sigurðardóttir1,5159,51,5
43 Elsa Kristín Arnaldardóttir123160,5

Eyþór og Snorri meistarar í Stórutjarnaskóla

Skólaskákmót Stórutjarnaskóla fór fram í dag. Alls tóku 10 nemendur þátt í mótinu, átta í yngri flokki og tveir í eldri flokki. Snorri Már Vagnsson vann öruggan sigur í yngri flokki, en hann vann alla sína andstæðinga fimm að tölu. Kristján Davíð Björnsson varð í öðru sæti með fjóra vinninga og Ari Ingólfsson þriðji með þrjá vinninga. Eyþór Kári Ingólfsson vann sigur í eldri flokki með þrjá vinninga og Arnar Freyr Ólafsson varð í öðru sæti með tvo vinninga. tímamörk voru 10 mín á skák og tefldar voru 5 umferðir eftir monrad-kerfi.

2010 01 10 21.27.05 

Snorri, Kristján, Eyþór og Arnar hafa unnið sér keppnisrétt á sýslumótinu í skólaskák sem fram fer eftir páska. 

Öll úrslit úr mótinu má sjá í skránni hér fyrir neðan. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rimaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita 2014

Rimaskóli úr Grafarvogi varð Íslandsmeistari grunnskólasveita í skák í dag þegar skáksveit frá skólanum vann sigur á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Keppnin var æsispennandi því Álfhólsskóli og Rimaskóli voru jafnir með 27 vinninga fyrir lokaumferðina en þessi tvö lið mættust í lokaumferðinni. Þar hafði Rimaskóli betur 3,5-0,5. Lundaskóli frá Akureyri hafnaði í 3 sæti með 22 vinninga.
 
2010 01 06 19.39.57 
Sigursveit Rimaskóla ásamt liðsstjóra sínum Hjörvari Steini Grétarssyni. 
 
Lokastaðan. 
Rk.Team123456789 TB1  TB2  TB3 
1Rimaskóli * 344444430.5160
2Álfhólsskóli½ * 344444427.5140
3Lundarskóli - A11 * 32344422.0110
4Grenvíkurskóli001 * 3234417.090
5Brekkuskóli0021 * 244417.080
6Þingeyjarskóli00122 * 23414.070
7Stórutjarnaskóli000102 * 238.040
8Borgarhólsskóli0000012 * 36.030
9Lundarskóli - B00000011 * 2.000


Mótið á chess-results

2010 01 06 19.38.33 

Silfurlið Áflhólsskóla úr Kopavogi ásmat Lenku Ptáčníková liðsstjóra 

2010 01 06 19.36.48 

Bronslið Lundaskóla ásamt Áskeli Erni Kárasyni liðsstjóra þess.

Steinþór Baldursson og Hermann Aðalsteinsson voru mótsstjórar og gekk mótshaldið hratt og vel fyrir sig. 

2010 01 06 19.06.39 

Frá úrslitaviðureigninni. 

 

 

Skákirnar úr Skákþingi Norðlendinga

Tómas Veigar Sigurðarson hefur slegið inn skákir 5-7. umferðar úr Skákþingi Norðlendinga sem fram fór um helgina í Árbót í Aðaldal. Sjá hér að neðan.

 


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Bjornsson, Gunnar - Sigurdarson, Tomas Veigar
2077 - 1954
The Championship of Northern Part of Ice, 2014.03.29

Bjornsson, Gunnar - Sigurdarson, Tomas Veigar (PGN)

1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Bd3 Nc6 5. c3 Bd6 6. Ne2 Bg4 7. f3 Bh5 8. Bf4 Nge7 9. O-O Bg6 10. Na3 Qd7 11. Qd2 O-O-O 12. b4 Rde8 13. Bxd6 Qxd6 14. Nf4 Bf5 15. Rfe1 Bd7 16. Bc2 g5 17. Nd3 b6 18. Qxg5 Bf5 19. Qf4 Qd7 20. b5 Nd8 21. Ne5 Ne6 22. Bxf5 Nxf5 23. Qxf5 1-0

Páskaeggjamót GM Hellis í Mjóddinni

 

Páskaeggjamót GM Hellis verður haldið í 22 sinn mánudaginn 7. apríl 2014, og hefst taflið kl. 17, þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Páskaeggjamótið kemur í stað mánudagsæfingar. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri.

Allir þátttakendur keppa í einum flokki en verðlaun verða veitt í tveimur aðskildum flokkum. Páskaegg verða í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í eldri flokki (fæddir 1998 - 2001) og yngri flokki (fæddir 2002 og síðar). Sá sem er efstur í hverjum árgangi fær einnig páskaegg sem og efsta stúlkan á mótinu. Að auki verða tvö páskaegg dregin út. Enginn fær þó fleiri en eitt páskaegg.

Páskaeggjamótið verður haldið í félagsheimili GM Hellis að Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er milli Subway og Fröken Júlíu við hliðina á Sparisjóði Reykjavíkur en salur félagsins er á þriðju hæð hússins.

easter-wallpaper-003-1024


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband