Stefán Kristjánsson stórmeistari genginn í GM Helli

Stefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, er genginn til liđs viđ Skákfélagiđ GM Helli.Stefán er ţriđji íslenski stórmeistarinn sem gengur félaginu á hönd en fyrir eru ţeir Ţröstur Ţórhallsson og Helgi Áss Grétarsson.

Fastus 1. verđl. (640x427) 

Stefán Kristjánsson vann sigur á Fastus-mótinu 2013 

Skákferill Stefáns hófst áriđ 1993 ţegar hann tefldi fyrir skákliđ Melaskóla, ţá ellefu ára ađ aldri. Ţetta geđţekka ungmenni varđ fljótlega einn efnilegasti skákmađur landsins og á nćstu árum sigrađi hann á fjölmörgum barna- og unglingamótum. Styrkur Stefáns óx jafnt og ţétt.

Áriđ 2000 tefldi hann fyrst fyrir hönd ţjóđar sinnar á Ólympíuskákmótinu í Istanbúl og náđi ţar prýđisárangri. Stórmeistaranafnbótina ávann hann sér svo áriđ 2011.

Hermann Ađalsteinsson, formađur GM Hellis:  „Ţetta eru ánćgjuleg tíđindi. Stefán verđur okkur góđur liđsstyrkur enda er hann einn sigursćlasti skákmađur landsins á Íslandsmóti skákfélaga frá upphafi."

Stjórn og liđsmenn GM Hellis bjóđa Stefán Kristjánsson velkominn í sínar rađir. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband