Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

Jakob Páskameistari Gođans-Máta 2013

Jakob Sćvar Sigurđsson vann sigur á Páskaskákmóti Gođans-Máta sem fram fór á Húsavík í gćrkvöld, eftir jafna og harđa keppni. Fyrir lokaumferđina gátu 5 skákmenn unniđ mótiđ, en Jakob hafđi sigur međ 4,5 vinninga af 6 mögulegum og var stigahćrri en Ármann Olgeirsson og Smári Sigurđsson sem urđu í öđru og ţriđja sćti. Hlynur Snćr Viđarsson vann yngri flokkinn međ 4 vinninga, Jón Ađalsteinn varđ annar međ 3. vinninga og Bjarni Jón varđ ţriđji, einnig međ ţrjá vinninga en lćgri á stigum.

Páskamótiđ 2013 001 (640x480)

Smári, Jakob, Ármann, Bjarni, Hlynur og Jón Ađalsteinn.

Lokastađan: 

1-3  Jakob Sćvar Sigurđsson,         1677 4.5   16.25   

      Ármann Olgeirsson,                   1427 4.5   12.25    

      Smári Sigurđsson,                     1704 4.5   10.75    

 4-5  Sigurbjörn Ásmundsson,           1197 4     12.50    

      Hlynur Snćr Viđarsson,              1075 4     11.50    

  6   Hermann Ađalsteinsson,             1330 3.5    9.75    

 7-8  Jón Ađalsteinn Hermannsso,               3      4.00    

      Bjarni Jón Kristjánsson,                        3      3.00    

9-10  Ćvar Ákason,                          1461  2      3.00    

      Eyţór Kári Ingólfsson,                         2      1.00    

 11   Jakub Statkiewicz,                             1      0.00    

 12   Helgi James Ţórarinsson,                    0      0.00     

Einstök úrslit má skođa í skránni hér fyrir neđan. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Öđlingamótiđ. Sigurđur Dađi efstur

Sigurđur Dađi Sigfússon (2324), Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2225), Jóhann Hjörtur Ragnarsson (2066) og Ţór Már Valtýsson (2040) eru efstir og jafnir međ fullt hús ađ lokinni 2. umferđ Skákmóts öđlinga sem fram fór í gćrkveldi.

Sigurđur Dađi Sigfússon

 

Sitthvađ var um óvćnt úrslit og má ţar nefna ađ Siguringi Sigurjónsson (1959) og Jon Olva Fivelstad (1901) gerđu jafntefli viđ ţá Hrafn Loftsson (2204) og Sćvar Bjarnason (2132).

Öll úrslit 2. umferđar má nálgast hér.

Stöđu mótsins má nálgast hér.

 

Ţriđja umferđ fer fram nk. miđvikudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Ţór-Sigurđur Dađi og Ţorvarđur-Jóhann.  Pörun 3. umferđar má í heild nálgasthér


Páskaskákmót Gođans-Máta 2013 verđur á laugardagskvöldiđ !

Páskaskákmót Gođans-Máta verđur haldiđ laugardagskvöldiđ 23. mars og hefst ţađ kl 20:20 !! Mótiđ fer fram í sal Framsýnar ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík. Tefldar verđa 7 umferđir og verđa tímamörkin 10 mín á mann, auk 5 sek viđbótartíma fyrir hvern leik.

 

Í verđlaun verđa páskaegg fyrir ţrjá efstu í fullorđinsflokki og handa öllum keppendum í flokki 16 ára og yngri. Vinningahćsti keppandinn fćr nafnbótina Páskaskákmeistari Gođans-Máta 2013

Skráning í mótiđ er hjá formanni í síma 4643187 og 8213187 eđa á lyngbrekku@simnet.is


Skákmót öđlinga. Sigurđur Dađi vann í fyrstu umferđ

FIDE-meistarinn Sigurđur Dađi Sigfússon (2324) tekur ţátt í skákmóti Öđlinga sem hófst í gćr. Sigurđur vann skák sína í fyrstu umferđ gegn Einar Bjarka Valdemarssyni (1849). Sigurđur mćtir Eiríki Björnssyni (1967) í annarri umferđ.

IMG 1040 

Sigurđur Dađi Sigfússon (til vinstri) í skák sinni viđ Smára Sigurđsson á Framsýnarmótinu 2012 

Alls tóku 30 skákmenn ţátt sem telst prýđisgóđ ţátttaka. Úrslit gćrdagsins voru hefđbundin, ţ.e. hinir stigahćrri unnu almennt hina stigalćgri. Önnur umferđ fer fram á nk. miđvikudagskvöld. 

 

Öll úrslit 1. umferđar má finna hér.

Röđun 2. umferđar sem fram fer á miđvikudagskvöld má finna hér.


TR-b upp í 1. deild í stađ Fjölnis ?

Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga felldi um daginn úrskurđ um ađ Robert Ris skákmađur hjá Fjölni hafi veriđ ólöglegur sem keppandi fyrir Fjölni í viđureign ţeirra viđ TR í lokaumferđ Íslandsmóts skákfélaga 1-2 mars sl. Var ţađ niđurstađa meirihluta nefndarinnar ađ TR ynni máliđ og viđureignin dćmd 4,5-1,5 ţeim í vil en Fjölnir hafđi unniđ viđureignina á sjálfu Íslandsmótinu međ sama mun. Athygli vekur ađ einn af ţremur mótsstjórnarmönnum skilađi séráliti og taldi Robert löglegan keppanda međ Fjölni.

Viđ ţćr breytingar tekur b-sveit TR efsta sćtiđ í 2. deild, af Gođanum-Mátum, sem dettur ţá niđur í annađ sćtiđ og Fjölnir fer niđur í ţađ ţriđja og missir ţar međ sćti í 1. deild ađ ári. 

Fjölnir hefur nú áfrýjađ málinu til Dómstóls SÍ og ţví ţarf ţessi niđurstađa ekki ađ vera endanleg.

Niđurstađa Mótsstjórnar SÍ má skođa nánar hér 

Ţetta hefur ţó ekki áhrif á B-liđ Gođans-Máta ţví ţađ fer alltaf upp í 1. deild, sama hver niđurstađan verđur.


Deildarkeppnin frá sjónarhorni Gawains

Í dag skrifađi Gawain Jones pistil á heimasíđu sinni um deildarkeppnina, en Gawain tefldi á frysta borđi fyrir Gođann-Máta.

Grandelius Jones 

Hćgt er ađ lesa pistilinn hér 


Norđurlandsmót kvenna í skák

Norđurlandsmót kvenna í skák fer fram á Dalvík laugardaginn 23. mars nk. kl 13:00. Teflt verđur í matsal Grunnskóla Dalvíkur og er gengiđ inn í hann ađ austanverđu.

Umferđafjöldi og tímamörk fara eftir fjölda keppenda.

Skráning verđur á stađnum.

Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur Halldórsson í síma 6964512 


Pistill Gawain Jones um Reykjavík Open

Gawains Jones fer fögrum orđum um Ísland og Reykjavík Open í pistli sem hann skrifađi á heimasíđu sinni fyrir skemmstu. 

Grandelius Jones 

Gawain vann Svíann Nils Grandelius á Reykjavík Open.

Hćgt er ađ lesa pistilinn hér 


Gođinn-Mátar unnu 2. deildina aftur

B-sveit Gođans-Máta unnu 2. deild Íslandsmóts skákfélaga annađ áriđ í röđ í gćr ţegar keppni lauk í Hörpu. Gođinn-Máta tefla ţví fram tveimur liđum í 1. deild ađ ári ţar sem A-liđiđ varđ í 5. sćti í fyrst deild og hélt sćti sínu ţar međ öruggum hćtti.

minnka_ar_myndir_img_8057 (640x387) 

B-sveit Gođans-Máta tekur viđ verđlaununum. Arnar Ţorsteinsson, Jón Ţorvaldsson, Arngrímur Gunnhallsson, Jón Árni Jónsson og Tómas Björnsson. Andrea Margrét Gunnarsdóttir og Gunnar Björnsson forzeti Skáksambandsins standa viđ ţeirra hliđ.

C-liđiđ lenti í erfiđleikum í 3. deildinni er slapp viđ fall međ ţví ađ vinna öruggan sigri á D-liđinu í nćst síđustu umferđ. D-liđiđ var hvort sem er falliđ í 4. deild ţegar ađ ţessari viđureign kom og hefur ţví keppni í 4. deild ađ ári.

Nánari fréttir af gengi Gođans-Máta er ađ vćnta á nćstu dögum. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband