Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Ţröstur teflir á alţjóđlegu móti í Englandi

Stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson (2436) tekur ţessa dagana ţátt í alţjóđlegu skákmóti í Basingstoke í Englandi.  Eftir 3 umferđir hefur Ţröstur 1˝ vinning.

ÍS 2012-13 019 

              Ţröstur Ţórhallsson lengst til vinstri. 

Í fyrstu umferđ nýtti Ţröstur sér ákvćđi í mótsreglum, sat yfir á međan hann horfđi á leik Arsenal og QPR ţar sem fyrrnefnda liđiđ vann 1-0 sigur međ rangstöđumarki, og fékk fyrir ţađ ˝ vinning.

Í gćr gerđi hann svo 2 jafntefli viđ enska skákmenn.  Í ţeirri fyrri viđ James Holland (2251) og í ţeirri síđari viđ Mark Josse (2147).

Í dag eru tefldar 2 umferđir og mćtir Ţröstur Englendingum Edmund C Player (2215) í fyrri skák dagsins.

24 skákmenn taka ţátt í efsta flokki mótsins og ţar af eru 4 stórmeistarar.  Ţröstur er nr. 6 í stigaröđ keppenda.  Tefldar eru tvćr skákir alla keppnisdaga mótsins nema ţann fyrsta.

Heimasíđa mótsins


Skákkennsla ađ hefjast í ţremur skólum í Ţingeyjarsýslu

Líkt og undanfarin ár verđur skákfélagiđ Gođinn-Mátar međ skákkennslu í skólum Ţingeyjarsýslu.
Nú er komiđ á hreint hvernig kennslunni verđur háttađ.

p4194563%20small 

                     Teflt af keppi í Stórutjarnaskóla  

Á mánudögum verđur kennsla í Stórutjarnaskóla frá kl 15:30-16:30. Nemendur úr Litlulaugaskóla verđa einnig međ í ţeirri kennslu. Fyrsta kennslustundin verđur mánudaginn 29 október.

apríl 2012 005 

Ţessir krakkar voru í kennslu í Borgarhólsskóla í fyrra. 

Kennt verđur alla ţriđjudaga frá kl 15:00-16:00 í Borgarhólsskóla á Húsavík og verđur fyrsta kennslustundin ţriđjudaginn 6 nóvember.

Kennslan er öllum nemendum í skólunum ţremur ađ kostnađarlausu. Sveitarfélögin, Ţingeyjarsveit og Norđurţing styđja skákfélagiđ Gođann-Máta til kennslunnar.

Á báđum stöđum verđur nýtt námsefni sem Smári Rafn Teitsson samdi notađ viđ kennsluna. Um kennsluna sér Hermann Ađalsteinsson, auk ţess sem Smári Sigurđsson verđur honum eitthvađ til ađstođar á Húsavík.  


Valur og Hlynur efstir á ćfingu.

Hlynur Snćr Viđarsson og Valur Heiđar Einarsson fóru á kostum á skákćfingu nýlega ţegar ţeir unnu 7 skákir af 8, ţann 15 október sl. Ţá voru tefldar hrađskákir.

Lokastađan 15 október:

1-2. Valur Heiđar Einarsson            7 af 8
1-2. Hlynur Snćr Viđarsson            7
3.    Hermann Ađalsteinsson           6
4.    Sigurbjörn Ásmundsson           5
5.    Ćvar Ákason                            4
6.   Árni Garđar Helgason                3
7.   Sighvatur Karlsson                   2
8-9. Jón Ađalsteinn Hermannsson  1
8-9. Bjarni Jón Kristjánsson            1 

Á skákćfingu sl mánudag varđ svo Hlynur snćr Viđarsson aftur efstur, en Valur Heiđar var fjarverandi. Hlynur fékk 4 vinninga af 5 mögulegum sem og Hermann. Ţá voru tefldar skákir međ 15 mín tíma á mann.

Lokastađan sl mánudag:

1-2. Hlynur Snćr Viđarsson          4 af 5
1-2. Hermann Ađalsteinsson        4
3.    Ćvar Ákason                         3,5
4.    Sigurbjörn Ásmundsson        2,5
5.    Bjarni Jón Kristjánsson          1
6.    Jón Ađalsteinn Hermannsson 0

Nćsta skákćfing verđur nk. mánudag kl 20:30 

 


Rífandi stemning í Rimaskóla !

Pistill um framgöngu A- og B- sveita Gođans-Máta  á Íslandsmótinu.

Ţátttaka í Íslandsmóti skákfélaga er orđin ađ samfelldri skemmtun. Ţegar einni stórhelginni lýkur fara menn strax ađ hlakka til ţeirrar nćstu og tengingin verkar líka á hinn veginn. Ţannig var skákhelgin mikla á Selfossi í mars sl. okkur enn í fersku minni ţegar viđ bjuggum okkur undir átökin í Rimaskóla 5.-7. okt. Viđ Gođar gleymum ţví seint ţegar viđ stóđum á verđlaunapalli í Hvíta húsinu á Selfossi og tókum viđ okkar fyrsta bikar, umvafđir hlýju sunnlensku viđmóti og heillaóskum keppinauta. Til ađ gera viđburđinn enn eftirminnilegri kom í lokin til ryskinga fyrir utan stađinn eins og greint var frá í fréttum. Deiluefniđ reyndist vera tiltekiđ afbrigđi í Slavanum ţar sem blóđheita skákmenn greindi á um ágćti ţess ađ leika riddara snemma tafls til a6. Sem betur fer gengu góđir menn á milli og deilendur mynntust ađ sunnlenskum siđ enda fráleitt ađ láta riddarafant úti á kanti rjúfa friđinn.

Óvćnt uppákoma

Ţátttaka Gođans-Máta í Íslandsmótinu um síđustu helgi var sérstök vegna ţess hve skammt var síđan félögin runnu í eitt. Til ţess ađ efla liđsandann var öllum ţeim sem keppa áttu á föstudagskvöldinu bođiđ til sameiginlegs málsverđar í Suđurvanginum í Hafnarfirđi. Vel tókst til međ samhristinginn en ţó kom óvćnt babb í bátinn ţegar ljóst varđ skömmu fyrir teitina ađ fyrirtćkiđ sem tekiđ hafđi ađ sér ađ framleiđa nýjar keppnistreyjur sameinađs félags hafđi týnt ţeim.

Nú voru góđ ráđ dýr. Forsvaramenn fyrirtćkisins stungu upp á ţví ađ bjarga málunum međ ţví ađ lána okkur ađra tegund einkennisfatnađar sem ţeir áttu á lager. Ţetta reyndust vera Spiderman-búningar sem eitthvert fjármálafyrirtćkiđ hafđi pantađ á hátindi sannfćringar sinnar um eigiđ ágćti og nota átti á framkvćmdastjórnarfundi rétt fyrir hrun undir einkunnarorđum ofurmennisins: „Miklu afli fylgir mikil ábyrgđ.“

Sá íturvaxnasti í okkar hópi, Arnar Grant, snarađi sér í einn Spiderman-búninginn af faglegum ţokka og gekk međal matargesta. Varđ mörgum bilt viđ. Allir viđstaddir greiddu í kjölfariđ atkvćđi um ţađ hvort ţeir vćru fúsir til ţess ađ keppa í ţessu sérstaka gervi. Niđurstađan var sú ađ 56,3% voru reiđubúin, 28,6% voru andvíg en 15,1% voru tilkippileg ef sleppa mćtti öđru hvoru, grímunni eđa búningnum.

IMG 1061

Viđ ţetta tćkifćri flutti skákdrottningin glćsilega Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir ávarp ţar sem hún hvatti nýja félaga sína til dáđa en sagđi ađ tilfinningar sínar blendnar á ţessari stundu. Ţađ vćri ljúfsárt ađ koma út úr Hellinum en viđ tćki spennandi kafli á skákferlinum. Ţvínćst kvaddi Hermann formađur sér hljóđs og fćrđi undirrituđum veglega mynd ađ gjöf eftir Halldór Baldursson skopmyndateiknara, sem fléttađi listavel saman undirrituđum og hugmyndum manna um Neanderdalsmanninn.

Skákmađur

Ţegar Gođar-Mátar höfđu matast og tćplega 70% ţeirra íklćđst Spiderman-búningnum, heyrđist skyndilega bremsuhljóđ mikiđ fyrir utan Suđurvanginn. Var ţar kominn sendibifreiđarstjóri nokkur allsneyptur og međ írafári miklu. Hann bađst margfaldrar afsökunar á ađ hafa fariđ međ GM-treyjurnar í Bílabúđ Benna í misgáningi. Var viđstöddum fyrirmunađ ađ skilja hvernig sá misskilningur gćti veriđ tilkominn. 

Fram, fram aldrei ađ víkja...

Ţegar í Rimaskóla var komiđ gengum viđ fylktu liđi og sperrtum brjóskassa inn í keppnissalinn, álíka upplitsdjörf og forfeđur okkar og formćđur ţegar ţau skunduđu á Ţingvöll á söguöld, en ţó vantađi litklćđi Spiderman-búningsins í sýningu ţessa. Reyndar var Hermanni formanni létt eftir á ţegar hann áttađi sig á ţví ađ ef A-liđiđ hefđi íklćđst Spiderman-búningnum og Gođinn-Mátar unniđ stórsigur, hefđi mátt bera okkur ţeim sökum ađ Gawain Jones hefđi teflt allar skákirnar.

IMG 1068

Tćpast er unnt ađ lýsa ţeirri stórkostlegu stemningu sem mćtti okkur á skákstađ. Loftiđ var mettađ breiđu litrófi tilfinninga: tilhlökkun, vinarţeli, grimmd, sigurvilja, ótta, auđmýkt, hroka, háspennu, svekkelsi og sigurvímu. Mitt í ţessu lćvi blandna andrúmslofti lék mönnum ţó bros á vör og ţađ bros er ekta. Keppendum eru upp til hópa vel til vina og liđsstjórar líkjast bćndum sem fylgjast hreyknir međ gripunum sínum í réttunum. Stöku forvígismenn ofmetnast kannski um stund en sjá fljótlega ađ sér og verđa sömu ljúfmennin og fyrr. Sérstaklega var gaman ađ sjá tvćr af gođsagnapersónum íslenskrar skáksögu, ţá Friđrik Ólafsson og Margeir Pétursson, setjast ađ tafli á ný. Ţátttaka ţeirra ein og sér lyfti ţessum viđburđi á hćrra plan.

Stiklur úr orrustum

Í fyrstu umferđ tókst A-liđ Gođans-Máta á viđ Hellismenn og hafđi sigur, 5-3. Sérstaka ađdáun vakti hve vasklega Hjörvar Steinn varđist beinskeyttri árás stafnbúa Gođans, Gawain Jones, og hélt jöfnu. Vera kann ađ Gawain hafi fundiđ til samkenndar međ rauđa hárinu en hann er frá Jórvíkurskíri og allir hans forfeđur meira og minna rauđhćrđir enda afkomendur víkinga en sjálfur er hann dökkur yfirlitum líkt og Egill Skalla-Grímsson. Á sama tíma sigrađi B-liđ okkar B-liđ Hellis 4-2 ţar sem sigur vannst á á 5. og 6. borđi en öđrum skákum lauk međ jafntefli.

IMG 1066

Í annarri umferđ atti A-sveitin kappi viđ A-sveit Akureyringa og sigrađi međ minnsta mun, 4,5-3,5 eftir snarpa viđureign ţar sem talsvert var um óvćnta afleiki. B-sveit Gođans-Máta gerđi jafnt viđ A-sveit Skákfélags Reykjanesbćjar ţar sem nokkrar skákir skiptu um eigendur.

Í ţriđju umferđ laust A-liđinu saman viđ B-sveit Bolungarvíkur og unnu okkar menn ţá viđureign 5,5-2,5. Ţröstur Ţórhallsson og Kristján Eđvarđsson unnu báđir sína ţriđju skák í ţessari lotu. Á međan lagđi B-liđ okkar A-liđ Fjölnis 4-2 ţar sem Arngrímur Gunnhallsson vann sína 3. skák í röđ og lauk ţví ţátttöku sinni međ fullu húsi eins og oft áđur.

IMG 1065

Í 4. umferđ mćtti A-liđiđ loks ofjörlum sínum, Taflfélagi Reykjavíkur, og tapađi 2-6. Stafnbúinn, Gawain Jones, sótti mjög hart ađ Yuriy Kryvoruchko á 1. borđi en sá úkraínski slapp fyrir horn í blálokin, vígmóđur mjög eftir krappa vörn. Arnar Ţorsteinsson gerđi gott jafntefli viđ sjálfan Friđrik Ólafsson og Magnús Teitsson hreppti sigur gegn Margeiri Péturssyni međ Vodafone-gambítnum svonefnda.

Niđurstađa

Hér kom vel í ljós munurinn á nokkuđ ţéttri sveit Gođans-Máta annars vegar sem tefldi fram Íslendingum á sjö borđum af átta og hins vegar ofursveit TR sem var međ fjóra mjög öfluga útlendinga í sínum röđum auk sterkra heimamanna. Mönnun A-sveitar Gođans-Máta var einfaldlega í samrćmi miđ markmiđ ţessarar leiktíđar: Ađ halda sćti sínu í 1. deild og afla Íslendingunum í liđinu dýrmćtrar leikreynslu. B-liđiđ var fyrir ţessa umferđ í 2. sćti og tefldi viđ liđiđ í ţví ţriđja, Skákdeild Hauka. Skemmst er frá ađ segja ađ góđur sigur vannst, 5-1.

Ađ ţessum fyrri hluta Íslandsmótsins loknum er A-sveit Gođans-Máta í 5. sćti í 1. deild og B-sveitin í 1. sćti í annarri deild. Hvort tveggja er eins og ađ var stefnt og telst árangurinn ţví prýđilegur. Liđsmönnum Gođans-Máta ţakka ég vasklega framgöngu og einbeittan vilja til ađ mynda sterka liđsheild í kjölfar sameiningarinnar.  Keppinautum ţakka ég drengilega keppni og ánćgjulegar samverustundir.

Og eitt er víst: lokaumferđirnar í  mars verđa hreint magnađar!

Međ skákkveđju,

Jón Ţorvaldsson, liđsstjóri.

PS: Ađ vanda mun Hermann Ađalsteinsson, formađur og liđsstjóri C- og D-liđa Gođans-Máta gera grein fyrir sínum sveitum.

 


Sigurbjörn efstur á ćfingu međ fullu húsi

Sigurbjörn Ásmundsson gerđi sér lítiđ fyrir og vann alla sem mćttu á skákćfingu í gćrkvöld á Húsavík. Enginn stóđst Bjössa snúning. Tefldar voru 5 mín skákir einföld umferđ.

Sigurbjörn Ásmundsson 

Úrslit kvöldsins:

1. Sigurbjörn Ásmundsson              8  af  8
2-3. Hermann Ađalsteinsson           5,5
2-3. Hlynur Snćr Viđarsson             5,5
4-6. Valur Heiđar Einarsson             4
4-6. Ćvar Ákason                            4
4-6. Heimir Bessason                      4
7.    Sighvatur Karlsson                   3
8-9. Jón Ađalsteinnn Hermannsson 1
8-9. Bjarni Jón Kristjánsson             1

Nćsta skákfing verđur nk. mánudag á Húsavík. 


Ágćtur árangur

A-sveit Gođans/Máta er í 3. sćti í 1. deild eftir 3 umferđir. B-sveitin er í 2. sćti í 2. deild.
Gengi C og D liđanna er brösótt.
 
Sjá nánar á Chess-Results  
 
 

Einar Hjalti í 3. sćti á haustmóti TR

Einar Hjalti Jensson gerđi jafntefli viđ Lenku Ptácníkova í 5. umferđ haustmóts TR í gćrkvöld og er Einar međ 3,5 vinninga í 2-3 sćti ásamt Sćvai Bjarnasyni. Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2410) efstur međ 4,5 vinning. 

Úrslit 5. umferđar í a-flokki:

Bo.RtgNameResult NameRtg
12090Bjarnason Sćvar Jóhann 0 - 1Karlsson Mikael Jóhann 1933
22154Björnsson Sverrir Örn 1 - 0Ragnarsson Jóhann Hjörtur 2081
32264Ptácníková Lenka ˝ - ˝Jensson Einar Hjalti 2305
42206Ómarsson Dađi ˝ - ˝Maack Kjartan 2132
52410Gunnarsson Jón Viktor ˝ - ˝Ţórhallsson Gylfi Ţór 2156


Stađan:

 

Rk. NameRtgClub/CityPts. 
1IMGunnarsson Jón Viktor 2410TB4,5
2IMBjarnason Sćvar Jóhann 2090Vin3,5
3FMJensson Einar Hjalti 2305Gođinn3,5
4WGMPtácníková Lenka 2264Hellir2,5
5 Björnsson Sverrir Örn 2154Haukar2,5
6 Ómarsson Dađi 2206TR2,5
7 Maack Kjartan 2132TR2
8 Ragnarsson Jóhann Hjörtur 2081TG2
9 Karlsson Mikael Jóhann 1933SA1
10 Ţórhallsson Gylfi Ţór 2156SA1

 

Nánar á Chess-Results


Ćvar efstur á ćfingu

Ćvar Ákason varđ efstur međ 5,5 vinninga af 6 mögulegum á skákćfingu sl. mánudagskvöld og leyfđi ađeins jafntefli gegn Heimi Bessasyni. Tefldar voru skákir međ 10 mín umhugsunartíma á mann.

Úrslit kvöldsins:

1.   Ćvar Ákason                     5,5 af 6
2.   Sigurbjörn Ásmundsson    4
3-4. Heimir Bessason              3,5
3-4. Hlynur Snćr Viđarsson     3,5
5.    Hermann Ađalsteinsson   2,5
6.    Valur Heiđars Einarsson   1,5
7.    Bjarni Jón Kristjánsson     0,5 

Íslandsmót skákfélaga hefst á föstudaginn í Reykjavík.

Nćsta skákćfing verđur nk. mánudag kl 20:30 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband