10.4.2023 | 09:55
Live rating
Spil og leikir | Breytt 20.5.2023 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2014 | 19:45
Nýtt kennimark Hugins og nýr vefur
Skákfélagið Huginn hefur eignast kennimark (logo) sem verður framvegis kjarni sjónrænna auðkenna félagsins.
Kennimarkið speglar metnaðarfullt félagsstarf og þau eilífu átök sem eiga sér stað á skákborðinu, auk þess að vísa til þeirrar blöndu af baráttuanda, herkænsku og háttvísi sem félagið vill hafa í öndvegi.
Enn fremur talar nafnið Huginn sínu máli um hugvit og hugrekki sem prýða má sérhvern iðkanda göfugrar íþróttar.

Nýja kennimarkið er í senn nútímalegt og sígilt. Það kallast á við skjaldarmerki konunga og drottninga sem er vel við hæfi þegar skák er annars vegar.
Merkið skírskotar jafnt til beggja kynja enda er ekki nokkur leið að skera úr um hvort mannveran í hertygjunum er karl í anda riddarasagna miðaalda
eða kvenhetja á borð við Jóhönnu af Örk.
Höfundur kennimarksins er Kristján E, Karlsson, grafískur hönnuður.
Nýr vefur Hugins
Jafnframt er kynnt til sögunnar ný heimasíða Hugins þar sem nálgast má upplýsingar um helstu viðburði á vegum félagins ásamt öðru skáktengdu efni og fréttum.
Lögð er áhersla á að upplýsingar séu aðgengilegar og notendavænar í þessum glugga Hugins að umheiminum. Séstakir hnappar eru fyrir barnastarf og kvennastarf
til að undirstrika áherslu félagsins á að sinna þessum mikilvægu þáttum af kostgæfni.
12.6.2014 | 02:27
Mjóddarmótið verður haldið laugardaginn 14. júní
Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði. Á síðasta ári sigraði Gámaþjónustan ehf en fyrir þá tefldi Daði Ómarsson. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116, á heimasíðu Hugins og skak.is. Þátttaka er ókeypis! Upplýsingar um skráða keppendur má finna hér.
Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og hét þá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigraði Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótið fékk fljótlega nafnið Mjóddarmót Hellis enda ekki hægt að halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt að halda mótið á kjördegi eftir Taflfélagið Hellir flutti í núverandi húsnæði. Núna tekur Skákfélagið Huginn við mótinu eftir sameiningu félaganna Goðans-Máta og Hellis undir nafni Hugins.
Verðlaun eru sem hér segir:
- 1. 15.000
- 2. 10.000
- 3. 5.000
Skráning:
- Heimasíða Hugins
- Sími: 866 0116
4.6.2014 | 01:49
Elsa María sigraði á hraðkvöldi Hugins
Elsa María Kristínardóttir sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 2. júní. Elsa María fékk 6v í sjö skákum og voru það Jón Úlfljótsson og Vigfús sem náðu jafntefli. Annar varð Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v en auk þess að gera jafntefli við Elsu Maríu tók hann upp á því að tapa fyrir Kristni Jens sem sagðist myndu ganga ánægður til náða eftir það verk og sofa vel. Þriðji var svo Jón Úlfljótsson með 5v. Í lok hraðkvöldsins dró svo Elsa María Sindra Snæ í happdrættinu og fengu þau bæði gjafamiða á Saffran.
Næsti viðurburður í Mjóddinni er Mjóddarskákmótið sem verður 14. maí í göngugötunni en næsta æfing í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a verður mánudaginn 16. júní kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld. Það verður lokaæfing fyrir sumarhlé.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
1. Elsa María Kristínardóttir 6v/7
2. Vigfús Ó. Vigfússon 5,5v
3. Jón Úlfljótsson 5v
4. Kristófer Ómarsson 4,5v
5. Kristinn Jens Bjartmarsson 4,5v
6. Gunnar Nikulásson 4,5v
7. Aron Þór Maí 3,5v
8. Sindri Snær Kristófersson 3v
9. Hjálmar Sigurvaldason 3v
10. Gunnar Friðrik Ingibergsson 3v
11. Hörður Jónasson 2,5v
12. Alexander Oliver Maí 2,5v
13. Stefán Orri Davíðsson 1,5v
3.6.2014 | 12:43
Sumarnámskeið Skákfélagsins Hugins fyrir stelpur
Í júní ætlum við að vera með námskeið fyrir stelpur í 1-7 bekk. Í boði verða tvær vikur, vikan 16.-20. júní og svo 23.-27. júní. Fyrri vikuna verðum við frá 9-14, þar sem þriðjudagurinn dettur út (17. júní) en seinni vikuna verðum við frá 9-13. Staðsetning Víkingsheimilið.

Vikan er á 10.000 kr en ef báðar eru teknar er það 15.000 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur.
Ýmislegt munum við bralla, t.d skákkennsla, tvískákir, heilin og höndin og margt fleira!
Væri gaman að sjá sem flestar! Um að gera að halda sér við yfir sumartímann.
Við setjum takmörkun á fjölda þátttakenda og miðum við ca. 20 stelpur.
Skráning fer fram á elsamk1208@gmail.com. Um að gera að skrá sig sem fyrst!
Kennarar eru Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir landsliðskonur í skák.
2.6.2014 | 01:59
Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 14. júní
Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði. Á síðasta ári sigraði Gámaþjónustan ehf en fyrir þá tefldi Daði Ómarsson. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíðu Hugins Þátttaka er ókeypis!
Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og hét þá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigraði Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótið fékk fljótlega nafnið Mjóddarmót Hellis enda ekki hægt að halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt að halda mótið á kjördegi eftir Taflfélagið Hellir flutti í núverandi húsnæði. Núna tekur Skákfélagið Huginn við mótinu eftir sameiningu félaganna Goðans-Máta og Hellis undir nafni Hugins.
Verðlaun eru sem hér segir:
- 1. 15.000
- 2. 10.000
- 3. 5.000
Skráning:
- Heimasíða Hugins
- Sími: 866 0116
Mótadagskrá | Breytt 3.6.2014 kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Liðsstjórar beggja ólympíuliða Íslands hafa tilkynnt liðsval sitt til stjórnar SÍ og landsliðsnefndar. Liðið velja þeir í samræmi við 15. gr. skáklaga SÍ. Í Ólympíulið Íslands á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 1.-15. ágúst nk. hafa verið valdir eftirtaldir:
Opinn flokkur:
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (2540)
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2545)
- IM Guðmundur Kjartansson (2434)
- GM Þröstur Þórhallsson (2425)
- GM Helgi Ólafsson (2555)
Liðsstjóri og landsliðsþjálfari er Jon L. Árnason.
Kvennaflokkur:
- WGM Lenka Ptácníková (2264)
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1982)
- Tinna Kristín Finnbogadóttir (1930)
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1856)
- Elsa María Kristínardóttir (1830)
Helmingur allra ólympíufaranna eru félagsmenn í skákfélaginu Huginn.
Liðsstjóri og landliðsþjálfari er Ingvar Þór Jóhanesson. (skák.is)
1.6.2014 | 22:25
Lenka Íslandsmeistari kvenna - Sigurður Daði vann áskorendaflokkinn
Lenka Ptácnikóvá varð í dag Íslandsmeistari kvenna. Hún stóð sig frábærlega í áskorendaflokki og endaði þar í öðru sæti. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir varð í öðru sæti á Íslandsmóti kvenna og Tinna Kristín Finnbogadóttir þriðja. Sigurður Daði Sigfússon vann sigur í áskorendaflokki með 7,5 vinninga af 9 mögulegum, Lenka varð önnur með 7 vinninga og Davíð Kjartansson varð þriðji með 6,5 vinninga. Lenka og Sigurður Daði hafa tryggt sér keppnisrétt í landsliðsflokki að ári. Magnús Teitsson, sem leiddi mótið framan af, gaf eftir á lokasprettinum og varð í 6. sæti með 6 vinninga líkt og Kristján Eðvarðsson og Sævar Bjarnason. Sjá lokastöðuna í áskorendaflokki.
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson er Íslandsmeistari í skák 2014 og tryggði Guðmundur sér sinn annan stórmeistaraáfanga með sigrinum. Árangur Guðmundar kemur verulega á óvart - enda var hann aðeins sjöundi í stigaröð tíu keppenda. Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson urðu í 2.-3. sæti vinningi á eftir Guðmundi. Þröstur Þórhallsson varð fjórði með 5 vinninga, Helgi Áss Grétarsson sjöundi með 4 vinninga og Einar Hjalti Jensson áttundi með 3,5 vinninga. Lokastöðuna má sjá hér
30.5.2014 | 13:41
Íslandsmótið í skák - Magnús efstur í áskorendaflokki
Sjöunda umferð Íslandsmótsins í skák hefst kl. 16. Gríðarleg spenna er á mótinu og sviptingar miklar. Aldrei hafa nákvæmlega sömu aðilar leitt mótið tvær umferðir í röð. Þetta er í þriðja skiptið sem Íslandsmótið er haldið í Kópavogi. Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson, sem er aðeins sjöundi í stigaröð tíu keppenda er mjög óvænt efstur eftir sex umferðir með 4½ vinning og spurning hvort Kópavogur haldi áfram því hlutverki að bjóða upp á óvænta Íslandsmeistara.
Henrik Danielsen er annar með 4 vinninga. Bragi Þorfinnsson, Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru svo í 3.-5. sæti með 3½ og Þröstur Þórhallsson er sjötti með 3 vinninga. Allir þessara hafa möguleika á hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Í sjöundu umferð, sem hefst í dag, mætast meðal annars Bragi og Guðmundur og Þröstur og Henrik. Gríðarlega mikilvægar viðureignir upp á framhald mótsins. Héðinn teflir við Guðmund Gíslason og Hannes við Einar Hjalta Jensson. Að lokum mætast stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Áss Grétarsson.
Áskorendaflokkur:
Magnús Teitsson er efstur með 5½ vinning og Sigurður Daði Sigfússon er annar með 5 vinninga. Í 3.-6. sæti með 4½ vinning eru Gylfi Þórhallsson, Lenka Ptácníková, Dagur Ragnarsson og Sævar Bjarnason.
Magnús teflir við Davíð, Sigurður Daði við Gylfi og Lenka við Dag.
Tvö efstu sætin gefa sæti í landsliðsflokki að ári.
Áskorendaflokkur hefst kl. 17 í dag.
Íslandsmót kvenna
Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Þar er Lenka efst með 4½ vinning, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir önnur með 4 vinninga og Elsa María Kristínardóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir í 3.-4. sæti með 3½ vinning.
Lenka teflir við Dag Ragnarsson, Jóhanna Björg við ungstirnið Vignir Vatnar, Hallgerður við Óskar Long Einarsson og Elsa María við Ragnar Árnason. (skák.is)
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Bein útsending (hefðbundin)
- Bein útsending (áskorendaflokkur)
- Bein útsending (tölvuskýringar)
- Bein útsending (Ingvar Þór - lifandi)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2014 | 01:34
Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 2. júní
Skákfélagið Huginn heldur hraðkvöld mánudaginn 2. júní nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær máltíð fyrir einn á Saffran. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
30.5.2014 | 01:06
Alec með fullt hús á næst síðustu æfingu á vormisseri
Alec Elías Sigurðarson sigraði örugglega með 5v í fimm skákum á barna- og unglingaæfingu hjá Skákfélaginu Huginn sem haldin var 26. maí sl. Þetta var næst síðasta æfing á vormisseri og í fyrsta sinn sem Alec vann æfingu á þessum vetri. Fjórir voru svo jafnir með 3v en það voru Jón Hreiðar Rúnarsson, Heimir Páll Ragnarsson, Alexander Jóhannesson og Birgir Ívarsson. Af þeim var Jón Hreiðar hæstur á stigum og hreppti því annað sætið. Heimir Páll og Alexander voru efstir og jafnir á öllum stigum en Heimir Páll vann innbyrðis viðureignina og náði þar með þriðja sætinu. Það gefur eitt stig í stigakeppninni sem gæti orðið verðmætt þegar upp er staðið þótt Heimir Páll hefði eflaust viljað fá þrjú stig úr þessari æfingu.
Heimir Páll og Óskar Víkingur eru efstir og jafnir fyrir síðustu æfinguna með 38 stig og báðir með átta sigra á þessum vetri. Heimir Páll verður erlendis á lokaæfingu vetrarins sem fram fer mánudaginn 2. júní. Það nægir því Óskar að verða í einu af þremur efstu sætunum til að sigra í stigakeppni æfinganna en að öðrum kosti verða þeir jafnir. Dawid Kolka situr sem fastast í þriðja sæti stigakeppninnar með 29 og verður ekki haggað hvað sem gengur á í lokaæfingunni. Dawid er líka með átta sigra eins og efstu menn en æfingarnar sem hann hefur tekið þátt í eru færri. Vegna þess hve stigkeppnin er jöfn var ráðist í nákvæma yfirferð á skráningu úrslita og borið saman við skráningu stiga. Fundust við tvær villur sem vega hvor aðra upp hvað efstu menn varðar og breyttu þær ekki stöðunni nema þannig að bæði Heimir Páll og Óskar lækkuðu um tvö stig.
Í æfingunni tóku þátt: Alec Elías Sigurðarson, Jón Hreiðar RúnarssonAlec Elías Sigurðarson, Heimir Páll Ragnarsson, Alexander Jóhannesson, Birgir Ívarsson, Sævar Breki Snorrason og Aron Kristinn Jónsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 2. júní og hefst hún kl. 17.15. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Á lokaæfingunni verða veittar viðurkenningar fyrir veturinn sem eru þríþættar, þe. fyrir stigakeppnina, fyrir mætingu og fyrir framfarir í vetur. Til að hljóta viðurkenning fyrir góða mætingu þarf að hafa mætt a.m.k. 20 sinnum í vetur. Þeir sem hafa mætt 19 sinnum eða oftar eru: Halldór Atli Kristjánsson, Alec Elías Sigurðarson, Brynjar Haraldsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Adam Omarsson, Birgir Ívarsson, Egill Úlfarsson, Ívar Andri Hannesson, Oddur Þór Unnsteinsson, Stefán Orri Davíðsson, Sindri Snær Kristófersson, Heimir Páll Ragnarsson, Róbert Lu, Óttar Örn Bergmann, Sævar Breki Snorrason, Aron Kristinn Jónsson og Baltasar Máni Wedholm.
Barna og unglingastarf | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2014 | 03:44
Heimir, Óskar og Halldór efstir á æfingu
Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson og Halldór Atli Kristjánsson enduðu efstir og jafnir með 4v í fimm skákum á Huginsæfingu sem haldin var 19. maí sl Þeir unnu hvorn annan á víxl þannig að í Óskar vann Halldór Atla í þriðju umferð, Heimir Páll vann Óskar í fjórðu umferð og Halldór Atli vann Heimi Pál í lokaumferðinni. Það kom hins vegar ekki að sök fyrir Heimi Pál því hann hélt efsta sætinu á stigum. Óskar var svo annar á stigum og Halldór Atli þriðji.
Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Halldór Atli Kristjánsson, Aron Þór Maí, Alec Elías Sigurðarson, Oddur Þór Unnsteinsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Orri Davíðsson, Alexander Oliver Mai, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Björgvin Ágúst Arason, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Erling Laufdal Erlingsson, Birgir Ívarsson Gabríel Wiktor Gzerwonka, Sævar Breki Snorrason og Jósef Gabríel Magnússon.
Næsta æfing verður mánudaginn 26. maí og hefst hún kl. 17.15. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Þegar tvær æfingar eru eftir er Óskar Víkingur Davíðsson efstur í stigakeppni æfinganna með 40 stig. Heimir Páll Ragnarsson er annar með 39 stig og Dawid Kolka þriðji með 29. Það hefur því sjaldan verið meiri óvissa um það hver stendur sig best á æfingunum.
22.5.2014 | 13:10
Íslandsmóti hefst á morgun - Margir félagsmenn Hugins með í mótinu
Íslandsmótið í skák - hefst á morgun. Landsliðsflokkur, þar sem þátt taka tíu skákmenn, hefst kl. 16 en áskorendaflokkur hefst kl. 17. Teflt er í Stúkunni við Kópavogs en þar er einkar glæsileg aðstaða til skákiðkunnar.
Í fyrstu umferð landsliðsflokks mætast:
- Hjörvar (2530) - Héðinn (2537)
- Helgi Áss (2462) - Stefán (2494)
- Bragi (2459) - Þröstur (2437)
- Henrik (2483) - Guðmundur (2439)
- Björn (2389) - Hannes (2548) - verður frestað fram á frídag (27. mái)
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setur mótið og leikur fyrsta leik þess.
Meðalstigin er 2478. Hvorki hafa meðalstig verið hærri né hafa fleiri stórmeistarar (sjö talsins) tekið þátt í Íslandsmótinu í skák. Huginsmennirnir og stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson og Helgi Áss Grétarsson sem tekur nú þátt í landsliðsflokki eftir langt hlé.
Áskorendaflokkurinn er einnig afar sterkur og hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið sterkari. Stigahæstu keppendur þar eru:
Einar Hjalti Jensson (2350), Davíð Kjartansson (2342), Guðmundur Gíslason (2319), Sigurður Daði Sigfússon (2290), Lenka Ptácníková (2267), Daði Ómarsson (2240), Kristján Eðvarðsson (2194), Magnús Teitsson (2184), Oliver Aron Jóhannesson (2146), Dagur Ragnarsson (2139), Gylfi Þór Þórhallsson (2132) og Sævar Bjarnason (2075). Nú eru 42 skráðir keppendur í áskorendaflokki og þar af eru 16 þeirra Huginsfélagar.
Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokknum. Þar taka þátt flestar sterkustu skákkonur landsins. Auk Lenku má nefna: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1982), Tinna Kristín Finnbogadóttir (1930), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1856), Elsa María Kristínardóttir (1830) og Sigríður Björg Helgadóttir (1758).
Taflmennska í áskorendaflokki hefst kl. 17 á morgun. Opið er fyrir skráningu til kl. 12 á morgun. Skráning fer fram á Skák.is.
Heimasíða Íslandsmótsins í skák
19.5.2014 | 00:46
Óskar og Alexander efstir á æfingu
Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki og Alexander Már Bjarnþórsson í yngri flokki á barna- og unglingaæfingu hjá Skákfélaginu Huginn þann 12. maí sl. Báðir fengu þeir 4,5v í fimm skákum. Í eldri flokki varð Heimir Páll Ragnarsson annar með 4v og síðan komu Birgir Ívarsson og Brynjar Haraldsson jafnir með 3,5v en Birgir náði þriðja sætinu í öðrum stigaútreikningi. Í yngri flokki varð Baltasar Máni Wedholm annar með 4v og næstir komu Alexander Jóhannesson, Þórður Hólm Hálfdánarson, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Óttar Örn Bergmann með 3v en Alexander varð hlutskarpastur á stigum og hlaut þriðja sætið.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Birgir Ívarsson, Brynjar Haraldsson, Aron Þór Maí, Alexander Oliver Mai, Oddur Þór Unnsteinsson, Stefán Orri Davíðsson, Jón Hreiðar Rúnarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Jóhannes Þór Árnason, Adam Omarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Baltasar Máni Wedholm, Alexander Jóhannesson, Þórður Hólm Hálfdánarson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Aron Kristinn Jónsson, Gabríel Wiktor Gzerwonka, Sævar Breki Snorrason, Ívan Óli Santos og Jósef Gabríel Magnússon.
Næsta æfing verður mánudaginn 12. maí og hefst hún kl. 17.15. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Það eru núna þrjár mánudagsæfingar eftir á vormisseri og verða þær allar í félagsheimilinu í Mjóddinni. Stelpuæfingar á miðvikudögum verða hins vegar þann 21. maí og 28. maí í Stúkunni á Kópavogsvellinum. Lokaæfingin hjá stelpunum verður svo í félagsheimilinu í Álfabakkanum þann 4. júní.
12.5.2014 | 13:00
Huginn nýtt nafn í stað GM Hellis
FRÉTTATILKYNNING 12. MAÍ 2014
11.5.2014 | 19:11
Óskar vann æfingu með fullu húsi
Óskar Víkingur Davíðsson sigraði örugglega á æfingu hjá GM Helli sem fram fór mánudaginn 5. maí sl. Óskar fékk 5v í jafn mörgum skákum. Næstir komu Alec Elías Sigurðarson og Heimir Páll Ragnarsson báðir með 4v og þurfti því að grípa til stigaútreiknings. Þar hafði Alec Elías betur með 13 stig og hreppti hann annað sætið. Heimir Páll féll 10 stig í þessu útreikningi og hlaut þriðja sætið.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Heimir Páll Ragnarsson, Jón Hreiðar Rúnarsson, Sindri Snær Kristófersson, Aron Þór Maí, Halldór Atli Kristjánsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Alexander Oliver Mai, Stefán Orri Davíðsson, Birgir Ívarsson, Brynjar Haraldsson, Jóhannes Þór Árnason, Adam Omarsson, Sævar Breki Snorrason, Oddur Þór Unnsteinsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Alexander Jóhannsson, Arnar Jónsson og Jósef Gabríel Magnússon.
Næsta æfing verður mánudaginn 12. maí og hefst hún kl. 17.15.Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Barna og unglingastarf | Breytt 19.5.2014 kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2014 | 10:53
Aðalfundur GM-Hellis er í kvöld
8.5.2014 | 10:52
Hermann æfingameistari GM-Hellis á norðursvæði
Hlynur 71
Smári 69,5
Sigurbjörn 67,5
Ævar 62,5
Heimir 22
Viðar 16,5
Tómas 16,5
Ármann 14
Jón Aðalsteinn 13
Sighvatur 10,5
Jakub P 8,5
Stefán Bogi 3
Eyþór Kári 2
Ingólfur V 2