Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Hraðkvöld í Mjóddinni hjá GM Helli mánudaginn 2. desember.

Skákfélagið GM Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 2. desember nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær máltíð fyrir einn á Saffran. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri

Miðvikudaginn 4. desember verður héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri haldið í matsal Litlulaugaskóla á Laugum. Mótið hefst kl 16:00 og lýkur um kl. 18:00. 

Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Mótsgjald er aðeins 500 krónur. Skákfélagið GM-Hellir sér um keppnishaldið og fá allir þátttakendur verðlaun.
 
Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í þremur aldursflokkum: 
 
8 ára og yngri     (1-3 bekkur)
9-12 ára            (4-7 bekkur)
13-16 ára          (8-10 bekkur) 

Vinningahæsti keppandinn hlýtur farandbikar að launum og nafnbótina Héraðsmeistari HSÞ í skák 2013.

Skráning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187, 8213187 eða með tölvupósti á netfangið: Lyngbrekku@simnet.is  (Tilgreina þarf, nafn, aldur, bekk og félag innan HSÞ)
 

Stefán Bergsson sigraði á hraðkvöldi

Stefán Bergsson sigraði öruggleg með 6,5v í sjö skákum á hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 25. nóvember sl. Það var aðeins Vigfús Ó. Vigfússon sem gerði jafntefli við kappann í fjórðu umferð. Í öðru sæti varð Vignir Vatnar Stefánsson með 5v og síðan varð Vigfús Ó. Vigfússon í þriðja sæti með 4,5v eins og Örn Leó Jóhannsson en aðeins hærri á stigum. Stefán Bergsson dró svo í lok hraðkvöldsins Sverrir Sigurðsson í happdrættinu og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran.

Næsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 2. desember kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.

Lokastaðan á hraðkvöldinu: 

RöðNafnVinn.TB1TB2TB3
1Stefán Bergsson 6,5302127,3
2Vignir Vatnar Stefánsson5261915,5
3Vigfús Vigfússon 4,5292116,3
4Örn Leó Jóhannsson 4,5271913,8
5Páll Andrason 4271911,5
6Sverrir Sigurðsson 425189
7Elsa María Kristínardóttir424179
8Gunnar Nikulásson 3,524175,75
9Björgvin Kristbergsson 2,521152,75
10Pétur Jóhannesson 1,521152,25
11Steinar Ragnarsson Kamban 122161
12Egill Gautur Steingrímsson121161,5

Óskar og Sindri Snær efstir á æfingu hjá GM Helli

Óskar Víkingur Davíðsson sigraði með 4,5v í fimm skákum í eldri flokki á GM-Hellisæfingu sem fram fór þann 25. nóvember sl. Óskar vann fjórar fyrstu skákirnar og tryggði sér svo efsta sætið með jafntefli við Hilmi Hrafnsson í lokaumferðinni. Annar varð Mikhael Kravchuk með 4 og í þriðja sæti var Hilmir Hrafnsson með 3,5v. 

Í yngri flokki var Sindri Snær Kristófersson efstur með 5v af sex mögulegum. Annar var Róbert Luu með 4,5v. Síðan komu jafnir með 4v þeir Birgir Logi Steinþórsson og Baltasar Máni Wetholm. Þar þurfti að grípa til stigaútreiknings og eftir tvöfaldan útreikning hlaut Birgir Logi þriðja sætið. 

Þátttakendur að þessu sinni voru: Óskar Víkingur Davíðsson, Mikhael Kravchuk, Hilmir Hrafnsson, Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson, Jón Otti Sigurjónsson, Axel Óli Sigurjónsson, Andri Gylfason, Sigurjón Daði Harðarson, Sigurjón Bjarki Blumenstein, Brynjar Haraldsson, Birgir Ívarsson, Sindri Snær Kristófersson, Róbert Luu, Birgir Logi Steinþórsson, Baltasar Máni Wetholm Gunnarsson, Ívar Andri Hannesson, Egill Úlfarsson, Stefán Orri Davíðsson, Aron Kristinn Jónsson og Óttar Örn Bergmann Sigfússon

Næsta æfing verður svo mánudaginn 2. desember nk. og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að skipta þá í tvo flokka eftir aldri og stigum. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Dæmatímar fyrir félagsmenn eru svo í gangi á laugadögum og förum við langt með að klára tvær umferðir á laugardaginn.


Hermann efstur á æfingu

Hermann Aðalsteinsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór á Húsavík ámánudagskvöld. Hermann fékk 4 vinninga af 5 mögulegum og tapaði ekki skák. Umhugsunartíminn var 15 mín.

Lokastaðan:

1. Hermann Aðalsteinsson    4 af 5
2-3 Hlynur snær Viðarsson   3
2-3 Viðar Hákonarson          3
4.   Ævar Ákason                 2,5
5.   Sigurbjörn Ásmundsson  2
6.   Sighvatur Karlsson         0,5

Næsta skákæfing verður að viku liðinni. 


Hermann 15 mín meistari GM-Hellis á norðursvæði

Hermann Aðalsteinsson vann sigur á 15 mín skákmóti GM-Hellis sem fram fór í kvöld á Laugum. Hermann gerði jafntefli við Jakob Sævar Sigurðsson en vann allar aðrar skákir. Jakob Sævar varð annar og Smári bróðir hans þriðji. Eyþór Kári Ingólfsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri, enda eini keppandinn í þeim flokki.

15 mín 2013
         Jakob Sævar, Hermann, Smári og Eyþór fremstur. 

Lokastaðan:

1. Hermann Aðalsteinsson    5,5 af 6
2. Jakob Sævar Sigurðsson  4,5
3. Smári Sigurðsson            4
4. Hlynur Snær Viðarsson     2,5
5. Sigurbjörn Ásmundsson    2
6. Ævar Ákason                   1,5
7. Eyþór Kári Ingólfsson       1 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Smári efstur á æfingu

Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu GM-Hellis á norðursvæði sem fram fór á Húsavík sl. mánudagskvöld. Smári leyfði eitt jafntefli en vann aðrar skákir. Tímamörk voru 15 mín á skákina.

Efstu menn:

1 Smári Sigurðsson             6,5 af 7
2. Hermann Aðalsteinsson    5
3. Ævar Ákason                   4,5
4-5 Sighvatur Karlsson         4
4-5 Hlynur Snær Viðarsson   2  
6.   Heimir Bessason            3,5

Næsta skákæfing verður að viku liðinni á Húsavík. 


15 mín skákmót GM-Hellis norðursvæði fer fram annað kvöld

Hið árlega 15 mín skákmót GM-Hellis á norðursvæði verður haldið föstudagskvöldið 22 nóvember kl 20:00 í Dvergasteini á Laugum. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín, eins og gefur að skilja. Umferðafjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda.
 
Teflt verður í einum flokki en verðlaun veitt fyrir 3 efstu í fullorðinsflokki og flokki 16 ára og yngri.
Farandbikar fyrir sigurvegarann í báðum flokkum.
Þátttökugjald er kr 500 á alla keppendur.
 
Hægt er að skrá sig til leiks hér efst á síðunni eða hringja í síma 4643187 eða 8213187 Hermann.


Hraðkvöld hjá GM Helli mánudaginn 25. nóvember

Skákfélagið GM Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 25. nóvember nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær máltíð fyrir einn á Saffran. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

Örn Leó sigraði á hraðkvöldi

Örn Leó Jóhannsson sigraði öruggleg með 8,5v í níu skákum á hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 18. nóvember sl. Það var aðeins Páll Sigurðsson sem kom í veg fyrir að Örn Leó ynni allar skákirnar en þeir gerðu jafntefli í næst síðustu umferð. Í öðru sæti varð Páll sigurðsson með 6,5v og síðan varð Gauti Páll Jónsson í þriðja sæti með 5,5v og aðeins hærri en Vigfús á stigum. Örn Leó dró svo í lok hraðkvöldsins Jón Gunnar Jónsson í happdrættinu og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran.

Næsta skákkvöld hjá GM Helli í Álfabakka 14a í Mjóddinni verður mánudaginn 25. nóvember kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.

RöðNafnVinn.TB1TB2TB3
1Örn Leó Jóhannsson 8,533,308
2Páll Sigurðsson 6,52505
3Gauti Páll Jónsson 5,518,505
4Vigfús Vigfússon 5,518,305
5Gunnar Nikulásson 4,515,304
6Jon Olav Fivelstad 41603
7Jón Gunnar Jónsson41304
8Atli Johann Leósson3,59,2503
9Ólafur Guðmarsson 3803
10Björgvin Kristbergsson 0000

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband