Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Smári páskaskákmeistari Goðans 2012

Smári Sigurðsson vann sigur á páskákmóti Goðans í skák sem fram fór í gærkvöld. Smári leyfði jafntefli gegn Jakob bróður sínum en vann allar aðrar skákir. Smári vann því öruggan sigur með 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Rúnar ísleifsson varð í öðru sæti og Jakob Sævar í þriðja. Snorri Hallgrímsson vann sigur í yngri flokki.

Páskaskákmótið 007 

           Hlynur, Rúnar, Smári, Snorri, Valur og Jakob Sævar. 

                      

  1   Smári Sigurðsson,                  1665 6.5      
 2-3  Rúnar Ísleifsson,                  1695 5      
      Jakob Sævar Sigurðsson,            1683 5       
  4   Hermann Aðalsteinsson,             1336 4.5      
 5-6  Snorri Hallgrímsson,               1323 4        
      Sigurjón Benediktsson,             1520 4       
  7   Ármann Olgeirsson,                 1413 3.5   
 8-9  Sigurbjörn Ásmundsson,             1201 3        
      Hlynur Snær Viðarsson,             1096 3        
 10   Árni Garðar Helgason,                   1.5      
11-12 Sighvatur Karlsson,                1318 1        
      Valur Heiðar Einarsson,            1127 1        

 

  
  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Einar vann í fyrstu umferð.

Fyrsta umferð áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák fór fram í gærkvöldi.  Úrslit voru hefðbundin þ.e. hinir stigahærri unnu þá stigalægri enda styrkleikamunur mikill.

Einar Hjalti Jensson vann Vigni Vatnar Stefánsson (1447) í 1. umferð og teflir við Árna Guðbjörnsson (1727) í 2. umferð sem fer fram í dag kl 14:00. Skák Einars verður í beinni útsendingu.

 


Páskaskákmótið í kvöld !

Páskaskákmót Goðans verður haldið föstudagskvöldið 30 mars og hefst það kl 20:30 !!
Tefldar verða 7-11 umferðir* og verða tímamörkin 10 mín á mann, auk 5 sek viðbótartíma fyrir hvern leik ! (*fer eftir fjölda keppenda)

Í verðlaun verða páskaegg fyrir þrjá efstu í fullorðinsflokki og 16 ára og yngri

Skráning í mótið er hjá formanni í síma 4643187  8213187 eða á lyngbrekku@simnet.is

Skráðir keppendur.

Smári Sigurðsson
Rúnar Ísleifsson
Jakob Sævar Sigurðsson
Hermann Aðalsteinsson
Ævar Ákason
Ármann Olgeirsson
Sigurbjörn Ásmundsson
Árni Garðar Helgason


Askorendaflokkurinn hefst í kvöld. Einar Hjalti meðal keppenda.

Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák 2012 fer fram dagana 30. mars  - 8. apríl  nk.  Mótið fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík.  

reykjavik open   round 8 dsc 0129

Efstu tvö sætin gefa föst sæti í Landsliðsflokki 2012 eða 2013.  Tveir efstu menn í áskorendaflokki nú geta valið þar á milli. Einar Hjalti Jensson á ágæta möguleika á því að ná í annað af efstu sætunum og þar með keppnisrétt í landsliðsflokki.

Fyrirkomulag landsliðsflokks má finna á heimasíðu mótsins.

Dagskrá:

  • Föstudagur, 30. mars, kl. 18.00, 1. umferð
  • Laugardagur, 31. mars, kl. 14.00, 2. umferð
  • Sunnudagur, 1. apríl, Frídagur
  • Mánudagur, 2. apríl, kl. 18.00, 3. umferð
  • Þriðjudagur, 3. apríl, kl. 18.00, 4. umferð
  • Miðvikudagur, 4. apríl, kl. 18.00, 5. umferð
  • Fimmtudagur, 5. apríl, Frídagur
  • Föstudagur, 6. apríl, kl. 11.00, 6. umferð
  • Föstudagur, 6. apríl, kl. 17.00, 7. umferð
  • Laugardagur, 7. apríl, kl. 14.00, 8. umferð
  • Sunnudagur, 8. apríl, kl. 14.00, 9. umferð

Öðlingmótið. Sigurður Daði með jafntefli.

Sigurður Daði Sigfússon gerði jafntefli við Þór Valtýsson (1973) í 2. umferð Öðlingamótsins í gær. Heildarúrslit 2. umferðar má finna hér

 reykjav k open   day 5 dsc 0200

Stöðu mótsins má finna hér.  Þriðja umferð fer fram eftir hálfan mánuð.  Pörunina má nálgast hér.


Páskaskákmót Goðans 2012

Páskaskákmót Goðans verður haldið föstudagskvöldið 30 mars og hefst það kl 20:30 !!
Tefldar verða 7-11 umferðir* og verða tímamörkin 10 mín á mann, auk 5 sek viðbótartíma fyrir hvern leik ! (*fer eftir fjölda keppenda)

Í verðlaun verða páskaegg fyrir þrjá efstu í fullorðinsflokki og 16 ára og yngri

Skráning í mótið er hjá formanni í síma 4643187  8213187 eða á lyngbrekku@simnet.is


Smári efstur á æfingu.

Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu í gærkvöld sem fram fór á Húsavík. Smári fékk 5 vinninga af 6 mögulegum. Tefldar voru skákir með 15 mín umhugsunartíma á mann.

1. Smári Sigurðsson            4 vinn. af 5
2. Ævar Ákason                   4
3. Sigurjón Benediktsson    3 1/2
4. Sighvatur Karlsson          3
5. Snorri Hallgrímsson          2,5
6. Sigurbjörn Ásmundsson   2
7. Hlynur Snær Viðarsson     0 (veiktist eftir þrjár umferðir) 

Páskaskákmót Goðans verður föstudaginn 30 mars kl 20:30 í Framsýnarsalnum. Skráning í mótið er hjá formanni í síma 4643187 og 8213187 eða á lyngbrekku@simnet.is


Öðlingamótið. Sigurður Daði vann í fyrstu umferð.

Frestuðum skákum úr fyrstu umferð Skákmóts öðlinga lauk í gærkveldi.   Sigurður Daði Sigfússon vann Sigurð H Jónsson. Því liggur nú fyrir pörun í 2. umferð sem fram fer annað kvöld og hefst kl. 19:30.


Röðun í 2.umferð:

  •  1...Þór Valtýsson........-...Sigurður D.Sigfússon
  •  2...Þorvarður F.Ólafss.-...Siguringi Sigurjónsson
  •  3...Bjarni Sæmundsson-..Magnús P.Örnólfsson
  •  4...Kjartan Másson.......-..Bjarni Hjartarson
  •  5...Halldór Pálsson.......-..Vignir Bjarnason
  •  6...Eggert Ísólfsson......-..Kári Sólmundarson
  •  7...Sigurlaug R.Friðþjófsd.-Pétur Jóhannesson
  •  8...Jóhann H.Ragnarsson- Eiríkur K.Björnsson
  •  9...Kjartan Ingvarsson...-  Friðgeir K.Hólm
  • 10..Sigurður H.Jónsson.-...John Ontiveros
  • 11..Björgvin Kristbergsson-Pálmar Breiðfjörð
  • 12..Sigurjón Haraldsson.-...Tómas Á.Jónsson
  • 13..Sveinbjörn Jónsson..-...Ulrich Schmithauser

Snorri barna og unglingameistari Goðans 2012

Snorri Hallgrímsson vann sigur á barna og unglingameistaramóti Goðans sem fram fór á Húsavík í dag. Snorri fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum og leyfði aðeins jafntefli gegn Hlyn Sæ Viðarssyni sem varð í öðru sæti, einnig með 6,5 vinninga, en örlítið lægri á stigum. Starkaður Snær Hlynsson varð svo í þriðja sæti með 5 vinninga. þessir þrír urðu efstir í flokki 8-10 bekkjar.
Engin stúlka tók þátt í elsta aldursflokkinum.

Snorri Már Vagnsson vann flokk drengja í 5-7 bekk með 4,5 vinninga, en Hafdís Dröfn Einarsdóttir varð efst stúlkna í 5-7 bekk með 4 vinninga.

Julia Renata Górczynska varð efst stúlkna í 4 bekk og yngri með 3,5 vinninga og Páll Svavarssson varð efstur drengja í 4 bekk og yngri með 3 vinninga.

Lokastaðan:

1-2   Snorri Hallgrímsson,        B      1323 6.5      22.5  
      Hlynur Snær Viðarsson,      B      1096 6.5      22.5
 3-4  Starkaður Snær Hlynsson,    L      900  5        22.5 
      Valur Heiðar Einarsson,     B      1154 5        22.0  
  5   Snorri Már Vagnsson,        S      500  4.5      21.0 
6-11  Eyþór Kári Ingólfsson,      S      500  4        22.0  
      Bjarni Jón Kristjánsson,    L      700  4        20.0  
      Ari Rúnar Gunnarsson,       R      600  4        18.0 
      Stefán Örn Kristjánsson,    R      500  4        17.0 
      Hafdís Dröfn Einarsdóttir   B      700  4        16.5  
      Jakub Piotr Statkiewicz     L      600  4        16.0 
12-14 Jón Aðalsteinn Hermannsso,  L      700  3.5      20.0  
      Júlia                       B      300  3.5      16.5  
      Hrund Óskarsdóttir          B      700  3.5      12.0 
15-19 Páll Svavarsson             B      400  3        18.5  
      Helgi Þorleifur Þórhallss,  R      500  3        17.5  
      Bergþór Snær Birkisson,     B      300  3        17.0  
      Margrét Halla Höskuldsdót,  B      300  3        15.5  
      Helgi James Þórarinsson,    R      600  3        14.5  
20-21 Mikael Frans                B      300  2        17.5  
      Brynja Björk Höskuldsdótt,  B      200  2        17.0  
22-23 Agnes Björk Ágútsdóttir     B      200  1.5      15.0  
      Valdemar Hermannsson,       L      200  1.5      15.0   
Alls tóku 23 börn á öllum aldri þátt í mótinu og komu keppendur frá 
Borgahólsskóla á Húsavík. Stórutjarnaskóla, Litlulaugaskóla og úr Reykjahlíðarskóla.
Teflar voru 7 umferðir og voru tímamörk 7 mín á mann í hverri skák. 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

17 skráðir til keppni á Barna og unglingameistaramót Goðans sem fram fer í dag.

Mánudaginn 26 mars kl 16:00 - 17:50 verður Barna og unglingameistaramót skákfélagins Goðans í skák haldið í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík. Í morgun höfðu 17 keppendur skráð sig til keppni.

Öll börn og unglingar 16 ára og yngri í Þingeyjarsýslu geta tekið þátt í mótinu.

Tefldar verða 5-7 umferðir (monrad-kerfi) með 7-10  mín umhugsunartíma á mann.

Verðlaun verða veitt í eftirtöldum flokkum:
(bæði farandverðlaun og eignarverðlaun)

Stúlkur:

  • 4 bekkur og yngri     (börn fædd 2002 eða síðar)
  • 5-7 bekkur                (börn fædd 1999- 2001)
  • 8-10 bekkur              (börn fædd 1996-1998)

Strákar:

  • 4 bekkur og yngri
  • 5-7 bekkur
  • 8-10 bekkur

Skráning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187 eða 8213187.

Einnig á lyngbrekku@simnet.is

Skráningu líkur kl 15:55 á mótsdegi.

Þátttökugjald er krónur 500 á keppanda, sem greiðist á mótsstað.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband