4.1.2014 | 21:18
Jakob Sævar efstur með fullt hús
Jakob Sævar Sigurðsson er efstur með fullt hús vinninga þegar þremur umferðum er lokið á skákþing GM-Hellis, norðursvæði sem fram fer í Árbót í Aðaldal. Jakob vann Tómas Veigar Sigurðarson í annarri umferð í morgun og vann svo Sigurð G Daníelsson í þriðju umferð fyrr í kvöld. Sigurður, Tómas, Smári, Ævar og Hlynur koma næstir með 2 vinninga.
Jón Aðalsteinn Hermannsson gegn Jakob Sævar í 1. umferð.
Staðan eftir þrjár umferðir.
Name | Rtg | Club/City | Pts. | |
Sigurðsson Jakob Sævar | 1824 | GM Hellir | 3.0 | |
Daníelsson Sigurður G | 1971 | GM Hellir | 2.0 | |
Sigurðarson Tómas Veigar | 1990 | Víkingaklúbburinn | 2.0 | |
Sigurðsson Smári | 1913 | GM Hellir | 2.0 | |
Akason Aevar | 1456 | GM-Hellir | 2.0 | |
Viðarsson Hlynur Snær | 1071 | GM Hellir | 2.0 | |
Aðalsteinsson Hermann | 1333 | GM Hellir | 1.5 | |
Ásmundsson Sigurbjörn | 1185 | GM Hellir | 1.5 | |
Kristjánsson Bjarni Jón | 1061 | GM Hellir | 1.0 | |
Statkiewicz Jakub Piotr | 0 | GM Hellir | 1.0 | |
Hermannsson Jón Aðalsteinn | 0 | GM Hellir | 0.0 | |
Þórarinsson Helgi James | 0 | GM Hellir | 0.0 |
Pörun fjórðu umferðar sem hefst kl 11:00 sunnudag.
4.1.2014 | 01:48
Atkvöld hjá GM Helli mánudaginn 6. janúar
Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær máltíð fyrir einn á Saffran. Þar eiga allir jafna
möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Atkvöld | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2014 | 23:37
Allt eftir bókinni í 1. umferð
Þeir stigahærri unnu þá stigalægri í fyrstu umferð á skákþingi GM-Hellis norðursvæði, sem fram fór í kvöld í Árbót í Aðaldal.
Úrslit í fyrstu umferð:
Name | Pts. | Result | Pts. | Name | ||
Sigurðarson Tómas Veigar | 0 | 1 - 0 | 0 | Ásmundsson Sigurbjörn | ||
Viðarsson Hlynur Snær | 0 | 0 - 1 | 0 | Daníelsson Sigurður G | ||
Sigurðsson Smári | 0 | 1 - 0 | 0 | Kristjánsson Bjarni Jón | ||
Hermannsson Jón Aðalsteinn | 0 | 0 - 1 | 0 | Sigurðsson Jakob Sævar | ||
Akason Aevar | 0 | 1 - 0 | 0 | Statkiewicz Jakub Piotr | ||
Þórarinsson Helgi James | 0 | 0 - 1 | 0 | Aðalsteinsson Hermann |
Pörun 2. umferðar.
3.1.2014 | 10:07
Skákþingið hefst í kvöld

1.1.2014 | 04:44
Andri sigraði á jólabikarmóti GM Hellis
Andri Grétarsson sigraði á jólabikarmóti GM Hellis sem haldið var í Mjóddinni þann 30. desember sl. og er því jólasveinn GM Hellis sunnan heiða. Andri fékk 13v í 14 skákum og tapaði aðeins einni skák gegn Felix Steinþórssyni í 6. umferð. Felix er ekki alveg óvanur því að gera sterkum skákmönnum skráveifu. Í nýlokinni sveitakeppni Icelandair fékk Felix verðlaun fyrir óvæntustu úrslitin eftir sigur á Kjatani Maack í lokaumferðinni.
Eftir 12. umferðir stóðu bara Hallgerður Helga og Andri eftir en stað Andra var nokkru betri með aðeins eitt tap meðan Hallgerður var með þrjú töp og þar af tvö gegn Andra. Það fór lika svo að Andri landaði öruggum og verðskulduðum sigri með tveimur sigrum í lokaumferðunum. Hallgerður var í öðru sæti með 9v og þriðja sætinu náði svo Ólafur Guðmarsson með 7v.
Lokastaðan
1. Andri Grétarsson 13v/14
2. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 9v/14
3. Ólafur Guðmarsson 7v/12
4. Elsa María Kristínardóttir 6v/11
5. Felix Steinþórsson 5,5v/11
6. Vigfús Ó. Vigfússon 5v/10
7. Sigurður Freyr Jónatansson 4v/9
8. Hjálmar Sigurvaldason 3,5v/9
9. Óskar Long 3v/8
10. Hörður Jónasson 3v/8
11. Björgvin Kristbergsson 2v/7
12. Brynjar Haraldsson 0v/5
Hraðkvöld | Breytt 14.1.2014 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2013 | 17:27
Bragi Íslandsmeistari í netskák

Röð efstu manna:
- 1. Bragi Þorfinnsson 7 v. (48,5)
- 2. Magnús Örn Úlfarsson 7 v. (46,5)
- 3. Henrik Danielsen 7 v. (43,0)
- 4.-6. Erlingur Þorsteinsson, Omar Salama og Jón Trausti Harðarson 6½ v,
- 7.-10. Davíð Kjartansson, Rúnar Sigurpálsson, Kristján Halldórsson og Róbert Lagerman 6 v.
- 11.-13. Gunnar Freyr Rúnarsson, Ingvar Örn Birgisson og Hrannar Baldursson 5½ v.
- 14.-19. Guðmundur Gíslason, Stefán Steingrímur Bergsson, Unnar Rafn Ingvarsson, Sigurjón Þorkelsson, Sæberg Sigurðsson og Vignir Bjarnason 5 v.
- 20.-26. Ingi Tandri Traustason, Arnaldur Loftsson, Gunnar Björnsson, Björgvin Smári Guðmundsson, Vigfús Ó. Vigfússon og Gauti Páll Jónsson 4½ v.
Tæplega 50 skákmenn tóku þátt.
Aukaverðlaunahafar:
Undir 2200 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC (Erlingur Þorsteinsson)
- 2. Tveir frímánuðir á ICC (Jón Trausti Harðarson)
Undir 2000 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC (Kristján Halldórsson)
- 2. Tveir frímánuðir á ICC (Gunnar Freyr Rúnarsson)
Undir 1800 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC (Kristján Halldórsson)
- 2. Tveir frímánuðir á ICC (Unnar Rafn Ingvarsson)
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC (Enginn)
- 2. Tveir frímánuðir á ICC (Enginn)
Unglingaverðlaun (15 ára og yngri):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC (Gauti Páll Jónsson)
- 2. Tveir frímánuðir á ICC (Veronika Steinunn Magnúsdóttir)
Kvennaverðlaun:
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC (Veronika Steinunn Magnúsdóttir)
- 2. Tveir frímánuðir á ICC (Engin)
Öldungaverðlaun (50 ára og eldri):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC (Erlingur Þorsteinsson)
- 2. Tveir frímánuðir á ICC (Róbert Lagerman)
Happdrætti:
- 1. Þrír frímánuðir á ICC (Andri Freyr Björgvinsson)
- 2. Þrír frímánuðir á ICC (Ingi Tandri Traustason)
- 3. Tveir frímánuðir á ICC (Halldór Atli Kristjánsson)
- 4. Tveir frímánuðir á ICC (Ögmundur Kristinsson)
- 5. Tveir frímánuðir á ICC (Kjartan Másson)
- 6. Tveir frímánuðir á ICC (Vignir Bjarnason)
Netskák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2013 | 21:15
Skákþing GM-Hellis 2014 -10 ára afmælismót

29.12.2013 | 10:08
Smári hraðskákmeistari í fjórða sinn
Smári Sigurðsson vann sigur á hraðskákmóti GM-Hellis (norðursvæði) með fáheyrðum yfirburðum í gærkveldi. Smári gerði sér lítið fyrir og vann alla sína andstæðinga níu að tölu. Svo miklir voru yfirburðir Smára að hann endaði mótið með þremur vinningum meira en næstu menn. Í 2-4 sæti urðu jafnir, Sigurbjörn Ásmundsson, Benedikt Þór Jóhannsson og Jakob Sævar Sigurðsson, allir með 6 vinninga og hreppti Sigurbjörn annað sætið og Benedikt varð þriðja eftir stigaútreikninga. Jón Aðalsteinn Hermannsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri, enda eini keppandinn þar.
Lokastaðan:
1. Smári Sigurðsson 9 af 9 !
2-4 Sigurbjörn Ásmundsson 6
2-4 Benedikt Þór Jóhannsson 6
2-4 Jakob Sævar Sigurðsson 6
5-6 Hlynur Snær Viðarsson 5
5-6 Ármann Olgeirsson 5
7 Hermann Aðalsteinsson 4
8 Ævar Ákason 3
9 Jón Hafsteinn Jóhannsson 1
10 Jón Aðalsteinn Hermannsson 0
Eitthvað var formaður félagsins illa upplagður á mótinu, því fyrir utan lélega frammistöðu á mótinu, gleymdi hann að taka myndir og gleymdi líka verðlaununum heima, svo að verðlaunahafar verða að bíða þar til á næsta ári til að fá verðlaunin afhent.
29.12.2013 | 04:12
Íslandsmótið í netskák fer fram 29. desember
Íslandsmótið í netskák fer fram, sunnudaginn 29. desember á ICC og hefst kl. 20. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Skráning fer fram hér á heimasíðu GM Hellis og á Skák.is. Upplýsingar um skráða keppendur er að finna hér.
Allt skráningarferlið er sjálfkrafa og eina sem þátttakendur þurfa að hafa í huga er að vera mættir tímanlega á ICC eða eigi síðar en kl. 19:50. Tímamörk eru 4 2 (4 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik).
Þeir sem ekki eru skráðir á ICC geta skráð sig á vef ICC en ekki þarf að greiða fyrir fyrstu vikuna. Að því loknu er hægt að skrá sig á Skák.is. Þeir sem ekki hafa hugbúnað til að tefla geta halað niður þar til gerðu forrit (mælt er með Blitzin eða Dasher). Einnig er hægt að tefla í gegnum java-forrit. Þar sem allir keppendur þurfa að vera á svokallaðri Íslands-rás er æskilegt að menn slái inn "g-join Iceland" við næstu/fyrstu innskráningu á ICC.
Davíð Kjartansson er Íslandsmeistari í netskák
Verðlaun:
1. kr. 10.000
2. kr. 6.000
3. kr. 4.000
Aukaverðlaun:
Undir 2200 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Undir 2000 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Undir 1800 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Unglingaverðlaun (15 ára og yngri):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Kvennaverðlaun:
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Öldungaverðlaun (50 ára og eldri):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Happdrætti:
- Tveir keppendur sem klára mótið og fá ekki verðlaun eða aukaverðlaun verða dregnir út og fá 3 frímánuði á ICC.
Netskák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2013 | 01:36
Jólabikarmót GM Hellis í Mjóddinni fer fram 30. desember nk.
Jólabikarmót GM Hellis hér syðra fer fram mánudaginn 30. desember nk og hefst taflið kl. 19.30. Fyrirkomulagið verður þannig að tefldar verða hraðskákir með fimm mínútna umhugsunartíma og eftir Monrad kerfi. Eftir fimm töp falla keppendur úr leik. Þannig verður teflt þangað til einn stendur eftir og allir andstæðingarnir fallnir úr leik. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Þrír efstu fá bikara í verðlaun. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Hraðkvöld | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2013 | 12:59
Hraðskákmótinu frestað. Verður annað kvöld, laugardagskvöld, kl 20:00
Íslandsmótið í netskák fer fram, sunnudaginn 29. desember á ICC og hefst kl. 20. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Skráning fer fram hér á heimasíðu GM Hellis og síðar í vikunni á Skák.is.
Allt skráningarferlið er sjálfkrafa og eina sem þátttakendur þurfa að hafa í huga er að vera mættir tímanlega á ICC eða eigi síðar en kl. 19:50. Tímamörk eru 4 2 (4 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik).
Þeir sem ekki eru skráðir á ICC geta skráð sig á vef ICC en ekki þarf að greiða fyrir fyrstu vikuna. Að því loknu er hægt að skrá sig á Skák.is. Þeir sem ekki hafa hugbúnað til að tefla geta halað niður þar til gerðu forrit (mælt er með Blitzin eða Dasher). Einnig er hægt að tefla í gegnum java-forrit. Þar sem allir keppendur þurfa að vera á svokallaðri Íslands-rás er æskilegt að menn slái inn "g-join Iceland" við næstu/fyrstu innskráningu á ICC.
Davíð Kjartansson er Íslandsmeistari í netskák
Verðlaun:
1. kr. 10.000
2. kr. 6.000
3. kr. 4.000
Aukaverðlaun:
Undir 2200 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Undir 2000 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Undir 1800 skákstigum (miðað við nýjustu íslensku skákstig):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Unglingaverðlaun (15 ára og yngri):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Kvennaverðlaun:
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Öldungaverðlaun (50 ára og eldri):
- 1. Fjórir frímánuðir á ICC
- 2. Tveir frímánuðir á ICC
Happdrætti:
- Tveir keppendur sem klára mótið og fá ekki verðlaun eða aukaverðlaun verða dregnir út og fá 3 frímánuði á ICC.
Netskák | Breytt 27.12.2013 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2013 | 13:10
Vel heppnað jólapakkaskákmót GM Hellis - Skák er góð fyrir heilann !
Jólapakkamót GM Hellis fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Þetta var í sextánda skipti sem mótið fer fram en mótið hefur verið haldið nánast árlega síðan 1996. Tæplega 150 keppendur tóku í mótinu. Allt frá Peðaskák þar sem keppendur voru niður í þriggja ára og upp í tíundu bekkinga. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, setti mótið og lék fyrsta leik þess.
Í ræðu sinni talaði Eva um jákvæð áhrif skákiðkunnar. Einnig minntist hún að Jólapakkamótið væri hluti af jólagleði starfsfólks Ráðhússins.
Að lokinni ræðu Evu hófst taflmennska og hart barist í öllum flokkum þótt að leikgleðin væri í fyrirrúmi.
Að móti loknu hófst verðlaunaafhending. Þær mæðgur Edda Sveinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, landsliðskona, höfðu farið mikinn í jólapökkum og höfðu pakkað vel á annað hundrað jólapökkum. Efstu menn í öllum flokkum fengu verðlaun sem og útdregnir heppnir keppendur. Í lok mótsins fór svo fram risahappdrætti þar sem stærstu vinningarnir voru dregnr út. Heppnastur allra varð Bjarki Arnaldarson, sem fékk spjaldtölvu frá Tölvulistanum. Í lok mótsin voru allir keppendur leystir út með gjöfum, nammipoka frá Góu og Andrés andar blaði frá Eddu útgáfu.
Þeir sem gáfu jólagjafirnar voru: Myndform, Salka útgáfa, Sögur útgáfa, Edda útgáfa, Speedo, Nordic Games, Ferill verkfræðistofa, Veröld útgáfa, Bókabeitan útgáfa, Góa, Tölvulistinn, Landsbankinn, Skákskóli Íslands og Skákfélagið GM Hellir.
Eftirtaldir aðilar styrktu mótahaldið: Body Shop ehf, Faxaflóahafnir, G.M Einarsson, Garðabær, Gámaþjónustan, Hjá Dóra matsala, HS Orka, Íslandsbanki, Íslandspil, ÍTR, Kaupfélag Skagfirðinga, Landsbankinn, MP Banki, Nettó í Mjódd, Reykjavíkurborg, SORPA, Suzuki bílar ehf, Talnakönnun ehf og Valitor.
Þeir sem komu að undirbúningi og unnu við mótið voru: Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Davíð Ólafsson, Edda Sveinsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Gunnar Björnsson, Haraldur Þorbjörnsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Kristín Steinunn Birgisdóttir, Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Kristján Halldórsson, Kristófer Ómarsson, Lenka Ptacnikóvá, Ólafur Þór Davíðsson, Páll Sigurðsson, Pálmi Pétursson, Ragnhildur H. Sigurðardóttir, Rúnar Haraldsson, Steinþór Baldursson og Vigfús Ó. Vigfússon, varaformaður GM Hellis sem bar þungan af öllu mótshaldinu.
Um 200 myndir fylgja með fréttinni. Þær tók Rúnar Haraldsson.
Stöð 2 birti ítarlega frétt um mótið þar sem meðal annars var tekið viðtal við nokkra keppendur og Jóhönnu Björg Jóhannsdóttir, landsliðskonu og stjórnarmann í GM Helli. Fréttina má finna á Vísi.
Úrslit í elsta flokki (1998-2000):
Efstu drengir:
- Oliver Aron Jóhannesson (Rimaskóli) 5 v.
- Dawid Kolka (Álfhólsskóli) 4 v.
- Jakob Alexander Peterson (Árbæjarskóli) 3 v.
Efstu stúlkur:
- Sóley Lind Pálsdóttir (Hvaleyrarskóli) 4 v.
- Hildur Berglind Jóhannsdóttir (Salaskóli) 2 v.
- Sólrún Elín Freygarðsdóttir (Árbæjarskóli) 2 v.
Alls tóku 15 skákmenn þátt og var kynjaskipting mjög jöfn í flokknum.
Lokastöðuna má finna á Chess-Results.
Úrslit í næstelsta flokki (2001-02)
Efstu drengir:
- Heimir Páll Ragnarsson (Hólabrekkuskóli ) 4 v.
- Brynjar Bjarkason (Hraunvallaskól) 4 v.
- Felix Steinþórsson (Álfhólsskóli) 3,5 v.
Efstu stúlkur:
- Nansý Davíðsdóttir (Rimaskóli) 4,5 v
- Heiðrún Anna Hauksdóttir (Rimaskóli) 2 v.
Alls tóku 18 skákmenn þátt.
Lokstöðu mótsins má finna á Chess-Results.
Úrslit í næstyngsta flokki (2003-04):
Efstu strákar
- Vignir Vatnar Stefánsson (Hörðuvallaskóli) 5 v.
- Mykhael Kravchuk (Öldusselsskóli ) 5 v.
- Matthías Pálmasson (Hofstaðaskóli) 4 v.
- Axel Óli Sigurjónsson (Salaskóli) 4 v.
- Bjartur Máni Sigurmundsson (Melaskóli ) 4 v.
- Brynjar Haraldsson (Ölduselsskóli ) 4 v.
- Davíð Dimitry (Austurbæjarskóli ) 4 v.
Efstu stúlkur:
- Lovísa Sigríður Hansdóttir (Ingunnarskóli) 2 v.
- Elín Edda Jóhannsdóttir (Salaskóli) 2 v.
- Dagmar Vala Hjörleifsdóttir (Álfhólsskóli) 2 v.
- Anita Sól Vignisdóttir (Vogaskóli)
37 skákmenn krakkar tóku þátt.
Sjá nánari úrslit í excel-viðhengi.
Úrslit í yngsta flokki (2005-)
Efstu strákar
- Óskar Víkingur Davíðsson 5 v. (Ölduselsskóli)
- Stefán Orri Davíðsson 5 v. (Ölduselsskóli)
- Joshua Davíðsson 4 v. (Rimaskóli)
- Róbert Luu 4 v. (Álfhólsskóli)
- Birkir Snær Steinsson 4 v. (Hraunvallaskóli)
- Samúel Týr Sigþórsson 4 v. (Salaskóli)
Efstu stúlkur
- Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir 2,5 v. (Foldaskóli)
- Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 2 v. (Álfhólsskóli)
- Sunna Rún Birkisdóttir 2 v. (Snælandsskóli)
- Karitas Jónsdóttir 2 v. (Snælandsskóli)
- Elsa Kristín Arnaldardóttir 2 v. (Hofstaðaskóli)
- Vigdís Tinna Hákonardóttir 2 v. (Smáraskóli)
47 krakkar tóku þátt.
Sjá nánari úrslit í excel-viðhengi.
Úrslit í Peðaskák
Stelpuflokkur:
- Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir 4,5 v. (Hraunvallaskóli)
- Sólveig Bríet Magnúsdóttir 3,5 v. (Kvistaberg)
- Brynja Steinsdóttir 3 v. (Hraunvallaskóli)
- Sólvegi Freyja Hákonardóttir 3 v. (Arnarsmáir)
- Brynja Vigdís Tandrasdóttir 3 v. (Foldaskóli)
- Anna Sigríður Kristófersdóttir 3 v. (Salaskóli)
16 stelpur tóku þátt.
Strákaflokkur:
- Arnór Veigar Árnason 4 v. (Foldaskóli)
- Kári Siguringason 4 v. (Klambrar)
- Níels Jóhann Júlíusson 3,5 v. (Álfhólsskóli)
- Birkir Már Kjartansson 2,5 v. (Seljaborg)
- Orfeus Stefánsson 2 v. (Háaleitisskóli)
6 strákar tóku þátt.
Sjá nánari úrslit í excel-viðhengi.
Myndaalbúm (Rúnar Haraldsson)
Barna og unglingastarf | Breytt 23.12.2013 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2013 | 11:02
Skák er góð fyrir heilann
20.12.2013 | 22:49
Jólapakkamót GM Hellis fer fram á morgun í Ráðhúsinu
Jólapakkaskákmót GM Hellis verður haldið laugardaginn 21. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 16. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur alltaf verið eitt fjölmennasta skákmót ársins.
Keppt verður í allt að 5 flokkum: Flokki fæddra 1998-2000, flokki fæddra 2001-2002, flokki fæddra 2003-2004 og flokki fæddra 2005 og síðar og peðaskák fyrir þau yngstu. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Skráning á mótið fer fram hér áheimasíðu GM Hellis og hér á Skák.is.
Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér en í dag voru 135 keppendur skráðir til leiks.
18.12.2013 | 20:50
Hraðskákmót GM-Hellis (norðursvæði) verður 27 desember
18.12.2013 | 20:47
Smári og Ármann efstir á æfingu
Síðasta skákæfing ársins á norðursvæði GM-Hellis var haldin sl. mánudagskvöld á Húsavík. Smári Sigurðsson og Ármann Olgeirsson voru í ham og unnu alla sína andstæðinga, þar til þeir mættust í síðustu umferð og gerðu þá jafntefli. Umhugsunartími var 10, mín á skák.
Lokastaðan:
1.-2. Ármann Olgeirsson 5,5 af 6
1.-2. Smári Sigurðsson 5,5
3. Hermann Aðalsteinsson 4
4. Ævar Ákason 3
5. Sigurbjörn Ásmundsson 2
6.-.7 Hlynur Snær Viðarsson 0,5
6.-7. Heimir Bessason 0,5
Næst á dagskrá hjá félaginu er hraðskákmótið sem verður 27. desember og síðan Skákþing GM-Hellis á norðursvæði sem verður helgarnar 3-5 og 10-11 janúar 2014.
Næsta skákæfing verður því væntanlega ekki fyrr en 20 janúar.
17.12.2013 | 16:12
Jólapakkamót GM Hellis fer fram í Ráðhúsinu laugardaginn 21. desember.
Jólapakkaskákmót GM Hellis verður haldið laugardaginn 21. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 16. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur alltaf verið eitt fjölmennasta skákmót ársins.
Keppt verður í allt að 5 flokkum: Flokki fæddra 1998-2000, flokki fæddra 2001-2002, flokki fæddra 2003-2004 og flokki fæddra 2005 og síðar og peðaskák fyrir þau yngstu (2007 og yngri). Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann.
Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig og sameiginlegt happdrætti í lokin þar sem m.a. verður dregin út spjaldtölva frá Tölvulistanum og allir þátttakendur verða leystir út með góðgæti frá Góu og Andrésblaði. Meðal þeirra fyrirtækja sem leggja til gjafir í jólapakkana eru: Myndform, Salka útgáfa, Sögur útgáfa, Edda útgáfa, Speedo, Nordic Games, Ferill verkfræðistofa, Veröld útgáfa, Bókabeitan útgáfa, Góa, Heimilistæki, Landsbankinn og Skákskóli Íslands og Skákfélagið GM Hellir.
Skráning á mótið fer fram hér á heimasíðu GM Hellis og er skráningarform efst á síðunni. Einnig er hægt að skrá sig á skák.is. Upplýsingar um skráða keppendur er að finna hér.
Barna og unglingastarf | Breytt 19.12.2013 kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2013 | 01:12
Mikhael og Brynjar efstir á æfingu
Í yngri flokki leiddi Egill Úlfarsson mótið alveg fram í síðustu umferð þegar hann mætti Brynjari Haraldssyni. Í þeirri skák hafði Brynjar betur og náði þar með Agli að vinningum. Báðir fengu þeir 6v í sjö skákum en Brynjar varð hlutskarpari á stigum og hlaut fyrsta sæti og Egill annað sæti. Stefán Orri Davíðsson og Baltasar Máni Wedholm voru svo næstir með 4,5v og núna hafði Stefán Orri betur á stigum.
Eftirtaldir tóku þátt í æfingunni: Mikhael Kravchuk, Heimir Páll Ragnarsson, Felix Steinþórsson, Hilmir Hrafnsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Jón Otti Sigurjónsson, Halldór Atli Kristjánsson, Axel Óli Sigurjónsson, Sindri Snær Kristófersson, Sigurður Bjarki Blumenstein, Andri Gylfason, Brynjar Haraldsson, Egill Úlfarsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedolm, Ívar Andri Hannesson, Aron Kristinn Jónsson og Adam Omarsson.
Nú verður verður hlé æfingunum fram yfir áramót en næsta æfing í Mjóddinni verður svo mánudaginn 6. janúar og hefst kl. 17.15 en hún verður einungis fyrir félagsmenn í Skákfélaginu GM Helli þar sem unnið verður í verkefnahópum að mismunandi æfingum ásamt því að tefla. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Barna og unglingastarf | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2013 | 10:45
Friðriksmót Landsbankans - Helgi Ólafsson Íslandsmeistari í hraðskák
Stórmeistarinn Helgi Ólafsson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans sem fram fór í gær í útibúi bankans í Austurstræti. Helgi hlaut 9 vinninga í 11 skákum. Mótið var jafnframt Íslandsmótið í hraðskák þannig að Helgi telst því Íslandsmeistari í hraðskák. Í 2.-3. sæti með 8,5 vinning, urðu félagi hans úr Taflfélagi Vestmannaeyja, Ingvar Þór Jóhannesson, og nýjasti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson.
Í 4.-7. sæti með 8 vinninga urðu félagsmenn okkar í GM-Helli , Þröstur Þórhallson, Andri Áss Grétarsson og Lenka Ptácníková, auk Björns Þorfinnssonar Víkingaklúbbnum.
GM-Hellismenn unnu fjölmörg aukaverðlaun. Lenka Ptácníková vann kvennaverðlaun með 8 vinninga. Tómas Björnsson varð efstur skákmanna undir 2200 stigum og nýjasti félagsmaður GM-Hellis, Lárus Knútsson varð efstur skákmanna undir 2000 stigum með 7,5 vinninga.
Alls tóku 21 skákmenn frá GM-Helli þátt í mótinu.
Önnur aukaverðlaun:
- U16-strákar: (grunnskólaaldur): Gauti Páll Jónsson 6 v.
- U16-stúlkur: (grunnskólaaldur): Sóley Lind Pálsdóttir 4,5 v.
- Útdreginn heppinn keppandi: Arnljótur Sigurðsson
Lokstöðu mótsins má finna á Chess-Results.