Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
24.3.2013 | 00:20
Jakob Páskameistari Goðans-Máta 2013
Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á Páskaskákmóti Goðans-Máta sem fram fór á Húsavík í gærkvöld, eftir jafna og harða keppni. Fyrir lokaumferðina gátu 5 skákmenn unnið mótið, en Jakob hafði sigur með 4,5 vinninga af 6 mögulegum og var stigahærri en Ármann Olgeirsson og Smári Sigurðsson sem urðu í öðru og þriðja sæti. Hlynur Snær Viðarsson vann yngri flokkinn með 4 vinninga, Jón Aðalsteinn varð annar með 3. vinninga og Bjarni Jón varð þriðji, einnig með þrjá vinninga en lægri á stigum.
Smári, Jakob, Ármann, Bjarni, Hlynur og Jón Aðalsteinn.
Lokastaðan:
1-3 Jakob Sævar Sigurðsson, 1677 4.5 16.25
Ármann Olgeirsson, 1427 4.5 12.25
Smári Sigurðsson, 1704 4.5 10.75
4-5 Sigurbjörn Ásmundsson, 1197 4 12.50
Hlynur Snær Viðarsson, 1075 4 11.50
6 Hermann Aðalsteinsson, 1330 3.5 9.75
7-8 Jón Aðalsteinn Hermannsso, 3 4.00
Bjarni Jón Kristjánsson, 3 3.00
9-10 Ævar Ákason, 1461 2 3.00
Eyþór Kári Ingólfsson, 2 1.00
11 Jakub Statkiewicz, 1 0.00
12 Helgi James Þórarinsson, 0 0.00
Einstök úrslit má skoða í skránni hér fyrir neðan.
22.3.2013 | 12:22
Öðlingamótið. Sigurður Daði efstur
Sigurður Daði Sigfússon (2324), Þorvarður Fannar Ólafsson (2225), Jóhann Hjörtur Ragnarsson (2066) og Þór Már Valtýsson (2040) eru efstir og jafnir með fullt hús að lokinni 2. umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í gærkveldi.

Sitthvað var um óvænt úrslit og má þar nefna að Siguringi Sigurjónsson (1959) og Jon Olva Fivelstad (1901) gerðu jafntefli við þá Hrafn Loftsson (2204) og Sævar Bjarnason (2132).
Öll úrslit 2. umferðar má nálgast hér.
Stöðu mótsins má nálgast hér.
Þriðja umferð fer fram nk. miðvikudagskvöld. Þá mætast meðal annars: Þór-Sigurður Daði og Þorvarður-Jóhann. Pörun 3. umferðar má í heild nálgasthér.
20.3.2013 | 10:50
Páskaskákmót Goðans-Máta 2013 verður á laugardagskvöldið !
Páskaskákmót Goðans-Máta verður haldið laugardagskvöldið 23. mars og hefst það kl 20:20 !! Mótið fer fram í sal Framsýnar að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Tefldar verða 7 umferðir og verða tímamörkin 10 mín á mann, auk 5 sek viðbótartíma fyrir hvern leik.

Í verðlaun verða páskaegg fyrir þrjá efstu í fullorðinsflokki og handa öllum keppendum í flokki 16 ára og yngri. Vinningahæsti keppandinn fær nafnbótina Páskaskákmeistari Goðans-Máta 2013
Skráning í mótið er hjá formanni í síma 4643187 og 8213187 eða á lyngbrekku@simnet.is
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2013 | 11:21
Skákmót öðlinga. Sigurður Daði vann í fyrstu umferð
FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2324) tekur þátt í skákmóti Öðlinga sem hófst í gær. Sigurður vann skák sína í fyrstu umferð gegn Einar Bjarka Valdemarssyni (1849). Sigurður mætir Eiríki Björnssyni (1967) í annarri umferð.
Sigurður Daði Sigfússon (til vinstri) í skák sinni við Smára Sigurðsson á Framsýnarmótinu 2012
Alls tóku 30 skákmenn þátt sem telst prýðisgóð þátttaka. Úrslit gærdagsins voru hefðbundin, þ.e. hinir stigahærri unnu almennt hina stigalægri. Önnur umferð fer fram á nk. miðvikudagskvöld.
Öll úrslit 1. umferðar má finna hér.
Röðun 2. umferðar sem fram fer á miðvikudagskvöld má finna hér.
12.3.2013 | 12:57
TR-b upp í 1. deild í stað Fjölnis ?
Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga felldi um daginn úrskurð um að Robert Ris skákmaður hjá Fjölni hafi verið ólöglegur sem keppandi fyrir Fjölni í viðureign þeirra við TR í lokaumferð Íslandsmóts skákfélaga 1-2 mars sl. Var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að TR ynni málið og viðureignin dæmd 4,5-1,5 þeim í vil en Fjölnir hafði unnið viðureignina á sjálfu Íslandsmótinu með sama mun. Athygli vekur að einn af þremur mótsstjórnarmönnum skilaði séráliti og taldi Robert löglegan keppanda með Fjölni.
Við þær breytingar tekur b-sveit TR efsta sætið í 2. deild, af Goðanum-Mátum, sem dettur þá niður í annað sætið og Fjölnir fer niður í það þriðja og missir þar með sæti í 1. deild að ári.
Fjölnir hefur nú áfrýjað málinu til Dómstóls SÍ og því þarf þessi niðurstaða ekki að vera endanleg.
Niðurstaða Mótsstjórnar SÍ má skoða nánar hér
Þetta hefur þó ekki áhrif á B-lið Goðans-Máta því það fer alltaf upp í 1. deild, sama hver niðurstaðan verður.
9.3.2013 | 15:04
Deildarkeppnin frá sjónarhorni Gawains
Í dag skrifaði Gawain Jones pistil á heimasíðu sinni um deildarkeppnina, en Gawain tefldi á frysta borði fyrir Goðann-Máta.
Hægt er að lesa pistilinn hér
9.3.2013 | 14:54
Norðurlandsmót kvenna í skák
Norðurlandsmót kvenna í skák fer fram á Dalvík laugardaginn 23. mars nk. kl 13:00. Teflt verður í matsal Grunnskóla Dalvíkur og er gengið inn í hann að austanverðu.
Umferðafjöldi og tímamörk fara eftir fjölda keppenda.
Skráning verður á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur Halldórsson í síma 6964512
8.3.2013 | 16:36
Pistill Gawain Jones um Reykjavík Open
Gawains Jones fer fögrum orðum um Ísland og Reykjavík Open í pistli sem hann skrifaði á heimasíðu sinni fyrir skemmstu.
Gawain vann Svíann Nils Grandelius á Reykjavík Open.
Hægt er að lesa pistilinn hér
3.3.2013 | 20:58
Goðinn-Mátar unnu 2. deildina aftur
B-sveit Goðans-Máta unnu 2. deild Íslandsmóts skákfélaga annað árið í röð í gær þegar keppni lauk í Hörpu. Goðinn-Máta tefla því fram tveimur liðum í 1. deild að ári þar sem A-liðið varð í 5. sæti í fyrst deild og hélt sæti sínu þar með öruggum hætti.
B-sveit Goðans-Máta tekur við verðlaununum. Arnar Þorsteinsson, Jón Þorvaldsson, Arngrímur Gunnhallsson, Jón Árni Jónsson og Tómas Björnsson. Andrea Margrét Gunnarsdóttir og Gunnar Björnsson forzeti Skáksambandsins standa við þeirra hlið.
C-liðið lenti í erfiðleikum í 3. deildinni er slapp við fall með því að vinna öruggan sigri á D-liðinu í næst síðustu umferð. D-liðið var hvort sem er fallið í 4. deild þegar að þessari viðureign kom og hefur því keppni í 4. deild að ári.
Nánari fréttir af gengi Goðans-Máta er að vænta á næstu dögum.