Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
27.6.2012 | 21:30
Helgi Áss Grétarsson orðinn Goði !
Skammt er stórra högg milli hjá Goðanum því að í dag gekk Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og fyrrum heimsmeistari ungmenna, til liðs við Goðann. Helgi Áss er annar íslenski stórmeistarinn sem gengur Goðanum á hönd og hittir þar fyrir félaga sinn, Þröst Þórhallsson, sem nýgenginn er í félagið.

Ljóst er að Goðanum er gríðarlegur liðsauki að Helga og munar um minna þegar hin knáa A-sveit Goðans þreytir frumraun sína í 1. deild Íslandsmótsins í haust í baráttu við firnasterka keppinauta. Hermann Aðalsteinsson, formaður Goðans: „Þetta eru mikil gleðitíðindi. Við Goðar erum sannarlega stoltir af því að þessi öflugi og fjölhæfi skákmaður laðist að þeirri skákmenningu og umgjörð sem við höfum upp á að bjóða. Við hlökkum til að njóta atfylgis Helga og gerumst nú enn upplitsdjarfari þegar horft er til komandi leiktíðar. Með inngöngu Helga Áss og Þrastar í félagið er sterkum stoðum rennt undir framtíð Goðans meðal fremstu skákfélaga á landinu.“
Skákferill Helga Áss er glæsilegur. Árið 1994, þegar Helgi var sautján vetra, varð hann heimsmeistari ungmenna 20 ára og yngri í skák og hlaut um leið nafnbótina stórmeistari. Helgi hefur náð prýðis árangri á alþjóðlegum mótum, deildi t.d. efsta sætinu á Politiken Cup í Kaupmannahöfn árið 1997 og var á meðal efstu manna á Reykjavíkurskákmótunum 1994 og 2002. Hann hafnaði fjórum sinnum í öðru sæti í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands, síðast árið 2004, og varð skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur tvö ár í röð, 1991 og 1992. Helgi varð tvívegis Íslandsmeistari í atskák og hefur einnig tvívegis orðið hraðskákmeistari Íslands, síðast árið 2006. Þá náði hann tvisvar sinnum 2. sæti á heimsmeistaramótum barna- og unglinga, u-14 árið 1991 og u-16 árið 1993. Helgi varð þrefaldur Norðurlandameistari í einstaklingskeppni í skólaskák, síðast árið 1992, og er margfaldur Íslandsmeistari barna- og unglinga frá árunum 1988-1993. Loks má geta þess að Helgi hefur fjórum sinnum teflt fyrir hönd þjóðar sinnar Ólympíumótinu í skák.
Helgi Áss Grétarsson: “Sú blanda af samheldni, glaðværð og fræðimennsku sem einkennir félagið veldur miklu um ákvörðun mína að ganga því á hönd. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í þessum öfluga hópi.“
Stjórn og liðsmenn Goðans bjóða Helga Áss Grétarsson velkominn í sínar raðir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2012 | 10:36
Íslandsmeistarinn vígður inn í Goðann.
Liðsmenn Goðans og velunnarar á höfuðborgarsvæðinu áttu saman skemmtilega stund sl. miðvikudagskvöld. Nýjasti liðsmaður Goðans, Íslandsmeistarinn Þröstur Þórhallsson, var tekinn formlega inn í félagið með viðeigandi ávarpi og lófataki. Að vígslu lokinni flutti Þröstur áhugavert erindi um einvígi sitt við Braga Þorfinnsson, þar sem hann rakti skákirnar með skýringum, reifaði atburðarásina „bak við tjöldin“ og henti á lofti skarplegar ábendingar félaga sinna.
Einar Hjalti Jensson, fræðameistari Goðans, afhendir Þresti Þórhallssyni keppnistreyju félagsins. Gullregnið í bakgrunni er vel við hæfi enda aðstoðaði Einar Hjalti Þröst í einvíginu um Íslandsmeistartitilinn.
Í veitingahléi var farið yfir stöðu mála fyrir átökin í 1. deild á komandi leiktíð. Það leyndi sér ekki að mikill hugur er í köppum Goðans sem munu verja nýfengið sæti sitt meðal bestu skáksveita landsins af harðfylgi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2012 | 13:17
Tómas og Jón efstir á útiskákmóti Goðans.
Tómas Veigar Sigurðarson TV og Jón Kristinn Þorgeirsson SA, urðu hlutskarpastir á útiskákmóti Goðans sem halið var við Goðafoss í Þingeyjarsveit í gærkvöld. Þeir komu jafnir í mark með 8 vinninga af 9 mögulegum. Tefld voru hraðskákir, einföld umferð og allir við alla. Alls mættu 10 skákmenn til leiks, en þar af voru einungis þrír frá Goðanum. Akureyringar fjölmenntu hinsvegar á mótið líkt og þeir gerðu í Vaglaskógi í fyrra.
Frá skákstað í gærkvöld. Goðafoss í baksýn.
Lokastaðan:
1-2. Tómas Veigar Sigurðarson 8 af 9
1-2. Jón Kristinn Þorgeirsson 8
3. Sigurður Arnarson 6
4. Sigurður Ægisson 5,5
5. Hjörleifur Halldórsson 4,5
6. Rúnar Ísleifsson 4
7. Andri Freyr Björgvinsson 3,5
8. Sigurður Eiríksson 2,5
9. Sigurbjörn Ásmundsson 2
10. Hermann Aðalsteinsson 1
Kuldalegir skákmenn í gærkvöld.
Aðstæður voru sæmilegar í gærkvöld. þurrt í veðri og nánst logn, en hitsastigð var ekki nema 7 gráður í +.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 16:31
Útiskákmót Goðans við Goðafoss annað kvöld.
Hið árlega útiskákmót Goðans verður haldið annað kvöld, föstudagskvöld kl 20:30 við Goðafoss. (Bílaplanið við fossinn) Tefldar verða 5 mín skákir allir við alla.
Ekkert þáttökugjald og engin verðlaun, bara gaman saman.
Félagar fjölmennið á mótið.
Stjórnin.
13.6.2012 | 12:55
Íslandsmeistarinn í skák gengur til liðs við Goðann !
Þröstur Þórhallsson, stórmeistari og nýbakaður Íslandsmeistari í skák, hefur gengið til liðs við skákfélagið Goðann. Vart þarf að orðlengja að félaginu er mikill akkur í liðsinni svo öflugs skákmeistara, ekki síst í ljósi þess að hin eitilharða A-sveit Goðans þreytir frumraun sína meðal bestu skáksveita landsins í 1. deild Íslandsmótsins á næstu leiktíð. Hermann Aðalsteinsson, formaður Goðans: „Okkur er í senn heiður og styrkur að komu Íslandsmeistarans í okkar raðir og hlökkum til að njóta snilldar hans, reynslu og þekkingar. Með inngöngu Þrastar í Goðann færumst við nær því markmiði að festa Goðann í sessi meðal fremstu skákfélaga á landinu.“
Þröstur Þórhallsson Íslandsmeistari í skák 2012.
Skákferill Þrastar er langur og afrekin mörg. Hann var útnefndur alþjóðlegur stórmeistari í skák árið 1996. Fyrsta áfanganum náði Þröstur í Gausdal í Noregi árið 1991 og annar áfanginn vannst í Oakham í Englandi árið 1994. Þriðji áfanginn kom strax í kjölfarið með sigri á Péturs Gauts mótinu í Gausdal árið 1995 en meðal þátttakenda þar voru kunnir kappar á borð við Margeir Pétursson og Emil Sutovsky sem Þröstur lagði eftirminnilega.
Þröstur hefur orðið Reykjavíkurmeisari í skák alls 6 sinnum og hefur einnig áunnið sér titilinn haustmeistari TR nokkrum sinnum. Hann er margfaldur Norðurlandameistari í skólaskák, bæði í keppni sveita og einstaklinga, en þann titil vann hann fyrstur Íslendinga er hann sigraði í flokki 11-12 ára árið 1982 í Asker í Noregi. Þröstur varð einnig þrásinnis Íslandsmeistari í skólaskák með sveitum Hvassaleitisskóla, Verslunarskóla Íslands og Menntaskólans í Hamrahlíð. Hann hefur teflt alls 9 sinnum fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í skák og stefnir að því að tefla í 10 skiptið fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Istanbul í haust, en Þröstur vann sér sæti í landsliðinu með sigrinum í Íslandsmótinu á dögunum.
Þröstur Þórhallsson: ´“Ég hef hrifist af uppgangi Goðans á undanförnum misserum, því skemmtilega félagsstarfi sem þar fer fram og góðum liðsanda. Einnig er mikil rækt lögð við skákfræðin undir forystu Einars Hjalta Jenssonar, sem aðstoðaði mig einmitt í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í hópi vaskra skákmanna Goðans sem ég þekki marga hverja mjög vel allt frá unglingsárum".
Stjórn og liðsmenn Goðans bjóða Þröst Þórhallsson velkominn í sínar raðir.
6.6.2012 | 20:43
Ný Íslensk skákstig komin út. Einar bætir 70 stigum við sig.
Nafn | 1. júní | 1. mars | +/- | skákir |
Sigurður Daði Sigfússon | 2345 | 2356 | -11 | 987 |
Einar Hjalti, Jensson | 2295 | 2225 | 70 | 484 |
Ásgeir Páll, Ásbjörnsson | 2292 | 2313 | -21 | 198 |
Þröstur, Árnason | 2258 | 2250 | 8 | 452 |
Kristján, Eðvarðsson | 2210 | 2203 | 7 | 854 |
Hlíðar Þór, Hreinsson | 2188 | 2185 | 3 | 469 |
Björn, Þorsteinsson | 2182 | 2175 | 7 | 810 |
Tómas, Björnsson | 2131 | 2129 | 2 | 1026 |
Jón, Þorvaldsson | 2086 | 2096 | -10 | 127 |
Ragnar Fjalar, Sævarsson | 1935 | 1935 | 0 | 250 |
Páll Ágúst, Jónsson | 1910 | 1905 | 5 | 132 |
Sigurður J, Gunnarsson | 1877 | 1889 | -12 | 75 |
Pétur, Gíslason | 1795 | 1795 | 0 | 44 |
Barði, Einarsson | 1755 | 1755 | 0 | 37 |
Hallur Birkir, Reynisson | 1740 | 1740 | 0 | 3 |
Benedikt Þorri, Sigurjónsson | 1717 | 1687 | 30 | 26 |
Jakob Sævar, Sigurðsson | 1693 | 1683 | 10 | 176 |
Sveinn, Arnarsson | 1687 | 1723 | -36 | 147 |
Rúnar, Ísleifsson | 1671 | 1695 | -24 | 176 |
Smári, Sigurðsson | 1671 | 1665 | 6 | 91 |
Baldur, Daníelsson | 1642 | 1642 | 0 | 85 |
Helgi, Egilsson | 1580 | 1580 | 0 | 37 |
Heimir, Bessason | 1528 | 1528 | 0 | 81 |
Sigurjón, Benediktsson | 1508 | 1520 | -12 | 65 |
Ævar, Ákason | 1453 | 1467 | -14 | 94 |
Ármann, Olgeirsson | 1413 | 1413 | 0 | 47 |
Benedikt Þór, Jóhannsson | 1409 | 1409 | 0 | 24 |
Hermann, Aðalsteinsson | 1349 | 1336 | 13 | 61 |
Snorri, Hallgrímsson | 1326 | 1323 | 3 | 48 |
Sighvatur, Karlsson | 1318 | 1318 | 0 | 48 |
Sigurbjörn, Ásmundsson | 1199 | 1201 | -2 | 46 |
Sæþór Örn, Þórðarson | 1170 | 1170 | 0 | 6 |
Valur Heiðar, Einarsson | 1154 | 1154 | 0 | 24 |
Hlynur Snær, Viðarsson | 1075 | 1096 | -21 | 39 |
Skákstig | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)