Helgi Áss Grétarsson orđinn Gođi !

 

Skammt er stórra högg milli hjá Gođanum ţví ađ í dag gekk Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og fyrrum heimsmeistari ungmenna, til liđs viđ Gođann. Helgi Áss er annar íslenski stórmeistarinn sem gengur Gođanum á hönd og hittir ţar fyrir félaga sinn, Ţröst Ţórhallsson, sem nýgenginn er í félagiđ.

 

image001

Ljóst er ađ Gođanum er gríđarlegur liđsauki ađ Helga og munar um minna ţegar hin knáa A-sveit Gođans ţreytir frumraun sína í 1. deild Íslandsmótsins í haust í baráttu viđ firnasterka keppinauta. Hermann Ađalsteinsson, formađur Gođans:  „Ţetta eru mikil gleđitíđindi. Viđ Gođar erum sannarlega stoltir af ţví ađ ţessi  öflugi og fjölhćfi skákmađur lađist ađ ţeirri skákmenningu og umgjörđ sem viđ höfum upp á ađ bjóđa. Viđ hlökkum til ađ njóta atfylgis Helga og gerumst nú enn upplitsdjarfari ţegar horft er til komandi leiktíđar. Međ inngöngu Helga Áss og Ţrastar í félagiđ er sterkum stođum rennt undir framtíđ Gođans međal fremstu skákfélaga á landinu.“  

 

Skákferill Helga Áss er glćsilegur. Áriđ 1994, ţegar Helgi var sautján vetra, varđ hann heimsmeistari ungmenna 20 ára og yngri í skák og hlaut um leiđ nafnbótina stórmeistari. Helgi hefur náđ prýđis árangri á alţjóđlegum mótum, deildi t.d. efsta sćtinu á Politiken Cup í Kaupmannahöfn áriđ 1997 og var á međal efstu manna á Reykjavíkurskákmótunum 1994 og 2002. Hann hafnađi fjórum sinnum í öđru sćti í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands, síđast áriđ 2004, og varđ skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur tvö ár í röđ, 1991 og 1992. Helgi varđ tvívegis Íslandsmeistari í atskák og hefur einnig tvívegis orđiđ hrađskákmeistari Íslands, síđast áriđ 2006. Ţá náđi hann tvisvar sinnum 2. sćti á heimsmeistaramótum barna- og unglinga, u-14 áriđ 1991 og u-16 áriđ 1993. Helgi varđ ţrefaldur Norđurlandameistari í einstaklingskeppni í skólaskák, síđast áriđ 1992, og er margfaldur Íslandsmeistari barna- og unglinga frá árunum 1988-1993. Loks má geta ţess ađ Helgi hefur fjórum sinnum teflt fyrir hönd ţjóđar sinnar Ólympíumótinu í skák.

  
Helgi Áss Grétarsson: “Sú blanda af samheldni,  glađvćrđ og frćđimennsku sem einkennir félagiđ veldur miklu um ákvörđun mína ađ ganga ţví á hönd. Ég hlakka til ađ leggja mitt af mörkum í ţessum öfluga hópi.“

 

Stjórn og liđsmenn Gođans bjóđa Helga Áss Grétarsson velkominn í sínar rađir.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagiđ Gođinn

Magnađar fréttir. Viđ fögnum komu Helga Áss í félagiđ.

Skákfélagiđ Gođinn, 27.6.2012 kl. 21:59

2 identicon

Gođum öllum er mikill fengur ađ Helga. Hann er ekki ađeins firnasterkur skákmađur heldur einnig skemmtilegur félagi og drengur góđur. Ţá er jafnframt ljóst ađ knattspyrnuliđ Gođans (hvenćr sem ţví verđur annars teflt fram) styrkst til nú til muna en Helgi var landsliđsmađur í knattspyrnu á sínum yngri árum. Velkominn í Gođann Helgi!

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 29.6.2012 kl. 08:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband