Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2011

SŢA. Jafntefli í síđustu umferđ.

7. og síđasta umferđ á skákţingi Akureyrar var tefld í dag. Jakob Sćvar Sigurđsson gerđi jafntefli viđ Karl Egil Steingrímsson og Hermann Ađalsteinsson gerđi jafntefli viđ Herstein Heiđarsson.
Rúnar sat yfir í síđustu umferđ.

Sigurđur Arnarsson og Smári Ólafsson unnu báđir sína andstćđinga í lokaumferđinni og heyja ţví einvígi um sigur í mótinu ţar sem ţeir urđu efstir og jafnir ađ vinningum.

1-2. Sigurđur Arnarson                  6
        Smári Ólafsson                      6
3.     Mikael Jóhann Karlsson        5
4-5.  Rúnar Ísleifsson                     4
        Sigurđur Eiríksson                  4
6-10.Hjörleifur Halldórsson          3,5
         Jakob Sćvar Sigurđsson     3,5
         Jón Kristinn Ţorgeirsson     3,5
         Karl Egill Steingrímsson      3,5
         Tómas Veigar Sigurđarson 3,5
         Hermann Ađalsteinsson        3
         Andri Freyr björgvinsson      2
         Hersteinn Heiđarsson           1,5
         Ásmundur Stefánsson           0

Skákir 7. umferđar eru birtar hér fyrir neđan.

Mótiđ á chess-results:
http://chess-results.com/tnr43621.aspx?art=1&rd=7&lan=1&m=-1&wi=1000


SŢA. Rúnar vann en Hermann tapađi.

Rúnar Ísleifsson vann Herstein Hreiđarsson, en Hermann Ađalsteinsson tapađi fyrir Jóni Kristni Ţorgeirssyni í 6. umferđ skákţings Akureyrar sem tefld var í kvöld. Jakob Sćvar Sigurđsson sat yfir.

Í 7. og síđustu umferđ, sem tefld verđur nk. sunnudag kl 13:00, verđur Jakob Sćvar međ hvítt gegn Karl E Steingrímsson og Hermann verđur međ hvítt gegn Hersteini Hreiđarssyni. Rúnar situr yfir. 

Stađan í mótinu:

1-2.Sigurđur A og Smári 5
3. Mikael Jóhann 4
4-6. Hjörleifur, Tómas Veigar og Jón Kristinn 3,5
7-10. Karl Egill, Sigurđur E, Jakob Sćvar og Rúnar 3
11.  Hermann 2,5
12. Andri Freyr 2
13. Hersteinn 1


Ţrír efstir og jafnir á skákćfingu.

Heimir Bessason, Ćvar Ákason og Sigurbjörn Ásmundsson urđu jafnir međ 2 vinninga hver á skákćfingu kvöldsins er fram fór á Laugum. Einungis ţessir ţrír mćttu á ćfinguna og skiptu vinningunum bróđurlega á milli sín.
Tefldar voru tvćr umferđir og var umhugsunartíma 15 mín á mann.

Nćsta skákkvöld verđur á Húsavík ađ viku liđinni, en ţá er á dagskrá stúdering gegnum Skype.


Ţröstur Árnason orđinn Gođi.

Ţađ sćtir tíđindum ţegar knáir kappar setjast ađ tafli á ný eftir langa brottvist. Nú er ţađ tíđinda ađ Fide-meistarinn öflugi, Ţröstur Árnason (2288), er genginn til liđs viđ Gođann. Ţar hittir hann fyrir fleiri kappa sem hafa tekiđ gleđi sína á ný viđ skákborđiđ og nćgir ţar ađ nefna Ásgeir P. Ásbjörnsson, sem hafđi líkt og Ţröstur löngu lagt tafliđ á hilluna. Gođanum og skákhreyfingunni er mikill fengur ađ endurkomu slíkra snillinga sem auđga og efla íslenska skákflóru.

image001

            Ţröstur Árnason.

Ţröstur vakti verulega athygli ţegar hann sigrađi á Skákţingi Reykjavíkur áriđ 1986, ţá ađeins 13 ára ađ aldri, og yngstur allra fyrr og síđar til ađ bera ţann titil. Reyndar var ţetta tvöfaldur sigur hjá Ţresti ţví ađ hann sigrađi á tvennum vígstöđvum í senn, í opnum flokki og í unglingaflokki, og skćkđi ţar engu minni
köppum en jafnaldra sínum Hannesi Hlífari Stefánssyni og Héđni Steingrímssyni, svo ađ fáeinir séu nefndir. 

Glćstasti árangur Ţrastar er Evrópumeistaratitil skákmanna 16 ára og yngri áriđ 1988 sem vakti athygli víđa um lönd og var mikiđ fjallađ um hér heima. Međal annarra afreka ţessa geđţekka skákmanns má nefna ađ hann varđ tvöfaldur Norđurlandamestari međ skáksveit Seljaskóla, fjórfaldur Norđurlandsmeistari međ skáksveit Menntaskólans viđ Hamrahlíđ og vann einstaklingskeppnina ađ auki.  Ţá eru ótalin fjölmörg önnur
afrek ţessa efnilega skákmanns sem hćtti ţátttöku í skákmótum ađeins rúmlega tvítugur ađ aldri og hefur nánast ekkert komiđ viđ sögu á skáksviđinu undanfarinn áratug.

Gođinn býđur Ţröst velkominn í rađir félagsins.


SŢA.Tap hjá Rúnari.

Rúnar Ísleifsson tapađi fyrir Tómasi Veigari Sigurđarsyni í lokaskák 5. umferđar sem tefld var nú í kvöld. 6. umferđ verđur tefld kl 19:30 á miđvikudag.  

Pörun í 6. og nćst síđustu umferđ er svona:

Sigurđur A - Mikael
Karl Egill - Smári
Tómas - Sigurđur E
Jón Kristinn - Hermann
Andri Freyr - Hjörleifur
Hersteinn - Rúnar
Jakob Sćvar - Skotta


SŢA. Jafntefli og tap í 5. umferđ.

Hermann Ađalsteinsson gerđi jafntefli viđ Karl E Steingrímsson, en Jakob Sćvar tapađi fyrir Hjörleifi Halldórssyni í 5. umferđ Skákţings Akureyrar sem tefld var í dag. Skák Rúnars Ísleifssonar og Tómasar Veigars verđur tefld annađ kvöld.

Feb 2011 004

Smári Ólafsson og Sigurđur Arnarson áttust viđ í 5. umferđ í dag. 

Í umferđinni í dag urđu ţau stórtíđindi, ađ Sigurđur Arnarbur, sem vann fyrstu fjórar skákir sínar sannfćrandi, beiđ nú lćgri hlut fyrir fyrrverandi Norđurlandameistaraatvinnubílstjóra.  Ţá tapađi nafni hans Eiríksson annarri skák sinni á mótinu fyrir ungstirninu Mikael J. Karlssyni. 

Ţeir Arnarbur, Smári og Mikael eru ţví efstir ţegar 5 umferđum er lokiđ af 7 međ 4 vinninga. Nćstur kemur svo"Kortsnoj norđursins", hinn síungi Grćnlandsfari Karl Egill Steingrímsson međ 3 vinnings. Sveitamennirnir Hjörleifur og Hermann hafa 2,5 vinning ásamt yngisforseta mótsins, Jóni "Jokko" Ţorgeirssyni. Annarhvor ţeirra Tómasar hins veigamikla og Rúnars hins ískalda gćtu ţó skotist upp ađ hliđ Kortsnojs eftir skák morgundagsins. Spennan er samkvćmt ţessu nánast óbćrileg, en mótinu mun samt ljúka sunnudaginn.  (Af heimasíđu SA)

Stađan eftir 5 umferđir:

Smári Ólafsson                                  4
Mikael Jóhann Karlsson                     4
Sigurđur Arnarson                             4
Karl Egill Steingrímsson                    3
Sigurđur Eiríksson                             2,5
Hermann Ađalsteinsson                     2,5
Hjörleifur Halldórsson                       2,5
Jón Kristinn Ţorgeirsson                    2,5
Tómas Veigar Sigurđarson                 2+ frestuđ skák
Rúnar Ísleifsson                                 2+ frestuđ skák
Jakob Sćvar Sigurđsson                    2
Andri Freyr Björgvinsson                  2
Hersteinn Heiđarsson                         1

Skákirnar eru hér:


Björn vann Toyotaskákmótiđ.

Björn Ţorsteinsson vann sigur á fjórđa Toyotaskákmótinu sem fram fór í gćr í söludeild Toyota viđ Nýbýlaveg í Kópavogi.  Björn Ţorsteinsson sigrađi alla sína andstćđinga nema Jóhann Örn Sigurjónsson sem náđi ađ vinna hann.

Framsýnarmótiđ 2010 020

Björn Ţorsteinsson á Framsýnarmótinu sl. haust.

Björn fékk 8 vinninga af 9 mögulegum Jafnir í öđru til ţriđja sćti urđu Ingimar Jónsson og Magnús Sólmundarson međ 7.5

Sjá nánar hér: http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1139828/  


Skráningar í Skákţing Gođans 2011


Skákţing Gođans 2011.

Skákţing Gođans 2011 fer fram helgina 18-20 febrúar nk. í sal Framsýnar-stéttarfélags ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík. Mótiđ er öllum opiđ.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir monrad-kerfi, 4 atskákir og 3 kappskákir.
Mótiđ verđur reiknađ til Íslenskra og fideskákstiga.                                 

                                Dagskrá:

Föstudagur   19 febrúar  kl 20:00  1-4 umferđ.   (atskák 25 mín )
Laugardagur 20 febrúar  kl 10:00  5. umferđ.     (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur 20 febrúar  kl 15:00  6. umferđ.       -------------------
Sunnudagur  21 febrúar  kl 10:00  7. umferđ.       ------------------- 
 
Verđlaun verđa međ hefđbundnu sniđi. 3 efstu í fullorđins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.
Farandbikar fyrir sigurvegarann. 
  
Ţátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.  
Skráning í mótiđ er hér efst til vinstri á síđunni á sérstöku skráningarformi. Einnig er hćgt ađ skrá sig til leiks í síma 4643187 eđa 8213187.
Listi yfir skráđa keppendur er hér:
http://www.godinn.blog.is/blog/godinn/entry/1139762/

Núverandi skákmeistari Gođans er Rúnar Ísleifsson. 
Ţetta verđur 8. skákţing Gođans og lista yfir titilhafanna er hér fyrir neđan:

2004    Baldur Daníelsson.
2005    Ármann Olgeirsson
2006    Ármann Olgeirsson       
2007    Smári Sigurđsson         
2008    Smári Sigurđsson 
2009    Benedikt Ţorri Sigurjónsson
2010    Rúnar Ísleifsson
  
2011       ? 


SŢA. Rúnar og Jakob unnu en Hermann tapađi.

Rúnar Ísleifsson vann Andra Frey Björgvinsson og Jakob Sćvar Sigurđsson vann Herstein Hreiđarsson í 4. umferđ Skákţings Akureyrar sem tefld var í gćrkvöld. Hermann Ađalsteinsson tapađi fyrir Mikael J Karlssyni.

Stađa efstu manna:

Sigurđur Arnarson                  4
Smári Ólafsson                       3
Mikael Jóhann                        3
Sigurđur Eiríksson                  2,5
Karl Egill                                2,5
Tómas Veigar                         2
Rúnar Ísleifsson                     2
Hermann Ađalsteinsson         2
Jakob Sćvar                          2


Ţessir tefla saman í 5. umferđ, sunnudaginn 6. febrúar kl. 13.00:

Smári - Sigurđur A
Mikael - Sigurđur E
Hermann - Karl Egill
Hjörleifur - Jakob Sćvar
Hersteinn - Jón Kristinn
Ásmundur - Andri Freyr
Rúnar - Tómas Veigar (tefld 7.febrúar kl. 19.30)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband