Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Rothögg Gođans geigađi en allt enn hćgt !

Pistill um framgöngu A-sveitar Gođans á Íslandsmótinu:

Ţađ iđađi allt af lífi og fjöri í Rimaskóla helgina 7. -9 . okt. Spekingslegir riddarar og óţreyjufullir fótgönguliđar ţyrptust ađ tafli á föstudagskvöldinu í óvenjumiklu hitakófi, unglingarnir prúđu hömuđust viđ veitingasöluna og húsvörđurinn knái barđist sveittur viđ ađ laga loftrćstinguna svo ađ menn féllu ekki í valinn í eiginlegri merkingu. Mitt í öllum hamaganginum héldu Helgi skólastjóri, Gunnar forseti og starfsmenn mótsins sinni stóísku ró og horfđu vökulum augum yfir vígvöllinn. Skemmtilegasta skákmót landsins var hafiđ enn á ný.

ÍS okt 2011 002

          Gutti, lukkudýr Gođans, fékk ekki inngöngu á skákstađ.

Hin vörpulega A-sveit Gođans lagđi allt í sölurnar til ađ tryggja sé vćnlega stöđu á toppnum í annarri deild.  Sveitin fór fjarska vel af stađ međ 5,5-0,5 sigri yfir vaskri B-sveit Hellis. Sigurgangan hélt áfram á laugardeginum međ 5,5-0,5 sigri yfir harđskeyttum Akurnesingum og um kvöldiđ voru kapparnir knáu úr Reykjanesbć lagđir međ 5,0 vinningum gegn 1,0.  Ađ ţremur umferđum loknum var stađan ţví sú ađ riddarar Hermanns formanns Ađalsteinssonar voru jafnir ađalkeppinautunum í Víkingasveitinni-Ţrótti - A međ 16 vinninga. Ljóst ađ slagurinn á sunnudeginum viđ vini okkar og erkifjendur, Víkingana, yrđi afar harđur.

ÍS okt 2011 004

       Sigurđur Dađi Sigfússon fór fyrir A-sveitinni.

Viđureignin viđ Víkingasveitina, styrkta međ ţremur erlendum meisturum og mun stigahćrri en sveit Gođans, sýndi vel styrk okkar. Hart var tekist á og stöđur almennt torráđnar nema hvađ sjentilmennirnir Sigurđur Dađi Sigfússon og stórmeistarinn Luis Galego sömdu snemma um jafnan hlut. Nokkra athygli vakti ađ sá síđarnefndi féll í vćran svefn fram á borđiđ ađ skák lokinni. Voru áhorfendur ekki á eitt sáttir um hvort svefnhöfgi  Portúgalans ćtti sér upptök í svćsinni skákţreytu, bráđaofnćmi fyrir íslenskum mat eđa hvort bilunin í loftrćstingunni leiddi til ţess ađ allt í einu hefđu skapast kjörađstćđur fyrir siestu. Sú gáta er enn óleyst en hitt er víst ađ Galego hrökk ţó ađ upp ađ lokum af vćrum blundi og brá mjög í brún enda hélt hann ađ hann hefđi sofiđ af sér skákina. Portúgalska ljúfmenniđ tók ţó fljótt gleđi sína á ný ţegar honum var tjáđ ađ hann hefđi landađ hálfum vinningi rétt fyrir blundinn, minnugur hins fornkveđna ađ betri er blundur en blunder. 

ís 2010 024

       Ásgeir Páll Ásbjörnsson tefldi óađfinnanlega um helgina.

Á öđru borđi mćtti best geymda leyndarmál íslensks skáklífs, Ásgeir Páll Ásbjörnsson, hinum öfluga alţjóđlega meistara Williem De-Jong. Skákin var öll logandi í strategískum og taktískum álitamálum en eins og svo oft áđur sá Ásgeir dýpra og lengra en andstćđingurinn sem gafst upp í vonlausri stöđu.

ÍS mars 2011 012

                Kristján Eđvarđsson kom sterkur leiks en fann ekki réttu leiđina gegn Magnúsi Erni.

Á ţriđja borđi áttust ţeir viđ kapparnir Kristján Eđvarđsson og Magnús Örn Úlfarsson. Magnús Örn hafđi betur í taktískum skćrum og vann vel útfćrđa skák sannfćrandi ađ lokum. Ađ skák lokinni kom ţó í ljós ađ Kristján átti fína möguleika hefđi hann nýtt tćkifćrin í miđtaflinu.

ís 2010 035

                     Einar Hjalti Jensson mentor Gođans.

Á fjórđa borđi tapađi Einar Hjalti mjög slysalega fyrir stórmeistara kvenna, Biönku Mühren, í léttunnu hrósendatafli, eftir ađ hafa yfirspilađ hana međ svörtu og unniđ mannskap án mótspils. Einar lét skákdrottinguna hollensku skáka af sér hrókinn en átti ţó 12 mínútur eftir á klukkunni á móti einni! Enn eitt dćmiđ um ţađ ţegar menn hugsa svo marga leiki fram í tímann ađ sýndarstađa kemur upp í huganum í stađ hinnar raunverulegu.   

ÍS mars 2011 002

                    Ţröstur Árnason hefur engu gleymt.

Á fimmta borđi skemmtu Ţröstur Árnason og Davíđ Kjartansson áhorfendum konunglega međ magnađri átakaskák og voru menn ekki á einu máli lengi framan af hvor stćđi betur. Svo fór ţó ađ Ţröstur náđi afgerandi betri stöđu í lok miđtafls og stóđ til vinnings ţegar hann lék af sér manni. Stađan var ţó enn svo góđ hjá Ţresti ađ hann hélt  auđveldlega jafntefli.

ÍS okt 2011 007

                          Hlíđar Ţór Hreinsson tefldi í fyrsta skipti fyrir Gođann um helgina.

Á 6. borđi bárust friđsemdarmennirnir geđţekku,  Hlíđar Ţór Hreinsson og Ólafur B. Ţórsson á banaspjót í tvísýnni stöđu sem okkur grunnhyggnum skákunnendum ţótti skipta ótt og títt um eigendur. Í lokin var ţađ ţó Hlíđar Ţór sem átti vinningsmöguleikana međ peđasverm á móti biskupi en guđsmađurinn reyndist jafnoki peđanna í krafti heppilegs hörundslitar. Ţá var ekki annađ eftir en ađ takast í hendur og taka upp léttara hjal.

Ástćđa er til ađ ţakka Víkingunum fyrir skemmtilega og drengilega viđureign enda ríkir sérstök háspennu-stemning ţegar ţessar öflugu sveitir lćsa saman skoltum.  Ef ekki hefđi komiđ til einskćr óheppni Einars Hjalta í kolunninni stöđu á móti Biönku Mühren, hefđi Gođinn unniđ verđskuldađ 3,5 -2,5. Rothöggiđ geigađi ađ sönnu en eftir úrslit helgarinnar munar ţó ađeins einum vinningi á Gođum og Víkingunum, ţannig ađ ţví fer fjarri ađ úrslit í 2. deild 2011- 2012 séu ráđin.

 Og eitt er víst: Lokaumferđirnar á Selfossi verđa hreint magnađar!

 Jón Ţorvaldsson, liđsstjóri A-liđs Gođans.


A-sveit Gođans kominn međ annan fótinn í 1. deild.

A-sveit Gođans tapađi naumlega fyrir Víkingaklúbbnum A í 4. umferđ sem tefld var í dag. Leikar fóru 3,5 -2,5 fyrir Víkingaklúbbnum.  Sigurđur Dađi gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Luis Galego á fyrsta borđi. Ásgeir vann glćsilegan sigur međ svörtu á De Jong Jan-Willem (2424) og Hlíđar Ţór Hreinsson og Ţröstur Árnason gerđu jafntefli. Einar Hjalti Jensson og Kristján Eđvarđsson töpuđu sínum skákum fyrir stigahćrri andstćđingum. Frábćr frammistađa hjá A-liđinu ţví andstćđingarnir voru stigahćrri á öllum borđum.

Rk.Team12345678 TB1  TB2  TB3 
1Víkingaklúbburinn A *    619.580
2Gođinn A *   5 18.560
3KR A˝  * 434  11.550
4TR B 2 *   311.030
5SR A 13  * 3 310.030
6TA ˝2 3 * 4 9.530
7Hellir B ˝  2 * 48.022
8Haukar A0  33 2 * 8.020

Víkingaklúbburinn er efstur í 2. deild og hefur eins vinnings forskot á Gođann. Liđin eru langefst í 2. deild og hefur Gođinn 7 vinninga forskot á KR-b í 3. sćti. Margt ţarf ađ fara úrskeiđis til ţess ađ Gođinn vinni ekki sćti í fyrstu deild ađ ári.

ÍS okt 2011 003

B og C-sveit Gođans áttust viđ í gćr. B-sveitin vann öruggan 6-0 sigur. 

B-sveit Gođans og er í ágćtri stöđu í 4. deild. Liđiđ er í 4. sćti međ 6 punkta og 17 vinninga. Ţrjú efstu liđin vinna sig upp í 3. deild og eru góđar líkur á ađ ţađ takist í seinni hlutanum á Selfossi í mars 2012.

Rk.SNoTeamGames  +   =   -  TB1  TB2  TB3 
119SFí B4400818.50
221Mátar B4310716.00
34SSA4301617.50
46Gođinn B4301617.00
55Fjölnir B4301617.00
613Bridge-fjelagiđ4301615.00
715UMSB4301613.00
87TR C4211515.50
98Víkingaklúbburinn - Ţróttur C4202413.00
1011Tf. Mosfellsbćjar4202412.00
1117Sf. Vinjar B4202411.50
1214SA D4202411.00
131Kórdrengirnir4202410.50
143TR F420247.50
159TR D4112311.50
1610Fjölnir C4103211.00
1718Hellir Unglingar A410328.50
1816SSON B410328.00
1912TR E410328.00
2020Gođinn C410328.00
212TG C401316.00

C-liđinu gekk frekar illa í mótinu og er sem stendur í nćst neđasta sćti međ 2 punkta og 8 vinninga.

Pistlar frá liđsstjórum eru vćntanlegir á nćstu dögum.

Chess-results
http://chess-results.com/tnr57496.aspx?art=0&lan=1&fedb=NED&flag=30


Allar sveitir Gođans unnu í 1. umferđ

Allar skáksveitir Gođans unnu í fyrstu umferđ á Íslandsmóti skákfélaga í gćrkvöld.

C sveitin vann C sveit Fjölnis 3,5 - 2,5. Valur og Snorri unnu sínar skákir, Hlynur, Bjössi og Sighvatur gerđu jafntefli, en Hermann tapađi.

B sveitin vann SSON B 4,5 - 1,5. Páll, Jakob, Smári og Benedikt unnu, Baldur gerđi jafntefli, en Stephen tapađi. 

A sveitin vann stóran sigur á B sveit Hellis 5,5  -0,5. Björn, Tómas, Ţröstur, Kristján og Sigurđur Dađi unnu sínar skákir og Einar Hjalti gerđi jafntefli.

Chess-results. 2. deild
http://chess-results.com/tnr57496.aspx?art=0&lan=1&flag=30

4. deild
http://chess-results.com/tnr57498.aspx?art=2&rd=2&lan=1&flag=30

Svo skemmtlega vill til ađ B-sveit Gođans mćtir C-sveitinni í 2. umferđ í dag.


Tómas og Stephen töpuđu báđir í 5. umferđ.

Tómas Björnsson og Stephen Jablon töpuđu báđir sínum skákum í 5. umferđ á Haustmót TR sem tefld var í gćrkvöld. Tómas tapađi fyrir Jóhanni Ragnarssyni og Stephen fyrir Sigurlaugu Friđţjófsdóttur.

6. umferđ verđur tefld 14 okt kl 19:30. Ţá mćtir Tómas Stefáni Bergssyni (2135) og Stephen mćtir Inga Tandra Traustasyni (1823)


Sigurbjörn og Snorri unnu sínar skákir.

Síđasta skákćfing fyrir deildó var háđ sl. mánudag. Tefldar voru skákir međ 90 mín á mann + 30 sek á leik. 
Sigurbjörn vann Hlyn og Snorri vann Val.

Hermann og Heimir gerđu jafntefli.

Nćsta skákćfing verđur mánudaginn 10 okt.


Stephen Jablon löglegur međ Gođanum

Úrskurđur mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga 2011-2012

 

Ár 2011, mánudaginn 3. október, er tekiđ fyrir mál nr. 1/2011; beiđni Taflfélags Vestmannaeyja (TV) um athugun á lögmćti Stephen Jablon (FIDE-kennitala 2019833 begin_of_the_skype_highlighting              2019833      end_of_the_skype_highlighting) sem keppanda međ Skákfélaginu Gođanum (SG) í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga 2011-2012. Í málinu úrskurđa Sverrir Örn Björnsson, Áskell Örn Kárason og Helgi Árnason.

Málavextir og ágreiningsefni:

Framangreint erindi TV barst mótsstjórn međ tölvupósti 29. september 2011. Ţar segir m.a. svo:

„Taflfélag Vestmannaeyja (TV) fer ţess hér međ á leit viđ mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga ađ hún úrskurđi um lögmćti félagaskipta Stephen Jablons (frá USA) í skákfélagiđ Gođann, laugardaginn 17. september sl. varđandi ţátttöku hans međ skákfélaginu Gođanum í Íslandsmóti skákfélaga í október nk. ţar sem deildar meiningar (ágreiningur) hafa komiđ fram um ţađ hvenćr frestur til tilkynninga skv. 18. gr. skáklaga Skáksambands Íslands rann út í ár.

Ţar sem kveđin rök hníga ţví ađ ţví ađ Stephen sé ekki löglegur og ljóst er ađ hann mun tefla í sömu deild (4. deild) og sveitir frá TV, taki hann ţátt, er brýnt ađ fá úr ţessu skoriđ enda ólíđandi ađ ţurfa ađ tefla í andrúmi slíkrar óvissu. Ég fer ţví fram á ađ mótsstjórn úrskurđi um ţetta mál án tafar."

 Stephen Jablon

Stephen Jablon verđur löglegur međ Gođanum á Íslandsmóti skákfélaga.

            Međ tölvupósti mótsstjórnar 29. september 2011 var lagt fyrir TV ađ gera nánari grein fyrir ástćđum ţess ađ félagiđ teldi vafa leika á lögmćti Stephen Jablon til ţátttöku međ SG í Íslandsmóti skákfélaga 2011.

            Svar barst frá TV međ tölvupósti sama dag. Ţar segir svo:

„Skáksambandiđ gaf út sérstaka tilkynningu á Skák.is ţar sem fram kom ađ síđasti dagur fyrir skráningar vćri 16. september sbr. eftirfarandi: "Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 16. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga..."

Samkvćmt ţessari tilkynningu ćttu ţví ţeir sem skráđu sig í félag 17.september ađ vera ólöglegir. Ţar af leiđandi er rétt ađ úr ţví sé skoriđ hvort Stephen Jablon, sem var skráđur eftir ađ útgefinn skráningarfrestur rann út, er ólöglegur eđur ei.

Ţađ eru fordćmi fyrir ţví ađ menn hafi veriđ dćmdir ólöglegir vegna ţess ađ ţeir hafa veriđ skráđir í félag eftir ađ skráningarfresturinn rann út og í ţví sambandi ber kannski Dreev máliđ hćst. Ţađ verđur ţví áhugavert ađ sjá hvort hin háćruverđuga mótsstjórn er sama sinnis nú og hún var í ţví máli."

Međ tölvupósti mótsstjórnar 29. september 2011 var formanni SG međ vísan til 20. gr. skáklaga Skáksambands Íslands (SÍ) gefinn kostur á ađ koma á framfćri athugasemdum í tilefni af beiđni TV.

            Svar barst frá SG međ tölvupósti sama dag. Ţar segir svo:

„Viđ hjá skákfélaginu Gođanum teljum ađ Stephen sé löglegur međ Gođanum í keppninni enda hljóti lög og reglur Skáksambandsins gilda og löglega gefinn frestur hafi sannanlega ekki veriđ runninn út ţegar hann var skráđur í Gođann."

Niđurstađa:

Eins og fram kemur í málavaxtalýsingu hér ađ framan lýtur ágreiningur í máli ţessu eingöngu ađ ţví hvort tilkynning um skráningu Stephen Jablon í Skákfélagiđ Gođann, sbr. 2. gr. reglugerđar um Keppendaskrá Skáksambandsins, hafi veriđ send Skáksambandi Íslands innan lögmćlts 20 daga frests samkvćmt 2. mgr. 18. gr. skáklaga Skáksambands Íslands. Af hálfu Skákfélagsins Gođans er taliđ ađ tilkynningin hafi veriđ send innan frestsins. Af hálfu Taflfélags Vestmannaeyja er hins vegar litiđ svo á ađ vafi leiki á ţví og ţar međ lögmćti Stephen Jablon til ţátttöku í Íslandsmóti skákfélaga. Ekki er ţví haldiđ fram í málinu ađ ađrar ástćđur en hér greinir kunni ađ leiđa til ólögmćtis Stephen til ţátttöku í mótinu.

            Samkvćmt 1. mgr. 18. gr. skáklaga Skáksambands Íslands teljast ađeins ţeir sem eru í Keppendaskrá SÍ löglegir međ viđkomandi félagi í Íslandsmóti skákfélaga (fyrri og seinni hluta). Ţó eru ţeir skákmenn sem eru án skákstiga og án félags undanţegnir ţví ađ ţurfa ađ vera í Keppendaskránni. Fyrir liggur ađ ţessi undantekning á ekki viđ um Stephen Jablon sem er skráđur međ 1965 alţjóđleg skákstig á stigalista Alţjóđaskáksambandsins (FIDE).

            Í 2. gr. reglugerđar um Keppendaskrá Skáksambandsins kemur fram ađ skipti skákmađur um félag, nýskráist í ţađ eđa hćttir í ţví skal hann tilkynna SÍ ţađ á ţar til gerđu eyđublađi. Samkvćmt 2. mgr. 18. gr. skáklaga skal tilkynning skákmanns samkvćmt 2. gr. reglugerđar um Keppendaskrá Skáksambandsins hafa veriđ send 20 dögum fyrir upphaf fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga ella getur hann ekki teflt fyrir sitt nýja félag í ţví.

            Viđ skýringu á frestákvćđi 2. mgr. 18. gr. skáklaga ţykir bera ađ hafa hliđsjón af viđtekinni túlkun hliđstćđra ákvćđa í öđrum lögum um fresti sem taldir eru í dögum. Er ţá jafnan miđađ viđ ađ sá dagur, sem frestur er talinn frá, teljist ekki međ innan frestsins. Fyrsti dagur viđ talningu frests er ţví sá dagur sem kemur á eftir eđa eftir atvikum á undan ţeim degi sem fresturinn er reiknađur frá. Ţessa skýringarreglu er nú m.a. ađ finna í 1. mgr. 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem hér má hafa til hliđsjónar. Ţá standa rík hallkvćmnisrök til ţess, ţegar svo stendur á ađ frestir eru taldir í heilum dögum en upphaf ţeirra markast af atvikum innan dags, eins og hér á viđ, ađ miđa frestlok allt ađ einu viđ lok dags, ţ.e. miđnćtti á síđasta degi frests.

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2011-2012 hefst í Rimaskóla föstudaginn 7. október 2011. Óumdeilt er í málinu ađ tilkynning um skráningu Stephen Jablon í Skákfélagiđ Gođann var send SÍ laugardaginn 17. september 2011, nánar tiltekiđ kl. 19:56:03 eftir ţví sem nćst verđur komist. Samkvćmt ţessu var tilkynningin send SÍ innan lögmćlts 20 daga frests samkvćmt 2. mgr. 18. gr. skáklaga, enda rann fresturinn ekki út fyrr en á miđnćtti sama dag. Stephen Jablon telst ţví löglegur keppandi međ Skákfélaginu Gođanum í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga 2011-2012.

 

Ú r s k u r đ a r o r đ :

 

            Stephen Jablon (FIDE-kennitala 2019833 begin_of_the_skype_highlighting              2019833      end_of_the_skype_highlighting) telst löglegur keppandi Skákfélagsins Gođans í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga 2011-2012.

Um málskot:

Úrskurđi ţessum má skjóta til Dómstóls SÍ. Kćrufrestur er ţrír sólarhringar frá upphafi ţeirrar umferđar sem keppandi var á međal ţátttakenda.



Jakob og Sveinn taka ţá í Haustmóti SA.

Haustmót SA hófst í dag. Tveir keppendur frá Gođanum taka ţátt í mótinu.
Jakob Sćvar Sigurđsson gerđi jafntefli viđ Sigurđ Arnarsson í 1 umferđ en Sveinn Arnarson tapađi fyrir Andra Frey Björgvinssyni.

ís 2010 030Framsýnarmótiđ 2010 017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alls taka 8 keppendur ţátt í mótinu og tefla allir viđ alla. 2. umferđ verđur tefld ađ loknum fyrri hluta íslandsmóts skákfélaga 14. okt.


Tómas međ jafntefli og Stephen međ sigur á Haustmóti TR.

Tómas Björnsson gerđi jafntefli viđ Björn Jónsson (2045) í 4. umferđ Haustmóts TR sem tefld var í dag. Tómas Er í 3-4 sćti í A-flokknum međ 2,5 vinninga.
Stephen Jablon vann Örn Leo Jóhannsson (1931) í B-flokknum og er efstur í B-flokknum ásamt Degi Ragnarssyni međ 3,5 vinninga. 

5. umferđ verđur tefld á miđvikudag kl 19:30. 

 

Stađa efstu manna í A-flokknum:

Rk. NameRtgIRtgNClub/CityPts. 
1 Ragnarsson Johann 20682057TG3
2IMKjartansson Gudmundur 23142316TR3
3FMBjornsson Tomas 21622147Gođinn2,5
4FMKjartansson David 22912266Víkingaklúbburinn

2,5


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband