Færsluflokkur: Okkar menn

Sigur í 2. umferð.

Jakob Sævar vann Gísla Hrafkellsson í 2. umferð sem tefld var í gærkvöldi. Í 3. umferð, sem tefld verður í kvöld, verður Jakob með hvítt á Tjörva Schioth (0)

Tap fyrir stórmeistara í fyrstu umferð.

Skákþing Garðabæjar hófst í gær. Okkar maður, Jakob Sævar Sigurðsson (1860), er á meðal keppenda. Jakob tefldi við stórmeistarann Henrik Daníelssen (2526) í 1. umferð og tapaði þeirri skák. Önnur umferð verður tefld kl 19:30 á fimmtudaginn. Þá teflir...

Sigur í loka umferðinni.

Jakob Sævar vann Dag Andra Friðgeirsson í lokaumferð áskorendaflokks skákþings Íslands nú í kvöld. Jakob varð í 16 sæti með 4,5 vinninga. Sigurbjörn Björnsson varð efstur með 7 vinninga og vinur okkar Omar Salama varð í öðru sæti einnig með 7 vinninga....

Sigur í 8. umferð.

Jakob Sævar sigraði Dag Kjartansson í 8. umferð sem tefld var í gærkvöldi. Jakob er í 18 sæti með 3,5 vinninga. 9. og síðasta umferð verður tefld í kvöld. Þá telfir Jakob sævar við Dag Andra Friðgeirsson (1812) Jakob verður með svart....

Sigur í 7. umferð.

Jakob Sævar vann Brynjar Steingrímsson í 7. umferð sem tefld var í kvöld. Jakob Sævar er í 22 sæti með 2,5 vinninga. Á morgun fer fram 8. og næst síðasta umferð og teflir Jakob Sævar við Dag Kjartansson (1320) Jakob verður með...

Tap í 6. umferð

Jakob Sævar tapaði fyrir Guðmundi Kristni Lee í 6. umferð sem tefld var í gærkvöld. Í dag teflir Jakob Sævar við Brynjar Steingrímsson í 7. umferð. Jakob verður með svart. H.A.

Tap í 5. umferð.

Jakob Sævar tapaði fyrir Inga Tandra Traustasyni í dag. Á morgun teflir Jakob Sævar við Guðmund Kristinn Lee (1465) Jakob verður með svart.

Sigur í 4. umferð

Jakob Sævar sigraði Jóhann Óla Eiðsson í 4. umferð í dag og er því komin með 1,5 vinninga. Á morgun kl 14:00 teflir Jakob við Inga Tandra Traustason (1774) Jakob hefur hvítt. H.A.

Jafntefli í 3. umferð.

Jakob Sævar gerði jafntefli við Friðrik Þjálfa Stefánsson í kvöld. Á morgun teflir Jakob Sævar við Jóhann Óla Eiðsson (1809) Jakob hefur svart.

Tap í 2. umferð.

Jakob Sævar tapaði fyrir Jóhönnu Björg Jóhannsdóttir í kvöld. Á morgun teflir Jakob við Friðrik Þjálfa Stefánsson (1455) Jakob hefur hvítt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband