Litlulaugaskóli vann grunnskólamótiđ.

Skáksveit Litlulaugaskóla vann skákkeppnina á grunnskólamót Framhaldsskólans á Laugum sem fram fór í dag. Tefldar voru hrađskákir (5 mín) Ţrír grunnskólar sendu liđ til keppni.

Gođinn Ýmislegt

Viđureign Stórutjarnaskóla og Reykjahlíđarskóla.

1. Litlulaugaskóli          5 vinninga af 8 mögulegum
2. Reykjahlíđarđskóli    4
3. Stórutjarnaskóli       3

Sveit Litlulaugaskóla var ţannig skipuđ.

Húnbogi Björn Birnuson
Starkađur Snćr Hlynsson
Hermína Fjóla Ingólfsdóttir
Freyţór Hrafn Harđarson


Sigurbjörn efstur á ćfingu.

Sigurbjörn Ásmundsson varđ efstur á skákćfingu sem fram fór á Húsavík í kvöld. Sigurbjörn gaf engin griđ og vann alla andstćđinga sína. Tefldar voru skákir međ 10 mín umhugsunartíma.

Sigurbjörn Ásmundsson

Úrslit kvöldsins:

1.     Sigurbjörn Ásmundsson       5 vinn af 5 mögul.
2.     Heimir Bessason                  3
3-4.  Benedikt Ţór Jóhannsson    2,5
3-4.  Ćvar Ákason                       2,5
5.     Hermann Ađalsteinsson       2
6.     Sighvatur Karlsson               0

Nćsta skákćfing verđur einnig á Húsavík ađ viku liđinni ađ afloknum ađalfundi Gođans. H.A.


Gođinn styrkir skáksveit Borgarhólsskóla.

Skáksveit úr Borgarhólsskóla tekur ţátt í Íslandsmóti Barnaskólasveita í skák, sem haldiđ verđur sunnudaginn 21 mars nk. í Vetrargarđinum í Smáralind.  Af ţví tilefni styrkti skákfélagiđ Gođinn alla keppendur Borgarhólsskóla til ţátttöku í mótinu.

Gođinn Ýmislegt 002 

Snorri Hallgrímsson, Valur Heiđar Einarsson, Hlynur Snćr Viđarsson og Ágúst Már Gunnlaugsson verđa fulltrúar Borgarhólsskóla á Íslandsmóti Barnaskólasveita nk. sunnudag. Ţetta verđur í annađ skiptiđ sem skáksveit úr Borgarhólsskóla tekur ţátt í mótinu og er hún eins skipuđ og í fyrra, en ţá endađi sveitin í 10. sćti af 40 liđum. 

Ţađ var Hermann Ađalsteinsson formađur sem afhenti keppendum Borgarhólsskóla styrkinn í dag. Skákfélagiđ Gođinn á einmitt 5 ára afmćli í dag, 15 mars og var ţví styrkveitingin glađningur í tilefni dagsins.  H.A.


Breyting á ćfinga og mótaáćtlun.

Á Stjórnarfundií gćr gerđi stjórn breytingu á ćfinga og mótaáćtlun félagsins. Helsta breytingin er sú ađ ađalfundur skákfélagsins Gođans er fćrđur fram um eina viku. Ađalfundurinn verđur miđvikudagskvöldiđ 24 mars nk. á Húsavík.

Dagskrá ađalfundarins verđur send út međ fundarbođinu um helgina.

Ćfinga og mótaáćtlunin er sem hér segir:

17. mars           Skákćfing  Húsavík
24. mars            Ađalfundur Gođans Húsavík
31. mars           Skákćfing Stórutjörnum
7.   apríl             Hérađsmótiđ Laugar
14. apríl             Hérađsmótiđ Laugar
16-18 apríl        Skákţing Norđlendinga Gamla Bauk Húsavík.
21. apríl            Skákćfing  Laugum
28. apríl            Skákćfing  Húsavík  Lokahóf Gođans.


Rimman sú !

Sighvatur Karlsson sendi formanni eftirfarandi pistil. Hann er hér međ birtur í heild sinni.

Á íslandsmóti skákfélaga, seinni hluta sem haldiđ var í Rimaskóla helgina 5-6 mars 2010 tefldi ég í B sveit Gođans. Síđdegis á laugardeginum tefldi ég á fjórđa borđi viđ Einar S Einarsson fyrrv. formann Skáksambands Íslands sem reynt hafđi ađ manna sína sveit KR d,  međ ţví ađ senda s.m.s.  út um allar sveitir en klukkan var byrjuđ ađ tifa á ţá á ţremur borđum.  Ţađ fór nú  fiđringur um mig ţegar Einar ákvađ ađ setjast frekar hjá mér en Rúnari á fyrsta borđi eđa Bjössa á fimmta borđi.  Einar hóf leik međ drottningarbragđi, d 4, leik sem ég leik sjálfur gjarnan ţegar ég byrja međ hvítt. Nú var ţađ svart mađur. Ég hafđi vonast til ađ hann léki e 4 svo ađ ég gćti beitt Sikileyjarvörn ađ hćtti mafíunnar, eđa ţannig.  Ég reyndi ađ koma heilasellunum í gang, fékk mér í nefiđ og lék R f 6. Svo varđ allt svart fyrir augum mér. Kannski voru ţađ kornin. Hann lék e 3. Ég ákvađ ađ opna leiđ fyrir biskupinn og lék e 6, eđlilegra hefđi veriđ ađ leika d 5 og síđan e 6.  Ţađ tók mig smá tíma ađ ná einbeitingunni. Svo var Einar alltaf međ einhverjar kúnstir til ađ koma mér úr meira jafnvćgi, tók myndir af stöđunni öđru hvoru og lét sig hverfa út í sal í tíma og ótíma til ađ líta á gengi sinna manna eins og gengur.  Ég fékk mér kaffi og ţá fór Eyjólfur ađ hressast. Um miđja skák talađi ég í mig kjark til ađ spyrja hann hvort hann vildi jafntefli ţrátt fyrir ađ hann vćri međ betri stöđu, minnugur ţess ađ andstćđingur minn í umferđinni áđur sagđi ađ ef ađ ég hefđi bođiđ sér jafntefli ţegar allt var í járnum ţá hefđi hann fallist á ţađ en ég tapađi ţeirri skák.  Einar féllst eđlilega ekki á jafnteflisbođiđ og tapađi skákinni eftir 108 leiki.
Picture 033 
Lok skákarinnar. Eins og sést er svarta peđiđ ađ renna óstöđvandi uppí borđ.
Ţá var einni skák ólokiđ í salnum en keppendur voru á fimmta hundrađ ađ mig minnir.  Ţetta er minnisstćđasta skák sem ég hef teflt á mínum skákferli og kenndi mér hversu mikilvćgt er ađ telja rétt ţegar fléttur eru annars vegar og ađ halda ró sinni ţegar drottning er senn í höfn.  Hér á eftir koma 75 leikir en mér auđnađist ekki ađ lesa úr restinni ţví ađ andstćđingur minn lék svo hratt ásamt mér í tímahraki.  Ţađ var eintómt pár hjá okkur báđum í lokin, engin mynd á ţví. 
Njótiđ međ mér. Lifi skákin!
Einar S Einarsson hvítt. Sighvatur Karlsson svart.

1.d4 – Rf6.  2.e3 – e6. 3.Bd3 – d5. 4.Rd2 – e5. 5. c3 – Rc6. 6. f4 –cxd. 7. exd – Bd6. 8. Df3 – 0-0. 9. Re2 – Dc7. 10. 0-0 – a6. 11. a4 – b6. 12. Rg3 – Bd7. 13. Rh5 – Be7. 14. Rxf6 – Bxf6. 15. Dh3- g6. 16. Dg3- Bg7. 17. Rf3 – Ra5. 18. Re5-Rb3. 19. Ha2-Rxc1. 20. Hxc1 – a5. 21. b3 – Dd6. 22. Rx d7 – Dxd7. 23. B b5 – Dd6. 24. Df2 – Hac8. 25. Hac2 – f6. 26. c4 – dxc4. 27. Bxc4 – f5. 28. Hcd1 – Kh8. 29. Hcd2 – B h6. 30. g3 – g5. 31. fxg5 – Bxg5. 32. He2 – Hce8. 33. Hde1 –B f6. 34. Hed1 –Hd8. 35. Hed2 – Bg5. 36.  Hd3 –f4. 37. g4 – De7. 38. De2 –Hf6. 39. De5- h6. 40. d5 –Dc5+. 41. K f1 – Bh4. 42. Hf3 – Dd6. 43. Dd4 – e5. 44. De4 – Hg8. 45. h3 – h5. 46. Bd3 –Hg7. 47. Hc1 – hxg4. 48. hxg – Hfg6. 49. Hc6.

mynd 1 

Óvćntur leikur en brátt sá ég viđ honum ţegar himnarnir opnuđust og fléttan varđ til sem gerir skákina svo skemmtilega. Ég ákvađ ađ fórna drottningunni fyrir hrók!    Dxc6 !. . Einar hugsađi sig um, lengi:  50. dxDc6 – Hxg4. 51. Dxe5 – Hg1+ 52. Ke2 – He1 + . 53. Kd2 – HxDe5. 

chess diagram.jpg 2

Fléttan gekk upp. Ég var kominn međ skiptamun yfir, meira ađ segja hrók. 54. Hh3 – Hg2+.. 55.  Kc3 – Hg4. 56. Kc4 – f3. 57. Kc3 – Hc5+. 58. Kd2 – f2. Hér fór um mig fiđringur út í tćr og andstćđingurinn kvartađi yfir ţví ađ ég vćri ađ hrista borđiđ. 59.  Bf1 –Hxc6.

Skynsamlegt ađ taka peđiđ, held ég. 60. Ke2 –Kg7,

ég vildi losa um biskupinn minn á a línunni. 61. Kf3 – Hd4. 62. Bc4.

chess diagram.jpg 4 

Ţarna hefđi ég átt ađ hugsa en ţađ gerđi ég ekki. Í stađ ţess ađ drepa biskupinn međ hróknum og vekja drottninguna í kjölfariđ ţá lék ég henni af mér í stundarćsingi.

– f1=D. 63. BxDf1. – Hc3+  64. Kg2 – Hd2 +. 65. Kh1 – Bf6. 66. Hxc3 – Bxc3. 67.  Bc4 – Hd1+ 68. Kg2 – Kh6. 69. Kf3 – Kg5. 70. Ke2 – Hd2+. 71. Ke3 – Bb4. 72. Ke4 – Bc5. 73. Ke5 – Hf2. 74. Kd5 – Hf8. 75. Bd3 – Kf4........  

chess diagram.jpg 5

Mér tókst ađ vekja upp drottningu međ öđru peđinu og berstrípađi međ henni hvíta kónginn sem reyndi lengi vel ađ koma sér í pattstöđu, allt fram í 108 leik. Ţá loks játađi hann sig sigrađan. Flestir hefđu nú játađ sig sigrađa eftir 53 leik svarts.. En svona er lífiđ viđ skákborđiđ. Ţar skiptast á skin og skúrir, undir og yfir og allt um kring.  

Húsavík. 9. mars 2010. Sighvatur Karlsson.

Skákina má sjá hér:
http://godinnchess.blogspot.com/2010/03/einar-sighvatur-karlsson-deildarkeppnin.html  

 

Íslandsmót skákfélaga. Pistill formanns.

Ţá er Íslandsmóti skákfélaga 2009-2010 lokiđ. Ţetta var í 4. skiptiđ sem skákfélagiđ Gođinn sendir liđ til keppni á íslandsmótiđ og alltaf hefur okkur tekist ađ bćta árangurinn ár frá ári. Engin undantekning varđ á ţví nú.  Vonir stóđu til ađ A-liđiđ nćđi í eitt af ţremur efstu sćtunum í 4. deildinni en ţađ gekk ekki eftir.  Eftir tap gegn SR-b í lokaumferđinni voru vonir okkar um verđlauna sćti ađ engu. A-liđiđ endađi í 5. sćti međ 26 vinninga. Víkingasveitin vann 4. deildina en ţeir fengu 29,5 vinninga.

018

                    Ţessi bikar gekk okkur úr greipum !

B-liđiđ átti ágćta spretti og endađi í 20. sćti međ 20 vinninga sem er betri árangur en í fyrra ţegar Gođinn sendi í fyrsta skipti tvö liđ til keppni á mótiđ. Reyndar voru sumir vinningarnir sem B-liđiđ fékk í ódýrari kantinum, ţví enn og aftur kom ţađ fyrir ađ andstćđingar okkar gátu ekki fullmannađ sín liđ og er ţađ međ hreinum ólíkindum hve illa sum félög standa sig í liđstjórn. 

Ţegar félög af höfuđborgarsvćđinu senda 5-6 liđ til keppni hefđi mađur haldiđ ađ auđvelt ćtti ađ vera ađ skipuleggja hverjir tefla, í hvađa liđi og í hverri umferđ og hafa til taks einhverja varamenn ef einhverjir forfallast međ skömmum fyrirvara. Eins ćtti ađ vera auđvelt ađ fćra keppendur upp úr neđstu sveit svo ađ ekki vanti keppendur í sveitir ţar fyrir ofan. Ţađ er ömulegt ađ ferđast langar leiđir til ţess ađ taka ţátt í skemmtilegu skákmóti og fá svo engan til ţess ađ tefla viđ trekk í trekk.  Af ţeim 20 vinningum sem B-liđiđ fékk voru 7 ţeirra ţannig til komnir ! 
Ţetta er til skammar og ber vott um lélega liđsstjórn. 

Árangur einstakra liđsmanna félagsins.

                                       A-liđiđ.

002Erlingur Ţorsteinsson tefldi á 1. borđi. Erlingur vann eina skák, gerđi eitt jafntefli og tapađi einni skák. Erlingur fékk sterkustu andstćđingana og leiddi sveitina međ öruggum hćtti. Erlingur landađi alls 4,5 vinningum úr 7 skákum og tapađi einugis einni skák, fyrir Ólafi Ţórssyni (2204) í 5. umferđ. Erlingur fékk nćst flesta vinninga liđamanna A-liđsins. Mjög góđ frammistađa eins og búast mátti viđ hjá Erlingi. 

 

006Jón Ţorvaldsson tefldi á 2. borđi og landađi 2 vinningum í sínum fyrstu skákum fyrir félagiđ. Hann vann eina skák og gerđi tvö jantefli.  Flott frammistađa hjá Jóni og sérstaklega ţegar haft er í huga ađ Jón hafđi ekki teflt kappskák í 10 ár ţar til nú um helgina. Jón hefur reynst mikill happafengur fyrir Gođann og á eftir ađ skila félaginu miklu í framtíđinni. Ţađ er alveg á hreinu.

 

 

007Sindri Guđjónsson tefldi á 3. borđi og mćtti "útkeyrđur" til keppni alla leiđ frá Ísafirđi, korter fyrir mót. Sindri gerđi tvö jafntefli en tapađi í síđustu umferđ. Sindri fékk alls 3,5 vinninga úr 6 skákum og tapađi bara einni skák.

 

 

005Sigurđur Jón Gunnarsson. Tefldi á 4. borđi. Sigurđur vann tvćr skákir en tapađi einni. Sigurđur Jón stóđ sig frábćrlega í mótinu. Hann tefldi allar skákirnar 7 og fékk 5 vinninga samtals. Sigurđur vann alls 4 skákir gerđi tvö jafntefli og tapađi ađeins einni skák. Af öđrum ólöstuđum stóđ Sigurđur sig best allra í A-liđinu og undirstrikađi ţađ vel hve mikill fengur var í ţví ađ fá hann til liđs viđ félagiđ í fyrra.

 

004Jakob Sćvar Sigurđsson tefldi á 5. borđi. Jakob gerđi eitt jafntefli en tapađi tveimur skákum. Jakob fékk alls 3 vinninga úr 7 skákum samanlagt.

 

 

 

003Smári Sigurđsson tefldi á 6. borđi. Smári vann eina skák og gerđi tvö jafntefli. Alls fékk Smári 4 vinninga úr 7 skákum og tapađi ađeins einni skák.

 

 

 

Barđi Einarsson tefldi ekkert međ núna og Pétur Gíslason tefldi eina skák í B-liđinu.

                                    B-liđiđ

Pétur Gíslason. Tefldi á 1. borđi í 5. umferđ og vann ţá skák. Pétur tefldi ekki í 6 og 7. umferđ.
Pétur stóđ sig frábćrlega á mótinu, ţví hann fékk alls 4 vinninga úr 5 skákum og tapađi ţví ađeins einni skák.

011Rúnar Ísleifsson. Tefldi á 1. borđi í 6 og 7. umferđ. Missti af fyrri hlutanum en lét til sín taka í seinni hlutanum. Rúnar vann eina skák og gerđi eitt jafntefli og fékk svo einn vinning gefins í síđustu umferđ ţví enginn andstćđingur var til stađar. Rúnar landađi ţví 2,5 vinningum úr ţremur skákum.

 

 

Ćvar Ákason. Tefldi á 3. borđi í 5. umferđ en á 2. brođi í 6 og 7 umferđ. Ćvar vann eina skák, gerđi eitt jafntefli og tapađi einni skák. Ćvar landađi samtals 2,5 vinningum úr 7 skákum.

009Hermann Ađalsteinsson. Tefldi á 4. borđi í 5. umferđ en á 3. borđi í 6 og 7. umferđ. Hermann fékk einn vinning gefins í 5. umferđ ţví enginn andstćđingur var til stađar. Hermann tapađi báđum skákum sínum í 6 og 7. umferđ. Hermann fékk alls 3 vinninga úr 6 skákum, en tveir ţeirra voru gefins ţví Hermann var óheppin međ ţađ ađ andstćđingar hans mćttu ekki til leiks í tveimur skákum af 6.

 

Sighvatur Karlsson. Tefldi á 5. borđi í 5. umferđ en á 4. borđi í 6 og 7. umferđ. Sighvatur vann tvćr skákir en tapađi einni. Líkt og Hermann fékk Sighvatur engann andstćđing í 5. umferđ og vann ţví léttan sigur. Sighvatur ţurfti ţó ađ hafa öllu meira fyrir sigri sínum í síđustu umferđ, ţví sú skák fór í 108 leiki ! Sighvatur ţurfti ađ hafa fyrir ţví ađ máta andstćđing sinn ţrátt fyrir ţađ ađ hafa veriđ međ unniđ frá c.a 5o. leik og kolunniđ frá 80 leik, ţví ţá átti andstćđingur hann ađeins kóng og tvö peđ en Sighvatur hrók og biskup auk tveggja peđa og síđar í skákinni vakti Sighvatur upp drottningu og var ţá kóngur andstćđingsins einn eftir. Samt gaf hann ekki skákina ! Skákin endađ ţó međ ţví ađ Sighvatur mátađi sinn andstćđing í 108. leik !

Sigurbjörn Ásmundsson.  Tefldi á 6. borđi í 1. umferđ en á 5. borđi í 6 og 7. umferđ. Sigurbjörn tapađi tveimur skákum en vann eina létt ţar sem enginn anstćđingur var til stađar. Hann var ţví jafn óheppinn og Hermann hvađ ţađ varđar. Sigurbjörn fékk alls tvo vinninga úr 6 skákum.

Einar Már Júlíusson. Tefldi á 6. borđi í 6 og 7. umferđ. Einar tapađi báđum sínum skákum. Einar kom inn sem varamađur í B-liđiđ. Einar tefldi ekkert í fyrri hlutanum.

Einar Garđar Hjaltason og Brandur ţorgrímsson tefldu ekki í seinni hlutanum.

                                Framhaldiđ.

Ţrátt fyrir vonbrigđi í síđustu umferđ er hugur í félagsmönnum og ćtlar félagiđ ađ bćta í fyrir nćsta Íslandsmót, á komandi hausti. Viđ erum ţegar farnir ađ huga ađ ţví ađ styrkja félagiđ međ ýmsum hćtti og skýrist ţađ á nćstu vikum og mánuđum.  Vonir standa til ţess ađ hćgt verđi ađ bćta ţriđja liđinu viđ nćsta haust sem verđi ađ mestu skipađ unglinum sem ćft hafa stýft í vetur.

014
Ég tel ţađ fullkomlega raunhćft ađ félagiđ stefni á sigur í 4. deildinni á nćsta ári. Eins er ekki ólíklegt ađ liđum í 3. deild verđi fjölgađ áđur en keppni hefst nćsta haust og ţá tefli A-liđiđ í 3. deild ađ ári.  Fari svo er ţađ ađ sjálfsögđu mikiđ fagnađarefni og löngu tímabćr breyting til hins betra á fyrirkomulagi í deildarkeppninni. Ţćr breytingar verđa vonandi samţykktar á ađalfundi SÍ í vor.

Ađ lokum langar mig til ađ ţakka öllum ţeim félögum sem tefldu fyrir Gođann í Íslandsmótinu, ţví allir lögđu mikiđ á sig til ţess ađ vera og međ og ţá sérstaklega Sindri Guđjónsson sem hefur ferđast mest allra til ţess ađ tefla fyrir hönd félagsins. Frá Ţórshöfn í fyrri hlutanum og frá Ísafirđi í seinni hlutanum.

Ekki minni ţakkir á Jón Ţorvaldsson skiliđ fyrir vasklega framgöngu fyrir hönd félagsins og glćsilegt kvöldverđarbođ á heimili sínu fyrir allt keppnisliđiđ á föstudagkvöldiđ !

Hermann Ađalsteinsson formađur. Myndir: Sigurbjörn Ásmundsson.

 


A-liđiđ í 5. sćti í 4. deild.

A-liđ Gođans endađi í 5. sćti í 4. deildinni, eftir tap fyrir SR-b, 2,5-3,5, í 7. og síđustu umferđ á Íslandsmóti skákfélaga nú í kvöld.  Sigurđur Jón Gunnarsson vann sinn andstćđing, Erlingur Ţorsteinsson, Jón Ţorvaldsson og Smári Sigurđsson gerđu jafntefli, en ađrar skákir töpuđust.

B-liđiđ gerđi jafntefli viđ KR-d 3-3. Rúnar og Sigurbjörn unnu auđvelda sigra ţví engir andstćđingar voru til stađar og Sighvatur vann sinn andstćđing í maraţonskák sem fór í 108 leiki. Ađrar skákir töpuđust.

Lokastađan í 4. deild:

1Víkingakl. a29,510
2TV b28,512
3KR b2812
4TV c27,512
5Gođinn a2610
6Sf. Vinjar257
7SR b24,510
8SA c24,510
9KR c249
10TR d249
11Fjölnir b247
12Austurland237
13Snćfellsbćr22,57
14Sauđárkrókur228
15Víkingakl. b227
16Siglufjörđur218
17UMFL216
18Bolungarvík d216
19UMSB20,55
20Gođinn b207
21SA d206
22Hellir e204
23KR d19,55
24SSON b186
25KR e16,55
26H-TG155
27Fjölnir c155
28TR f153
29TR e14,52
30Hellir g147
31Hellir f12,54
32Ósk11,5

3

Pistill frá formanni er vćntanlegur á morgun eđa á mánudag.

Mótiđ á chess-results
http://chess-results.com/tnr25748.aspx?art=20&snr=13&lan=1&fed=Gođin&flag=30&m=-1&wi=1000


Góđur sigur hjá A-sveitinni.

A-sveit Gođans vann góđan 5-1 sigur á B-liđi Víkingasveiarinnar í 6.umferđ í dag. Erlingur, Jón,
Sigurđur og Smári unnu sína andstćđinga og Sindri og Jakob gerđu jafntefli.

B-sveitni tapađi fyrir TV-c 1-5. Rúnar og Ćvar gerđu jafntefli, en ađrar skákir töpuđust.

Í 7. umferđ teflir A-sveitin viđ SR-b og međ hagstćđum úrslitum gćti A-sveitin krćkt í eitt af 3 efstu sćtunum. 

Stöđuna í 4. deild má sjá hér:
http://chess-results.com/tnr25748.aspx?art=0&rd=6&lan=1&flag=30&m=-1&wi=1000


Tap hjá A-sveit. Sigur hjá B-sveit.

A-sveit Gođans tapđi fyrir Víkingasveitinni 1,5 - 4,5. Jón Ţorvaldsson, Sindri Guđjónsson og Smári Sigurđsson gerđu jafntefli, en ađrar skákir töpuđust.

B-sveitin vann góđan sigur á liđi TR-e 5 - 1. Pétur, Rúnar, Ćvar, Hermann og Sighvatur unnu sínar skákir, en Sigurbjörn tapađi. Hermann og Sighvatur unnu sínar skákr eftir ađeins 30 mín ţví enginn andstćđingur mćtti til leiks. 

Ekki er ljóst hverjir andstćđinga liđanna verđa á morgun.


Íslandsmót skákfélaga seinni hluti, hefst á morgun.

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga  hefst kl 20:00 á morgun, föstudag, ţegar 5. umferđ verđur tefld.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  6. umferđ verđur svo tefld kl 11:00 á laugardag og 7. og síđasta umferđ kl 17:00 sama dag.

A-liđ Gođans er sem stendur í 2 sćti í 4. deildinni ađeins hálfum vinningi neđar en Víkingasveitin, sem verđur einmitt andstćđingur A-liđsins á morgun. A-liđiđ á góđa möguleika á ađ vinna sćti í 3. deild ađ ári nái liđiđ ađ halda fengnum hlut, ađ halda amk. öđru sćtinu , ţví tvö efstu liđin í 4. deild fara beint upp í 3. deild ađ ári. Ljóst er ţó ađ baráttan verđur hörđ um efstu sćtin ţví 3 önnur liđ eru međ jafn marga vinninga og A-liđ Gođans og ekkert má útaf bregđa eigi markmiđ félagsins, ađ vinna sig upp um deild, ađ nást.

Stađa efstu liđa í 4. deild.

Rk.SNoTeamGames  +   =   -  TB1  TB2  TB3 
19Víkingakl. a430117,561427
213Gođinn a440017,081398
325KR b440017,081376
422Víkingakl. b431017,071368
526Austurland421117,051387
612TV b430116,561345

B-liđ Gođans teflir viđ TR-e-sveit í 5. umferđ. B-liđ Gođans er sem stendur í 21. sćti međ 11 vinninga af 32 liđum og litlar líkur eru á ađ B-liđiđ blandi sér í topp baráttuna ađ ţessu sinni. B-liđiđ stefnir ţó ađ ţví ađ ná í eitt af 8 efstu sćtunum, ţví hugsanlegt er ađ keppnisliđunum í 3. deild verđi fjölgađ áđur en keppni hefst aftur nćsta haust. Verđi ţađ ákveđiđ í vor, er líklegt ađ 8 efstu liđin í 4. deildinni á ţessu keppnistímabili verđi fćrđ beint upp í 3. deild.

Fréttir af gengi liđanna verđa ađ sjálfsögđu birtar hér á síđunni um helgina og hugsanlegt er ađ einhverjar skákir úr deildarkeppninni verđi slegnar inn og eftir atvikum birtar hér: http://godinnchess.blogspot.com/

Ţeir félagsmenn sem heima sitja, geta ţví fylgst međ spennandi keppni hér á síđunni.


Pétur Efstur á ćfingu.

Pétur Gíslason varđ efstur á skákćfingu sem fram fór á Húsavík í kvöld. Ćvar var sá eini sem náđi vinninga gegn Pétri, en ađrar skákir vann hann. Tefldar voru hrađskákir (5 mín)

Pétur Gíslason

                       Pétur Gíslason.

Úrslit Kvöldsins:

1.     Pétur Gíslason                 7 vinn af 8 mögul.
2-3   Smári Sigurđsson            6,5
2-3   Ćvar Ákason                   6,5
4.     Sigurbjörn Ásmundsson  5
5-6  Hermann Ađalsteinsson   3
5-6  Valur Heiđar Einarsson     3
7-8  Sighvatur Karlsson           2
7-8  Hlynur Snćr Viđarsson     2
9      Snorri Hallgrímsson         1

Nćsta skákćfing verđur á Laugum ađ viku liđinni. H.A.


Tap í síđustu umferđ.

Erlingur Ţorsteinsson tapađi fyrir Antoni Fiona Stein frá Luxemburg í 9. og síđustu umferđ MP Reykjavík Open í dag. Erlingur fékk 4 vinninga af 9 mögulegum í mótinu og hafnađi í 64. sćti af 104 keppendum.

Lokastöđuna má sjá hér.
http://chess-results.com/tnr29384.aspx?art=1&rd=9&lan=1&flag=30&m=-1&wi=1000

Skák Erlings og Antoni er hér:
http://godinnchess.blogspot.com/2010/02/skakir-erlings-orsteinssonar-ur-mp.html


Sigur í 8. umferđ.

Erlingur ţorsteinsson vann sigur á Juergen Kleinert og er í 55 sćti međ 4 vinninga af 8 mögulegum, ţegar einni umferđ er ólokiđ á MP Reykjavík Open.

9. og síđasta umferđ verur tefld kl 13:00 á morgun.  Ţá hefur Erlingur hvítt á Antoni Fiona Steil (2198) sem er alţóđlegur meistari kvenna frá Lúxemborg.

Skák Erlings og Juergen er hér:
http://godinnchess.blogspot.com/2010/02/skakir-erlings-orsteinssonar-ur-mp.html


Sigur í 7. umferđ.

Erlingur Ţorsteinsson vann Hallgerđi Ţorsteinsdóttur í 7. umferđ á MP Reykjavík Open í dag.
Erlingur er í 63. sćti međ 3 vinninga ţegar tvćr umferđir eru eftir.

8. umferđ hefst kl 15:30 á morgun. Ţá hefur Erlingur svart gegn Juergen Kleinert (2004) frá Ţýskalandi. 

Skák Erlings og Hallgerđar er hér http://godinnchess.blogspot.com/  


Tap í 6. umferđ.

Erlingur Ţorsteinsson tapađi fyrir Sverri Ţorgeirssyni í 6. umferđ á MP Reykjavík Open í dag.
7. umferđ hefst kl 15:30 á morgun. Ţá hefur Erlingur hvítt gegn Hallgerđi Ţorsteinsdóttur (1946)

Skák Erlings og Sverris er hér:
http://godinnchess.blogspot.com/2010/02/skakir-erlings-orsteinssonar-ur-mp.html


Tap fyrir Lenku.

Erlingur Ţorsteinsson tapađi fyrir Lenku Ptacnikova í 5. umferđ í dag.  Erlingur er sem fyrr međ tvo vinninga í 72 sćti af 104,  eftir 5 umferđir.

Erlingur stýrir svörtu mönunum gegn, Sverri Ţorgeirssyni (2176) í 6. umferđ sem hefst kl 15:30 á morgun

Skák Erlings og Lenku:
http://godinnchess.blogspot.com/2010/02/skakir-erlings-orsteinssonar-ur-mp.html


Sigur í 4. umferđ.

Erlingur Ţorsteinsson vann Atla Antonsson í 4. umferđ á MP Reykjavík Open í morgun. Erlingur er kominn međ 2 vinninga af 4. mögulegum.

picture_014_964969

               Erlingur Ţorsteinsson - Atli Antonsson. Mynd: Skák.is . 

5. umferđ hefst kl 15:30 í dag. Ţá stýrir Erlingur hvítu mönnunum gegn Lenku Ptacnikova (2315) sem er stórmeistara kvenna.

Skák Erlings og Atla er hér:
http://godinnchess.blogspot.com/2010/02/skakir-erlings-orsteinssonar-ur-mp.html

Mótiđ á chess-results: http://chess-results.com/tnr29384.aspx?lan=1   


Tap í 3. umferđ.

Erlingur Ţorsteinsson tapađi fyrir Birni Ţorfinnsyni í 3. umferđ á MP Reykjavík Open í dag.
Tvćr umferđir verđa tefldar á morgun. 4. umferđ verđur tefld kl 9:00 í fyrramáliđ, en 5. umferđ kl 15:30. 

Erlingur verđur međ svart gegn Atla Antonssyni (1716) í 4. umferđ.

Skák Erlings og Björns er hér:
http://godinnchess.blogspot.com/2010/02/skakir-erlings-orsteinssonar-ur-mp.html


Erlingur vann í 2. umferđ.

Erlingur Ţorsteinsson vann Örn Leo Jóhannesson í 2. umferđ á MP Reykjavík Open í dag.
Erlingur hefur hvítt á móti Birni Ţorfinnssyni (2383) í 3. umferđ sem hefst kl 15:30 á morgun.

Skák Erlings í 2. umferđ má sjá hér:
http://godinnchess.blogspot.com/2010/02/skakir-erlings-orsteinssonar-ur-mp.html


Hermann, Ármann og Jóhann jafnir á ćfingu.

Ţrír urđu efstir og jafnir á skákćfing kvöldsins sem fram fór á Stórutjörnum í kvöld.
Hermann, Ármann og Jóhann fengu allir 2 vinninga af 3 mögulegum.

Tefldar voru skákir međ 15 mín umhugsunartíma á mann.

Nćsta skákćfing verđur á Húsavík ađ viku liđinni.  H.A.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband