Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Öðlingamótið. Sigurður Daði 2-5 sæti

Sigurður Daði Sigfússon er í 2-5 sæti á Öðlingamótinu í skák með 4,5 vinninga þegar einni umferð er ólokið. Þorvarður Fannar Ólafsson (2225) er efstur með 5 vinninga.  Lokaumferðin fer fram á frídag verkalýðsins, 1. maí.

Sigurður Daði Sigfússon

 

Öll úrslit sjöttu umferðar má nálgast hér.

Stöðu mótsins má nálgast hér.

Einni skák í umferðinni var frestað og pörun lokaumferðirnar því ekki tilbúin.



Símon og Óliver kjördæmismeistarar Norðurlands-Eystra

Kjördæmismót Norðurlands -Eystra fór fram í Litlulaugaskóla í Reykjadal í dag. Alls mættu 5 keppendur í eldri flokk og 6 keppendur í Yngri flokk. Símon Þórhallsson frá Akureyri vann sigur í eldri flokki með fullu húsi, 4 vinningum af 4 mögulegum. Jón Kristinn Þorgeirsson varð í öðru sæti og Hlynur Snær Viðarsson varð í 3. sæti. Óliver Ísak vann sigur í yngri flokki með 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Sævar Gylfason varð í öðru sæti með 4. vinninga og Guðmundur Aron Guðmundsson varð þriðji með 3,5 vinninga. Umhugsunartíminn var 15 mín á skák í báðum flokkum.

apríl 2013 014 (640x480) 

Keppendur í eldri flokki. Hlynur, Bjarni, Benedikt, Símon og Jón Kristinn.

Lokastaðan í eldri flokki.

1. Símon Þórhallsson          4  af 4
2. Jón Kristinn Þorgeirsson  3
3. Hlynur Snær Viðarsson   1,5
4. Benedikt Stefánsson       1
5. Bjarni Jón Kristjánsson    0,5 

apríl 2013 012 (640x480) 

Keppendur í yngri flokki. Elvar, Helgi, Óliver, Guðmundur, Sævar og Ari.

Lokastaðan í yngri flokki:

1. Óliver Ísak                                4,5 af 5
2. Sævar Gylfason                         4
3. Guðmundur Aron Guðmundsson  3,5
4. Ari Rúnar Gunnarsson                 2
5. Helgi James Þórarinsson              1
6. Elvar Goði Yngvason                   0 

Símon, Óliver, Sævar og Guðmundur hafa því unnið sér keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem haldið verður á Patreksfirði 2-5 maí nk. 

 


Stefán meistari. Jakob varð í 9-11. sæti með 3,5 vinninga.

Stefán Bergsson (2139) tryggði sér Norðurlandsmeistaratitilinn eftir mjög góðan sigur á stórmeistaranum Hannesi Hlífari Stefánsson (2513) í sjöundu og síðustu umferð Skákþings Norðlendinga sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hannes sigraði engu að síður á mótinu. Þorvarður F. Ólafsson (2237) varð annar með 5,5 vinning en Stefán og Sverrir Örn Björnsson (2135) urðu í 3.-4. sæti með 5 vinninga.

Jakob Sævar Sigurðsson

Vigfús Ó. Vigfússon fékk verðlaun skákmanna með minna en 2000 skákstig en Jón Arnljótsson, Sigurður Ægisson og Jakob Sævar Sigurðsson urðu eftir skákmanna með minna en 1800 skákstig.

Það var Skákfélag Sauðárkróks sem hélt mótið og bar Unnar Rafn Ingvarsson, formaður félagsins, hitann og þungann af mótshaldinu.Helstu styrktaraðilar þess voru Kaupfélag Skagafjarðar, FISK Seafood, Sparisjóður Sauðárkróks, Skáksamband Íslands og Sveitarfélagið Skagafjörður. 

Úrslit sjöundu umferðar má finna hér.

Lokastöðu mótsins má nálgast hér.


Skákþing Norðlendinga. Jakob með 2,5 vinninga fyrir lokaumferðina

Skákþing Norðlendinga fer fram á Sauðárkróki. Jakob Sævar Sigurðsson tekur þátt í því. Þegar einni umferð er ólokið hefur Jakob 2,5 vinninga. Jakob hefur unnið eina skák, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur skákum í mótinu til þessa.

Jakob Sævar Sigurðsson

Jakob verður með svart í lokaumferðinni gegn Herði Ingimarssyni (1602)

Nánar hér 

chess-results 


Hlynur og Ari Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák 2013

Hlynur Snær Viðarsson og Ari Rúnar Gunnarsson unnu sigur á Þingeyjarsýslumótinu í skólaskák sem haldið var í Litlulaugaskóla í gær. Hlynur vann öruggan sigur í eldri flokki með 4 vinningum af 4 mögulegum. Bjarni Jón Kristjánsson varð í öðru sæti með 2 vinninga og Jón Aðalsteinn Hermannsson varð þriðji án vinninga. Tefld var tvöföld umferð þar sem aðeins þrír keppendur mættu til leiks. Uhugsunartíminn voru 10 mín á skák. Hlynur og Bjarni verða því fulltrúar Þingeyinga á Umdæmismótinu í næstu viku.

apríl 2013 006 (640x480) 

Bjarni Jón, Hlynur Snær og Jón Aðalsteinn. 

Í yngri flokki mættu 9 keppendur til leiks úr fjórum skólum. Ari Rúnar Gunnarsson vann allar sínar skákir 5 að tölu. Mikil og hörð barátta var um annað sætið og þegar öllum skákum var lokið voru 5 keppendur jafnir með 3 vinninga í 2-6 sæti. Grípa varð til stigaútreiknings og þá hreppti Elvar Goði Yngvason 2. sætið og Helgi James Þórarinsson 3. sætið. Allir koma þeir úr Reykjahlíðarskóla. Þeir verða því fulltrúar Þingeyinga á Umdæmismótinu (kjördæmismótinu) sem verður haldið á Laugum í næstu viku. (nákvæm tímasetning er óljós)

apríl 2013 005 (640x480) 

Yngri flokkur. Ari Rúnar, Elvar Goði og Helgi James. 

 Lokastaðan í Yngri flokki:

1     Ari Rúnar Gunnarsson,      Reykjahlí     5     8.5  14.0   15.0 

 2-6  Elvar Goði Yngvason,         Reykjahlí    3      8.5  14.5    6.0  

        Helgi James Þórarinsson,   Reykjahlí    3      8.0  14.5   11.0 

        Eyþór Kári Ingólfsson,       Stórutj.       3      7.0  13.0   12.0  

        Jakup Piotr Statkiwcz,        Litlulaug     3       7.0  13.0    8.0  

        Björn Gunnar Jónsson,       Borgarhóls  3      7.0  13.0    7.0  

  7    Magnús Máni Sigurgeirsson, Borgarhóls 2      8.0  12.0    7.0

 8-9  Olivia Konstcja Statkiewi,      Litlulauga   1.5    7.5  11.5    3.5  

       Tanía Sól Hjartardóttir,         Litlualauga  1.5   7.0  11.0    5.5   

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skákþing Norðlendinga 2013 - opinn flokkur

Skákþing Norðlendinga verður haldið á Sauðárkróki helgina 19 - 21. apríl
n.k. Mótið verður með hefðbundnum hætti, telfdar verða 4 umf. atskák með 25
mín. umhugsunartíma á föstudagskvöldi. Tvær umferðir kappskák 90 mín + 30
sec á leik á laugardegi og ein um ferð með sama sniði á sunnudegi. Að
þeirri umferð lokinni verður Hraðskákmót Norðlendinga haldið. Veitt verða
verðlaun fyrir þrjú efstu sæti í mótinu. Auk verðlauna í stigaflokkum.
Allir sem taka þátt í mótinu geta unnið til peningaverðlauna, en aðeins
þeir sem eru með lögheimili á Norðurlandi geta unnið titilinn Skákmeistari
Norðlendinga og Hraðskákmeistari Norðlendinga.

Mótsgjald er aðeins 2000 krónur og er innifalið í því kaffi og meðlæti á
stundum (þegar vel liggur á mótshaldara)

Skráning og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Skákfélags Sauðárkróks
www.skakkrokur.blog.is Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið
unnar.ingvarsson@gmail.com Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um
gistimöguleika á Sauðárkróki.

Jakob héraðsmeistari HSÞ 2013

Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á héraðsmóti HSÞ í skák sem fram fór á Húsavík sl. laugardagskvöld. Smári bróðir hans veitti Jakobi harða keppni og háðu þeir hraðskákeinvígi um titilinn því þeir komu jafnir í mark á mótinu og gerðu jafntefli sín á milli. Jakob vann báðar skákirnar og mótið um leið. Smári varð í öðru sæti og Ármann Olgeirsson varð í þriðja sæti. Tímamörk voru 10 mín á mann +5 sek á leik.

apríl 2013 003 (640x480) 

Ármann, Jakob og Smári.

Lokastaðan:

1.  Jakob Sævar Sigurðsson       6 af 7 (+2)
2.  Smári Sigurðsson                 6
3.  Hlynur Snær Viðarsson         5
4.  Ármann Olgeirsson               4,5
5.  Sigurbjörn Ásmundsson         3
6.  Hermann Aðalsteinsson         2,5
7.  Bjarni Jón Kristjánsson          1
8.  Jón Aðalsteinn Hermannsson  0

Hlynur Snær varð hærri að vinningum en Ármann en héraðsmótið fyrir 16 ára og yngri fór fram fyrr í vetur og þar sem þetta var fullorðinsflokkur fékk Hlynur ekki verðlaun í þessu móti. 


Sigtryggur og Eyþór skólameistarar

Sigtryggur Andri Vagnsson og Eyþór Kári Ingólfsson urðu skólameistarar í skák í Stórutjarnaskóla í dag. Sigtryggur vann eldri flokkinn með fullu húsi, eða 5 vinningum. Eyþór tapaði aðeins einni skák og vann því yngri flokkinn með 4 vinningum. Alls tóku 13 keppendur þátt í mótinu og teflt var í einum hóp. Tímamörk voru 10 mín á hverja skák.

Stórutjarnir 2013 009 (640x480)

Þrír efstu í eldri flokki. Pétur Ívar, Sigtryggur Andri og Tryggvi Snær 

Heildarstaðan:

1   Sigtryggur Andri Vagnsson,        10b    5         9.0  15.0   15.0
2   Eyþór Kári Ingólfsson,                7b     4         7.0  13.0   11.0
3-6  Elín Heiða Hlinadóttir,               6b     3         9.0  15.0   12.0
      Pétur Ívar Kristinsson,               8b     3         8.5  15.5   10.0
      Tryggvi snær Hlinason,              10b   3         8.5  14.5   11.0
      Ingi Þór Halldórsson,                 10b   3         7.0  12.0    9.0
7-9  Sylvía Rós Hermannsdóttir,        5b    2.5       7.0  13.0    6.0
      Ari Ingólfsson,                           4b    2.5       7.0  11.0    7.0
      Þórunn Helgadóttir,                    2b    2.5       6.5  10.5    6.5
10   Hafþór Höskuldsson,                  2b    2         7.5  11.5    6.0
11-13 Grete Alavere,                       1b    1.5       7.5  12.5    5.5
       Heiðrún Harpa Helgadóttir          5b  1.5       7.5  12.5    2.5
      Rannveig Helgadóttir,                 2b  1.5       7.0  12.0    3.5

Stórutjarnir 2013 006 (640x480) 

Þrjú efstu í yngri flokki. Elín Heiða, Eyþór Kári og Sylvía. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skólamótin í skák

Nokkrum skólaskákmótum er lokið í Þingeyjarsýslu. Skólaskákmót Litlulaugaskóla var haldið í vikunni og urðu úrslit eftirfarandi:
 
Úrslit í yngri aldurshópnum, 1.-7. bekk.
Í fyrsta sæti með 4,5 vinninga varð Jakub Piotr Statkiewicz og systir hans Olivia Konstancja 

Statkiewicz varð í öðru sæti einnig með 4,5 vinninga

Í þriðja sæti með 3 vinninga varð svo Tanía Sól Hjartardóttir. 
Þau hafa unnið sér keppnisrétt á sýslumótinu í skólaskák 
apríl 2013 001 (640x480)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Úrslit í eldri aldurshópnum, 8.-10. bekk.
Í fyrsta sæti með 5 vinninga var Elvar Baldinsson
Í öðru sæti með 5 vinninga var Bjarni Jón Kristjánsson
Í þriðja sæti með 4 vinninga var Jón Aðalsteinn Hermannsson.
Þessir þrír hafa sömuleiðis unnið sér keppnisrétt á sýslumótinu.
 
Alls kepptu 19 nemendur í skák eða rúmlega 65% nemenda skólans.
 
Skólamótinu í Reykjahlíðarskóla er lokið og urðu úrslit svona:
 
Yngri flokkur:
1. Elvar Goði Yngvason

2. Ari Rúnar Gunnarsson

3. Helgi James Þórarinssson

7229cb3d c877 4f0b ba21 902d8274aa48 

 

Eldri flokkur: 

1. Friðrik Páll Haraldsson

2. Hjörtur Jón Gylfason

3. Ingimar Atli Knútsson

8e9505d2 8c8c 4bef 8a4c ed324afe334a

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Úrslit í yngri flokki í Borgarhólsskóla á Húsavík urðu þannig að Björn Helgi Jónsson varð efstur og Magnús Máni Sigurgeirsson varð annar. 
febrúar 2013 001 (480x640)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Björn og Magnús. 
Skólamótið í Stórutjarnaskóla verður í næstu viku. 

Arnar og Helgi Áss sigruðu á páskamóti Nóa-Siríusar

Það sveif léttur en hátíðlegur andi yfir páskahraðskákmóti Goðans Máta sunnan heiða sem haldið var miðvikudaginn 27. mars. Mótið var kennt við hið ágæta fyrirtæki Nóa-Siríus sem lagði keppendum til verðlaun, páskáegg að sjálfsögðu. Svo skemmtilega var um búið að allir málshættirnir í páskaeggjunum tengdust skák beint eða óbeint, t.d.: „Enginn verður óbarinn biskup“ og „Ja sko Spassky.“

IMG 7895 (640x427) 

Pálmi, Arnar, Kristján, Helgi, Jakob og Arngrímur. Jón Þ tók myndina. 

Páskarnir eru hátíð upprisu og frjósemi  og því ekki að furða að snilldartilþrif sæjust í mörgum skákanna. Sérstakt ánægjuefni var  hve oft brá fyrir djörfum upphafsleikjum á borð við 1.b-4 og 1. g-4 en félagsmenn hafa einmitt sökkt sér ofan í þessar byrjanir að undanförnu í þeim ásetningi að gera þær að beittu vopni á Íslandsmóti skákfélaga 2013-2014.  

Mótið var vel mannað enda voru nokkrir af sprækustu hraðskákmönnum landsins meðal þátttakenda.

Röð efstu manna: 

1.-2.sæti          Arnar Þorsteinsson og Helgi Áss Grétarsson

3. sæti             Kristján Eðvarðsson

4.-5. sæti         Jón Þorvaldsson og Pálmi R. Pétursson

6. sæti             Arngrímur Gunnhallsson

7. sæti             Jakob Þór Kristjánsson

 

Nýtt þróunarverkefni Goðans-Máta

Hverju félagi er hollt að ástunda þróun og nýsköpun. Í mótslok var greint frá nýju þróunarverkefni Goðans-Máta sem félagið mun leita til Nóa-Siriusar og etv. fleiri matvælafyrirtækja til samstarfs um. Hugmyndin gengur út á nýja tegund hraðskákar, svonefnda átskák.

Í átskák verða taflmennirnir gerðir úr matvöru, t.d. hvítu og dökku súkkulaði, og í hvert sinn sem annar hvor keppenda drepur taflmann andstæðingsins verður jafnframt að leggja sér þann taflmann til munns. Átið verður þó ekki lagt á skákmanninn sjálfan því að gert er ráð fyrir að hann hafi sér til fulltingis aðstoðarmann, svonefnt átvagl, sem sporðrennir föllnu mönnunum auk þess að gefa góð ráð um vænleg uppskipti. Átvagl verður virðingarheiti en augljóst er að reyna mun mjög á siðferðilegan þroska viðkomandi einstaklings að láta ekki stjórnast af græðginni einni saman við ráðgjöfina. Gert er ráð fyrir að fyrsta átskákmót Goðans-Máta verði haldið á öndverðu ári 2014 undir viðeigandi kjörorði: ÁT og MÁT.

Að endingu var að venju sunginn félagssöngur Goðans-Máta „Sé ég eftir sauðunum“. Forsöngvari var Pálmi R. Pétursson, sem er maður einmuna raddfagur og lagviss, en aðrir viðstaddir hrinu við eftir föngum.  

Gens una sumus – Við erum öll af sama sauðahúsi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband