Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
30.11.2012 | 00:14
Einar Hjalti með yfirburðasigur
A-flokki Skákþings Garðabæjar lauk í gærkvöld. Einar Hjalti Jensson (2312) sigraði með fáheyrðum yfirburðum en hann vann alla sex andstæðinga sína. Í kvöld vann hann Omar Salama (2285).
Kjartan Maack (2132), sem vann Jóhann H. Ragnarsson (2081) varð annar með 4 vinninga. Bjarnsteinn Þórsson (1335) og Páll Sigurðsson (1983) urðu efstir Garðbæinga með 3,5 vinning en ritstjóra er ekki kunnugt um hvor þeirra sé skákmeistari bæjarfélagsins eða hvort heyja þurfi aukakeppni um titilinn.
Úrslit 6. og síðustu umferðar má nálgast hér. Lokastöðuna má nálgast hér.
28.11.2012 | 23:56
Hlynur, Ari og Hafþór héraðsmeistarar í skák
Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri var haldið í Dalakofanum á Laugum í Reykjadal í dag. Góð þátttaka var í mótinu en 22 keppendur frá 6 félögum (innan HSÞ) tóku þátt í því. Hlynur Snær Viðarsson (Völsungi) vann allar sínar 7 skákir og stóð uppi sem sigurvegari í flokki 13-16 ára. Ari Rúnar Gunnarsson (Mývetningi) vann sigur í flokki 9-12 ára með 5 vinninga og Hafþór Höskuldsson (Bjarma) vann sigur í flokki 8 ára og yngri með 3 vinninga.
Hluti keppenda á héraðsmóti HSÞ fyrir 16 ára og yngri.
Lokastaðan:
1 Hlynur Snær Viðarsson, Völ 1075 7 20.0 2 Valur Heiðar Einarsson, Völ 1154 6 22.0 3 Ari Rúnar Gunnarsson, Mýv 700 5 16.0 4-5 Eyþór Kári Ingólfsson, Ein 700 4.5 22.5 Bjarni Jón Kristjánsson, Efl 800 4.5 19.5 6-8 Ásgeir Ingi Unnsteinsson, Efl 800 4 22.0 Jón Aðalsteinn Hermannsso, Efl 800 4 21.0 Arnar Ólafsson, GA 700 4 19.0 9-13 Helgi Þorleifur Þórhallss, Mýv 600 3.5 19.0 Helgi James Þórarinsson, Mýv 700 3.5 18.0 Jakub Piotr Statkiewicz, Efl 700 3.5 17.0 Bergþór Snær Birkisson, Völ 400 3.5 16.5 Páll Svavarsson, Völ 500 3.5 13.0 14-17Pétur Smári Víðisson, Efl 600 3 15.5 Björn Gunnar Jónsson, Völ 500 3 15.0 Margrét Halla Höskuldsdót, Völ 400 3 13.5 Hafþór Höskuldsson, Bja 200 3 12.0 18-19Stefán Bogi Aðalsteinsson, Efl 500 2 17.0 Magnús Máni Sigurgeirsson, Völ 200 2 14.5 20-22Hilmar Örn Sævarsson, Efl 400 1.5 16.0 Guðni Páll Jóhannesson, Efl 400 1.5 14.5 Valdemar Hermannsson, Efl 300 1.5 12.5
Hlynur Snær Viðarsson héraðsmeistari HSÞ 2012 í flokki 13-16 ára.
Ari Rúnar Gunnarsson héraðsmeistari HSÞ í flokki 9-12 ára.
Hafþór Höskuldsson héraðsmeistari HSÞ í flokki 8 ára og yngri.
Þrír efstu í flokki 8 ára og yngri. Valdemar, Hafþór og Magnús.
Hluti keppenda í Dalakofanum í dag.
Að móti loknu bauð Goðinn-Mátar öllum keppendum á pizzu-hlaðborð í Dalakofanum. Hermann Aðalsteinsson formaður Goðans-Máta var mótsstjóri.
28.11.2012 | 23:10
Sigurbjörn og Heimir efstir á æfingu
Sigurbjörn Ásmundsson varð efstur á skákæfingu 19 nóvember sl. Sigurbjörn fékk 4 vinninga af 5 mögulegum í 15 mín skákum.
Lokastaðan þá var:
1. Sigurbjörn Ásmundsson 4 af 5
2. Sighvatur Karlsson 3,5
3-4. Ævar Ákason 3
3-4. Hlynur Snær Viðarsson 3
5. Bjarni Jón Kristjánsson 1,5
6. Jón Aðalsteinn Hermannsson 0
Heimir Bessason varð efstur á skákæfingu sl. mánudag. Heimir fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum og leyfði aðeins jafntefli gegn Ævari. Þá voru líka 15 mín skákir á dagskrá.
Lokastaðan sl mánudag:
1. Heimir Bessason 4,5 af 5
2. Hermann Aðalsteinsson 4
3. Hlynur Snær Viðarsson 3
4. Ævar Ákason 2,5
5. Bjarni Jón Kristjánsson 1
6. Jón Aðalsteinn Hermannsson 0
Næsta skákæfing verður nk. mánudag kl 20;30
24.11.2012 | 12:15
Smári 15 mín meistari Goðans-Máta í 5 sinn
Smári Sigurðsson vann öruggan sigur á 15 mín skákmóti Goðans-Máta sem fram fór í gærkvöld. Smári vann alla sína andstæðinga 7 að tölu. Smári vann 15 mín mótið í þriðja sinn í röð í gærkvöldi og vann þvi verðlaunabikarinn til eignar. Var þetta í fimmta skiptið sem Smári vann 15 mín mótið og hefur Smári einokað sigurinn í mótinu fyrir utan eitt skipti þegar Jakob Sævar bróðir hans vann það árið 2009.
Þeir feðgar, Jón og Hermann, Smári, Bjarni Jón, Jakob og Hlynur.
Jakob Sævar og Hermann Aðalsteinsson urðu jafnir að vinningum í öðru sæti, en Jakob hlaut annað sætið á stigum. Þeir félagar tefldu saman í lokaumferðinni og endað sú skák með jafntefli.
Hlynur Snær Viðarsson varð efstu í flokki 16 ára og yngri með 3 vinninga. Bjarni Jón kristjánsson varð í öðru sæti og Jón Aðalsteinn Hermannsson varð í þriðja sæti.
Lokastaðan:
1. Smári Sigurðsson 7 af 7
2. Jakob Sævar Sigurðsson 4,5
3. Hermann Aðalsteinsson 4,5
4. Sighvatur Karlsson 4
5-6. Ævar Ákason 3
5-6. Hlynur Snær Viðarsson 3
7-8. Bjarni Jón Kristjánson 2
7-8. Heimir Bessason 2
9. Sigurbjörn Ásmundsson 1
10. Jón Aðalsteinn Hermannsson 0
Spil og leikir | Breytt 25.11.2012 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2012 | 10:49
Héraðsmót HSÞ í skák 16 ára og yngri
Miðvikudaginn 28 nóvember verður héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri haldið á veitingastaðnum Dalakofanum á Laugum. Mótið hefst kl 16:00 og lýkur um kl. 18:00.
Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Mótsgjald er aðeins 500 krónur.
Skákfélagið Goðinn-Mátar sér um keppnishaldið og verður öllum keppendum boðið á pizza-hlaðborð og gos að keppni lokinni í Dalakofanum.
Verðlaun verða veitt í þremur flokkum:
8 ára og yngri (1-3 bekkur)
9-12 ára (4-7 bekkur)
13-16 ára (8-10 bekkur)
Vinningahæsti keppandinn hlýtur farandbikar að launum og nafnbótina Héraðsmeistari HSÞ í skák 2012!
Sjoppa er á staðnum
Skáning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187, 8213187 eða með tölvupósti á netfangið: Lyngbrekku@simnet.is (Tilgreina þarf, nafn, aldur, bekk og félag innan HSÞ)
21.11.2012 | 10:40
15 mín skákmót Goðans-Máta verður á föstudagskvöld
Mótið er opið öllu skákáhugafólki.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk farandbikars og nafnbótina "15 mín meistari Goðans-Máta 2012" fyrir efsta sætið.
Æskilegt er að áhugasamir skrái sig til leiks í síðasta lagi kvöldið fyrir mót hjá formanni í síma 4643187 eða 8213187 eða á lyngbrekku@simnet.is
18.11.2012 | 09:56
Atskákmót Íslands. Einar Hjalti komin í úrslit.
Einar Hjalti Jensson er komin í úrslit á atskákmót Íslands en forkeppninni lauk í gær. Stefán Kristjánsson og Davíð Kjartansson urðu efstir með 5,5 vinninga. Það þurfti stigaútreikning til að útkljá hvaða tveir skákmenn myndu fylgja þeim félögum í undanúrslitin. Það voru þeir Einar Hjalti Jensson og Arnar Gunnarsson báðir með 5 vinninga sem urðu hærri á stigum en Bragi Þorfinnsson.
Sjá má öll úrslit og stöðu í undankeppninni á chess-results.com
Undanúrslit Atskákmóts Íslands fara fram í dag í Rimaskóla og hefjast stundvíslega klukkan 15:00. Þar tefla saman Stefán Kristjánsson – Arnar Gunnarsson annarsvegar og Davíð Kjartansson – Einar Hjalti Jensson hinsvegar. Tefldar verða tvær 25 mínútna skákir með sitthvorum litnum.
17.11.2012 | 12:46
Einar meðal efstu manna á Íslandsmótinu í atskák.
Sex skákmenn eru efstir og jafnir með 2,5 vinning að loknum þremur umferðum á Íslandsmótinu í atskák. Það eru stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2473), alþjóðlegu meistararnir Arnar Gunnarsson (2441) og Bragi Þorfinnsson (2480), FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson (2312) og Vigfús Ó. Vigfússon (1985) og Daði Ómarsson (2206).

Mótinu í dag verður framhaldið með umferðum 4-7. Taflmennskan hefst kl. 13. Fjórir efstu skákmennirnir tefla svo áfram á morgun með útsláttarfyrirkomulagi.
Það er Skákdeild Fjölnis sem heldur mótið sem fram fer í Rimaskóla.
17.11.2012 | 12:43
Einar með fullt hús á skákþingi Garðabæjar
16.11.2012 | 16:17
15 mín mótinu frestað vegna veðurs !
15 mín skákmót Goðans sem vera átti í kvöld hefur verið frestað, vegna slæms veðurútlits í kvöld !
Sennilega verður það nk. föstudagskvöld á sama stað og tíma.
það verður tilkynnt nk. mánudag.