Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Skákirnar úr Landskeppninni.

Sigurđur Arnarson hefur slegiđ inn skákirnar úr Landskeppni Íslands og Fćreyjar um sl. helgi.

Ţćr má skođa hér fyrir neđan.


Pistill um landskeppni viđ Fćreyinga.

Áskell Örn Kárason formađur SA skrifar pistil um landskeppni Íslands og Fćreyinga sem fram fór um nýliđna helgi. Hann er birtur hér fyrir neđan í heild sinni.

Fćreyingar 002

Áđ í Höfđa í Mývatssveit og nesti borđađ.

Nú er nýlokiđ landskeppni viđ Fćreyinga, hinni 17. í röđinni. Eins og fram hefur komiđ beiđ íslenska liđi ósigur og var fćreyski sigurinn nokkuđ öruggur, a.m.k. ţegar litiđ er á tölurnar.Ţegar horft er til sögunnar má sjá ađ viđ Frónbúar höfum veriđ sigursćlir í ţessari keppni, en nú sýnast mér vera teikn á lofti um ađ ţeirri sigurgöngu sé lokiđ, enda hafa frćndur vorir í austri nú sigrađ tvisvar í röđ.  Hefđ er fyrir ţví ađ Skákfélag Akureyrar og Skáksamband Austurlands sjái um ţessa keppni fyrir Íslands hönd og hafa flestir keppendur komiđ úr röđum ţessara félaga, ţótt engar formlegar reglur séu um val keppenda.   Nú eru ţessi félög heldur veikari en áđur, en Fćreyingar hafa veriđ ađ styrkjast. Viđ vitum viđ ađ ţeir geta sent mun sterkari sveit en veriđ hefur; t.d. var ađeins einn af ţeirra bestu skákmönnum í liđinu nú, John Rřdgaard er 3. stigahćsti Fćreyingurinn, en Sjúrđur Thorsteinsson, (jú, nafniđ er íslenskt, langafi hans fluttist frá Seyđisfirđi til Klaksvíkur snemma á síđustu öld),  sem tefldi á 2. borđi, en í 16. sćti á fćreyska listanum og ţriđjaborđsmađur ţeirra nr. 26.  

Fćreyingar 004

Fćreyingar dást af fegurđ Mývatssveitar. Sigurđur Dađi og Sigurbjörn eru einnig á myndinni.

Í ţetta sinn kom Gođinn, hiđ öfluga félag ţeirra Ţingeyinga, ađ keppninni í fyrsta sinn. Er ástćđa til ađ ćtla ađ ţeir séu komnir til ađ vera međ í ţessum viđburđi til framtíđar. En lítum á skákirnar og ţađ hvernig ţessar viđureignir ţróuđust: Ţau liđ sem hér áttust viđ voru jöfn ađ styrkleika. Viđ Íslendingar vorum ađ vísu yfirleitt stigahćrri, en ţađ sýndi sig ekki í skákunum. Fyrri umferđin sem tefld var í bođi Gođans á Húsavík, var mjög jöfn.

Fćreyingar 008

Arild Riverstad og Smári Ólafsson.

Viđ lentum í beyglu á tveimur fyrstu borđunum; Sigurđur Dađi stóđst ekki áhlaup öflugs peđamiđborđs andstćđingins, sem fórnađi manni fyrir ţrjú peđ snemma tafls. Sjálfum varđ mér bumbult af peđsráni snemma tafls en hékk međ naumindum á jafntefli. Á 3. og 4. borđi unnum viđ góđa sigra, en á neđri borđunum vorum viđ ekki sérlega farsćlir, ţótt bćđi Sigurđur Arnason og Mikael Jóhann ynnu sínar skákir. Jakob Sćvar virtist eiga léttunniđ tafl um tíma, en varđ ađ sćtta sig viđ skiptan hlut. Almennt voru Fćreyingarnir glúrnari en viđ ađ grípa ţau tćkifćri sem buđust og niđurstađan varđ tap međ minnsta mun 5-6, í viđureign ţar sem sigurinn virtist ćtla ađ lenda okkar megin um tíma.  Óhćtt er ađ segja ađ viđ heimamenn vorum ágćtlega bjartsýnir ţegar seinni umferđin hófst međ ljúfri tónlist ţeitta Friđriks Ómars og Jógvans í Hofi á sunnudaginn.  Viđureignin var jöfn og tvísýn framan af, en svo kom fyrsta íslenska tapiđ ţar sem Sigurđur Arnarson spennti bogann of hátt, fórnađi manni og síđar skiptamun fyrir sókn sem ekki bar árangur. Hann var ekki fyrr búinn ađ leggja niđur vopn, ţegar tvćr skákir sem litu vel út fyrir okkur snerust illa og stađan orđin 0-3. Í ţeim skákum sem eftir var áttum viđ erfiđa stöđu í a.m.k. tveimur, en vinningsmöguleika í öllum hinum skv. bjartsýnasta mati.

Fćreyingar 010

Bakhlutinn á Rúnari Sigurpáls og Halldór Brynjar fjćr.

Sigur var ţví enn mögulegur ef allar heilladísir Norđur-Atlantshafs myndu nú ganga í liđ međ okkur. En ţćr höfđu víst um annađ ađ hugsa. Á ţremur neđstu borđunum voru okkar menn í vígahug og telfdu allir til sóknar, en hinir vörđust vel og lyktađ öllum skákunum međ jafntefli. Á fyrsta borđi var stađan tvísýn og líklega heldur lakari hjá okkar manni, en hann náđi jöfnu. Rúnar og Viđar unnu sannfćrandi sigra, en Ţór stóđ höllum fćti. Hann reyndi ađ grugga vatniđ, en án árangurs. Ađ lokum mátti yđar einlćgur gefast upp í vinningstilraunum sínum; öll stađan en engin leiđ til ađ brjótast í gegn.  Ţannig lauk ţessu međ verđskulduđum fćreyskum sigri. Skv. hefđ verđur nćst teflt í Fćreyjum sumariđ 2013.

Fćreyingar 012

Stađan eftir fyrri hlutann á Húsavík.

Víst er ađ ef viđ gyrđum okkur ekki í brók blasir ţá viđ okkur ţriđja tapiđ í röđ. Viđ fögnum ţví ađ Gođamenn eru komnir til leika og vonandi halda Austfirđingar áfram sinni ţátttöku, (í ţetta sinn kom ađeins Viđar Jónsson úr ţeirra röđum). Ekki er ólíklegt ađ fleiri félög ţurfi ađ koma hér til sögu ef viđ ćtlum ađ veita frćndum okkar verđuga keppni í framtíđinni. Mín hyggja er ađ viđ ţurfum ađ endurskođa mótshaldiđ allt til ţess ađ svo verđi. Fyrir öllu er hinsvegar ađ ţessi sögulega og ánćgjulega landskeppni geti haldiđ áfram; ţađ er fátt skemmtilegra en ađ sćkja Fćreyinga heim og ávallt gaman ađ fá ţá í heimsókn. Teir eru góđir drongir og góđir telvarar.

Myndir: Hermann Ađalsteinsson.


Fćreyingar yfir í hálfleik.

Fćreyingar hafa vinnings forskot á Íslendinga ţegar fyrri umferđ er lokiđ í landskeppni Íslands og Fćreyja, sem fram fór á Húsavík í dag. Fćreyingar fengu 6 vinninga en Íslendingar 5 vinninga.

Fćreyingar 007

Sigurđur Dađi Sigfússon gegn John Rodgaard á 1. borđi á Húsavík í dag.

Úrslit fyrri umferđar :

Sigurđur Dađi Sigfússon -          John Rodgaard           0 - 1
Sjúrđur Ţorsteinsson     -          Áskell Örn Kárason  0,5 - 0,5
Halldór Brynar Halldórsson -     Wille Olsen                  1 - 0
Herluf Hansen              -            Rúnar Sigurpálsson     0 - 1
Ólafur Kristjánsson                   J á R Adreassen           0 - 1
A Andreassen                           Sigurđur Arnarson        0 - 1
Smári Ólafsson                         Arild Riwenstad            0 - 1
W Hojgaard                              Sigurđur Eiríksson        1 - 0
Mikael J Karlsson                      Rógvi Olsen                  1 - 0
Einar Olsen                            Jakob Sćvar Sigurđsson 0,5 - 0,5
Smári Sigurđsson                     Hanus I Hausen           0 - 1

Fćreyingar 005

Liđ Fćreyinga í Dimmuborgum í dag.

Seinni hlutinn fer fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri kl 14:00 á morgun, sunnudag.

Fćreyingar 006

Frá landskeppninni á Húsavík í dag.


Liđskipan fyrir landskeppnina viđ Fćreyinga.

Ţá er mönnun í Landskeppninni viđ Fćreyinga komin á hreint fyrir fyrri umferđina á Húsavík nk. laugardag. Frćndur vorir frá Fćreyjum verđa mannađir svona:

                                   Fćr-stig   FIDE 
1        IM John Rřdgaard        2332  2343
2        Sjúrđur Thorsteinson    2161  2148
3        Wille Olsen             2060  2061
4        Herluf Hansen           2031  2049
5        Jákup á R. Andreasen    1898  1969
6        Andreas Andreasen       1878  1935
7        Arild Rimestad          1818  1728
8        Wensil Hřjgaard         1779  1850
9        Rógvi Olsen             1715
10       Einar Olsen             1624
11       Hanus Ingi Hansen       1615       

Liđ íslands verđur ţannig skipađ:

Framsýnarsalurinn Húsavík kl 18:00 Fyrri umferđ.

Sigurđur Dađi Sigfússon 
Áskell Örn Kárason
Halldór Brynjar Halldórsson
Rúnar Sigurpálsson
Ólafur Kristjánsson
Sigurđur Arnarson
Smári Ólafsson
Sigurđur Eiríksson
Mikael Jóhann Karlsson
Jakob Sćvar Sigurđsson
Smári Sigurđsson
Seinni umferđ Akureyri Menningarhúsiđ Hof kl 14:00
Sigurđur Dađi Sigfússon
Áskell Örn Kárason
Halldór Brynjar Halldórsson
Rúnar Sigurpálsson
Ţór Valtýsson
Viđar Jónsson
Sigurđur Arnarson
Sigurđur Eiríksson
Mikael Jóhann Karlsson
Jakob Sćvar Sigurđsson
Jón Kristinn Ţorgeirsson

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband