Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Benedikt Þór skákmaður ársins hjá Goðanum.

Benedikt Þór Jóhannsson var í kvöld valinn skákmaður ársins hjá Goðanum. Hann hlaut kosningu með talsverðum yfirburðum. Hann fékk um 60% atkvæða. Skákfélagið fær000_0144ði honum gjöf í tilefni þess. 

 000_0139

      Benedikt með glaðninginn.

Í dag fer fram Kjördæmismótið í skólaskák, en Benedikt verður fulltrúi Þineyinga á því móti. Mótið hefst kl 16:00 á Fosshóli. Greint verður frá úrslitum úr mótinu hér í dag. H.A


Síðasta skákæfingin í kvöld. Skákmaður ársins valinn.

"Uppskeruhátíð" skákfélagsins fer fram í kvöld kl 20:30 á Fosshóli.  Þá verður tilkynnt hver var valinn skákmaður ársins 2008 hjá Goðanum og fær hann glaðning frá félaginu.

Formaður verður með myndavél á lofti og ætlar að taka einstaklings myndir af öllum sem mæta á æfinguna og síðan hópmynd.

Síðan verður gripið í tafl. Teflt verður í 2 riðlum allir við alla og síðan efstu menn í báðum riðlum og síðan koll af kolli.

Ég vona að sem flestir sjái sér fært að vera með í kvöld. H.A.


SÞN 2008. Jakob og Tómas fengu stigaverðlaun.

Okkar menn tefldu vel í loka umferðinni á skákþingi norðlendinga sem lauk í dag.

Ármann vann Davíð Örn Þorsteinsson og endaði í 20 sæti með 2,5 vinninga.

Tómas Veigar vann Sindra Guðjónsson og endaði í 8. sæti með 4 vinninga. Tómas fékk verðlaun skákmanna undir 2000 stigum ásamt Sigurði Arnarssyni.

Jakob Sævar tefldi við Áskel Örn Kárason og knúði fram jafntefli í 56 leikjum í hörku skák. Frábær frammistaða hjá Jakob því stigamunurinn er mikil á þeim. (436 FIDE og 600 Ísl)  Jakob endaði í 11 sæti með 4 vinninga og fékk 1. verðlaun af skákmönnum undir 1800 stigum annað árið í röð. 

Stefán Bergsson varð Norðurlandsmeistari með 4,5 vinninga.

Áskell Örn Kárason varð Norðurlandsmeistari í hraðskák með yfirburðum og fékk 9 vinninga af 9 mögulegum. Jakob Sævar varð í 4-7 sæti með 5 vinninga og Tómas Veigar varð í 8-9 sæti með 4,5 vinninga.  H.A


Jakob með 3,5 vinninga eftir 6 umferðir.

Þegar 6 umferðum er lokið á Skákþingi norðlendinga er Jakob Sævar komin með 3,5 vinninga, Tómas Veigar er með 3 og Ármann er kominn með 1,5 vinninga. Úrslit úr skákum þeirra félagar eru eftirfarandi :

1. umferð   Jakob - Stefán Bergsson               0-1       Ármann - Skottan                             1 - 0

2. umferð  Jakob - Sveinbjörn Sigurðsson      0 - 1       Ármann - Stefán Bergsson               0 - 1

3  umferð  Jakob - Unnar Ingvarsson        0,5 - 0,5     Ármann - Sigurður H Jónsson           0 - 1

3. umferð  Jakob   Ármann                            1 - 0        Ármann -  Jakob                               0 - 1

5.  umferð  Jakob -  Davíð Örn Þorsteinsson  1 - 0       Ármann -  Hörður Ingimarsson       0,5 - 0,5

6. umferð   Jakob -  Kjartan Guðmundsson    1 - 0       Ármann - Jón Arnljótsson                 0 - 1

 

1. umferð Tómas - Henrik Danielssen (GM)    0 - 1     2. umferð Tómas - Hörður Ingimarsson   1 - 0

3. umferð  Tómas - Davíð Örn Þorsteinsson  1 - 0      4. umferð Tómas - Gylfi Þórhallsson        0 - 1

5. umferð  Tómas - Sigurður Eiríksson           1 - 0      5. umferð Tómas - Einar K Einarsson      0 - 1

 

7. og síðasta umferð verður tefld kl 10:00 á morgun sunnudag. Þá verður Áskell Örn Kárason, norðurlandsmeistari frá síðasta ári á Narfastöðum, andstæðingur Jakobs. Jakob hefur hvítt. Tómas teflir við Sindra Guðjónsson með hvítu og Ármann teflir með hvítu mönnunum við Davíð Örn Þorsteinsson.  Baldvin Þ Jóhannesson hætti við þátttöku í mótinu. H.A


SÞN 2008 í Skagafirði.

Skákþing Norðlendinga fer fram að Bakkaflöt í Skagafirði um helgina. Þrír keppendur frá félaginu ætla að vera með í mótinu. Þeir eru Jakob Sævar, Baldvin og Ármann. Fylgst verður með gengi okkar manna hér á blogginu og úrslit úr skákum þeirra birt.

Ljóst er að mótið í ár er vel skipað og sterkara en norðurlandsmótið sem Goðinn hélt á Narfastöðum í fyrra.  Meðal keppenda er stórmeistarinn Henrik Daníelssen. Mótið verður fært jafnóðum inn á Chess results síðunna.

chess-results :  http://chess-results.com/?tnr=12248&redir=j&lan=1

Þá er bara að óska okkar mönnum góðs gengis. H.A.


Nýr skákvefur. Allt á Íslensku.

Ég vil vekja athygli á nýjum skákvef sem er sérstaklega aðgengilegur fyrir börn. Hann er mjög notendavænn því hann er á Íslensku. Á þessum vef geta börn teflt á netinu við önnur börn á Íslandi sem og í öðrum löndum.  Einnig er spjallhorn á vefnum og hægt er að fara í ýmsa leiki fyrir utan skák.  Slóðin er: http://icy.ice.is  

Í tenglasafninu hér til vinstri á þessari síðu er tengill merktur "Krakkaskák"

Athugið, að ef þið ætlið að notfæra ykkur þennan vef, þá þurfið þið að búa ykkur til notenda nafn og búa til lykilorð. Síðan skráið þið ykkur inn og byrjið að tefla !  Segið vinum ykkar frá þessum vef.  Gangi ykkur vel. 

Krakkar kíkið á þetta !  H.A.  


Ný íslensk skákstig

Stigalisti skáksambandsins var birtur í dag og miðast hann við 1 mars 2008. Einnig var birtur nýr atskákstigalisti og eru 3 félagsmenn að fá sín fyrstu stig á þeim lista. Þeirra hæstur er Smári Sigurðsson með heil 1935 stig ! Jakob kemur nýr inn með 1685 stig og Hermann nýr með 1350 stig. Þann 2 apríl var svo FIDE listinn birtur.

Skákstigalistarnir líta svona út. 

Nafn.  (stafrófsröð)                Íslensk skákstig 1. mars 08      atskákstig 1. mars 08       FIDE 1.apr 08

Ármann Olgeirsson                         1330

Baldur Daníelsson                          1650

Baldvin Þ Jóhannesson                  1445                                       1490

Einar Garðar Hjaltason                   1655                                       1620

Heimir Bessason                            1590

Hermann Aðalsteinsson                                                                1350  ( Nýr inn)

Jakob Sævar Sigurðsson               1640                                        1685  ( Nýr inn)               1811

Pétur Gíslason                              1715                                        1855

Rúnar Ísleifsson                            1670                                        1705

Sighvatur Karlsson                       1300

Sigurbjörn Ásmundsson                                                                1385

Smári Sigurðsson                         1640                                         1935   (Nýr inn)

Tómas Veigar Sigurðarson           1855                                         1835                                2056

(Sigurjón Benediktsson               1520                                         1460  (Er ekki í Goðanum))

Það skal tekið fram að Skákþing Akureyrar 2008 og seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga eru ekki reiknuð inn í íslensku stigin þar sem að þau mót voru ekki hafin eða var ekki lokið 15 febrúar 2008, en þá var skiladagsetning fyrir mót til útreiknings á Íslenskum skákstigum fyrir 1 mars 2008.

Mót sem reiknuð voru inn sem einhverjir af okkar mönnum tóku þátt í eru : Goðinn-SAUST atskákmót og Skákþing Hafnarfjarðar. H.A.

 

 

 


Kjördæmismótið í skólaskák. Hlynur í öðru sæti.

Við Þingeyingar áttu 2 fulltrúa á kjördæmismótinu í skólaskák í yngri flokki, sem fram fór á Akureyri í dag. Sýslumeistarinn okkar í skólaskák Hlynur Snær Viðarsson varð í öðru sæti.  Hann fékk 4 vinninga af 5 mögulegum. Hlynur tapaði einni skák, fyrir Mikael J Karlssyni sem vann alla sína andstæðinga og varð kjördæmismeistari Norðulands-Eystra.  Valur Heiðar Einarsson varð í 4. sæti með 2 vinninga.  Alls tóku 6 keppendur þátt í mótinu.

Úrslit urðu sem hér segir :

1. Mikael Jóhann Karlsson          5 vinn af 5 möguleg.

2. Hlynur Snær Viðarsson         4     (Borgarhólsskóla)

3. Tinna Ósk Rúnarsdóttir          3

4. Valur Heiðar Einarsson        2      (Borgarhólsskóla)

Stjórn skákfélagsins óskar Hlyn og Val til hamingju með góðan árangur. H.A.

Fjallabak 27-30 mars 2008 115Fjallabak 27-30 mars 2008 120Fjallabak 27-30 mars 2008 122

Hér eru myndir frá Kjördæmismótinu. Ef þið smellið á einhverja mynd þá kemur hún upp í stærri gerð og þá koma líka fram hverjir eru á myndinni.


Uppskeruhátið skákfélagsins Goðans.

16 apríl nk. verður uppskeruhátíð skákfélagsins Goðans haldin á Fosshóli og hefst hátíðin kl 20:30. Þá verður tilkynnt hver var valinn skákmaður Goðans 2008 og viðkomandi fær afhentan einhvern glaðning af því tilefni.

Nú stendur yfir kosning á skákmanni Goðans 2008 hér til vinstri á þessari síðu. Tilnefndir eru 7 félagsmenn sem allir eiga það sameinilegt að hafa staðið sig vel síðustu 12 mánuðina.

Að sjálfsögðu verður gripið í tafl og verður tilhögun á þeirri keppni ákveðin þegar nær dregur.

Stjórn vonast eftir góðri mætingu á þennan viðburð því þetta verður síðasta skákæfing vetrarins og æskilegt að félagsmenn fjölmenni til hátíðarinnar. 

Skákþing Goðans 2008 hefst síðan miðvikudagskvöldið 23 apríl. Skákþingið er síðasti viðburður skákfélagsins á þessum vetri. H.A.


Pétur efstur á æfingu.

Pétur Gíslason varð efstur á skákæfingunni sem fram fór í kvöld. Tefld var tvöföld umferð með 10 mín umhugsunartíma á mann í fyrri umferð er 5 mín umhugsunartíma í seinni umferð. Úrslit urðu eftirfarandi:

1.  Pétur Gíslason                 7,5 af 8 mögulegum

2.  Baldvin Þ Jóhannesson    5

3.  Ármann Olgeirsson          4,5

4.  Hermann Aðalsteinsson   3

5.  Sigurbjörn Ásmundsson   0

Síðasta skákæfing vetrarins verður á Fosshóli miðvikudagskvöldið 16 apríl n.k.  Þá er fyrirhuguð einkverskonar "uppskeru" hátíð félagsins.  Hátíðin verður auglýst nánar þegar nær dregur. H.A.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband