Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ármann, Hermann og Rúnar efstir á æfingu.

Aðeins 4 félagsmenn mættu á skákæfingu kvöldsins. Þátttaka hefur ekki verið svona dræm lengi. Líklega ekki síðan í árdaga félagsins..  Tefldar voru skákir með 20 mín umhugsunartíma á mann.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1-3.  Ármann Olgeirsson          2 vinn af 3
1-3.  Hermann Aðalsteinsson   2
1-3.  Rúnar Ísleifsson               2
4.     Sigurbjörn Ásmundsson   0

Næsta skákæfing verður á Húsavík að viku liðinni.  H.A.


Hermann, Sigurbjörn og Smári efstir á æfingu.

Hermann, Sigurbjörn og Smári urðu efstir á skákæfingu kvöldsins sem fram fór á Húsavík í kvöld. Þeir fengu allir 6 vinninga af 7 mögulegum. Tefldar voru skákir með 7mín umhugsunartíma á mann.

Úrslit urðu eftirfarandi :

1-3.  Hermann Aðalsteinsson      6 vinn af 7
1-3.  Sigurbjörn Ásmundsson      6
1-3.  Smári Sigurðsson                6
4.     Sighvatur Karlsson              4
5.     Snorri Hallgrímsson             2,5
6.     Benedikt Þ Jóhannsson       2
7.     Hlynur Snær Viðarsson        1
8.     Valur Heiðar Einarsson        0,5

Næsta skákæfing verður í Stórutjarnaskóla að viku liðinni.  H.A.


Smári Sigurðsson 15 mín meistari Goðans annað árið í röð.

Smári Sigurðsson sigraði á 15 mín skákmóti Goðans sem fram fór í gær á Húsavík. nóv 2008 017 Keppnin varð jöfn og spennandi um efsta sætið og úrslit réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni.

Smári fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Rúnar Ísleifsson, einnig með 5,5 vinninga og Jakob Sævar Sigurðsson varð í 3. sæti, líka með 5,5 vinninga. Smári stóð uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning. Þetta er annað árið í röð sem Smári vinnur 15. mín. mót Goðans.

 

Alls tóku 13 keppendur þátt í mótinu.nóv 2008 016

Snorri Hallgrímsson sigraði í yngri flokki. Hann fékk 4 vinninga.

Allir keppendur í yngri flokki fengu CD-disk með skákþrautum, sem

og þrír efstu í eldri flokki.

 

 Úrslit urðu eftirfarandi:nóv 2008 018

1.   Smári Sigurðsson                 5,5 vinn af 7 mögulegum  
2.   Rúnar Ísleifsson                   5,5
3    Jakob Sævar Sigurðsson      5,5
4.   Hermann Aðalsteinsson       4,5
5.   Ármann Olgeirsson              4,5
6.   Orri Freyr Oddsson              4
7.   Baldvin Þ Jóhannesson        4
8.   Snorri Hallgrímsson              4         (1. sæti 12 ára og yngri)
9.   Heimir Bessason                  3,5
10. Hlynur Snær Viðarsson         2,5                                                 
11. Valur Heiðar Einarsson         2,5nóv 2008 015
12. Ágúst Már Gunnlaugsson     2
13. Axel Smári Axelsson             1

Næsta skákmót hjá félaginu er hraðsákmótið sem haldið verður 27 desember.

H.A.


Lokaumferð haustmóts TR. Okkar menn með jafntefli.

Jakob Sævar gerði jafntefli við Gunnar Finnsson í lokaumferð C-flokks haustmóts TR í kvöld. Jakob endaði í 6-9. sæti, ásamt þremur öðrum keppendum, með 3,5 vinninga af 9 mögulegum.  

Jakob Sævar Sigurðsson í Tékklandi 2007

 Eftir slæma byrjun Jakobs í mótinu, tók hann sig til og halaði inn 2,5 vinninga úr síðustu þremur skákunum.  Skákstig Jakobs standa í stað eftir mótið.

 Íslandsmót skákfélaga 2008 9 010

 

 

 

Barði Einarsson gerði jafntefli við Einar S Guðmundsson í lokaumferð D-flokks. Barði endaði í 1-3 sæti, með 6 vinninga af 9 mögulegum en varð í örðu sæti eftir stigaútreikning.  Barði tefldi af miklu öryggi á mótinu og tapaði aðeins einni skák. Barði kemur til með að hækka eitthvað á stigum eftir þetta mót.

H.A.

Sjá á:  http://www.chess-results.com/tnr16915.aspx?art=1&lan=1&fed=ISL&flag=30&m=-1

 


15 mín skákmót Goðans á laugardag.

 Merki skákfélagið Goðinn 

Hið árlega 15 mín skákmót Goðans verður haldið laugardaginn 15 nóvember nk. á Húsavík. Tefldar verða 7 umferðir eftir sviss-perfect kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín á mann.  Mótið verður reiknað til atskákstiga.

Keppt verður í fullorðinsflokki (17 ára og eldri), unglinga flokki (13-16 ára) og barnaflokki (12 ára og yngri).

Þátttökugjald er 500 kr fyrir fullorna, en 250 kr fyrir 16 ára og yngri.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu í fullorðinsflokki, auk þess sem sigurvegarinn í heildarkeppninni hlýtur að launum farandbikar til varðveislu.  Verðlaunin í ár verða í formi CD diska fulla af skákþrautum úr skákum Botvinnik fyrrverandi heimsmeistara í skák. Allir keppendur í yngri flokki fá umræddan CD-disk afhentan. 

Núverandi 15 mín meistari Goðans er Smári Sigurðsson.

Mótið verður haldið í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík og það hefst stundvíslega kl 13:00 og mótslok eru áætluð um kl 17:00.

Skákfélagið býður keppendum uppá kaffi og kökur á milli umferða !

Formaður skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson, tekur við skráningum í mótið í síma 4643187, auk þess að veita allar nánari upplýsingar.  H.A.

                                    Skráðir keppendur ! (uppfært kl 20:30 14/11)

Hermann
Ármann
Smári
Jakob
Rúnar
Baldvin
Orri
Hallur
Heimir
Ágúst Már
Hlynur Snær
Snorri
Axel


Jakob og Barði unnu báðir í 8. umferð.

Jakob Sævar vann Sigurð H Jónsson í 8. umferð C-flokks á haustmóti TR sem fram fór í kvöld.  Jakob er sem stendur í 8. sæti með 3 vinninga þegar ein umferð er eftir.  Í 9. og síðustu umferð teflir Jakob, með svörtu, við Gunnar Finnsson (1800).

Barði Einarsson vann Geirþrúði Önnu Guðmundssdóttur í 8. umferð D-flokks og er sem stendur í öðru sæti í D-flokki með 5,5 vinninga þegar ein umferð er eftir. Í 9. og síðustu umferð teflir Barði, með svörtu, við Einar S Guðmundsson (1682).  

9. umferð verður tefld á föstudag.  H.A.


Smári efstur á æfingu.

Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu kvöldsins með 6 vinninga af 7 mögulegum.  Tefldar voru 7 umferðir með 8 mín umhugsunartíma á mann.

Úrslit urðu eftirfarandi :

1.      Smári Sigurðsson               6      vinn af 7 mögul.
2.      Pétur Gíslason                   5      (9,75 stig)
3.      Baldvin Þ Jóhannesson      5      (7 stig)
4.      Rúnar Ísleifsson                 5      (6,5 stig)
5-6.   Ármann Olgeirsson            2,5   (1,25 stig)
5-6.   Baldur Daníelsson              2,5   (1,25 stig)
7.      Hermann Aðalsteinsson     1      (2,5 stig)
8.      Jóhann Sigurðsson             1      (0,5 stig)

Næsta skákæfing verður á Húsavík 19 nóvember. H.A.


Sigur hjá Jakob og jafntefli hjá Barða.

Í kvöld tefldu okkar menn, Jakob og Barði,  skákir sem hafði verið frestað úr fyrri umferðum á haustmóti TR. 

Jakob Sævar vann Óttar Felix Hauksson í C-flokki. Jakob er sem stendur með tvo vinninga í næst neðsta sæti.

Barði Einarsson gerði jafntefli við Rafn Jónsson og er með 4,5 vinninga í öðru sæti í D-flokki.  H.A.


Skákkennsla hafin í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit.

Í síðustu viku hófst skákkennsla í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit.  Skákkennslan er í umsjá Baldvins Þórs Jóhannessarsonar og Péturs Gíslasonar. 

Kennt er í tveimur hópum, yngri og eldri hóp. Baldvin kennir yngri hópnum á fimmtudögum og Pétur kennir eldri hópnum á mánudögum.

Reiknað er með því að kennslan standi fram eftir vetri. 

IMG 2531

IMG 2512

 

 

 

 

 

 

 

 

Pétur Gíslason við kennslu

Nemendur í yngri hópnum 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndunum hér fyrir ofan sést Baldvin Þór Jóhannesson og Pétur Gíslason kenna áhugasömum nemendum. H.A.


Jakob með jafntefli en tap hjá Barða.

Jakob Sævar gerði jafntefli við Aron Inga Óskarsson en Barði tapaði fyrir Gústaf Steingrímssyni í 7. umferð haustmóts TR sem fram fór í dag.

8. og næst síðasta umferð verður tefld á miðvikudag.  Þá teflir Jakob Sævar, með hvítu, við Sigurð H Jónsson (1878).  Barði teflir, með hvítt, við Geirþrúði Önnu Guðmundssdóttur(1750)

Jakob Sævar er, sem stendur, í neðsta sæti C-flokks með 1 vinning, en Jakob á inni skák við Óttar Felix Hauksson, sem verður tefld á morgun.  Barði er sem stendur í efsta sæti D-flokks með 4,5 vinninga, þrátt fyrir tapið í dag, ásamt Herði Aroni Haukssyni. Barði á líkt og Jakob inni eina óteflda skák við Rafn Jónsson.   H.A. 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband