Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
26.11.2008 | 23:16
Ármann, Hermann og Rúnar efstir á æfingu.
Aðeins 4 félagsmenn mættu á skákæfingu kvöldsins. Þátttaka hefur ekki verið svona dræm lengi. Líklega ekki síðan í árdaga félagsins.. Tefldar voru skákir með 20 mín umhugsunartíma á mann.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1-3. Ármann Olgeirsson 2 vinn af 3
1-3. Hermann Aðalsteinsson 2
1-3. Rúnar Ísleifsson 2
4. Sigurbjörn Ásmundsson 0
Næsta skákæfing verður á Húsavík að viku liðinni. H.A.
19.11.2008 | 23:40
Hermann, Sigurbjörn og Smári efstir á æfingu.
Hermann, Sigurbjörn og Smári urðu efstir á skákæfingu kvöldsins sem fram fór á Húsavík í kvöld. Þeir fengu allir 6 vinninga af 7 mögulegum. Tefldar voru skákir með 7mín umhugsunartíma á mann.
Úrslit urðu eftirfarandi :
1-3. Hermann Aðalsteinsson 6 vinn af 7
1-3. Sigurbjörn Ásmundsson 6
1-3. Smári Sigurðsson 6
4. Sighvatur Karlsson 4
5. Snorri Hallgrímsson 2,5
6. Benedikt Þ Jóhannsson 2
7. Hlynur Snær Viðarsson 1
8. Valur Heiðar Einarsson 0,5
Næsta skákæfing verður í Stórutjarnaskóla að viku liðinni. H.A.
16.11.2008 | 21:55
Smári Sigurðsson 15 mín meistari Goðans annað árið í röð.
Smári Sigurðsson sigraði á 15 mín skákmóti Goðans sem fram fór í gær á Húsavík. Keppnin varð jöfn og spennandi um efsta sætið og úrslit réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni.
Smári fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Rúnar Ísleifsson, einnig með 5,5 vinninga og Jakob Sævar Sigurðsson varð í 3. sæti, líka með 5,5 vinninga. Smári stóð uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning. Þetta er annað árið í röð sem Smári vinnur 15. mín. mót Goðans.
Alls tóku 13 keppendur þátt í mótinu.
Snorri Hallgrímsson sigraði í yngri flokki. Hann fékk 4 vinninga.
Allir keppendur í yngri flokki fengu CD-disk með skákþrautum, sem
og þrír efstu í eldri flokki.
1. Smári Sigurðsson 5,5 vinn af 7 mögulegum
2. Rúnar Ísleifsson 5,5
3 Jakob Sævar Sigurðsson 5,5
4. Hermann Aðalsteinsson 4,5
5. Ármann Olgeirsson 4,5
6. Orri Freyr Oddsson 4
7. Baldvin Þ Jóhannesson 4
8. Snorri Hallgrímsson 4 (1. sæti 12 ára og yngri)
9. Heimir Bessason 3,5
10. Hlynur Snær Viðarsson 2,5
11. Valur Heiðar Einarsson 2,5
12. Ágúst Már Gunnlaugsson 2
13. Axel Smári Axelsson 1
Næsta skákmót hjá félaginu er hraðsákmótið sem haldið verður 27 desember.
H.A.
15.11.2008 | 10:02
Lokaumferð haustmóts TR. Okkar menn með jafntefli.
Jakob Sævar gerði jafntefli við Gunnar Finnsson í lokaumferð C-flokks haustmóts TR í kvöld. Jakob endaði í 6-9. sæti, ásamt þremur öðrum keppendum, með 3,5 vinninga af 9 mögulegum.
Eftir slæma byrjun Jakobs í mótinu, tók hann sig til og halaði inn 2,5 vinninga úr síðustu þremur skákunum. Skákstig Jakobs standa í stað eftir mótið.
Barði Einarsson gerði jafntefli við Einar S Guðmundsson í lokaumferð D-flokks. Barði endaði í 1-3 sæti, með 6 vinninga af 9 mögulegum en varð í örðu sæti eftir stigaútreikning. Barði tefldi af miklu öryggi á mótinu og tapaði aðeins einni skák. Barði kemur til með að hækka eitthvað á stigum eftir þetta mót.
H.A.
Sjá á: http://www.chess-results.com/tnr16915.aspx?art=1&lan=1&fed=ISL&flag=30&m=-1
13.11.2008 | 10:26
15 mín skákmót Goðans á laugardag.
Hið árlega 15 mín skákmót Goðans verður haldið laugardaginn 15 nóvember nk. á Húsavík. Tefldar verða 7 umferðir eftir sviss-perfect kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín á mann. Mótið verður reiknað til atskákstiga.
Keppt verður í fullorðinsflokki (17 ára og eldri), unglinga flokki (13-16 ára) og barnaflokki (12 ára og yngri).
Þátttökugjald er 500 kr fyrir fullorna, en 250 kr fyrir 16 ára og yngri.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu í fullorðinsflokki, auk þess sem sigurvegarinn í heildarkeppninni hlýtur að launum farandbikar til varðveislu. Verðlaunin í ár verða í formi CD diska fulla af skákþrautum úr skákum Botvinnik fyrrverandi heimsmeistara í skák. Allir keppendur í yngri flokki fá umræddan CD-disk afhentan.
Núverandi 15 mín meistari Goðans er Smári Sigurðsson.
Mótið verður haldið í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík og það hefst stundvíslega kl 13:00 og mótslok eru áætluð um kl 17:00.
Skákfélagið býður keppendum uppá kaffi og kökur á milli umferða !
Formaður skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson, tekur við skráningum í mótið í síma 4643187, auk þess að veita allar nánari upplýsingar. H.A.
Skráðir keppendur ! (uppfært kl 20:30 14/11)
Hermann
Ármann
Smári
Jakob
Rúnar
Baldvin
Orri
Hallur
Heimir
Ágúst Már
Hlynur Snær
Snorri
Axel
Spil og leikir | Breytt 14.11.2008 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 00:02
Jakob og Barði unnu báðir í 8. umferð.
Jakob Sævar vann Sigurð H Jónsson í 8. umferð C-flokks á haustmóti TR sem fram fór í kvöld. Jakob er sem stendur í 8. sæti með 3 vinninga þegar ein umferð er eftir. Í 9. og síðustu umferð teflir Jakob, með svörtu, við Gunnar Finnsson (1800).
Barði Einarsson vann Geirþrúði Önnu Guðmundssdóttur í 8. umferð D-flokks og er sem stendur í öðru sæti í D-flokki með 5,5 vinninga þegar ein umferð er eftir. Í 9. og síðustu umferð teflir Barði, með svörtu, við Einar S Guðmundsson (1682).
9. umferð verður tefld á föstudag. H.A.
12.11.2008 | 23:23
Smári efstur á æfingu.
Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu kvöldsins með 6 vinninga af 7 mögulegum. Tefldar voru 7 umferðir með 8 mín umhugsunartíma á mann.
Úrslit urðu eftirfarandi :
1. Smári Sigurðsson 6 vinn af 7 mögul.
2. Pétur Gíslason 5 (9,75 stig)
3. Baldvin Þ Jóhannesson 5 (7 stig)
4. Rúnar Ísleifsson 5 (6,5 stig)
5-6. Ármann Olgeirsson 2,5 (1,25 stig)
5-6. Baldur Daníelsson 2,5 (1,25 stig)
7. Hermann Aðalsteinsson 1 (2,5 stig)
8. Jóhann Sigurðsson 1 (0,5 stig)
Næsta skákæfing verður á Húsavík 19 nóvember. H.A.
10.11.2008 | 23:57
Sigur hjá Jakob og jafntefli hjá Barða.
Í kvöld tefldu okkar menn, Jakob og Barði, skákir sem hafði verið frestað úr fyrri umferðum á haustmóti TR.
Jakob Sævar vann Óttar Felix Hauksson í C-flokki. Jakob er sem stendur með tvo vinninga í næst neðsta sæti.
Barði Einarsson gerði jafntefli við Rafn Jónsson og er með 4,5 vinninga í öðru sæti í D-flokki. H.A.
10.11.2008 | 22:37
Skákkennsla hafin í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit.
Í síðustu viku hófst skákkennsla í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Skákkennslan er í umsjá Baldvins Þórs Jóhannessarsonar og Péturs Gíslasonar.
Kennt er í tveimur hópum, yngri og eldri hóp. Baldvin kennir yngri hópnum á fimmtudögum og Pétur kennir eldri hópnum á mánudögum.
Reiknað er með því að kennslan standi fram eftir vetri.
Á myndunum hér fyrir ofan sést Baldvin Þór Jóhannesson og Pétur Gíslason kenna áhugasömum nemendum. H.A.
9.11.2008 | 20:26
Jakob með jafntefli en tap hjá Barða.
Jakob Sævar gerði jafntefli við Aron Inga Óskarsson en Barði tapaði fyrir Gústaf Steingrímssyni í 7. umferð haustmóts TR sem fram fór í dag.
8. og næst síðasta umferð verður tefld á miðvikudag. Þá teflir Jakob Sævar, með hvítu, við Sigurð H Jónsson (1878). Barði teflir, með hvítt, við Geirþrúði Önnu Guðmundssdóttur(1750)
Jakob Sævar er, sem stendur, í neðsta sæti C-flokks með 1 vinning, en Jakob á inni skák við Óttar Felix Hauksson, sem verður tefld á morgun. Barði er sem stendur í efsta sæti D-flokks með 4,5 vinninga, þrátt fyrir tapið í dag, ásamt Herði Aroni Haukssyni. Barði á líkt og Jakob inni eina óteflda skák við Rafn Jónsson. H.A.