Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
30.10.2008 | 15:19
Staðan á miðvikudagsæfingum.
Pétur Gíslason hefur örugga forustu í samanlögðum vinningafjölda að loknum 5 skákæfingum á þessum vetri. Hann er með 10 vinningum meira en næsti maður. Pétur hefur 87% vinningshlutfall. Pétur og Baldvin eru einu skákmenn félagsins sem eru með 100% mætinga hlutfall.
Vinningastaðan á miðvikudagsæfingunum er eftirfarandi :
1. Pétur Gíslason 23,5 af 27 mögulegum !
2. Baldvin Þ Jóhannesson 13,5
3. Ármann Olgeirsson 10,5
4. Hermann Aðalsteinsson 9,5
5. Ketill Tryggvason 9
6. Baldur Daníelsson 6
7. Rúnar Ísleifsson 5,5
8. Smári Sigurðsson 4,5
9. Ævar Ákason 3,5
10. Sigurbjörn Ásmundsson 2,5
11 Jóhann Sigurðsson 2
12. Hallur B Reynisson 1
Það skal tekið fram að sumir hafa aðeins mætt á eina skákæfingu og eru því ekki með marga vinninga vegna þess. H.A.
30.10.2008 | 09:58
Sigur hjá Barða en tap hjá Jakob.
2. umferð á haustmóti TR. var tefld í gærkvöldi. Barði Einarsson vann Sigríði Björgu Helgadóttur í D-flokki, en Jakob Sævar tapaði fyrir Matthíasi Péturssyni í C-flokki.
Barði er með 2 vinninga eftir tvær umferðir í D-flokki og Jakob Sævar er með 0,5 vinninga eftir tvær umferðir í C-flokki.
3. umferð verður tefld á föstudag. Þá teflir Jakob Sævar, með svörtu, við Víking Fjalar Einarsson (1859) og Barði teflir, með hvítu, við Dag Andra Friðgeirsson (1795) H.A.
29.10.2008 | 22:59
Pétur efstur á æfingu.
Pétur Gíslason vann alla andstæðinga sína á æfingu kvöldsins. Teflt var í Stórutjarnaskóla.
1. Pétur Gíslason 5 vinn af 5
2. Baldvin Þ Jóhannesson 4
3. Hermann Aðalsteinsson 3
4. Ketill Tryggvason 2
5. Sigurbjörn Ásmundsson 1
6. Jóhann Sigurðsson 0
Næsta skákæfing veður miðvikudagskvöldið 5 nóvember í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík, kl 20:30. H.A.
Skákæfingar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 10:37
Skákæfingar á Húsavík.
Skákfélagið Goðinn mun nú í vetur standa fyrir skákæfingum á Húsavík í fyrsta skipti frá stofnun félagsins. Tekist hafa samningar við Framsýn-stéttarfélag um afnot af sal Framsýnar við Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Fyrsta skákæfingin verður haldin þar miðvikudagskvöldið 5 nóvember kl 20:30. Verða skákæfingar því í hverri viku (öll miðvikudagskvöld) í allan vetur, til skiptis á Húsavík, í Litlulaugaskóla og í Stórutjarnaskóla.
Ókeypis er á allar æfingar hjá félaginu.
Nú stendur yfir átak á Húsavík með það að markmiði, að fá óvirka skákmenn á Húsavík og nágrenni, til þátttöku í starfi Goðans og svo er skákkennsluverkefni í Borgarhólsskóla í fullum gangi, þannig að brýn þörf var á að koma á reglulegum skákæfingum á Húsavík.
Skákæfingarnar á Húsavík verða í umsjá Ævars Ákasonar og Smára Sigurðssonar, auk Hermanns Aðalsteinssonar formanns félagsins.
Óvirkir skákmenn á Húsavík og nágrenni, sem og börn og unglingar við Borgarhólsskóla og öðrum skólum í nágrenninu, eru hvött til þess að koma á skákæfingar hjá félaginu og taka þátt í fræðandi og skemmtilegu starfi félagsins.
Æfinga og mótaáætlun fram til áramóta:
29 október Skákæfing 20:30 Stórutjarnaskóli.
5 nóvember Skákæfing 20:30 Húsavík.
12 nóvember Skákæfing 20:30 Litlulaugaskóli
15 nóvember 15 mín mót 13:00 Húsavík.
19 nóvember Skákæfing 20:30 Húsavík.
26 nóvember Skákæfing 20:30 Stórutjarnaskóli.
3 desember Skákæfing 20:30 Húsavík
10 desember Skákæfing 20:30 Litlulaugaskóli
17 desember Skákæfing 20:30 Húsavík
27 desember Hraðskákmót 13:00 Húsavík
Æfinga og mótaáætlun fyrir janúar til maí 2009 verður birt í lok desember. H.A.
Æfinga og mótaáætlun | Breytt 20.12.2008 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 23:11
Sigur hjá Barða og Jakob með jafntefli.
Jakob Sævar gerði í dag jafntefli með, svörtu mönnunum, við Patrek Maron Magnússon (1886) og Barði Einarsson vann Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1654) með hvítu mönnunum, í 1 umferð haustsmóts TR sem fram fór í dag.
Önnur umferð verður tefld á miðvikudag kl 19:30.
Þá teflir Jakob Sævar með hvítu mönnunum við Mattías pétursson (1896) og Barði teflir með svörtu mönnunum við Sigríði Björgu Helgadóttur (1595) H.A.
Okkar menn | Breytt 27.10.2008 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 14:45
Barði og Jakob keppa í Reykjavík.
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í dag. Okkar menn, Jakob Sævar Sigurðsson (1817) og Barði Einarsson (1750) taka þátt í mótinu. Jakob teflir í lokuðum 10 manna C-flokki og Barði í lokuðum 10 manna D-flokki. Barði er næst stigahæstur í D-flokknum, en Jakob er stigalægstur í C-fokknum.
Tefldar verða 9 umferðir báðum flokkum. Alls taka 61 keppandi þátt í mótinu, þar af 21 í E-flokki.
Fylgst verður með gengi okkar manna í mótinu og úrslit birt eins fljótt og auðið er. H.A.
Okkar menn | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 10:18
Jakob vann Gameknot mót Goðans.
Þá er fyrsta skákmóti Goðans á netinu lokið. Jakob Sævar Sigurðsson hafði sigur með 16 vinningum af 20 mögulegum. Þorgeir Einarsson (Víkingaklúbburinn) og Rúnar Ísleifsson urðu jafnir í 2-3 sæti.
Úrslit urðu eftirfarandi..
player![]() | vs #1 | vs #2 | vs #3 | vs #4 | vs #5 | vs #6 | vs #7 | vs #8 | vs #9 | vs #10 | vs #11 | games ![]() | score ![]() |
1. blackdawn ![]() | ½/1 | 0/½ | 1/0 | 1/0 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 0 / 20 / 0 | 16 | |
2. goggi1203 ![]() | 0/½ | 1/½ | 1/½ | 1/0 | 1/1 | 0/½ | 1/½ | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 0 / 20 / 0 | 14.5 | |
3. runari ![]() | ½/1 | ½/0 | 1/0 | ½/1 | 0/1 | ½/1 | 1/1 | 1/1 | 1/½ | 1/1 | 0 / 20 / 0 | 14.5 | |
4. peturgis (Pétur) | 1/0 | ½/0 | 1/0 | 1/1 | 1/0 | 0/1 | 1/0 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 0 / 20 / 0 | 13.5 | |
5. haddibje ![]() | 1/0 | 1/0 | 0/½ | 0/0 | 1/1 | 1/0 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 0 / 20 / 0 | 13.5 | |
6. ![]() | 0/0 | 0/0 | 0/1 | 1/0 | 0/0 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 1/1 | 0 / 20 / 0 | 12 | |
7. hallurbirkir (Hallur) | 0/0 | ½/1 | 0/½ | 0/1 | 1/0 | 0/0 | ½/1 | 1/1 | ½/0 | 1/1 | 0 / 20 / 0 | 10 | |
8. hermanna ![]() | 0/0 | ½/0 | 0/0 | 1/0 | 0/0 | 0/0 | 0/½ | 1/0 | 1/1 | 1/1 | 0 / 20 / 0 | 7 | |
9. nonni86 (Jón Hafsteinn) | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 1/0 | 1/1 | 0/1 | 0 / 20 / 0 | 4 | |
10. veigar (Tómas Veigar) | 0/0 | 0/0 | ½/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 1/½ | 0/0 | 0/0 | 1/0 | 0 / 20 / 0 | 3 | |
11. bjossi (Sigurbjörn) | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/0 | 0/1 | 1/0 | 0 / 20 / 0 | 2 |
Séstakir gestir mótsins voru þeir Þorgeir Einarsson Víkingaklúbbnum og Halldór Brynjar Halldórsson S.A.
Í nóvember verður svo sett af stað annað innanfélagsmót á Gameknot. tímamörkin verða þó styttri en í nýloknu móti, því það stóð óþarflega lengi yfir. (10 mánuðir !) H.A.
22.10.2008 | 12:01
15 mín mótið verður haldið 15 nóvember.
Hið árlega 15 mín skákmót Goðans verður haldið laugardaginn 15 nóvember nk. á Húsavík. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín á mann. Mótið verður reiknað til atskákstiga.
Keppt verður í fullorðinsflokki (17 ára og eldri), unglinga flokki (13-16 ára) og barnaflokki (12 ára og yngri).
Þátttökugjald er 500 kr fyrir fullorna, en 250 kr fyrir 16 ára og yngri.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu í öllum flokkum, auk þess sem sigurvegarinn í heildarkeppninni hlýtur að launum farandbikar til varðveislu. Núverandi 15 mín meistari Goðans er Smári Sigurðsson.
Mótið verður haldið í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík og það hefst stundvíslega kl 13:00 og mótslok eru áætluð um kl 17:00.
Formaður skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson, tekur við skráningum í mótið í síma 4643187, auk þess að veita allar nánari upplýsingar. H.A.
Spil og leikir | Breytt 2.11.2008 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2008 | 23:34
Baldur efstur eftir stigaútreikning.
Það var jöfn og spennandi keppni á skákæfingu kvöldsins. Baldur Daníelsson varð þó efstur eftir stigaútreikning. Tefldar 4 umferðir eftir monradkerfi. Umhugsunartíminn var 15 mín á mann.
Úrslit urðu eftirfarandi :
1. Baldur Daníelsson 3 vinningar af 4 mögulegum (10 stig)
2-3. Pétur Gíslason 3 (8 stig)
2-3. Rúnar Ísleifsson 3 (8 stig)
4. Ármann Olgeirsson 2 (8 stig)
5. Hermann Aðalsteinsson 2 (7 stig)
6. Jóhann Sigurðsson 2 (5 stig)
7. Baldvin Þ Jóhannesson 1
8. Sigurbjörn Ásmundsson 0
Næsta skákæfing verður í Stórutjarnaskóla 29 október. H.A.
14.10.2008 | 21:28
Breytingar á æfingastað.
Æfingastaður okkar og aðal mótsstaður undanfarin ár, Fosshóll í Þingeyjarsveit, verður lokaður í vetur. Vegna þess verða engar skákæfingar né skákmót þar í vetur.
Skákfélaginu hefur tekist að útvega tvö ný æfingahúsnæði, Stórutjarnaskóli og Litlulaugaskóli og verður teflt til skiptis í skólunum tveimur.
Skákæfingin annað kvöld, miðvikudagskvöldið 15 október, verður í Litlulaugaskóla og hefst hún á hefðbundnum tíma kl 20:30. Næsta skákæfing, 29 október, verður í Stórutjarnaskóla.
Stjórn þakkar rekstraraðilum á Fosshóli fyrir aðstöðuna og ómælda kaffidrykkju þar, undanfarin ár.