Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Staðan á miðvikudagsæfingum.

Pétur Gíslason hefur örugga forustu í samanlögðum vinningafjölda að loknum 5 skákæfingum á þessum vetri. Hann er með 10 vinningum meira en næsti maður. Pétur hefur 87% vinningshlutfall. Pétur og Baldvin eru einu skákmenn félagsins sem eru með 100% mætinga hlutfall. 

Vinningastaðan á miðvikudagsæfingunum er eftirfarandi :

1.   Pétur Gíslason                          23,5     af 27 mögulegum !
2.   Baldvin Þ Jóhannesson             13,5
3.   Ármann Olgeirsson                    10,5                       
4.   Hermann Aðalsteinsson             9,5
5.   Ketill Tryggvason                       9
6.   Baldur Daníelsson                      6
7.   Rúnar Ísleifsson                         5,5
8.   Smári Sigurðsson                       4,5
9.   Ævar Ákason                              3,5
10. Sigurbjörn Ásmundsson             2,5
11  Jóhann Sigurðsson                     2
12. Hallur B Reynisson                     1

Það skal tekið fram að sumir hafa aðeins mætt á eina skákæfingu og eru því ekki með marga vinninga vegna þess. H.A.


Sigur hjá Barða en tap hjá Jakob.

2. umferð á haustmóti TR. var tefld í gærkvöldi.  Barði Einarsson vann Sigríði Björgu Helgadóttur í D-flokki, en Jakob Sævar tapaði fyrir Matthíasi Péturssyni í C-flokki.

Barði er með 2 vinninga eftir tvær umferðir í D-flokki og Jakob Sævar er með 0,5 vinninga eftir tvær umferðir í C-flokki.

3. umferð verður tefld á föstudag.  Þá teflir Jakob Sævar, með svörtu, við Víking Fjalar Einarsson (1859) og Barði teflir, með hvítu, við Dag Andra Friðgeirsson (1795)  H.A.


Pétur efstur á æfingu.

Pétur Gíslason vann alla andstæðinga sína á æfingu kvöldsins. Teflt var í Stórutjarnaskóla.

Úrslit urðu eftirfarandi :Pétur Gíslason

1. Pétur Gíslason                    5 vinn af 5
2. Baldvin Þ Jóhannesson       4
3. Hermann Aðalsteinsson      3
4. Ketill Tryggvason                2
5. Sigurbjörn Ásmundsson     1
6. Jóhann Sigurðsson             0

Næsta skákæfing veður miðvikudagskvöldið 5 nóvember í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík, kl 20:30.   H.A.


Skákæfingar á Húsavík.

Merki skákfélagið GoðinnSkákfélagið Goðinn mun nú í vetur standa fyrir skákæfingum á Húsavík í fyrsta skipti frá stofnun félagsins.  Tekist hafa samningar við Framsýn-stéttarfélag um afnot af sal Framsýnar við Garðarsbraut 26 á Húsavík. 

Fyrsta skákæfingin verður haldin þar miðvikudagskvöldið 5 nóvember kl 20:30. Verða skákæfingar því í hverri viku (öll miðvikudagskvöld) í allan vetur, til skiptis á Húsavík, í Litlulaugaskóla og í Stórutjarnaskóla.

Ókeypis er á allar æfingar hjá félaginu.

Nú stendur yfir átak á Húsavík með það að markmiði, að fá óvirka skákmenn á Húsavík og nágrenni, til þátttöku í starfi Goðans og svo er skákkennsluverkefni í Borgarhólsskóla í fullum gangi, þannig að brýn þörf var á að koma á reglulegum skákæfingum á Húsavík.

Skákæfingarnar á Húsavík verða í umsjá Ævars Ákasonar og Smára Sigurðssonar, auk Hermanns Aðalsteinssonar formanns félagsins.

Óvirkir skákmenn á Húsavík og nágrenni, sem og börn og unglingar við Borgarhólsskóla og öðrum skólum í nágrenninu, eru hvött til þess að koma á skákæfingar hjá félaginu og taka þátt í fræðandi og skemmtilegu starfi félagsins.

Æfinga og mótaáætlun fram til áramóta: 

29 október           Skákæfing       20:30           Stórutjarnaskóli.
5   nóvember       Skákæfing       20:30            Húsavík.
12 nóvember       Skákæfing       20:30            Litlulaugaskóli
15 nóvember    15 mín mót      13:00           Húsavík.
19 nóvember       Skákæfing       20:30            Húsavík.
26 nóvember       Skákæfing       20:30            Stórutjarnaskóli.
3   desember       Skákæfing       20:30            Húsavík
10 desember       Skákæfing       20:30            Litlulaugaskóli
17 desember       Skákæfing       20:30            Húsavík
27 desember    Hraðskákmót   13:00           Húsavík

Æfinga og mótaáætlun fyrir janúar til maí 2009 verður birt í lok desember. H.A.


Sigur hjá Barða og Jakob með jafntefli.

Jakob Sævar gerði í dag jafntefli með, svörtu mönnunum, við Patrek Maron Magnússon (1886) og Barði Einarsson vann Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1654) með hvítu mönnunum, í 1 umferð haustsmóts TR sem fram fór í dag.

Önnur umferð verður tefld á miðvikudag kl 19:30.

Þá teflir Jakob Sævar með hvítu mönnunum við Mattías pétursson (1896) og Barði teflir með svörtu mönnunum við Sigríði Björgu Helgadóttur (1595) H.A. 


Barði og Jakob keppa í Reykjavík.

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í dag. Okkar menn, Jakob Sævar Sigurðsson (1817) og Barði Einarsson (1750) taka þátt í mótinu.  Jakob teflir í lokuðum 10 manna C-flokki og Barði í lokuðum 10 manna D-flokki.  Barði er næst stigahæstur í D-flokknum, en Jakob er stigalægstur í C-fokknum.

Íslandsmót skákfélaga 2008 9 015Íslandsmót skákfélaga 2008 9 010

         

 

                                   

 

 

 

 

 

 

Tefldar verða 9 umferðir báðum flokkum. Alls taka 61 keppandi þátt í mótinu, þar af 21 í E-flokki.

Fylgst verður með gengi okkar manna í mótinu og úrslit birt eins fljótt og auðið er. H.A.


Jakob vann Gameknot mót Goðans.

Þá er fyrsta skákmóti Goðans á netinu lokið.  Jakob Sævar Sigurðsson hafði sigur með 16 vinningum af 20 mögulegum. Þorgeir Einarsson (Víkingaklúbburinn) og Rúnar Ísleifsson urðu jafnir í 2-3 sæti.

Úrslit urðu eftirfarandi..

player
vs #1vs #2vs #3vs #4vs #5vs #6vs #7vs #8vs #9vs #10vs #11games score
1. blackdawn (Jakob) ½/10/½1/01/01/11/11/11/11/11/10 / 20 / 016
2. goggi1203 (Þorgeir)0/½ 1/½1/½1/01/10/½1/½1/11/11/10 / 20 / 014.5
3. runari         (Rúnar)½/1½/0 1/0½/10/1½/11/11/11/½1/10 / 20 / 014.5
4. peturgis          (Pétur)1/0½/01/0 1/11/00/11/01/11/11/10 / 20 / 013.5
5. haddibje (Halldór B)1/01/00/½0/0 1/11/01/11/11/11/10 / 20 / 013.5
6. sesar          (Smári)0/00/00/11/00/0 1/11/11/11/11/10 / 20 / 012
7. hallurbirkir    (Hallur)0/0½/10/½0/11/00/0 ½/11/1½/01/10 / 20 / 010
8. hermanna (Hermann)0/0½/00/01/00/00/00/½ 1/01/11/10 / 20 / 07
9. nonni86 (Jón Hafsteinn)0/00/00/00/00/00/00/01/0 1/10/10 / 20 / 04
10. veigar  (Tómas Veigar)0/00/0½/00/00/00/01/½0/00/0 1/00 / 20 / 03
11. bjossi      (Sigurbjörn)0/00/00/00/00/00/00/00/00/11/0 0 / 20 / 02

Séstakir gestir mótsins voru þeir Þorgeir Einarsson Víkingaklúbbnum og Halldór Brynjar Halldórsson S.A. 

Í nóvember verður svo sett af stað annað innanfélagsmót á Gameknot.  tímamörkin verða þó styttri en í nýloknu móti, því það stóð óþarflega lengi yfir. (10 mánuðir !) H.A.


15 mín mótið verður haldið 15 nóvember.

Hið árlega 15 mín skákmót Goðans verður haldið laugardaginn 15 nóvember nk. á Húsavík. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín á mann.  Mótið verður reiknað til atskákstiga.

Keppt verður í fullorðinsflokki (17 ára og eldri), unglinga flokki (13-16 ára) og barnaflokki (12 ára og yngri).

Þátttökugjald er 500 kr fyrir fullorna, en 250 kr fyrir 16 ára og yngri.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu í öllum flokkum, auk þess sem sigurvegarinn í heildarkeppninni hlýtur að launum farandbikar til varðveislu.  Núverandi 15 mín meistari Goðans er Smári Sigurðsson.

Mótið verður haldið í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík og það hefst stundvíslega kl 13:00 og mótslok eru áætluð um kl 17:00.

Formaður skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson, tekur við skráningum í mótið í síma 4643187, auk þess að veita allar nánari upplýsingar.  H.A.

 


Baldur efstur eftir stigaútreikning.

Það var jöfn og spennandi keppni á skákæfingu kvöldsins.  Baldur Daníelsson varð þó efstur eftir stigaútreikning.  Tefldar 4 umferðir eftir monradkerfi.  Umhugsunartíminn var 15 mín á mann.

Úrslit urðu eftirfarandi :

1.    Baldur Daníelsson              3 vinningar af 4 mögulegum (10 stig)
2-3. Pétur Gíslason                   3                                          (8 stig)
2-3. Rúnar Ísleifsson                 3                                          (8 stig)
4.    Ármann Olgeirsson             2                                          (8 stig)
5.    Hermann Aðalsteinsson      2                                          (7 stig)
6.    Jóhann Sigurðsson              2                                          (5 stig)
7.    Baldvin Þ Jóhannesson       1
8.    Sigurbjörn Ásmundsson      0

Næsta skákæfing verður í Stórutjarnaskóla 29 október. H.A.


Breytingar á æfingastað.

Æfingastaður okkar og aðal mótsstaður undanfarin ár, Fosshóll í Þingeyjarsveit, verður lokaður í vetur.  Vegna þess verða engar skákæfingar né skákmót þar í vetur. 

Skákfélaginu hefur tekist að útvega tvö ný æfingahúsnæði, Stórutjarnaskóli og Litlulaugaskóli og verður teflt til skiptis í skólunum tveimur.

Skákæfingin annað kvöld, miðvikudagskvöldið 15 október, verður í Litlulaugaskóla og hefst hún á hefðbundnum tíma kl 20:30.  Næsta skákæfing, 29 október, verður í Stórutjarnaskóla.

Stjórn þakkar rekstraraðilum á Fosshóli fyrir aðstöðuna og ómælda kaffidrykkju þar, undanfarin ár.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband