20.12.2008 | 20:57
Jólapakkamót í Mývatnssveit.
Haldið var jólapakkaskákmót fyrir nemendur í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit á fimmtudag. Mjög góð þátttaka var í mótinu því 25 krakkar úr öllum bekkjum skólans tóku þátt. Krakkarnir tefldu í þremur aldurs flokkum, 1-2 bekkur, 3-5 bekkur og 6-10 bekkur.
Vinningarnir voru einkar glæsilegir í jólapakkamótinu.
Bíómiðar fyrir tvo, sem Sambíóin á Akureyri gáfu, voru í verðlaun fyrir 1. sætið í öllum flokkum .
Skákfélagið Goðinn gaf öllum keppendum í yngsta flokki skákbókina Skák og mát og jólasælgæti
Keiluhöllin á Akureyri gaf miða fyrir tvo í keilu sem voru veittir í yngsta flokki, auk veitinga í sal fyrir 1000 krónur.
Samkaup gaf öllum keppendum jólapezkalla
Allir keppendur í eldri flokkunum fengu gefins skákbækur frá Skáksambandi Íslands
Skautahöllin á Akureyri gaf tvo miða og voru þeir veittir í elsta og miðflokki fyrir tvo ásamt skautum.
Hjörtur Jón Gylfason vann sigur í elsta flokknum 6-10 bekk.
Ari Rúnar Gunnarsson vann sigur í miðflokknum 3-5 bekk.
Helgi Þorleifur Þórhallsson vann sigur í yngsta flokknum 1-2 bekk.
Það voru þeir Baldvin Þór Jóhannesson og Pétur Gíslason sem höfðu veg og vanda að þessu stórglæsilegu jólapakkamóti. Sjá má myndir frá mótinu í myndaalbúmi hér til hliðar. H.A.
Flokkur: Barna og unglingastarf | Breytt 21.12.2008 kl. 21:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.