1.6.2014 | 22:25
Lenka Íslandsmeistari kvenna - Sigurđur Dađi vann áskorendaflokkinn
Lenka Ptácnikóvá varđ í dag Íslandsmeistari kvenna. Hún stóđ sig frábćrlega í áskorendaflokki og endađi ţar í öđru sćti. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir varđ í öđru sćti á Íslandsmóti kvenna og Tinna Kristín Finnbogadóttir ţriđja. Sigurđur Dađi Sigfússon vann sigur í áskorendaflokki međ 7,5 vinninga af 9 mögulegum, Lenka varđ önnur međ 7 vinninga og Davíđ Kjartansson varđ ţriđji međ 6,5 vinninga. Lenka og Sigurđur Dađi hafa tryggt sér keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári. Magnús Teitsson, sem leiddi mótiđ framan af, gaf eftir á lokasprettinum og varđ í 6. sćti međ 6 vinninga líkt og Kristján Eđvarđsson og Sćvar Bjarnason. Sjá lokastöđuna í áskorendaflokki.
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson er Íslandsmeistari í skák 2014 og tryggđi Guđmundur sér sinn annan stórmeistaraáfanga međ sigrinum. Árangur Guđmundar kemur verulega á óvart - enda var hann ađeins sjöundi í stigaröđ tíu keppenda. Héđinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson urđu í 2.-3. sćti vinningi á eftir Guđmundi. Ţröstur Ţórhallsson varđ fjórđi međ 5 vinninga, Helgi Áss Grétarsson sjöundi međ 4 vinninga og Einar Hjalti Jensson áttundi međ 3,5 vinninga. Lokastöđuna má sjá hér
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.