12.5.2014 | 13:00
Huginn nýtt nafn í stađ GM Hellis
FRÉTTATILKYNNING 12. MAÍ 2014
Skákfélagiđ GM Hellir hefur hlotiđ nýtt heiti og nefnist héđan í frá Skákfélagiđ Huginn. Nafniđ var valiđ á nýafstöđnum ađalfundi félagsins 2014, eins og kveđiđ var á um í samrunasamningi skákfélaganna Gođans-Máta og Hellis haustiđ 2013. Fyrri nafngift félagsins, skammstöfunin GM Hellir, var hugsuđ til bráđabirgđa og var sérstakri nafnanefnd faliđ skömmu eftir sameininguna ađ leggja fram tillögur um endanlegt heiti. Áhersla var lögđ á ađ nafniđ vćri á góđri íslensku, sérstćtt, ţjált og nothćft alţjóđlega.
Huginn var nafn á öđrum hrafna Óđins. Hrafninn er viskufugl enda sendi Óđinn hrafna sína, Hugin og Munin, til ađ leita ţekkingar. Merking nafnsins Huginn er hugur, hugsun; árćđi sem fellur vel ađ skákiđkun og forsendum árangurs á ţví sviđi. Indóevrópsk rót orđsins er keu, sem merkir ađ huga ađ eđa skynja. Beyging: HuginnHuginHuginHugins.
Hermann Ađalsteinsson, formađur Hugins: Ţađ er ánćgjuefni ađ félaginu hefur veriđ fundiđ ţetta fagra og rismikla nafn sem ég hef trú á ađ venjist vel. Segja má ađ ţar međ sé sameiningarferli félaganna endanlega lokiđ í huglćgri merkingu. Hiđ nýja félag er sprottiđ upp af ţremur sterkum rótum og hefur ţví ákveđna hefđ ađ byggja á, en á líka sjálft eftir ađ skapa nafninu sínu orđspor af eigin verđleikum. Ég treysti Huginsmönnum, konum og körlum, vel til ţess uppbyggingarstarfs.
Fram undan er ţađ verkefni ađ setja nýja nafniđ í réttan búning og leggja línur ađ framtíđarásýnd félagsins. Stefnt er ađ ţví ađ opna vef Hugins í öndverđum júní og verđur nýtt kennimark félagsins kynnt um leiđ. Lén Hugins, skakhuginn.is, verđur jafnframt tekiđ í gagniđ á sama tíma.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.