Óskar og Stefán Orri efstir á æfingu.

Óskar Víkingur Davíðsson sigraði með 4,5v í fimm skákum í eldri flokki á GM-Hellisæfingu sem fram fór þann 13. janúar sl. í Mjóddinni. Ýmislegt gengur á í skákum Óskars á þessum æfingum en hann getur verið laginn við redda sér út úr vandræðum eins og kom sér vel í tveimur síðustu skákunum á æfingunni. Þar náði hann jafntefli á móti Halldóri Atla í næst síðust umferðinni og vann Alec Elías þótt stöðurnar gæfu ekki beint tilefni til svo hagstæðra úrslit. Annar var Heimir Páll Ragnarsson með 4v og þriðji varð Oddur Þór Unnsteinsson með 3v. 

Stefán Orri Davíðsson og  Baltasar Máni Wedholm voru efstir og jafnir með 5,5v í yngri flokki en Stefán Orri var hærri á stigum og hlaut hann fyrsta sætið og Baltasar annað sætið. Stefán Orri fær því að spreyta sig í eldri flokki á næstu æfingu í fyrsta sinn. Sævar Breki Snorrason varð svo þriðji með 4v og er þetta í fyrsta sinn sem hann er í verðlaunasæti á æfingunum.

Eftirtaldir tóku þátt í æfingunni: Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, oddur Þór Unnsteinsson, Alec Elías Sigurðarson, Birgir Ívarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Brynjar Haraldsson,  Sindri Snær Kristófersson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm, Sævar Breki Snorrason, Þórður Hólm Hálfdánarson, Adam Omarsson, Arnar Jónsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Aron Kristinn Jónsson.

Næsta æfing í Mjóddinni verður svo mánudaginn 20. janúar og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband