14.1.2014 | 22:48
Óskar og Stefán Orri efstir á æfingu.
Stefán Orri Davíðsson og Baltasar Máni Wedholm voru efstir og jafnir með 5,5v í yngri flokki en Stefán Orri var hærri á stigum og hlaut hann fyrsta sætið og Baltasar annað sætið. Stefán Orri fær því að spreyta sig í eldri flokki á næstu æfingu í fyrsta sinn. Sævar Breki Snorrason varð svo þriðji með 4v og er þetta í fyrsta sinn sem hann er í verðlaunasæti á æfingunum.
Eftirtaldir tóku þátt í æfingunni: Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, oddur Þór Unnsteinsson, Alec Elías Sigurðarson, Birgir Ívarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Brynjar Haraldsson, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm, Sævar Breki Snorrason, Þórður Hólm Hálfdánarson, Adam Omarsson, Arnar Jónsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Aron Kristinn Jónsson.
Næsta æfing í Mjóddinni verður svo mánudaginn 20. janúar og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Flokkur: Barna og unglingastarf | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.