Adam, Stefán Orri og Óskar Víkingur aldursflokkameistarar á Íslandsmóti barna

Aldursflokkameistarar á Íslandsmóti barna
Félagsmenn úr GM Hellli náđu góđum árangri á nýafstöđnu Íslandsmóti barna sem er fyrir skákmenn 10 ára og yngri. Keppnisfyrirkomulagiđ var á ţann máta ađ ţeir keppendur sem voru međ ţrjá vinninga úr fyrstu fimm umferđum mótsins fengu ađ halda áfram keppni í síđustu fjórar umferđir mótsins, en ţađ voru 44 keppendur alls sem komust áfram. Samkeppnin var ţví hörđ en 90keppendur tóku ţátt í mótinu, auk 17 keppenda í peđaskák.

Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Aron Kristinn Jónsson sem nýlega eru byrjađir ađ ćfa međ félaginu komust ekki í gegnum síuna ađ ţessu sinni, en stóđu sig engu ađ síđur međ stakri prýđi.  Ellefu keppendur frá GM Helli náđu ţeim árangri ađ komast áfram. Ţađ voru Óskar Víkingur Davíđsson,Halldór Atli Kristjánsson,  Stefán Orri Davíđsson, Sindri Snćr Kristófersson, Axel Óli Sigurjónsson, Egill Úlfarsson, Baltasar Máni Wedholm, Brynjar Haraldsson, Ívar Andri Hannesson, Birgir Logi Steinţórsson og Adam Omarsson, en úrslit mótsins má finna hér. 
 
Halldór Atli, Stefán Orri, Sindri Snćr, Axel Óli og Egill skipuđu sér allir í fremstu röđ og luku keppni međ 6 vinningum, í 8. til 20. sćti í mótinu. Óskar Víkingur blandađi sér í toppbaráttuna en hann og ríkjandi Íslandsmeistari, Vignir Vatnar Stefánsson unnu allar ađrar sínar skákir fyrir utan jafntefli sín á milli í 7. umferđ. Óskar og Vignir Vatnar tefldu ţví tvćr skákir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn, ţar sem Vignir Vatnar hafđi betur. Óskar hlaut ţví annađ sćtiđ í mótinu, en ţess má geta ađ hann er átta ára og hefur ţví keppnisrétt á Íslandsmóti barna í tvö ár í viđbót.

Á Íslandsmóti barna eru veittar viđurkenningar fyrir hvern aldursflokk, en Adam Omarsson varđ meistari 6 ára keppenda, Stefán Orri Davíđsson varđ meistari 7 ára keppenda og Óskar Víkingur Davíđsson varđ meistari 8 ára keppenda. GM Hellir óskar ţessum efnilega keppendahóp til hamingju međ árangurinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband