Tap fyrir Eyfirðingum

Í dag fór fram héraðskeppni í skák milli Þingeyinga og Eyfirðinga í Stórutjarnaskóla. Var þetta fyrsta formlega héraðskeppnin í flokki 16 ára og yngri. Bæði lið mættu með 12 keppendur og var þeim skipt í tvo hópa, reyndari keppendur og hóp með minni keppnisreynslu.

Hérðaðskeppnin við Eyfirðinga 003 (640x480) 

Allir tefldu við alla í hópi andstæðinganna, alls 6 skákir og voru tímamörkin 10 mín á mann. Eyfirðingar unnu nokkuð öruggan sigur í hóp reyndari keppenda og fengu þeir 28 vinninga geng 8 vinningum Þingeyinga.

Hérðaðskeppnin við Eyfirðinga 004 (640x480) 

Mun jafnari keppni var í flokki keppenda með minni keppnisreynslu og réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu umferð. Eyfirðingar höfðu betur og fengu 19 vinninga en Þingeyingar 17.  

Hérðaðskeppnin við Eyfirðinga 011 (640x480) 

Lið Eyfirðinga. 

Bestir Eyfirðinga voru þeir Andri Freyr Björgvinsson sem vann allar sínar skákir. Óliver Ísak fékk 5,5 vinninga og Tinna Ósk Rúnarsdóttir og Sævar Gylfason fengu 5 vinninga af 6 mögulegum. Hlynur Snær Viðarsson stóð sig best Þingeyinga og landaði 4,5 vinningum, eða rúmlega helming allra vinninga Þingeyinga í flokki reynslu meiri keppendanna. 

Hérðaðskeppnin við Eyfirðinga 013 (640x480) 

Lið Þingeyinga. Aftari röð: Hlynur, Valur, Eyþór, Bjarni, Arnar, Jón Aðalsteinn og Helgi.
Neðri röð: Björn Gunnar, Jakub, Kristján, Ari Rúnar, Ásgeir og Hafþór.

Jakbu Statkiewicz í liði Þingeyinga stóð sig best allra í flokki keppenda með minni reynslu og landaði 5,5 vinningum úr 6 skákum. Eyþór Kári Ingólfsson stóð sig einnig vel og fékk 4 vinninga. Hafdís (vantar eftirnafn) úr liði Eyfirðinga fékk 4 vinninga og allir hinir fimm Eyfirðingarnir fengu 3 vinninga.

Hjörleifur Halldórsson, Sigurður Arnarson og Hermann Aðalsteinsson voru mótsstjórar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband