Stefán Kristjánsson sigrađi á Fastus mótinu 2013

Vel heppnuđu Fastus móti Gođans-Máta er nú lokiđ eftir skemmtilega keppni. Stefán Kristjánsson, stórmeistari, varđ hlutskarpastur 30 keppenda, hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Hann kom greinilega vel undirbúinn til leiks og var sá eini keppenda sem tapađi ekki skák.  Úrslit mótsin réđust í raun í 6. umferđ ţegar stórmeistararnir tveir, Stefán og Ţröstur, leiddu saman hesta sína en ţeir voru jafnir og efstir fyrir ţá rimmu.

Fastus 1. verđl. (640x427) 

Bergţóra Ţorkelsdóttir afhendir Stefáni Kristjánssyni verđlaunin fyrir 1. sćtiđ. 

Í 2.-4. sćti á mótinu urđu kapparnir Sigurbjörn Björnsson, fidemeistari, Karl Ţorsteins, alţjóđlegur meistari, og Ţröstur Ţórhallsson, stórmeistari, međ 5 vinninga hver. Rétt á hćla ţeirra međ 4,5 vinninga komu Ingvar Ţór Jóhannesson, fidemeistari, Jón Viktor Gunnarsson, alţjóđlegur meistari, unglingurinn efnilegi Dađi Ómarsson og fidemeistarinn margreyndi, Benedikt Jónasson, sem átti flottan endasprett, hlaut 4 vinninga úr síđustu 5 skákunum.

Fastusmótiđ (640x427) 

Fastus 2. (640x427) 

Í 9.-13. sćti međ 4 vinninga urđu svo fidemeistarinn Andri Áss Grétarsson, sem teflir afar sjaldan núrorđiđ, Ţorsteinn Ţorsteinsson, fidemeistari, Lenka Ptachnikova, stórmeistari kvenna, Einar Hjalti Jensson, fidemeistari, og Ţorvarđur Ólafsson.

fastus KvennaLenka (640x427) 

Góđir gestir

Fastus mótiđ er eitt sterkasta mót ársins. Um er ađ rćđa innanfélagsmót Gođans-Máta ađ viđbćttum góđum gestum sem setja skemmtilegan svip á mótiđ. Ólympíuliđ kvenna var međal bođsgesta ađ ţessu sinni og stóđu ţćr valkyrjur sig međ miklum sóma. Hallgerđur Ţorsteinsdóttir lagđi m.a. Björn Ţorsteinsson, og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi Benedikt Jónasson en hástökkvari mótsins í stigum taliđ var Elsa María Kristínardóttir sem hćkkađi um 25,8 eló-stig.

fastus Hallgerđur (427x640) 

Áhersla á lítt virka skákmenn

Í Fastus mótinu er annars lögđ sérstök áhersla á ţátttöku skákmanna, sem hafa lítiđ teflt síđustu árin eđa jafnvel áratugina. Ţađ er afar ánćgjulegt ađ lađa menn eins og Karl Ţorsteins og Ţröst Árnason aftur ađ skákborđinu - kempur sem hafa ekki teflt á kappskákmótum, fyrir utan Íslandsmót skákfélaga, í áratugi.  Fyrirkomulag mótsins hefur ţann stóra kost ađ ađeins er teflt einu sinni í viku, ţannig ađ ţeir sem njörvađir eru niđur viđ dagleg störf eđa nám hafa svigrúm til ađ taka ţátt og hafa nćđi til ţess ađ undirbúa sig af kostgćfni. Greinilegt ađ ţessi tilhögun á framtíđina fyrir sér. Hún mćlist almennt vel fyrir međal íslenskra skákmanna og nćgir ţar ađ nefna Öđlingamót TR sem eru jafnan fjölsótt.

fastus ingvar (427x640) 

Ţó ađ hart vćri barist á mótinu var skemmtilegt samneyti, spjall og spaug snar ţáttur í upplifuninni. Gođinn-Mátar ţakkar keppendum drengilega framgöngu, gestum góđ viđkynni og áhorfendum áhugann. JŢ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

(Athugasemd međ auglýsingatengli fjarlćgđ af umsjónarmönnum.)

Maria Ýr (IP-tala skráđ) 19.2.2013 kl. 03:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband