Jón Kristinn, Óliver Aron og Dagur Ragnarsson sigurvegarar Landsmótsins í skólaskák 2012.

Jón Kristinn Þorgeirsson hafði fáheyrða yfirburði í yngri flokki Landsmótsins í skólaskák.  Jón Kristinn vann alla ellefu andstæðinga sína!  Vignir Vatnar Stefánsson, yngsti keppandinn, varð annar með 8 vinninga og Símon Þórhallsson varð þriðji með 7,5 vinning.   Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson urðu efstir og jafnir í eldri flokki og tefla úrslitaeinvígi um titilinn síðar í maí.  Dagur Kjartansson og Emil Sigurðarson urðu í 3.-4. sæti og fékk Dagur þriðja sætið á stigum.  

Jón Kristinn vann mótið annað árið í röð.   Árangur Símons kom verulega skemmtilega á óvart en hann sló við mörgum mun stigahærri skákmönnum.   Símon flutti til Akureyrar fyrir um ári síðan og hefur bætt sig gífurlega á þeim tíma.  Jón Kristinn og Símon eru bekkjarbræður í Lundarskóla. 

Miklu meiri spennan var í eldri flokki.   Þar skiptust menn á forystu.  Skólabræðurnir Oliver Aron og Dagur Ragnarsson komu jafnir í mark en Oliver vann Dag Kjartansson í lokaumferðinni, en Dagur Kjartansson var efstur fyrir hana.  Ingibjörg Edda Birgisdóttir, nýr Landssmótsstjóri,  sýndi mikið öryggi og ljóst að skákhreyfingin hefur eignast nýjan frábæran Landsmótsstjóra.  Erfitt að feta í fótspor Páls Sigurðssonar sem hefur verið Landsmótsstjóri við góðan orðstýr árum saman. 

Landsmótið 2012 verðlaunaafhending 005 
                  Jón Kristinn Þorgeirsson með sín verðlaun. 
 
Landsmótið 2012 verðlaunaafhending 004 
Yngsti keppandinn á mótinu, Vignir Vatnar Stefánsson (Reykjanes) varð í öðru sæti í yngri flokki.
 
Landsmótið 2012 verðlaunaafhending 008 
Dagur Ragnarsson og Óliver Aron Jóhannesson komu jafnir í mark í eldri flokki með 8,5 vinninga og heyja einvígi um titilinn við fyrsta tækifæri.
 
Lokastaðan í eldri flokki: 
 
Rk. NamesexFEDRtgIRtgN Pts. TB1    
1 Jóhannesson Óliver Aron ISL01757 8.538.00   
2 Ragnarsson Dagur ISL01974 8.537.75   
3 Kjartansson Dagur ISL01652 8.036.75   
4 Sigurðsson Emil ISL01821 8.036.50   
5 Harðarson Jón Trausti ISL01773 7.531.25   
6 Sigurðsson Birkir Karl ISL01810 7.028.50   
7 Hauksdóttir Hrund ISL01555 7.026.75   
8 Björgvinsson Andri Freyr ISL01424 5.014.00   
9 Hallgrímsson Snorri ISL01323 2.56.00   
10 Kolica Donika ISL01092 2.03.50   
11 Freysson Mikael Máni ISL00 1.02.00   
12 Viðarsson Hlynur Snær ISL01096 1.01.00   
 
Landsmótið 2012 verðlaunaafhending 007 
                  Dagur Kjartansson varð í þriðja sæti í eldri flokki. 
 
Lokastaðan í yngri flokki:

Rk. NamesexFEDRtgIRtgNPts. TB1    
1 Þorgeirsson Jón Kristinn ISL0177911.055.00   
2 Stefánsson Vignir Vatnar ISL015858.033.50   
3 Þórhallsson Símon ISL011977.529.75   
4 Heimisson Hilmir Freyr ISL014597.027.50   
5 Jóhannesson Kristófer Jóel ISL007.027.00   
6 Jónsson Gauti Páll ISL014106.529.25   
7 Davíðsdóttir Nansý ISL013136.020.75   
8 Hrafnson Hilmir ISL010006.020.25   
9 Halldórsson Haraldur ISL002.07.50   
10 Rúnarsdóttir Tinna Ósk ISL002.04.00   
11 Tómasson Wiktor ISL002.03.00   
12 Þorsteinsson Halldór Broddi ISL001.02.00   

Landsmótið 2012 verðlaunaafhending 003
                     Símon Þórhallsson varð í þriðja sæti í yngri flokki.
 
Mótshaldið gekk vel og var keppendum til mikils sóma. Allir keppendur náðu amk. í 1 vinning og fór því enginn alveg sviðinn heim í dag.
Skákfélagið Goðinn hélt mótið í samvinnu við Skáksamband Íslands og var Þingeyjarsveit aðal styrktaraðili mótsins.
 
Ég vil fyrir hönd skákféalgins Goðans þakka öllum keppendum fyrir komuna og ánægjulegt mót.
                          Hermann Aðalsteinsson.
 
 
Hægt er að skoða talsvert margar myndir í myndaalbúmi hér til hægri á síðunni.
 
Öll úrslit má skoða hér:
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband