6.5.2012 | 17:30
Jón Kristinn, Óliver Aron og Dagur Ragnarsson sigurvegarar Landsmótsins í skólaskák 2012.
Jón Kristinn Þorgeirsson hafði fáheyrða yfirburði í yngri flokki Landsmótsins í skólaskák. Jón Kristinn vann alla ellefu andstæðinga sína! Vignir Vatnar Stefánsson, yngsti keppandinn, varð annar með 8 vinninga og Símon Þórhallsson varð þriðji með 7,5 vinning. Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson urðu efstir og jafnir í eldri flokki og tefla úrslitaeinvígi um titilinn síðar í maí. Dagur Kjartansson og Emil Sigurðarson urðu í 3.-4. sæti og fékk Dagur þriðja sætið á stigum.
Jón Kristinn vann mótið annað árið í röð. Árangur Símons kom verulega skemmtilega á óvart en hann sló við mörgum mun stigahærri skákmönnum. Símon flutti til Akureyrar fyrir um ári síðan og hefur bætt sig gífurlega á þeim tíma. Jón Kristinn og Símon eru bekkjarbræður í Lundarskóla.
Miklu meiri spennan var í eldri flokki. Þar skiptust menn á forystu. Skólabræðurnir Oliver Aron og Dagur Ragnarsson komu jafnir í mark en Oliver vann Dag Kjartansson í lokaumferðinni, en Dagur Kjartansson var efstur fyrir hana. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, nýr Landssmótsstjóri, sýndi mikið öryggi og ljóst að skákhreyfingin hefur eignast nýjan frábæran Landsmótsstjóra. Erfitt að feta í fótspor Páls Sigurðssonar sem hefur verið Landsmótsstjóri við góðan orðstýr árum saman.
Rk. | Name | sex | FED | RtgI | RtgN | Pts. | TB1 | |||||
1 | Jóhannesson Óliver Aron | ISL | 0 | 1757 | 8.5 | 38.00 | ||||||
2 | Ragnarsson Dagur | ISL | 0 | 1974 | 8.5 | 37.75 | ||||||
3 | Kjartansson Dagur | ISL | 0 | 1652 | 8.0 | 36.75 | ||||||
4 | Sigurðsson Emil | ISL | 0 | 1821 | 8.0 | 36.50 | ||||||
5 | Harðarson Jón Trausti | ISL | 0 | 1773 | 7.5 | 31.25 | ||||||
6 | Sigurðsson Birkir Karl | ISL | 0 | 1810 | 7.0 | 28.50 | ||||||
7 | Hauksdóttir Hrund | ISL | 0 | 1555 | 7.0 | 26.75 | ||||||
8 | Björgvinsson Andri Freyr | ISL | 0 | 1424 | 5.0 | 14.00 | ||||||
9 | Hallgrímsson Snorri | ISL | 0 | 1323 | 2.5 | 6.00 | ||||||
10 | Kolica Donika | ISL | 0 | 1092 | 2.0 | 3.50 | ||||||
11 | Freysson Mikael Máni | ISL | 0 | 0 | 1.0 | 2.00 | ||||||
12 | Viðarsson Hlynur Snær | ISL | 0 | 1096 | 1.0 | 1.00 |
Rk. | Name | sex | FED | RtgI | RtgN | Pts. | TB1 | ||||
1 | Þorgeirsson Jón Kristinn | ISL | 0 | 1779 | 11.0 | 55.00 | |||||
2 | Stefánsson Vignir Vatnar | ISL | 0 | 1585 | 8.0 | 33.50 | |||||
3 | Þórhallsson Símon | ISL | 0 | 1197 | 7.5 | 29.75 | |||||
4 | Heimisson Hilmir Freyr | ISL | 0 | 1459 | 7.0 | 27.50 | |||||
5 | Jóhannesson Kristófer Jóel | ISL | 0 | 0 | 7.0 | 27.00 | |||||
6 | Jónsson Gauti Páll | ISL | 0 | 1410 | 6.5 | 29.25 | |||||
7 | Davíðsdóttir Nansý | ISL | 0 | 1313 | 6.0 | 20.75 | |||||
8 | Hrafnson Hilmir | ISL | 0 | 1000 | 6.0 | 20.25 | |||||
9 | Halldórsson Haraldur | ISL | 0 | 0 | 2.0 | 7.50 | |||||
10 | Rúnarsdóttir Tinna Ósk | ISL | 0 | 0 | 2.0 | 4.00 | |||||
11 | Tómasson Wiktor | ISL | 0 | 0 | 2.0 | 3.00 | |||||
12 | Þorsteinsson Halldór Broddi | ISL | 0 | 0 | 1.0 | 2.00 |

Skákfélagið Goðinn hélt mótið í samvinnu við Skáksamband Íslands og var Þingeyjarsveit aðal styrktaraðili mótsins.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.