Jón Kristinn, Óliver Aron og Dagur Ragnarsson sigurvegarar Landsmótsins í skólaskák 2012.

Jón Kristinn Ţorgeirsson hafđi fáheyrđa yfirburđi í yngri flokki Landsmótsins í skólaskák.  Jón Kristinn vann alla ellefu andstćđinga sína!  Vignir Vatnar Stefánsson, yngsti keppandinn, varđ annar međ 8 vinninga og Símon Ţórhallsson varđ ţriđji međ 7,5 vinning.   Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson urđu efstir og jafnir í eldri flokki og tefla úrslitaeinvígi um titilinn síđar í maí.  Dagur Kjartansson og Emil Sigurđarson urđu í 3.-4. sćti og fékk Dagur ţriđja sćtiđ á stigum.  

Jón Kristinn vann mótiđ annađ áriđ í röđ.   Árangur Símons kom verulega skemmtilega á óvart en hann sló viđ mörgum mun stigahćrri skákmönnum.   Símon flutti til Akureyrar fyrir um ári síđan og hefur bćtt sig gífurlega á ţeim tíma.  Jón Kristinn og Símon eru bekkjarbrćđur í Lundarskóla. 

Miklu meiri spennan var í eldri flokki.   Ţar skiptust menn á forystu.  Skólabrćđurnir Oliver Aron og Dagur Ragnarsson komu jafnir í mark en Oliver vann Dag Kjartansson í lokaumferđinni, en Dagur Kjartansson var efstur fyrir hana.  Ingibjörg Edda Birgisdóttir, nýr Landssmótsstjóri,  sýndi mikiđ öryggi og ljóst ađ skákhreyfingin hefur eignast nýjan frábćran Landsmótsstjóra.  Erfitt ađ feta í fótspor Páls Sigurđssonar sem hefur veriđ Landsmótsstjóri viđ góđan orđstýr árum saman. 

Landsmótiđ 2012 verđlaunaafhending 005 
                  Jón Kristinn Ţorgeirsson međ sín verđlaun. 
 
Landsmótiđ 2012 verđlaunaafhending 004 
Yngsti keppandinn á mótinu, Vignir Vatnar Stefánsson (Reykjanes) varđ í öđru sćti í yngri flokki.
 
Landsmótiđ 2012 verđlaunaafhending 008 
Dagur Ragnarsson og Óliver Aron Jóhannesson komu jafnir í mark í eldri flokki međ 8,5 vinninga og heyja einvígi um titilinn viđ fyrsta tćkifćri.
 
Lokastađan í eldri flokki: 
 
Rk. NamesexFEDRtgIRtgN Pts. TB1    
1 Jóhannesson Óliver Aron ISL01757 8.538.00   
2 Ragnarsson Dagur ISL01974 8.537.75   
3 Kjartansson Dagur ISL01652 8.036.75   
4 Sigurđsson Emil ISL01821 8.036.50   
5 Harđarson Jón Trausti ISL01773 7.531.25   
6 Sigurđsson Birkir Karl ISL01810 7.028.50   
7 Hauksdóttir Hrund ISL01555 7.026.75   
8 Björgvinsson Andri Freyr ISL01424 5.014.00   
9 Hallgrímsson Snorri ISL01323 2.56.00   
10 Kolica Donika ISL01092 2.03.50   
11 Freysson Mikael Máni ISL00 1.02.00   
12 Viđarsson Hlynur Snćr ISL01096 1.01.00   
 
Landsmótiđ 2012 verđlaunaafhending 007 
                  Dagur Kjartansson varđ í ţriđja sćti í eldri flokki. 
 
Lokastađan í yngri flokki:

Rk. NamesexFEDRtgIRtgNPts. TB1    
1 Ţorgeirsson Jón Kristinn ISL0177911.055.00   
2 Stefánsson Vignir Vatnar ISL015858.033.50   
3 Ţórhallsson Símon ISL011977.529.75   
4 Heimisson Hilmir Freyr ISL014597.027.50   
5 Jóhannesson Kristófer Jóel ISL007.027.00   
6 Jónsson Gauti Páll ISL014106.529.25   
7 Davíđsdóttir Nansý ISL013136.020.75   
8 Hrafnson Hilmir ISL010006.020.25   
9 Halldórsson Haraldur ISL002.07.50   
10 Rúnarsdóttir Tinna Ósk ISL002.04.00   
11 Tómasson Wiktor ISL002.03.00   
12 Ţorsteinsson Halldór Broddi ISL001.02.00   

Landsmótiđ 2012 verđlaunaafhending 003
                     Símon Ţórhallsson varđ í ţriđja sćti í yngri flokki.
 
Mótshaldiđ gekk vel og var keppendum til mikils sóma. Allir keppendur náđu amk. í 1 vinning og fór ţví enginn alveg sviđinn heim í dag.
Skákfélagiđ Gođinn hélt mótiđ í samvinnu viđ Skáksamband Íslands og var Ţingeyjarsveit ađal styrktarađili mótsins.
 
Ég vil fyrir hönd skákféalgins Gođans ţakka öllum keppendum fyrir komuna og ánćgjulegt mót.
                          Hermann Ađalsteinsson.
 
 
Hćgt er ađ skođa talsvert margar myndir í myndaalbúmi hér til hćgri á síđunni.
 
Öll úrslit má skođa hér:
 
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband