Landsmótið í skólaskák 2012 Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit.

Landsmótið í skólaskák 2012 verður haldið í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit 3-6 maí nk. Keppendalistinn í eldri og yngri flokki er farinn að skýrast og eru nöfn þeirra sem hafa tryggt sér keppnisrétt á mótinu birt hér fyrir neðan. (verður uppfært reglulega)

Eldri flokkur:

Andri Freyr Björgvinsson   Norðurland - Eystra
Snorri Hallgrímsson           ------------------------
Hlynur Snær Viðarsson      ------------------------
Gísli Geir Gíslason               Norðurland - Vestra
Birkir Karl Sigurðsson         Reykjaneskjördæmi
Oliver Aron Jóhannesson   Reykjavík
Dagur Ragnarsson             ------------------------
Jón Trausti Harðarson        ------------------------

Yngri flokkur

Jón Kristinn Þorgeirsson    Norðurland - Eystra
Símon Þórhallssson           ------------------------
Tinna Ósk Rúnarsdóttir      -----------------------
Hilmar Logi Óskarsson       Norðurland - Vestra
Vignir Vatnar Stefánsson   Reykjaneskjördæmi
Gauti Páll Jónsson              Reykjavík
Nansý Davíðsdóttir             ------------------------
Hilmir Hrafnsson                ------------------------
Ingibergur Valgarðsson      Vesturland


Kjördæmismót Suðurlands verður haldið 1. maí nk. og þá skýrist hverjir keppa fyrir þeirra hönd.
Enginn keppandi mætir úr Vestfjarðakjördæmi samkvæmt áræðanlegum heimildum og enginn keppandi mætir fyrir hönd Vesturlands í eldri flokk. Ekki er vitað hverjir verða fulltrúar Austurlands á mótinu.
 
Vanti fulltrúa úr einhverju kjördæmi verða aðrir valdir í þeirra stað samkvæmt reglum SÍ. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband