Rothögg Gođans geigađi en allt enn hćgt !

Pistill um framgöngu A-sveitar Gođans á Íslandsmótinu:

Ţađ iđađi allt af lífi og fjöri í Rimaskóla helgina 7. -9 . okt. Spekingslegir riddarar og óţreyjufullir fótgönguliđar ţyrptust ađ tafli á föstudagskvöldinu í óvenjumiklu hitakófi, unglingarnir prúđu hömuđust viđ veitingasöluna og húsvörđurinn knái barđist sveittur viđ ađ laga loftrćstinguna svo ađ menn féllu ekki í valinn í eiginlegri merkingu. Mitt í öllum hamaganginum héldu Helgi skólastjóri, Gunnar forseti og starfsmenn mótsins sinni stóísku ró og horfđu vökulum augum yfir vígvöllinn. Skemmtilegasta skákmót landsins var hafiđ enn á ný.

ÍS okt 2011 002

          Gutti, lukkudýr Gođans, fékk ekki inngöngu á skákstađ.

Hin vörpulega A-sveit Gođans lagđi allt í sölurnar til ađ tryggja sé vćnlega stöđu á toppnum í annarri deild.  Sveitin fór fjarska vel af stađ međ 5,5-0,5 sigri yfir vaskri B-sveit Hellis. Sigurgangan hélt áfram á laugardeginum međ 5,5-0,5 sigri yfir harđskeyttum Akurnesingum og um kvöldiđ voru kapparnir knáu úr Reykjanesbć lagđir međ 5,0 vinningum gegn 1,0.  Ađ ţremur umferđum loknum var stađan ţví sú ađ riddarar Hermanns formanns Ađalsteinssonar voru jafnir ađalkeppinautunum í Víkingasveitinni-Ţrótti - A međ 16 vinninga. Ljóst ađ slagurinn á sunnudeginum viđ vini okkar og erkifjendur, Víkingana, yrđi afar harđur.

ÍS okt 2011 004

       Sigurđur Dađi Sigfússon fór fyrir A-sveitinni.

Viđureignin viđ Víkingasveitina, styrkta međ ţremur erlendum meisturum og mun stigahćrri en sveit Gođans, sýndi vel styrk okkar. Hart var tekist á og stöđur almennt torráđnar nema hvađ sjentilmennirnir Sigurđur Dađi Sigfússon og stórmeistarinn Luis Galego sömdu snemma um jafnan hlut. Nokkra athygli vakti ađ sá síđarnefndi féll í vćran svefn fram á borđiđ ađ skák lokinni. Voru áhorfendur ekki á eitt sáttir um hvort svefnhöfgi  Portúgalans ćtti sér upptök í svćsinni skákţreytu, bráđaofnćmi fyrir íslenskum mat eđa hvort bilunin í loftrćstingunni leiddi til ţess ađ allt í einu hefđu skapast kjörađstćđur fyrir siestu. Sú gáta er enn óleyst en hitt er víst ađ Galego hrökk ţó ađ upp ađ lokum af vćrum blundi og brá mjög í brún enda hélt hann ađ hann hefđi sofiđ af sér skákina. Portúgalska ljúfmenniđ tók ţó fljótt gleđi sína á ný ţegar honum var tjáđ ađ hann hefđi landađ hálfum vinningi rétt fyrir blundinn, minnugur hins fornkveđna ađ betri er blundur en blunder. 

ís 2010 024

       Ásgeir Páll Ásbjörnsson tefldi óađfinnanlega um helgina.

Á öđru borđi mćtti best geymda leyndarmál íslensks skáklífs, Ásgeir Páll Ásbjörnsson, hinum öfluga alţjóđlega meistara Williem De-Jong. Skákin var öll logandi í strategískum og taktískum álitamálum en eins og svo oft áđur sá Ásgeir dýpra og lengra en andstćđingurinn sem gafst upp í vonlausri stöđu.

ÍS mars 2011 012

                Kristján Eđvarđsson kom sterkur leiks en fann ekki réttu leiđina gegn Magnúsi Erni.

Á ţriđja borđi áttust ţeir viđ kapparnir Kristján Eđvarđsson og Magnús Örn Úlfarsson. Magnús Örn hafđi betur í taktískum skćrum og vann vel útfćrđa skák sannfćrandi ađ lokum. Ađ skák lokinni kom ţó í ljós ađ Kristján átti fína möguleika hefđi hann nýtt tćkifćrin í miđtaflinu.

ís 2010 035

                     Einar Hjalti Jensson mentor Gođans.

Á fjórđa borđi tapađi Einar Hjalti mjög slysalega fyrir stórmeistara kvenna, Biönku Mühren, í léttunnu hrósendatafli, eftir ađ hafa yfirspilađ hana međ svörtu og unniđ mannskap án mótspils. Einar lét skákdrottinguna hollensku skáka af sér hrókinn en átti ţó 12 mínútur eftir á klukkunni á móti einni! Enn eitt dćmiđ um ţađ ţegar menn hugsa svo marga leiki fram í tímann ađ sýndarstađa kemur upp í huganum í stađ hinnar raunverulegu.   

ÍS mars 2011 002

                    Ţröstur Árnason hefur engu gleymt.

Á fimmta borđi skemmtu Ţröstur Árnason og Davíđ Kjartansson áhorfendum konunglega međ magnađri átakaskák og voru menn ekki á einu máli lengi framan af hvor stćđi betur. Svo fór ţó ađ Ţröstur náđi afgerandi betri stöđu í lok miđtafls og stóđ til vinnings ţegar hann lék af sér manni. Stađan var ţó enn svo góđ hjá Ţresti ađ hann hélt  auđveldlega jafntefli.

ÍS okt 2011 007

                          Hlíđar Ţór Hreinsson tefldi í fyrsta skipti fyrir Gođann um helgina.

Á 6. borđi bárust friđsemdarmennirnir geđţekku,  Hlíđar Ţór Hreinsson og Ólafur B. Ţórsson á banaspjót í tvísýnni stöđu sem okkur grunnhyggnum skákunnendum ţótti skipta ótt og títt um eigendur. Í lokin var ţađ ţó Hlíđar Ţór sem átti vinningsmöguleikana međ peđasverm á móti biskupi en guđsmađurinn reyndist jafnoki peđanna í krafti heppilegs hörundslitar. Ţá var ekki annađ eftir en ađ takast í hendur og taka upp léttara hjal.

Ástćđa er til ađ ţakka Víkingunum fyrir skemmtilega og drengilega viđureign enda ríkir sérstök háspennu-stemning ţegar ţessar öflugu sveitir lćsa saman skoltum.  Ef ekki hefđi komiđ til einskćr óheppni Einars Hjalta í kolunninni stöđu á móti Biönku Mühren, hefđi Gođinn unniđ verđskuldađ 3,5 -2,5. Rothöggiđ geigađi ađ sönnu en eftir úrslit helgarinnar munar ţó ađeins einum vinningi á Gođum og Víkingunum, ţannig ađ ţví fer fjarri ađ úrslit í 2. deild 2011- 2012 séu ráđin.

 Og eitt er víst: Lokaumferđirnar á Selfossi verđa hreint magnađar!

 Jón Ţorvaldsson, liđsstjóri A-liđs Gođans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ţakka Jóni fyrir frábćran pistil og A sveitinni fyrir frábćra frammistöđu.

Sighvatur Karlsson (IP-tala skráđ) 12.10.2011 kl. 20:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband