25.9.2011 | 21:10
Haustmót TR. Tómas vann Davíđ Kjartanss í fyrstu umferđ.
Haustmót TR hófst í dag í Reykjavík. Tveir keppendur frá Gođanum taka ţátt í mótinu og unnu ţeir báđir sínar skákir. Tómas Björnsson tefldi slavneska vörn gegn hinum öfluga liđsmanni Víkingaklúbbsins, Davíđ Kjartanssyni. Eftir jafnt tafl út úr byrjuninni fór Tómas ađ finna smáveilur í stöđu hvíts og gekk á lagiđ. Skćrurnar leiddu ađ lokum til ţess ađ Tómas vann skiptamun og hvítur gafst upp í 42 leik. Ţessi sigur var dćmigeđur fyrir Tómas sem er alltaf stóhćttulegur ţegar hann nćr ađ hrifsa til sín frumkvćđiđ. Tómas verđur međ hvítt gegn Ţorvarđi Fannari Ólafssyni í annari umferđ sem verđur tefld á miđvikudag.
Tómas Björnsson.
Hinn nýi liđsmađur Gođans, Stephen Jablon, (USA) atti kappi viđ hinn margreynda skákmann, Sigurjón Haraldsson, međ hvítu. Stephen tefldi hvasst afbrigđi gegn hollenskri vörn Sigurjóns, var alltaf skrefinu á undan og svo fór ađ ađ lokum ađ svartur var mátađur í 32. leik. Sannfćrandi innreiđ Stephen í íslenskt skáklíf. Stephen verđur međ svart gegn Atla Antonssyni (1862) í annari umferđ. JŢ.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.