Færsluflokkur: Okkar menn

Tap hjá Barða í síðustu umferð.

Barði Einarsson tapaði fyrir Þór Valtýssyni í 9. og síðustu umferð skákþings Reykjavíkur sem lauk í kvöld. Barði endaði í 40. sæti með 4 vinninga. H.A.

Sigur hjá Barða í næst síðustu umferð.

Barði Einarsson vann Pál Andrason (1564) í 8. og næst síðustu umferð á skákþingi Reykjavíkur sem tefld var í gærkvöld. Barði er í 35 sæti með 4 vinninga. Alls taka þátt 62 keppendur í mótinu. 9. og síðasta umferð verður tefld á föstudagskvöld. Þá hefur...

Sigur hjá Barða.

Barði Einarsson vann sigur á Hrund Hauksdóttur í 7. umferð á Skákþingi Reykjavíkur sem tefld var í dag. Þegar tvær umferðir eru eftir, er Barði í 34. sæti með 3 vinninga. 8. og næst síðasta umferð verður tefld á miðvikudag. Pörun í hana verður ekki ljós...

Tap hjá Barða.

Barði Einarsson tapaði fyrir Degi Kjartanssyni (1483) í 6. umferð skákþings Reykjavíkur sem tefld var í gærkvöld. 7. umferð verður tefld á sunnudag. Þá verður Barði með hvítt gegn Hrund Hauksdóttur (1350). H.A.

Tap hjá Barða í 5. umferð.

5. umferð í Skákþingi Reykjavíkur, var tefld í kvöld. Barði Einarsson tapaði fyrir Stefáni Arnalds (1953). Barði er sem stendur í 36. sæti með 2 vinninga. 6. umferð verður tefld á föstudag. Þá verður Barði með svart á Dag Kjartansson (1483)...

Barði aftur með jafntefli.

Barði Einarsson gerði í dag jafntefli við Ingvar Ásbjörnsson (2029) í 4. umferð skákþings Reykjavíkur. Barði er sem stendur í 30 sæti með 2 vinninga. Alls taka 62 keppendur þátt í mótinu. 5. umferð verður tefld á miðvikudag. Þá verður Barði með hvítt á...

Barði með jafntefli í 3. umferð.

Barði Einarsson gerði jafntefli við Tjorva Schioth (1375) í 3. umferð Skákþings Reykjavíkur sem tefld var í gærkvöldi. 4. umferð verður tefld kl 14:00 á sunnudag. Þá hefur Barði svart á Ingvar Ásbjörnmsson (2029). Sjá:

Sigur hjá Barða í 2. umferð.

Barði Einarsson vann sigur á Huldu Rún Finnbogadóttur (1210) í 2. umferð Skákþings Reykjavíkur sem tefld var í gærkvöldi. Barði er með 1 vinninga eftir tvær umferðir. 3. umferð verður tefld á föstudagskvöldið. Þá stýrir Barði svörtu mönnunum gegn Tjorvi...

Tap hjá Barða í 1. umferð.

Skákþing Reykjavíkur hófst í dag. Okkar maður, Barði Einarsson(1767), tekur þátt í mótinu. Barði tapaði í 1. umferð fyrir Hjörvari Steini Grétarssyni (2279) 2. umferð verður tefld á miðvikudagskvöld. Þá stýrir Barði svörtu mönnunum gegn Huldu Rún...

Lokaumferð haustmóts TR. Okkar menn með jafntefli.

Jakob Sævar gerði jafntefli við Gunnar Finnsson í lokaumferð C-flokks haustmóts TR í kvöld. Jakob endaði í 6-9. sæti, ásamt þremur öðrum keppendum, með 3,5 vinninga af 9 mögulegum. Eftir slæma byrjun Jakobs í mótinu, tók hann sig til og halaði inn 2,5...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband