Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Ný skákstig. Jakob hækkar um 38 stig

Ný alþjóðleg skákstig eru komin út, dagsett 1. ágúst. Eina stigabreyting hjá félagsmönnum Goðans-Máta er að Jakob Sævar Sigurðsson hækkar um 38 skákstig frá síðasta lista, eftir góða frammistöðu á tveimur mótum erlendis í júlí. Enginn annar félagsmaður tók þátt í móti í júlí. 
 
Helgi Áss, Grétarsson 23006992460GMGoðinn-Mátar
Þröstur, Þórhallsson 23001092449GMGoðinn-Mátar
Sigurður Daði, Sigfússon 23001682320FMGoðinn-Mátar
Einar Hjalti, Jensson 23010672305FMGoðinn-Mátar
Ásgeir Páll, Ásbjörnsson 23003202293FMGoðinn-Mátar
Þröstur, Árnason 23004352265FMGoðinn-Mátar
Kristján, Eðvarðsson 23008932212 Goðinn-Mátar
Hlíðar Þór, Hreinsson 23012532238 Goðinn-Mátar
Björn, Þorsteinsson 23001842203 Goðinn-Mátar
Arnar, Þorsteinsson 23005242205 Goðinn-Mátar
Tómas, Björnsson 23003032143FMGoðinn-Mátar
Magnús, Teitsson 23021522220 Goðinn-Mátar
Pálmi Ragnar, Pétursson 23021362205FMGoðinn-Mátar
Jón, Þorvaldsson 23091812165 Goðinn-Mátar
Jón Árni, Jónsson 23021012078 Goðinn-Mátar
Tómas, Hermannsson 23005082108 Goðinn-Mátar
Sigurður G, Daníelsson 23017922030 Goðinn-Mátar
Páll Ágúst, Jónsson 23084101901 Goðinn-Mátar
Sigurður J, Gunnarsson 23083121914 Goðinn-Mátar
Barði, Einarsson 23070061755 Goðinn-Mátar
Loftur, Baldvinsson 23012611928 Goðinn-Mátar
Sveinn, Arnarsson 23045701856 Goðinn-Mátar
Jakob Sævar, Sigurðsson 23038501805 Goðinn-Mátar
  
 
Sjá heildarlistann hér 

Vel heppnað Landsmót

Það var eftirminnileg upplifun að taka þátt í Landsmóti UMFÍ á Selfossi um helgina. Þar skeiðuðum við fram á köflóttan völlinn nokkrir félagar úr Goðanum-Mátum fyrir hönd HSÞ og tókumst á við skemmtilegar og vel mannaðar sveitir annarra ungmennafélaga. Ekki spillti ánægjunni að við höfðum sigur í keppninni, hlutum 27 vinninga af 32 mögulegum og vorum 5,5 vinningum á undan liðinu í 2. sæti, UMSK, en „ungliðarnir“ í Fjölni náðu 3. sæti. Sigur HSÞ var reyndar í sjónmáli eftir velgengni fyrri keppnisdaginn þar sem tefldar voru 5 umferðir. Við létum svo kné fylgja kviði síðari daginn þegar stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson komu til liðs við okkur síðustu 3 umferðirnar.

2013 Landsmót Selfossi 231 

Halldóra Gunnarsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir og Jón Þorvaldsson greinarhöfundur. 

Sumir höfðu á orði að við hefðum ekki þurft að tefla fram slíkum fallbyssum, þar sem forskotið var allgott eftir fyrri daginn. Því er til að svara að við vildum manna sveit okkar eins vel og kostur var á. Sú viðleitni speglar í senn virðingu okkar fyrir Landsmótinu og metnað okkar til að vera öflugir fulltrúar HSÞ og Goðans-Máta. Við lentum eins og sjálfsagt flestar aðrar sveitir í hálfgerðum vandræðum með að púsla liðinu saman þar sem tími margra var naumt skammtaður yfir hásumarið og nokkrir öflugir liðsmenn erlendis eða annars staðar á landinu. Það var því alger tilviljum að liðið raðaðist upp með þeim hætti að stórmeistararnir áttu báðir heimangengt síðari daginn en ekki þann fyrri.

Miklar sveiflur voru í gengi flestra liða og óvænt úrslit litu dagsins ljós. Þannig tapaði firnasterk sveit ÍBA t.d. 1-3 fyrir UMFN í fyrstu umferð en ÍBA vann síðan UMSK1, sem lenti í öðru sæti, 3,5-0,5. Þá var það athygli vert að Fjölnir tapaði aðeins einni viðureign af 8, fyrir HSÞ. Einnig var ánægjulegt að sjá hve vel kvenfólkinu í sveitum UMSK vegnaði en þar fóru fremstar Guðlaug Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannesdóttir og þær sáu einmitt til þess að UMSK1 var eina sveitin sem hélt jöfnu við HSÞ.

2013 Landsmót Selfossi 227 

Vel var staðið að Landsmótinu af hálfu skipuleggjenda og það var bæjarfélaginu til sóma. Það er erfitt að lýsa andanaum sem ríkti á mótinu, en ef til er fjölskylduíþróttahátíð, þá er það þessi. Við tefldum í húsakynnum Fjölbrautarskólans og þar var t.d. keppt í bridge, starfsíþróttum og boccia þar sem margir fatlaðir keppendur tóku þátt. Þetta breiða litróf mannlífsins gaf mótinu sérstakan blæ og sá skemmtilegi siður að sjá keppendur klappa fyrir öðrum keppendum og jafnvel hvetja sína eigin andstæðinga.

Síðast en ekki síst er sérstök ástæða til þess að þakka umsjónarmanni og skipuleggjanda skákmótsins, Magnúsi Matthíassyni fyrir frábæra frammistöðu. Hann þurfti allt í senn að halda utan um úrslit hverrar umferðar, vera dómari og mannasættir, miðla upplýsingum og sjá til þess að líflegur andi svifi yfir vötnum. Öll þessi hlutverk leysti hann með sóma.

Því er við að bæta að áhugi nokkurra skákmanna kviknaði á öðrum íþróttagreinum. Þannig hefur Tómas Björnsson t.d. þegar skráð sig í keppni í dráttarvélaakstri á Landsmótinu eftir 4 ár en sérgrein hans er að bakka heyvagni inn í hlöðu. Þá mun Helgi Áss íhuga að taka þátt í hástökki en hann var knár hástökkvari á árum áður og hafði þann kraftmikla stíl að þurfa ekki á atrennu að halda. Vert er að lokum að geta frammistöðu félaga okkar úr GM, Jóns Árna, sem sigraði í stafsetningarkeppninni með glæsibrag og gerði gott betur því að hann benti forvígismönnum Landsmótsins á samtals 174 villur í mótsskrá og öðrum gögnum mótsins.

Jón Þorvaldsson


Jakob stóð sig vel í Þýskalandi

Jakob Sævar Sigurðsson (1768) stóð sig vel á Arber Open sem lauk í gær í Þýskalandi. Jakob hlaut alls 4 vinninga í 9 skákum og endaði í 32.-37. sæti.

Jakob Sævar Sigurðsson

 

Sigurður Eiríksson SA (1950) stóð sig enn betur því hann hlaut 5 vinninga og endaði í 16.-21. sæti af 55 keppendum. Sigurður varð efstur keppenda með minna en 2000 skákstig. 

Sigurvegari mótsins varð rússneski stórmeistarinn Evgeny Vorobiov (2583)

Heimasíða mótsins


HSÞ vann öruggan sigur á Landsmótinu

Héraðssamband Þingeyinga HSÞ, vann öruggan sigur á Landsmóti UMFÍ sem fram fór í gær og í dag á Selfossi. Félagsmenn Goðans-Máta skipuðu sveit Þingeyinga og fóru stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson þar fremstir í flokki. HSÞ fékk 27 vinninga en Kjalnesingar fengu 21,5 vinninga og Fjölnir 19 vinninga.

2013 Landsmót Selfossi 224 

Arngrímur, Tómas, Einar, Helgi og Jón liðsstjóri með sín verðlaun. Mynd Halldóra Gunnarsdóttir. 

Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK), sem var að mestu skipuð félagsmönnum Taflfélags Garðabæjar, endaði í öðru sæti og Fjölnir endaði í þriðja sæti.

Sigursveit Þingeyinga.

  1. Þröstur Þórhallsson 3 v. af 3
  2. Helgi Áss Grétarsson 3 v. af 3
  3. Einar Hjalti Jensson 5,5 v. af 8
  4. Ásgeir Ásbjörnsson 3,5 v. af 5
  5. Arnar Þorsteinsson 3 v. af 3
  6. Tómas Björnsson 6 v. af 6
  7. Jón Þorvaldsson 2 v. af 2
  8. Arngrímur Gunnhallsson 1 v. af 2

2013 Landsmót Selfossi 079 

Jón, Ásgeir, Einar, Tómas og Arnar. Mynd: Halldóra Gunnarsdóttir

2013 Landsmót Selfossi 188 

Jón, Helgi Áss, Arngrímur, Einar, Tómas og Þröstur. Mynd: Halldóra Gunnarsdóttir 

2013 Landsmót Selfossi 231

Halldóra Gunnarsdóttir úr stjórn HSÞ, Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ og Jón Þorvaldsson liðsstjóri skáksveitar HSÞ með bikarinn.

Sveit Kjalnesinga skipuðu félagsmenn Taflfélags Garðabæjar að mestu leyti auk þess sem Jóhanna Björg Jóhannsdóttir úr Helli reyndust drjúgur liðsauki.

Lið Kjalnesinga:

  • Jóhann H. Ragnarsson
  • Jón Þór Bergþórsson
  • Guðlaug Þorsteinsdóttir
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • Páll Sigurðsson 

Lið Fjölnis skipuðu félagsmenn Fjölnis eðli málsins samkvæmt! Sveitina skipuðu:

  • Jón Árni Halldórsson
  • Erlingur Þorsteinsson
  • Dagur Ragnarsson
  • Oliver Aron Jóhannesson
  • Jón Trausti Harðarson

Fráfarandi meistarar, UMFB (Bolvíkingar) tóku ekki þátt.

2013 Landsmót Selfossi 227 

Þrjú efstu liðið á Landsmótinu í skák. Mynd: Halldóra Gunnarsdóttir. 

Lokastaðan:

 

Rk.TeamTB1TB2
1HSÞ2715
2UMSK 121,512
3Fjölnir1910
4ÍBA1811
5UMFN1710
6HSK 113,56
7UÍA12,56
8UMSK 28,52
9HSK 270

 

Chess-Results


HSÞ með örugga forustu á Landsmótinu á Selfossi

Héraðssamband Þingeyinga HSÞ, sem félagsmenn Goðans-Máta skipa hefur örugga forystu á skákkeppni Landsmóts UMFÍ þegar 5 umferðum af níu er lokið. Þingeyingar hafa 4 vinninga forystu á Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK), þar sem félagsmenn Taflfélags Garðabæjar eru í aðalhlutverki. Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA), sem félagsmenn Skákfélags Akureyrar skipa er í þriðja sæti.

Núverandi meistarar UMFB (Bolvíkingar) taka ekki þátt. Mótinu lýkur á morgun með umferðum 6-9.

Staðan eftir 5 umferðir

Rk.TeamGamesTB1TB2TB3
1HSÞ517100
2UMSK 141380
3ÍBA512,580
4Fjölnir41050
5UMFN48,550
6HSK 14840
7HSK 254,500
8UMSK 253,500
9UÍA4300

 

Chess-Results


Jakob með 3 vinninga eftir 6 umferðir

Jakob Sævar Sigurðsson vann Bielmeier Ludwig (2009) í 5. umferð á Arberopen 2013 í Þýskalandi í gær. Jakob tapaði hinsvegar fyrir Stark Ingo (2073) í 6. umferð í dag. 

Sigurður Eiríksson er líka með 3 vinninga eftir jafntefli við sinn andstæðing í dag. 

Ekki var búið að para í 7. umferð þegar þetta var skrifað. 

Sjá mótið hér 


Jakob með tvo vinninga eftir fjórar umferðir í Þýskalandi

Jakob Sævar Sigurðsson byrjar ágætlega á Arbropen 2013 í Þýskalandi. þegar fjórar umferðir eru búnar er Jakob kominn með 2 vinninga, eftir jafntefli gegn Dr Theodor Schleich (2040) í 3. umferð og góðan sigur með svörtu gegn Meduna Eduard (2082) í 4. umferð í dag.

Jakob Sævar Sigurðsson

Jakob verður með hvítt gegn Bielmeier Ludwig (2009) í 5. umferð á morgun.

Sigurður Eiríksson er einnig með tvo vinninga og hefur svart í 5. umferð gegn WIM Medunova,Vera (2133).   

Sjá hér 


Ný Fide-skákstig. Loftur fær sín fyrstu stig

Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær. Loftur Baldvinsson fær sín fyrstu fide-stig (1928) og er hann hæstur nýliða á listanum. Helgi Áss Grétarsson (2460) er sem fyrr stigahæstur félagmann Goðans-Máta og Þröstur Þórhallsson kemur næstur með (2449).Ekki eru miklar stigabreytingar frá síðasta lista.

ÍS 2012-13 024 (640x480)

                      Loftur Baldvinsson þungt hugsi.

Sjá allan listann hér

Helgi Áss, Grétarsson 23006992460GMGoðinn-Mátar
Þröstur, Þórhallsson 23001092449GMGoðinn-Mátar
Sigurður Daði, Sigfússon 23001682320FMGoðinn-Mátar
Einar Hjalti, Jensson 23010672305FMGoðinn-Mátar
Ásgeir Páll, Ásbjörnsson 23003202293FMGoðinn-Mátar
Þröstur, Árnason 23004352265FMGoðinn-Mátar
Kristján, Eðvarðsson 23008932212 Goðinn-Mátar
Hlíðar Þór, Hreinsson 23012532238 Goðinn-Mátar
Björn, Þorsteinsson 23001842203 Goðinn-Mátar
Arnar, Þorsteinsson 23005242205 Goðinn-Mátar
Tómas, Björnsson 23003032143FMGoðinn-Mátar
Magnús, Teitsson 23021522220 Goðinn-Mátar
Pálmi Ragnar, Pétursson 23021362205FMGoðinn-Mátar
Jón, Þorvaldsson 23091812165 Goðinn-Mátar
Jón Árni, Jónsson 23021012078 Goðinn-Mátar
Tómas, Hermannsson 23005082108 Goðinn-Mátar
Sigurður G, Daníelsson 23017922030 Goðinn-Mátar
Páll Ágúst, Jónsson 23084101901 Goðinn-Mátar
Sigurður J, Gunnarsson 23083121914 Goðinn-Mátar
Barði, Einarsson 23070061755 Goðinn-Mátar
Loftur, Baldvinsson 23012611928 Goðinn-Mátar
Sveinn, Arnarsson 23045701856 Goðinn-Mátar
Jakob Sævar, Sigurðsson 23038501767 Goðinn-Mátar

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband