Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Bolvíkingar í fyrstu umferđ.

Í gćrkvöld var dregiđ í forkeppni og fyrstu umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga.  Hvorug tveggja á ađ vera lokiđ eigi síđur en 15. ágúst nk.   Allmikiđ er um spennandi viđureignir og má ţar nefna ađ Taflfélag Bolungarvíkur og Skákfélagiđ Gođinn mćtast í 1. umferđ. Bolvíkingar eru ríkjandi meistarar ţannig ađ ţađ er ekki ráđist á garđinn ţar sem hann er lćgstur. Ekki hefur veriđ ákveđiđ hvenćr viđureignin fer fram.

Forkeppni:

  • Skákfélag Selfoss og nágrennis - Skákdeild Hauka
  • Taflfélag Vestmannaeyja - Víkingaklúbburinn
1. umferđ (16 liđa úrslit)
  • Skákfélag Reykjanesbćjar - Taflfélag Vestmannaeyja/Víkingaklúbburinn
  • Skákfélag Akureyrar - Taflfélagiđ Mátar
  • Briddsfjelagiđ - Taflfélagiđ Akraness
  • Taflfélag Garđabćjar - Skákdeild Vinjar
  • Taflfélag Bolungarvíkur - Skákfélagiđ Gođinn
  • Taflfélagiđ Hellir - Skákfélag Selfoss og nágrennis/Skákdeild Hauka
  • Skákdeild Fjölnis - Taflfélag Reykjavíkur
  • Skákdeild KR -Skákfélag Íslands

Heimasíđa mótsins


Gawain Jones stafnbúi Gođans!

Í fornum ritum íslenskum er stafnbúa víđa getiđ og ţótti sćmdarheiti. Stafnbúar voru vígamenn er stóđu í stafni herskipa og var ţeim falinn sá virđingarstarfi ađ aflífa sem flesta úr framvarđarsveit andstćđinganna. Hiđ rammíslenska skákfélag Gođinn hefur nú valiđ sér stafnbúa fyrir orrustur vetrarins. Sá er enskur og heitir Gawain Jones. Stafnbúanum er ađ fornum siđ treyst til ađ ţjarma ađ andstćđingum sínum á 1. borđi Gođans á Íslandsmóti skákfélaga.
 
Iceland October 2011 
Sue Maroroa Jones og Gawain Jones á Sólheimajökli.
 
Gawain (2655) er einn af öflugustu skákmönnum Englendinga um ţessar mundir ţó ađ hann sé ađeins 24 ára ađ aldri. Ferill hans hefur veriđ afar farsćll. Hann ávann sér fyrst lýđhylli ţegar hann lagđi alţjóđlegan skákmeistara ađ velli, ađeins níu vetra. Nafnbótina stórmeistari hlaut hann svo áratug síđar. Gawain hefur vegnađ vel á alţjóđlegum mótum, deildi m.a. fyrsta sćti á London Classic Open 2010 og sigrađi á Breska samveldismótinu 2011. Leiktíđina 2011-2012 tefldi hann fyrir hiđ ágćta skákfélag Máta í fyrstu deild Íslandsmótsins og hlaut 5 vinninga af sex mögulegum. Í kjölfariđ tók hann ţátt í Alţjóđlega  Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu ţar sem hann hafnađi í 2.- 8. sćti. 
Gawain er mađur víđförull og langförull eins og stafnbúa sćmir. Hann fćddist í Jórvíkurskíri en hefur búiđ á Ítalíu, Írlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hann er fjölhćfur íţróttamađur, leikur tennis, hleypur vasklega og er vel liđtćkur glímumađur. Ţađ verđur Gođanum ţví  ánćgjuefni ađ efna til móts í íslenskri glímu, Gawain til heiđurs, ţegar hann sćkir Ţingeyjarsýslurnar heim í haust og fróđlegt ađ sjá hvernig honum vegnar á ţeim vettvangi. Einnig kemur til greina ađ Gawain tefli fjöltefli á vegum Gođans á Húsavík.
Í för međ Gawain verđur eiginkona hans, Sue Maroroa Jones. Sú mćta kona er nýsjálensk ađ uppruna og er ágćt skákona međ 2035 elóstig. Sue mun án efa styrkja B-sveit Gođans međ kunnáttu sinni og reynslu.
 
Gođinn býđur Sue og Gawain hjartanlega velkomin í rađir félagsins og vćntir mikils af atfylgi ţessara góđu gesta. 

Helgi innvígđur í Gođann.

Í dag var Helgi Áss Grétarsson innvígđur í Gođann međ formlegum hćtti.
Innvígslan fór fram heima hjá formanni í Ţingeyskri bongóblíđu.

Helgi Áss 001 

Hermann Ađalsteinsson afhendir Helga Áss Grétarssyni Gođabolinn sinn. 

Sú hefđ hefur skapast hjá Gođanum ađ allir nýjir félagsmenn fá Gođa-bol afhentan viđ inngöngu í félagiđ.  

Ţó nokkuđ af bolum er til á lagar hjá Gođanum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband