Bloggfćrslur mánađarins, mars 2011

Breytt ćfinga og mótaáćtlun.

Enn gerist ţađ ađ breyta ţarf ćfinga og mótaáćtlun Gođans. Helsta breytingin nú er ađ vikulegar skákćfingar félagsins verđa hér eftir á mánudagskvöldum í stađ miđvikudagskvölda. Ćfingarnar hefjast sem fyrr kl 20:30. Hérađsmót HSŢ fyrir 16 ára og yngri verđur á Laugum í stađ Ţórshafnar og Hérađsmótiđ í eldri flokki verđur teflt á einu kvöldi í stađ tveggja og tímamörk skáka stytt í 10-15 mín.

Ný ćfinga og mótaáćtlun Gođans.

21. mars     Skákćfing Húsavík
28. mars     Hérađsmót HSŢ eldri flokkur Laugar kl 20:00
4.   apríl      Skákćfing Húsavík
8-10 apríl   SŢN 2011 Siglufjörđur
9.  apríl       Sýslumótiđ í skólaskák Húsavík.

11. apríl      Ađalfundur Gođans Húsavík
18. apríl      Skákćfing Laugar
23. apríl      Páskaskákmót Gođans 2011 Húsavík
25 eđa 27. apríl      Skákćfing Húsavík  (Lokaćfing.)
30. apríl      Hérađsmót HSŢ 16 ára og yngri Laugar kl 14:00


Skákţing Norđlendinga 2011

Skákţing Norđlendinga 2011 verđur haldiđ í Safnađarheimili Siglufjarđarkirkju helgina 8.-10. apríl. Ţađ er Skákfélag Siglufjarđar sem sér um mótshaldiđ.
Mótiđ er opiđ öllu skákáhugafólki.
Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monradkerfi, ţ.e.a.s. 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Skákstjóri verđur Páll Sigurđsson.

Dagskrá
Föstudagur 8. apríl kl. 20.00: 1.-4. umferđ. Atskák, 25 mín/mann.
Laugardagur 9. apríl kl. 10.30: 5. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Laugardagur 9. apríl kl. 16.30: 6. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Sunnudagur 10. apríl kl. 10.30: 7. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.

SŢN 2010 026

Áskell Örn Kárason varđ skákmeistari Norđlendinga 2010 á Gamla Bauk.

Verđlaun  (í bođi Fjallabyggđar, Sparisjóđs Siglufjarđar og Ramma)
A.
1. sćti. 30.000 krónur (lögheimili á Norđurlandi)
2. sćti. 20.000 krónur
3. sćti. 10.000 krónur
B.
1. sćti. 30.000 krónur (lögheimili utan Norđurlands)
2. sćti. 20.000 krónur
3. sćti. 10.000 krónur

Peningaverđlaunum verđur skipt á milli manna verđi ţeir jafnir ađ vinningum í
báđum flokkum.

Aukaverđlaun C.
Efstur skákmanna undir 1800 íslenskum skákstigum (lögheimili á Norđurlandi).
Efstur heimamanna (í Skákfélagi Siglufjarđar).
Efstur stigalausra (lögheimili á Norđurlandi).
Eingöngu verđur hćgt ađ vinna til einna aukaverđlauna.

Hrađskákmót Norđlendinga 2010 verđur svo haldiđ sunnudaginn 10. apríl á sama
stađ og hefst ţađ eigi fyrr en kl. 15.00. Ekkert ţátttökugjald er í ţađ mót.

Skráning og ţátttökugjald
Skráning á mótiđ er hafin. Póstur ţar ađ lútandi sendist á sae@sae.is. 

Skráningu verđur lokađ á hádegi 8. apríl. Ţátttökugjald er 2500 krónur fyrir 17 ára og eldri, en 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Breytingar á framantöldum upplýsingum vera kynntar á http://www.siglfirđingur.is, ef međ ţarf.

Nánari upplýsingar
Upplýsingar um gistimöguleika og veitingastađi er ađ finna á:
http://www.fjallabyggd.is/is/ferdafolk/gisti-og-matsolustadir

Upplýsingar um skráđa keppendur er ađ finna á:
https://spreadsheets.google.com/ccc?key=0AvWtZEc5_GLZdFlTYTlGT2F1eXBSai0tQmI5Vy01Wnc&hl=en#gid=0. 

Sigurđur Ćgisson, formađur Skákfélags Siglufjarđar, veitir allar frekari
upplýsingar um mótiđ í síma 4671263 og 8990278 
Fyrirspurnir í tölvupósti sendist á  sae@sae.is.  


Tómas vann í síđustu umferđ.

Síđasta umferđá Reykjavík Open var tefld í gćr. Tómas Björnsson vann Bjarna Sćmundsson og endađi Tómas í 89. sćti međ 4,5 vinninga.

Framsýnarmótiđ 2010 012

                          Tómas Björnsson.

Sjá má allt um mótiđ á chess-results
http://chess-results.com/tnr41690.aspx?art=4&lan=1&fed=ISL&flag=30&m=-1&wi=1000


Hermann og Heimir efstir á ćfingu.

Hermann Ađalsteinsson og Heimir Bessason urđu efstir á skákćfingu kvöldsins sem fram fór á Húsavík. Ţeir hlutu báđir 5 vinninga hvor af 7 mögulegum. Tefldar voru skákir međ 10 mín á mann.

Úrslit kvöldsins:

1-2. Hermann Ađalsteinsson      5 af 7
1-2. Heimir Bessason                 5
3-4. Sigurbjörn Ásmundsson      4
3-4. Sighvatur Karlsson              4
5-6. Hlynur Snćr Viđarsson        3,5
5-6. Snorri Hallgrímsson             3,5
7.     Valur Heiđar Einarsson       2
8.     Róbert Hlynur Baldursson   1

Ekki hefur veriđ ákveđiđ hvar og hvenćr nćsta skákćfing verđur.


Tómas međ 3,5 vinninga fyrir lokaumferđina.

Síđasta umferđ á Reykjavík Open verđur tefld í dag. Tómas Björnsson verđur međ hvítt gegn Bjarna Sćmundssyni (UMSB)

Tómas tapađi fyrir Ingvari Ţór Jóhannessyni í 6. umferđ en gerđi svo jafntefli viđ Brend Salewski (2056) og Willem Hajenius (2028).

Tómas er í 106 sćti međ 3,5 vinninga fyrir lokaumferđina. 


Reykjavík Open. Tómas međ 2,5 vinninga eftir 5 umferđir

Tómas Björnsson er međ 2,5 vinninga á Reykjavík Open ţegar 5 umferđum er lokiđ. Tómas er sem stendur í 74-95 sćti, en alls taka 166 keppendur ţátt í mótinu. 

Tómas gerđi jafntefli viđ Jan Olav Fivelstad í 2. umferđ.
Tómas vann Mikael Jóhann Karlsson í 3. umferđ.
Tómas vann Evgeni Degtiarev (2368) í 4. umferđ.
Tómas tapađi fyrir Das Debashis (2398) í 5. umferđ.

Tóma mćtir Ingvari Ţór Jóhannessyni (2338) í 6. umferđ sem tefld verđur í dag.

Mótiđ á chess-result
http://chess-results.com/tnr41690.aspx?art=0&lan=1&fed=ISL&flag=30&m=-1&wi=1000


Reykjavík Open hófst í gćr. Tómas tapađi fyrir stórmeistara í 1. umferđ

Tómas Björnsson (2158) tapađi fyrir danska stórmeistaranum Sune Berg Hansen (2603) í fyrstu umferđ Reykjavík Open sem hófst í gćr.

Tómas mćtir norđmanninum Jan Olav Fivelstad (1860) í 2. umferđ kl 16:30 í dag.
Tómas verđur međ svart.


Hlynur og Sigurbjörn efstir á ćfingu.

Hlynur Snćr Viđarsson og Sigurbjörn Ásmundssonurđu efstir og jafnir á skákćfingu sem fram fór á Húsavík í gćrkvöld.  Ţeir hlut hvor um sig 3 vinninga af 4  mögulegum. Tefldar voru skákir međ 10 mín umhugsunartíma á mann.  Eflaust hafđi leikur Íslands og Ţýskalands í sjónvarpinu letjandi áhrif á mćtinguna á skákćfinguna.

Úrslit kvöldsins:

1-2. Hlynur Snćr Viđarsson     3 af 4
1-2. Sigurbjörn Ásmundsson   3
3-4. Hermann Ađalsteinsson   2
3-4. Snorri Hallgrímsson          2
5.    Sighvatur Karlsson           0

Nćsta skákćfing verđur ađ viku liđinni. Ekki er ákveđiđ hvort hún verđur á laugum eđa á Húsavík.


Gođmögnuđ framganga á lokaspretti.- Íslandsmót skákfélaga. Liđsstjóra pistlar.

Ţá eru liđsstjórapistlar vegna Íslandsmóts skákfélaga klárirog eru birtir hér fyrir neđan. Jón Ţorvaldsson skrifar pistil fyrir A-liđiđ en Hermann Ađalsteinsson skrifar pistil fyrir B og C-liđiđ.

ÍS mars 2011 001

Gođinn A gegn SA-b. Ásgeir, Einar, Ţröstur, Björn, Tómas og Jón Ţ stendur th. á myndinni.

Gođmögnuđ framganga á lokaspretti

Helgin 4. - 5 . okt. var góđ skemmtan fyrir ţau hundruđ skákmanna og áhorfenda sem lögđu leiđ sína í Rimaskóla. Hin vörpulega A-sveit Gođans lagđi allt í sölurnar til ađ ná öđru af tveimur efstu sćtum í ţriđju deildinni.  Ţađ takmark náđist međ tilţrifum ţó ađ tćpt stćđi á stundum. Ţannig komust skutilsveinar Hermanns formanns skör hćrra í virđingarstiga skáklistarinnar og geta boriđ höfuđiđ hátt fram á haust komanda ţar sem hin rómađa keppnisharka í 2. deild gín viđ görpunum.

Handleiđsla og ungverskt gúllas

Enn hafđi Gođanum bćst liđsstyrkur ţví ađ kempurnar Kristján Eđvarđsson, tölvuséní,  og Ţröstur Árnason, fyrrum Evrópumeistari unglinga, höfđu gengiđ til liđs viđ félagiđ ţingeyska og munađi um minna. Vandađ var til undirbúnings, jafnt huglćgt sem líkamlega. Höfđu keppendur ćft saman um nokkurra vikna skeiđ undir traustri handleiđslu ţjálfara liđsins, Einars Hjalta, ţar sem dýpri rök skáklistarinnar voru brotin til mergjar. Einnig kom sér vel ađ Gođinn tefldi ćfingaeinvígi viđ Taflfélag Reykjavíkur viku fyrir mót í bođi veitingamannsins geđţekka, Torfa Leóssonar. Torfi bćtti um betur međ ţví ađ kenna nokkrum af keppendum Gođans undirstöđuatriđi hugleiđslu, undir kjörorđinu: „Gođar verđa líka ađ rćkta Garđinn sinn.“  

ÍS mars 2011 002

Ţröstur Árnason mćtti til leiks eftir langa fjarveru frá skákborđinu.

Lokahnykkur undirbúningsins var svo föstudagssíđdegiđ 4. okt.  ţegar liđsmenn Gođans úr öllum ţremur sveitunum hittust yfir léttum málsverđi, nánar tiltekiđ ungverskri  gúllassúpu. Svo skemmtilega vildi til ađ uppskriftina ađ súpunni bragđmiklu mátti rekja til forföđur ungverska stórmeistarans og Íslandsvinarins Laos Portisch, sem er annálađur matmađur og hungrar í fleira en eitruđ peđ. Ţađ var glatt í Hafnarfirđinum ţessa síđdegisstund. Menn eggjuđu hver annan lögeggjan međ tilheyrandi vopnaglamri, veinan og gaulan. Ţótti formanninum,  Hermanni Ađalsteinssyni, nóg um og minnti liđsmenn á ađ ekki vćri nóg ađ hrútar skćkju hornin fyrir bardaga. Ţeim ţyrfti líka ađ beita af kunnáttu og afli ţannig ađ undir tćki í fjöllunum.  

Dregur til tíđinda  

Viđureignin á föstudagskvöldiđ var gegn sterkri sveit Akureyringa sem var jöfn Gođanum ađ stigum. Ásgeir, Björn og Tómas unnu sínar skákir en Einar Hjalti, Ţröstur og Jón gerđu jafntefli. Niđurstađan: Gođinn 4,5 - SA 1,5.

Ţó ađ spennan vćri ćrin fyrir mótiđ, jók ţađ enn á eftirvćntinguna ađ ekki var ljóst hvort Kristján Eđvarđsson gćti teflt međ á laugardeginum ţví hann ţreytti próf í Niđurlöndum á föstudeginum og ekki réđst fyrr en á síđustu stundu hvort hann nćđi kvöldfluginu til Keflavíkur. Kristján komst sem betur fer í tćka tíđ og viđureignin viđ Vestmannaeyingana knáu á laugardagsmorgni var kynngimögnuđ. Ţó svo ađ sveit Gođans vćri sterkari á pappírnum, börđust Eyjamenn eins og ljón og niđurstađan varđ jafntefli á öllum borđum: 3-3.

ÍS mars 2011 012

Kristján Eđvarđsson mćtti til leiks í 6 og 7. umferđ.

Víkingasveitin hafđi ţegar hér var komiđ sögu tryggt sér efsta sćtiđ í 3. deild međ 11 stigum og góđu vinningshlutfalli, hafđi ekki tapađ stigi nema gegn Gođanum. Jafnar fyrir síđustu umferđ međ 9 stig voru sveitir TV B međ 23 vinninga, Gođinn međ 22,5 vinninga og TG međ 22 vinninga. Sveitir TV B og TG mćttust í lokaumferđinni og skildu jafnar en Gođar öttu kappi viđ C-sveit Hellis sem allt í einu var orđin miklu öflugri en gegn Víkingasveitinni í umferđinni á undan. Koma enda á daginn ađ Hellisbúar höfđu allt annađ í huga en ađ renna rauđum dregli undir skrúđgöngu Gođanna upp í 2. deild. Viđureignin hófst međ miklu vopnaskaki og ţung högg féllu en svo fór ađ lokum ađ beittir brandar Gođa reyndust máttugri vopn en höggţungar kylfur Hellisbúa. Einstök úrslit urđu ţau ađ  Ásgeir hneppti erkibiskup Gunnars formanns í herkví á 1. borđi og varđ formađurinn ađ játa sig sigrađan. Á öđru borđi varđ jafnt milli Kristjáns Eđvarđssonar og Bjarna Jens Kristinssonar í hróksendatafli sem var svo spennandi ađ bćgja varđ viđkvćmum sálum frá borđinu. Á ţriđja borđi tefldi Einar Hjalti léttleikandi sóknarskák ţar sem hróksfórn á g-7 kom eins og skrattinn úr sauđarleggnum og braut á bak aftur varnir Gísla Hólmars Jóhannessonar.  Á fjórđa borđi stóđ skákdrottingin efnilega, Hallgerđur Ţorsteinsdóttir, sig frábćrlega gegn okkar manni, Ţresti Árnasyni, sem varđ ađ seilast djúpt í reynslubankann til ađ snúa erfiđu tafli sér í vil og knýja fram glćstan sigur. Björn Ţorsteinsson lenti í óvenjulegu afbrigđi spánska leiksins gegn Helga Brynjarssyni á 5. borđi. Stađan var lengi tvísýn en svo fór ađ lokum ađ Helgi féll á tíma vígmóđur en Björn lét sér hvergi bregđa í öllum hamaganginum međ sínu ljúfmannlega glotti. Á 6. borđi velgdi Patrekur Maron Magnússon okkar manni, Tómasi Björnssyni, vel undir uggum og stóđ um tíma mun betur en Tómas nýtti sér ónákvćmni andstćđingsins í flókinni stöđu, spýtti í lófana og neytti aflsmunar.  Niđurstađan varđ ţví stórsigur Gođans, 5,5 vinningar gegn 0,5, á sprćkum Hellisbúum sem eiga hrós skiliđ fyrir ađ tefla nútímalega ţó svo ađ ţeir geri ţađ undir merkjum steinaldarmanna.

Öflug liđsheild

Frammistađa allra liđsmanna Gođans var međ ágćtum og framganga ţeirra sem bestum árangri náđu ekkert annađ en stórglćsileg. Liđiđ tapađi ekki viđureign og enginn keppenda tapađi skák í síđari hluta mótsins. Félaginu er mikill fengur í komu Kristjáns og Ţrastar í félagiđ en Ţröstur hafđi ekki keppt á mótum um langt árabil og Kristján dregiđ nokkuđ úr taflmennsku.  Óhćtt er ađ fullyrđa ađ sveit Gođans hafi nú skipađ sér á bekk međ öflugustu keppnissveitum sem eingöngu eru skipađar Íslendingum. Geta liđsmenn og velunnarar Gođans ţví hlakkađ til spennandi viđureigna í 2. deild  2011 - 2012

Árangur liđsmanna Gođans í 5-7 umferđ

1.       borđ Ásgeir P. Ásbjörnsson        2,5 v. af 3   (6,0 af 7)

2.       borđ Kristján Eđvarđsson            1,0 v. af 2   (1,0 af 2)

3.       borđ Einar Hjalti Jensson             2, 0 v. af 3  (5,0 af 7)

4.       borđ Ţröstur Árnason                   2,0 v. af 3   (2,0 af 3)

5.       borđ Björn Ţorsteinsson             2,5 v. af 3   (6,0 af 7)

6.       borđ Tómas Björnsson                 2,5 v. af 3   (5,5 af 7)

7.       borđ Jón Ţorvaldsson                   0,5 v. af 1   (1,5 af 3)      

Gođinn óskar  hinum vígreifu og vöđvastćltu liđsmönnum Víkingasveitarinnar til hamingju međ sigurinn í 3. deild og hlakkar til ađ takast á viđ ţá á nýjum vettvangi. Öllum keppendum og keppinautum Gođans er ţökkuđ vaskleg framganga, drengileg keppni og skemmtileg viđkynni. Jafnframt er ástćđa er til ađ ţakka forseta Skásambands Íslands, Gunnari Björnssyni, mótsstjórn, skákdómurum og öđrum starfsmönnum mótsins fyrir góđa skipulagningu og ţá miklu vinnu sem ţarf til ađ hiđ fjölmenna Íslandsmót skákfélaga gangi snurđulaust fyrir sig. Ţá er sérstök ástćđa til ađ ţakka Helga Árnasyni, skólastjóra Rimaskóla, fyrir ađ leggja skákmönnum til prýđilega ađstöđu og ađ skipuleggja sölu ljúffengra veitinga međ sínum háttvísu nemendum.  

Deildakeppnin er međal helstu kennileita íslensks skáklífs. Ţađ er von okkar Gođanna ađ ţessi merka keppni megi skjóta enn dýpri  rótum og kveikja nýja frjóanga áhuga og iđkunar.
Jón Ţorvaldsson.

ÍS mars 2011 005

B-liđ Gođans. Sigurđur Jón, Páll Ágúst, Sveinn, Rúnar, Jakob og Smári.

Árangur B-liđs Gođans.

5. umferđ. Gođinn B - Ćsir (félag eldriborgara)
Stórsigur vannst á Ćsi 5,5-0,5. Smári, Jakob, Rúnar, Sveinn og Sigurđur Jón unnu sínar skákir og Páll Ágúst gerđi jafntefli. Öruggur sigur og einmitt ţađ sem ţurfti til ađ koma liđinu í gang.

6. umferđ.  Gođinn B - Kórdrengirnir.
Mjög undarleg pörun. Liđ kórdrengjanna var langt fyrir neđan B-liđiđ eins og stađan var ţá og hefđi veriđ eđlilegra ađ C-liđiđ hefđi fengiđ ţá. En hvađ um ţađ. B-liđiđ vann aftur stóran 6-0 sigur.
Sigurđur Jón, Páll, Sveinn, Rúnar og Jakob unnu og Smári fékk ekki andstćđing.

ÍS mars 2011 004

Páll Ágúst Jónsson tefldi sínar fyrstu skákir fyrir Gođann á mótinu.

7. umferđ.  Gođinn B - Víkingaklúbburinn B
Ljóst var ađ B-liđi varđ ađ vinna síđustu viđureignina til ađ eiga möguleika á ađ ná 3. sćtinu. Best hefđi veriđ ađ fá Austfirđinga, ţví sigur gegn ţeim hefđi tryggt ţriđja sćtiđ í deildinni, ţví ţá hefđu önnur úrslit ekki haft nein áhrif á stöđu B-liđsins. En pörunin var okkur óhagstćđ og Víkingaklúbburinn - B var niđurstađan. Sú viđureign tapađist 2-4. Páll Ágúst, Sveinn, Jakob og Smári gerđu jafntefli en Rúnar og Sigurđur Jón töpuđu. Ţar međ var ljóst ađ B-liđinu tćkist ekki ađ vinna sćti í 3. deildinni ađ ári og varđ 8. sćtiđ niđurstađan og ţađ ţrátt fyrir ađ B-liđi fengi nćst flesta vinninga allra liđa í 4. deildinni, heila 28 vinninga. Frekar súrt ţađ.

ÍS mars 2011 007

C-liđ Gođans. Sighvatur, Snorri, Bjössi, Valur og Hlynur.

Árangur C-liđs Gođans.

5. umferđ. Gođinn C - Fjölnir C.
Góđur sigur vannst á Fjölni C 4-2. Valur, Snorri, Sighvatur og Benedikt Ţorri unnu sínar skákir en Bjössi og Hlynur töpuđu.

6. umferđ.  Gođinn C - SFÍ
C-liđiđ tapađi stórt fyrir Skákfélagi Íslands 0-6. Ekki var viđ öđru ađ búast, enda liđsmenn SFÍ allir mikil stigahćrri en okkar menn. Stigamunurinn var 800 til rúmlega 900 stig ţar sem hann var mestur á efstu ţremur borđunum. Hermann stóđ ţó lengi í Sigurđi Dađa Sigfússyni (2334) en Hermann lék skákinni niđur í 35. leik. Eins stóđ Sighvatur lengi í Erni Leó Jóhannssyni (1820).
Hermann, Sighvatur, Snorri, Bjössi, Valur og Hlynur tefldu gegn SFÍ.

7. umferđ. Gođinn - C  SA-d
C-liđiđ tapađi naumlega fyrir SA-d 2.5 - 3.5. Hlynur vann sína skák, Snorri, Bjössi og Sighvatur gerđu jafntefli en Hermann og Valur töpuđu.
C-liđi endađi ţví í 15. sćti međ 19 vinninga sem er framar vonum. Snorri, Valur og Hlynur voru ađ taka ţátt í Íslandsmóti skákfélaga í fyrsta skipti og stóđu sig vel.

Árangur einstakra félagsmanna.

Sigurđur Jón Gunnarsson      2 af 3

Páll Ágúst Jónsson                2 af 3

Sveinn Arnarson                   2,5 af 3

Rúnar Ísleifsson                    2 af 3

Jakob Sćvar Sigurđsson       2,5 af 3

Smári Sigurđsson                   2,5 af 3
             
Benedikt Ţorri Sigurjónsson   1 af 1

Hermann Ađalsteinsson         0 af 2

Sighvatur karlsson                 1,5 af 3

Snorri Hallgrímsson                1,5 af 3

Sigurbjörn Ásmundsson         0,5 af 3

Valur Heiđar Einarsson           1 af 3

Hlynur Snćr Viđarsson            1 af 3

Hermann Ađalsteinsson formađur.
  


A-liđ Gođans upp um deild !

A-liđ Gođans náđi öđru sćti í 3 deildinni í kvöld eftir stórsigur á Helli-C 5,5-0,5. 

ÍS 201°1 024

Jón Ţorvaldsson, Björn Ţorsteinsson, Tómas Björnsson, Ţröstur Árnason og Kristján Eđvarđsson, tóku viđ silfrinu í kvöld. Á myndina vantar Ásgeir P Ásbjörnsson og Einar Hjalta Jensson.

B-liđiđ tapađi fyrir B-liđi Víkingasveitarinnar í 7. umferđ og missti ţar međ af sćti í 3. deild ađ ári.
Páll Ágúst, Sveinn, Jakob og Smári gerđu jafntefli en Rúnar og Sigurđur Jón töpuđu.

C-liđiđ tapađi naumlega fyrir SA-d 2.5-3.5 í 7. umferđ. Hlynur vann sína skák, Snorri, Bjössi og Sighvatur gerđu jafntefli en Hermann og Valur töpuđu.

A-liđ Gođans gerđi 3-3 jafntefli viđ TV-b í 6. umferđ og var samiđ á öllum borđum. Ásgeir, Kristján, Einar Hjalti, Ţröstur, Björn og Tómas tefldu.

B-liđiđ vann stórsigur á Kórdrengjunum 6-0. Sigurđur Jón, Páll, Sveinn, Rúnar og Jakob unnu og Smári fékk ekki andstćđing.

Á sama tíma tapađi C-liđiđ stórt fyrir SFÍ 0-6. Hermann, Sighvatur, Snorri, Bjössi, Valur og Hlynur tefldu.

Lokastađan í 3. deild:

11Vikingaklubburinn A76101331.50
213Godinn A74301128.00
37TV B74211026.00
412TG A74211025.00
53KR B75021024.50
611SA B7403822.00
714TG B7313722.50
86Hellir D7313720.00
910TB C7304622.00
105Sf. Vinjar A7304621.00
114Hellir C7304618.50
1216SR B7214518.00
138SA C7214517.50
142TR C7205419.00
159TV C7124413.50
1615Haukar C700707.00

Lokatađan í 4. deild:

Athygli vekur ađ B-liđ Gođans fékk nćsta flesta vinninga í 4. deildinni en endađi samt í 8. sćti.

118SFÍ76011231.00
28Sf. Sauđarkroks75111125.50
36TV D74211026.00
44Vikingaklubburinn B75021025.50
59UMSB7412927.50
620S.Austurlands7412924.00
72Fjolnir B7412923.50
822Godinn B7403828.00
921SSON B7403825.00
1015TR D7403822.50
1114SA D7403821.00
1219Sf. Vinjar B7304621.00
137Aesir feb7304620.50
143Hellir E7304619.50
1512Godinn C7223619.00
1623Fjolnir C7133516.50
175Kordrengirnir7214515.00
181TR E7214514.50
1917TG C7205417.00
2013UMFL5203414.50
2116Osk7124411.50
2211Fjolnir D7115312.50
2310TV E100100.00

Liđsstjórarpislar eru vćntanlegir á morgun.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband