Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
29.9.2010 | 23:58
Pétur efstur á æfingu.
Pétur Gíslason vann alla sína andstæðinga á skákæfingu kvöldsins er fram fór á Húsavík. Hann fékk 7 vinninga af 7 mögulegum. Umhugsunartíminn var 10 mín á hverja skák.
Úrslit kvöldsins:
1. Pétur Gíslason 7 vinn af 7 mögul.
2. Smári Sigurðsson 6
3. Sighvatur karlsson 4
4. Hermann Aðalsteinsson 3,5
5-6. Valur Heiðar Einarsson 2,5
5-6. Snorri Hallgrímssson 2,5
7. Hlynur Snær Viðarsson 1,5
8. Sigurbjörn Ásmundsson 1
Næsta skákæfing verður á Laugum að viku liðinni.
29.9.2010 | 09:52
Tap hjá Jakob í 2 umf.
Jakob Sævar tapaði fyrir Sigurði Arnarsyni í 2 umferð haustmóts Akureyrar sem fram fór í gærkvöld. 3. umferð verður tefld á sunnudagkl 14:00, en þá stýrir jakob hvítu mönnunum gegn Hersteini Heiðarssyni.
Sjá skák Jakobs hér:
http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1100148/
Okkar menn | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 22:11
Stúderingakvöldi frestað !
Skákstúderingakvöldi sem vera átti annað kvöld, hefur verið frestað um óákveðin tíma.
Þess í stað verður venjuleg skákæfing sem hefst kl 20:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík.
27.9.2010 | 22:42
Skákstúderingakvöld Goðans.
Á næstu skákæfingu sem verður nk. miðvikudagskvöld kl 20:30, verður sérstakt stúderingakvöld gegnum Skype. Stúderingarnar hefjast kl 20:30. Það verður Einar Hjalti Jensson sem stjórnar stúderingunum úr Hafnarfirði og sendir þær norður til Húsavíkur.
Stúderingum Einars Hjalta verður varpað upp á tjald með skjávarpa á Húsavík svo að allir geti fylgst með þeim sem þar verða staddir. Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna á þetta stúderingakvöld.
Vegna þessara stúderinga hefst hefðbundin skákæfing kl 19:30, þannig að skákþyrstir félagsmenn geta teflt í klukkutíma áður en stúderingarnar hefjast.
Skákæfingin verður í umsjá Smára Sigurðssonar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2010 | 21:13
Jafntefli hjá Jakob í 1. umferð.
Jakob Sævar Sigurðsson gerði jafntefli við Jón Kristinn Þorgeirsson í 1. umferð haustmóts SA í dag.
2. umferð verður tefld kl 19:30 á þriðjudag. Þá verður Jakob með svart gegn Sigurði Arnarsyni.
Hægt er að skoða skákirnar hér:
http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1099329/
Mótið á chess-results:
http://chess-results.com/tnr38551.aspx?art=2&lan=1&m=-1&wi=1000
Okkar menn | Breytt 27.9.2010 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2010 | 10:08
Haustmót SA hefst í dag. Jakob Sævar meðal keppenda.
Hið árlega haustmótskákfélags Akureyrar hefst í dag kl 14:00. Mótið fer fram í félagsaðstöðu SA í íþróttahöllinni á Akureyri. Okkar maður, Jakob Sævar Sigurðsson, ætlar að taka þátt í mótinu.
1. umferð hefst kl 14:00 í dag, en dagskrá mótsins má sjá hér:
http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1097786/
Lista yfir skráða keppendur má sjá hér:
http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1098159/
Fylgst verður með gengi Jakobs Sævars hér á síðunni.
23.9.2010 | 10:03
Stúdering landshorna á milli.
Á skákæfingu kvöldsinsá Stórutjörnum fór fram tilrauna-stúdering í gegnum skype sem heppnaðist afar vel. Félagar í suð-vestur goðorði Goðans, með Einar Hjalta Jensson í fararbroddi, voru staddir í Hafnarfirði og sendu stúderingarnar í gegnum Skype norður yfir heiðar beint í tölvu á Stórutjörnum, þar sem félagar þeirra í heimahéraði Goðans, tóku við þeim af ákafa.
Ekkert var því teflt í kvöld heldur einungis stúderað. Ætlunin er að endurtaka leikinn á Húsavík að viku liðinni.
Ritstjóra er ekki kunnugt um að stúderingar með þessum hætti hafi áður farið fram á Íslandi. Reynslan frá því í gærkvöldi opna nýja möguleika fyrir skámenn til framtíðar öllum til heilla.
Páll Ágúst Jónsson , Tómas Björnsson, Björn Þorsteinsson, Sigurður Jón Gunnarsson, Jón þorvaldsson gestgjafi og Einar Hjalti Jensson stúderingasérfræðingur voru staddir í Hafnarfirðinum en þaðan voru stdúderingarnar sendar gegnum Skype norður yfir heiðar.
Sigurbjörn Ásmundsson, Ármann Olgeirsson og Hermann Aðalsteinsson voru staddir á Stórutjörnum og fylgdust með skjánum.
Þar sem um tilraun var að ræða var þessi stúderinga ekki auglýst sérstaklega, en þar sem hún heppnaðist mjög vel, verður efnt til stúderingakvölds á næstu skákæfingu sem fram fer í fundarsal Framsýnar-stéttarfélags á Húsavík nk. miðvikudagskvöld kl 20:30
Þeim stúderingum verður varpað upp á tjald með skjávarpa. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fyrirhugað stúderingakvöld, en það verður auglýst nánar þegar nær dregur. H.A.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2010 | 21:31
Ný heimasíða hjá SA.
Skákfélaga Akureyrar hefur opnað nýja heimasíðu, en hún er vistuð á moggablogginu eins og okkar síða, Skák.is og fleiri skáksíður.
Slóðin þangað er http://www.skakfelag.blog.is
Við óskum nágrönnum okkar í SA til hamigju með nýja heimasíðu.
21.9.2010 | 16:34
Framsýn styrkir Goðann
Framsýn- stéttarfélag hefur samþykkt að koma myndarlega að starfi Skákfélagsins Goðans í vetur. Félagsvæði skákfélagsins eru Þingeyjarsýslurnar báðar og Húsavík. Þó er búseta á félagssvæðinu alls ekki skilyrði fyrir félagsaðild. Framsýn mun leggja skákfélaginu til aðstöðu í vetur í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Sérstakt skákmót, Framsýnarskákmótið, verður haldið 12. til 14. nóvember.
Að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar formanns Framsýnar er eitt af markmiðum félagsins að efla æskulýðs- og íþróttastarfsemi á félagssvæðinu. Liður í því væri að koma myndarlega að starfi Skákfélagsins Goðans. Hermann Aðalsteinsson formaður Goðans sagðist afar ánægður með framlag Framsýnar til starfsins hjá skákfélaginu. Styrkur Framsýnar hjálpaði til við að efla félagsstarfið enn frekar. Hann vildi einnig koma því á framfæri að það væru allir velkomnir í félagið og hvatti menn til að setja sig í samband við hann en Skákfélagið stendur fyrir reglulegum skákæfingum.
Heimir Bessason teflir hér við ungan skákmann en vetrarstarfið er hafið hjá Skákfélaginu Goðanum.
Hermann Aðalsteinsson formaður skákfélagsins er ánægður með samstarfið við Framsýn og telur það efla skákíþróttina í Þingeyjarsýslum.
Heimasíða Framsýn-stéttarfélags: http://www.framsyn.is
18.9.2010 | 17:19
Smári 15 mín. skákmeistari Goðans 2010.
Smári Sigurðssonvann sigur á 15 mín skákmóti Goðans sem fram fór á Laugum í dag. Smári fékk 5 vinninga af 6 mögulegum og leyfði aðeins jafntefli gegn Rúnari og Hermanni í lokaumferðinni. Rúnar Ísleifsson varð í öðru sæti og jafnir í 3-5 sæti urðu Jakob, Hermann og Sigurbjörn með 3,5 vinninga. Jakob fékk bronsverðlaunin á stigum. Valur Heiðar Einarsson vann yngri flokkinn.
Jakob Sævar, Valur Heiðar, Smári Sigurðsson 15 mín meistari og Rúnar Ísleifsson.
NafnStig1234567VinningarSBStigabr.1 | Smári Sigurðsson | 1745 | * | ½ | ½ | 1 | 1 | 1 | 1 | 5 | 12,25 | 20 |
2 | Rúnar Ísleifsson | 1755 | ½ | * | 1 | 0 | ½ | 1 | 1 | 4 | 9,25 | -10 |
3 | Hermann Aðalsteinsson | 1515 | ½ | 0 | * | ½ | 1 | ½ | 1 | 3,5 | 8,5 | 31 |
4 | Jakob Sævar Sigurðsson | 1750 | 0 | 1 | ½ | * | 0 | 1 | 1 | 3,5 | 7,25 | -26 |
5 | Sigurbjörn Ásmundsson | 1330 | 0 | ½ | 0 | 1 | * | 1 | 1 | 3,5 | 7 | 102 |
6 | Ármann Olgeirsson | 1540 | 0 | 0 | ½ | 0 | 0 | * | 1 | 1,5 | 1,75 | -35 |
7 | Valur Heiðar Einarsson | 1410 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | * | 0 | 0 | -45 |
Þetta var þriðji sigur Smára á 15 mín móti Goðans frá upphafi en hann vann mótið 2007 og 2008. Jakob Sævar bróðir hans vann svo mótið í fyrra.
Mótaúrslit | Breytt 19.9.2010 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)