Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Netmót Goðans er að hefjast. Met þátttaka !

Netmót Goðans hefst á miðnætti í nótt. Mótið fer fram á Gameknot.com.
Met þátttaka er í mótinu, en 20 keppendur taka þátt í því. Teflt verður í A og B-flokki.  9 keppendur verða í A-flokki en 11 í B-flokki.
A-flokkur:
Sigurður Jón Gunnarsson (sfs1)
Jakob Sævar Sigurðsson  (blackdawn)
Páll Ágúst Jónsson          (pajj)
Smári Sigurðsson             (sesar)
Rúnar Ísleifsson              (runar)
Sveinn Arnarson              (sveinn)
Pétur Gíslason                 (peturgis)
Ármann Olgeirsson         (armanni)
Sigurjón Benediktsson    (kaldbakur)
B-flokkur.
Hermann Aðalsteinsson   (hermanna)
Sighvatur karlsson            (globalviking)
Andri Valur Ívarsson         (andriv)
Ingvar Björn Guðlaugsson (beramonster)
Hallur Reynisson               (hallurbirkir)
Árni Garðar Helgason       (arniga)
Ævar Ákason                     (akason)
Benedikt Þ Jóhannsson      (benedikt)
Jón Hafsteinn Jóhannsson (nonni86)
Sigurbjörn Ásmundsson     (bjossi)
Valur Heiðar Einarsson      (valli007)

Einar Garðar til liðs við SAUST

Einar Garðar Hjaltason(1660) er genginn til liðs við skáksamband Austurlands (SAUST).  Einar hefur starfað á Reyðarfirði að undanförnu og lá því beinast við að ganga til liðs við Austfirðinga.

Einar Garðar Hjaltason

                       Einar Garðar Hjaltason.

Um leið og við óskum Einari Garðari góðs gengis með Austfirðingum, þökkum við honum fyrir undangengin ár hjá okkur.  H.A.


Æfinga og mótaáætlun Goðans.

 8. sep.     Félagsfundur og skákæfing. Laugum
15.sept.   Skákæfing Húsavík
18. sept.  15 mín mót Goðans 2010  Laugum
22.sept.   Skákæfing Stórutjörnum
29.sept    Skákæfing Húsavík
6.  okt     Skákæfing  Laugum
8-10 okt  Íslandsmót skákfélaga í Reykjavík.
13.okt     Skákæfing Húsavík
20. okt    Skákæfing Stórutjörnum
27. okt.   Skákæfing  Húsavík
3.   nóv   Skákæfing  Laugum
10. nóv    Skákæfing  Húsavík
12-14 nóv Haustmót Goðans 2010 Húsavík
17. nóv    Skákæfing  Stórutjörnum
24. nóv    Skákæfing  Húsavík
1.   des     Skákæfing  Laugum
8.   des     Skákæfing  Húsavík
15. des     Skákæfing  Stórutjörnum
27. des     Hraðskákmót Goðans Húsavík  

 

(Athugið að þetta er áætlun og hugsanlegt er að einhverjar æfingar eða mót verði færð til.)       

Vetrarstarfið hefst með félagsfundi á Laugum 8 september. Mikilvægt að sem flestir félagsmenn mæti á fundinn. Línurnar verða lagðar fyrir vetrarstarfið og Íslandsmót skákfélaga.   

 

Skákæfingar hefjast kl 20:30 nema annað sé tekið fram. Teflt verður í nýjum sal stéttarfélagsins Framsýnar að Garðarsbraut 26 Húsavík, aðra hvora viku og í matsal Litlulaugaskóla, einu sinni í mánuði og í matsal Stórutjarnaskóla einu sinni í mánuði.  

 

Reynt verður að heimsækja SAUST á Egilsstöðum í haust. Líklegir dagar eru 25-26 september eða 23-24 október.  

 

Reiknað er með því að Haustmótið verði teflt á einni helgi. Hugsanlegt er að mótið verði eingöngu kappskákmót þar sem tefldar verði 5 umferðir. 1. umf. á föstudagskvöldi. 2 og 3 umf. verði tefldar á laugardegi og 4-5 umf. verði tefldar á sunnudegi.  

 

Skákþing Goðans fer fram í febrúar 2011. Stjórn stefnir að því að það mót verði 7 umf. Kappskákmót (90 mín+30 sek/leik) Það verði teflt á tveimur samliggjandi helgum og einum miðvikudegi, amk hálfum mánuði fyrir seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga.                               

Stjórn skákfélagsins Goðans


Netskákmót Goðans hefst 1. september.

Netskákmót Goðans hefst 1. september.  Mótið fer fram á skákvefnum http://www.gameknot.com.
Mótið er lokað öðrum en félagsmönnum Goðans. Engin verðlaun verða veitt og ekkert þátttökugjald er í mótið. Mótið er að mestu leiti haldið til gamans. Líklegt er að mótinu verði lokið í lok apríl 2011.


gamekntlogo-732336

 

 

 

 

Þetta verður í þriðja skiptið sem Goðinn heldur sérstakt netskákmót og hefur Sigurður Jón Gunnarsson (sfs1) unnið þau í bæði skiptin. Veturinn 2008-9 voru 11 keppendur með í mótinu.  í fyrra tóku 14 keppendur þátt í tveimur styrkleikaflokkum og í vetur stefnir í met þátttöku, því hugsanlegt er að 20 keppendur verði með í mótinu í ár.

Eins og í fyrra, verður keppendum skipt í A og B-flokk, eftir skákstigum þeirra á Gameknot.

Félagsmenn eru hvattir til þess að vera með í mótinu, því enn er tími til þess að skrá sig á gameknot.com til þess að geta verið með.


Jón og Hermann meðal keppenda á Borgarskákmótinu.

Jón þorvaldsson og Hermann Aðalsteinsson voru á meðal 100 keppenda á Borgarskákmótin sem fram fór í Ráðhúsinu í Reykjavík sl. fimmtudag. Tefldar voru 7 umf. með 7 mín. umhugsunartíma á mann.

Jón endaði í 45-55 sæti með 3,5 vinninga og Hermann endaði í 74-82 sæti með 2,5 vinninga.

Guðmundur Gíslason vann mótið með fullu húsi. Sjá nánar hér:http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1087056/   


Fjórir skákmenn til liðs við Goðann !

4 skákmenn hafa tilkynnt félagaskipti í Goðann á undanförnum dögum og vikum.

%C1sgeir%20P%E1ll%20%C1sbj%F6rnsson 

Ásgeir P Ásbjörnsson (2295) úr Hafnarfirði, gekk til liðs við Goðann úr Haukum í vikunni. Ásgeir hefur ekki verið virkur lengi, en nú verður breyting á því.

sveinn arnarsson2 

Sveinn Arnarson (1940 fide) (1770 ísl.) úr Hafnarfirði, gekk til liðs við Goðann úr Haukum í vikunni. Sveinn er og hefur verið, búsettur á Akureyri undanfarin ár.

ragnar

 

 

 

 

 

 

 

 

Ragnar Fjalar Sævarsson (1935) úr Hafnarfirði, gekk til liðs við Goðann úr Haukum í vikunni. Ragnar Fjalar býr í Lundi í Svíþjóð. Ragnar varð Íslandsmeistari í skák 14 ára og yngir á sínum tíma, en hefur ekki verið virkur í mörg ár.

ingvar 

Ingvar Björn Guðlaugsson (stiglaus) frá Húsavík, gekk til liðs við Goðann í sumar.
Ingvar er 22 ára og verður í háskólanum á Akureyri í vetur.

Það er því ljóst að Goðinn getur stillt upp mjög öflugum liðum í íslandsmóti skákfélaga í vetur. H.A.


Ný atskákstig.

Ný atskákstig voru gefin út í dag. Þau gilda 1. Júní. Ármann hækkar mest af félagsmönnum Goðans, eða um 85 stig. Rúnar hækkar um 35 stig, Björn og Jakob um 30 og Sigurbjörn hækkar um 25 stig. Aðrir lækka eða standa í stað.

Valur Heiðar Einarsson kemur nýr inn á listann með 1410 stig og Hlynur snær kemur líka nýr inn á listann með 1190 stig.

Nafn                             félag              stig    fj. skáka   síðasta mót.

  
Ármann Olgeirsson         Goðinn      1540    51       HSADEE10
Björn Þorsteinsson        Goðinn     2165   131      ATODL09
Einar Garðar Hjaltason   Goðinn    1635     80      OPBOL09
Heimir Bessason             Goðinn    1630     33   HAATGO09
Hermann Aðalsteinsson  Goðinn     1515   49    NORDAT10
Hlynur Snær Viðarsson  Goðinn      1190    13    HSADEY10
Jakob Sævar SigurðssonGoðinn      1750   49   NORDAT10
Jón Þorvaldsson              Goðinn      2085   47      ATODL09
Orri Freyr Oddsson         Goðinn      1715   17     ATGOÐ08
Pétur Gíslason                 Goðinn       1815  38   NORDAT10
Rúnar Ísleifsson               Goðinn       1755  141 NORDAT10
Sigurbjörn Ásmundsson  Goðinn       1330 48     HSADEE10
Sindri Guðjónsson            Goðinn      1660 121  NORDAT09
Smári Sigurðsson            Goðinn       1745  51    NORDAT10
Valur Heiðar Einarsson    Goðinn       1410  10   HSADEY10
Ævar Ákason                  Goðinn       1590   27  NORDAT10

Atskákstiga listinn í heild:

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ný Íslensk skákstig (1. Júní 2010.)

Ný Íslensk skákstig voru gefin út í dag. Þau gilda 1. Júní sl. Benedikt Þór hækkar um 50 stig frá síðasta lista. Pétur Gíslason hækkar einnig, eftir góða frammistöðu á SÞN á Húsavík, eða um 45 stig.
Snorri hækkar um 35 stig og Rúnar um 25 stig. Valur Heiðar Einarsson kemur nýr inn á listann, en hann er með 1170 skákstig. 

Nafn                                          Skákstig      (breyting+/-
 
Björn Þorsteinsson                       2210            (-25)
Jón Þorvaldsson                           2040             (-5)
Ragnar Fjalar Sævarsson              1935             (0)
Páll Ágúst Jónsson                        1895             (0)
Sigurður Jón Gunnarsson               1885             (-5)
Pétur Gíslason                                1790            (+45)
Sindri Guðjónsson                          1785            (-10)
Benedikt Þorri Sigurjónsson            1785    
        (0)
Sveinn Arnarson                             1770             (0)

Barði Einarsson                              1755            (0)
Rúnar Ísleifsson                              1730            (+25)
Jakob Sævar Sigurðsson                1715             (-35)       
Smári Sigurðsson                           1660             (0)
Baldur Daníelsson                           1655            (0)
Einar Garðar Hjaltason                   1655            (0)
Helgi Egilsson                                 1580            (0)
Heimir Bessason                             1555            (0)
Ævar Ákason                                 1535            (+5)
Sigurjón Benediktsson                    1520            (0)
Hermann Aðalsteinsson                  1445             (+10)
Ármann Olgeirsson                         1405            (-20)
 
Benedikt Þór Jóhannsson                1390            (+50)  

Snorri Hallgrímsson                         1330            (+35 )
Sighvatur Karlsson                          1310            (+5)
Sigurbjörn Ásmundsson                  1175            (-25)   
Valur Heiðar Einarsson                   1170              nýtt 

Sjá má allan stigalistann hér fyrir neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Snorri í 5-6 sæti í Borgarnesi.

Snorri Hallgrímsson HSÞ (Goðinn) varð í 5-6 sæti í skák á unglingalandsmótinu í Borgarnesi í gær. Snorri fékk 4,5 vinninga af 7 mögulegum. Snorri tefldi í flokki 11-14 ára. Alls tóku 22 keppendur í þátt í þeim flokki. Emil Sigurðsson HSK varð efstur með 7 vinninga. 

 Snorri Hallgrímsson

                            Snorri Hallgrímsson.

HSÞ átti engan fulltrúa í eldri flokknum.

Öll úrslit má skoða hér: 
http://www.umfi.is/umfi09/upload/files/unglingalandsmot/skak/skak_-_urslit.pdf

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband