Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Félagsfundur og fyrsta skákæfing vetrarins í Litlulaugaskóla.

Vetrartarfið hefst með félagsfundi í Litlulaugaskóla í Reykjadal miðvikudagskvöldið 2 september nk. kl 20:30.
Á fundinum verður eftirfarandi tekið fyrir.
-- Ný lög skákfélagsins Goðans borin upp til samþykktar
-- Lögð lokahönd á æfinga og mótaáætlun fram til áramóta
-- Undirbúningur fyrir íslandsmót skákfélaga
-- Önnur mál.
Að fundi loknum verður gripið í tafl. Það fer svo eftir mætingu á fundinn hve margar skákir verða tefldar og hver tímamörkin verða.
Stjórn væntir þess að sem flestir félagsmenn mæti á þetta fyrsta skákkvöld vetrarins. H.A.

Netmót Goðans 2010 að hefjast.

Á næstu dögum hefst netmót Goðans 2010. Eins og undanfarið fer það fram á vefnum Gameknot ( http://www.gameknot.com )
Núna verður gerð sú breyting á mótshaldinu að teflt verður í tveimur styrkleikaflokkum.
Í A-flokknum verða 7 stigahæstu félagsmennirnir (samkvæmt stigakerfi gameknot) og í B-flokknum verða allir aðrir félagsmenn sem ekki uppfylla skilyrði þar um.
Flestir virkir skákmenn félagsins eru nú þegar skráir á vefinn en óskað er eftir því að áhugasamir félagsmenn skrái sig sem notanda á vefinn fyrir mánaðarmótin því reiknað er með því að keppni í B-flokki hefjist 1. september.
Ekkert kostar að tefla á þessum vef, ef ekki eru tefldar fleiri en 10 skákir í einu.
Fyrir þá sem ekki eru kunnugir gameknot vefnum þá skal það upplýst að hver skák getur tekið marga daga því umhugsunartíminn eru 3-5 sólarhringar á hvern leik.
En auðvitað getur skákin klárast á mun styttri tíma ef svo ber undir, ef leikið er oft á dag í sömu skákinni.
Mótið mun standa yfir í allan vetur, því samkvæmt reynslu undanfarina ára tekur svona mót marga mánuði. Allir tefla við alla með báðum litum.
Það skal tekið fram að keppendur hafa möguleika á því að fresta skákum sínum ef þeir þurfa að bregða sér frá. (td. 10 dagar)
Líklegir keppendur í lokuðum 7 manna A- flokki
 
Jakob             (Blackdawn) (sér um að starta mótinu)
Smári             (sesar)
Pétur              (peturgis)
Rúnar             (runari)
Sigurður Jón  (sfs1)
Sighvatur       (globalviking)
Ævar              (aevar)
B-flokkur  Mögulegir keppendur (hámark 11 keppendur.)

Hallur               (hallurbirkir)
Hermann        (hermanna) (sér um að starta B-flokknum)
Bjössi             (bjossi)
Benedikt         (benedikt)
Jón Hafsteinn (nonni86)
Árni Garðar    (arniga)
Framantaldir eru allir notendur á gameknot vefnum.
Þeir sem skrá sig inn sem nýjir notendur þurfa að senda formanni upplýsingar um notandanafnið sitt svo hægt sé að senda þeim boð um þátttöku í netmóti Goðans 2010 !
Allir nýjir notendur taka þátt í B-flokknum.
Mótið er einugis ætlað félagsmönnum í skákfélaginu Goðanum.
Að sjálfsögðu veitir formaður allar upplýsingar um hvernig nýjir skákmenn skrá sig inn á vefinn og eru allir virkir sem óvirkir félagsmenn hvattir til þess að skrá sig á gameknot vefinn og taka þátt í mótinu.
Ekki eru veitt verðlaun í mótinu, heldur einungis litið á mót þetta sem góða æfingu í skák með nægum umhugsunartíma.
Með von um góðar undirtektir.
formaður.


Unglingalandsmót UMFÍ. Snorri vann sinn flokk.

Snorri Hallgrímsson (HSÞ) vann gullverðlaun í sínum flokki á unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Hann fékk 4,5 vinninga af 7 mögulegum. Hjörtur Smári Sigurðsson (HSÞ) vann til bronsverðlauna í sama flokki.

11-12 ára strákar

1. Snorri Hallgrímsson - HSÞ - 4 ½ v
2. Arnþór Ingi Ingvason - Keflavík - 4 v
3. Hjörtur Smári Sigurðsson - HSÞ - 2 v

Röð 7 efstu:

1. sæti:   Mikael Jóhann Karlsson UFA  7 vinninga af 7 mögulegum
2. sæti:   Jóhann Óli Eiðsson UMSB       6 vinninga 
3. sæti:   Elise Marie Valjaots UMSE      5 vinninga  (Var í HSÞ)
4-7. sæti Hjörtur Snær Jónsson UFA 
               Hersteinn Heiðarsson UFA 
               Snorri Hallgrímsson HSÞ  
               Emil Sigurðsson HSk              4,5 vinning.

Alls tóku 21 keppandi þátt í mótinu.

Snorri og Hjörtur voru einu keppendur HSÞ sem kepptu í skák á landsmótinu. H.A.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband