Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Landsmótið í skólaskák. Sigur og tap á fyrsta degi.

Landsmótið í skólaskák hófst á Akureyri í dag. Benedikt þór byrjaði ágætlega í mótinu og er með 1 vinning eftir tvær umferðir.

Úrslitin í dag.

1. umferð. Benedikt Þór     (0)                 -   Jakub Szudrawski (0)         1 - 0
2. umferð. Eiríkur Örn Brynjarsson (1610) - Benedikt Þór         (0)         1 - 0

Hér er mótið á chess-results. http://chess-results.com/?tnr=21522&redir=J&lan=1

Hér eru myndir frá mótinu: http://www.skakfelag.muna.is/gallery/landsmot_i_skolaskak_2009/

Heimasíða SA.  http://www.skakfelag.muna.is/news/landsmot_i_skolaskak_2009.1/ 


Landsmótið í skólaskák. Benedikt Þór meðal keppenda.

Landsmótið í skólaskák hefst á Akureyri í dag. Okkar maður, Benedikt Þór Jóhannsson, er ámeðal keppenda á mótinu.

Keppendalistinn:

  • Jóhanna Björg Jóhannssdóttir Salarskóla 
  • Svanberg Már Pálsson Hvaleyrarskóla
  • Patrekur Maron Magnússon Salaskóla
  • Jakub Szudrawski Grunnskóla Bolungarvíkur
  • Nökkvi Sverrisson Grunnskóla Vestmannaeyja
  • Hjörtur Þór Magnússon Húnavallaskóla (Norðurland vestra)
  • Mikael Jóhann Karlsson Akureyri
  • Benedikt Þór Jóhannsson Húsavík
  • Dagur Andri Friðgeirsson Reykjavík
  • Hörður Aron Hauksson Reykjavík
  • Páll Andrason Kópavogi
  • Eiríkur Örn Brynjarsson Kópavogi

Benedikt Þór Jóhannsson

Benedikt Þór Jóhannsson.

Fylgst verður með gengi Bendikt Þórs hér á síðunni á meðan á mótinu stendur. H.A.


Pétur Gíslason æfingameistari Goðans.

Pétur Gíslason varð í kvöld skákæfingameistari Goðans á síðustu skákæfingu félagsins er fram fór á Húsavík. Pétur vann alla sína andstæðinga. Tefldar voru 5 mín skákir.

Úrslit kvöldsins:

1.   Pétur Gíslason                  7 vinn af 7
2.   Rúnar ísleifsson                5
3-4. Ævar Ákason                   4
3-4  Hermann Aðalsteinsson  4
5.    Sigurbjörn Ásmundsson  3
6-7  Hlynur Snær Viðarsson    2
6-7  Sæþór Örn Þórðarson      2
8.    Snorri Hallgrímsson          1

Goðinn Ýmislegt 001

Pétur Gíslason. Æfingameistari Goðans 2009 með 67 vinninga eftir veturinn.

Goðinn Ýmislegt 002

Hermann Aðalsteinsson og Aðalsteinn Árni Baldursson frá Framsýn.

Að lokinni taflmennsku afhenti formaður Goðans, Aðalsteini Árna Baldurssyni  formanni Framsýnar-stéttarfélags, þakkarbréf frá skákfélaginu Goðanum fyrir ómetanlegan stuðning frá Framsýn stéttarfélagi, í vetur, en Goðinn hefur haft afnot af fundarsal Framsýnar fyrir skákæfingar og skákmót á afar hagstæðum kjörum.

Heildarfjöldi vinninga á skákæfingum í vetur:

1.   Pétur Gíslason                       67 vinningar !
2.   Hermann Aðalsteinsson         53,5
3.   Baldvin Þ Jóhannesson          52,5
4.   Smári Sigurðsson                   40,5
5.   Sigurbjörn Ásmundsson         32
6.   Rúnar ísleifsson                      31,5
7.   Benedikt Þór Jóhannsson       23,5
8.   Ármann Olgeirsson                 21,5
9.   Baldur Daníelsson                   18,5
10. Sighvatur Karlsson                  13
11. Ævar Ákason                           12,5
12. Ketill Tryggvason                    11
13. Jóhann Sigurðsson                   9
14. Snorri Hallgrímsson                  8,5
15. Hlynur Snær Viðarsson             7
16. Heimir Bessason                       6
17. Benedikt Þorri Sigurjónsson     5
18. Valur Heiðar Einarsson             4
19. Sigurjón Benediktsson             3,5
20. Hallur Reynisson                       3
21. Óttar Ingi Oddsson                   3
22. Jóhann Gunnarsson                  2
23. Sæþór Örn Þórðarson                2
24. Egill Hallgrímsson                      1

Vinninga fjöldinn er óháður skákafjölda. Sumir hafa aðeins mætt á eina æfingu í vetur og eru því ekki með marga vinninga. Enginn mætti á allar æfingar í vetur. Alls komu 24 félagar á eina eða fleiri skákæfingar hjá félaginu. Þeir hafa aldrei verið fleiri.

Skákæfingar hefjast aftur í september. H.A.


Benedikt, Hlynur, Hermína og Helgi hérðasmeistarar HSÞ 2009

Hérðasmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri var haldið að Laugum í dag. Alls tóku 20 keppendur þátt í mótinu. Tefldar voru 7 umferðir eftir monrad-kerfi og var umhugsunartíminn 10 mín á keppanda.

123 003

Benedikt Þór Jóhannsson varð héraðsmeistari í flokki 14-16 ára en hann hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum, þrátt fyrir að tapa fyrir Snorra Hallgrímssyni, en Snorri hafnaði í 3. sæti í heildarkeppninni með 5 vinninga.

Hlynur Snær Viðarsson varð héraðsmeistari í flokki 4-7 bekkjar með 5,5 vinninga og varð í öðru sæti í heildarkeppninni. 

123 002

Hermína Fjóla Ingólfsdóttir vann í stúlkna flokki með 4,5 vinninga og hún hlaut einnig silfur verðlaun í flokki 14-16 ára, en hún varð í 5. sæti í heildarkeppninni.

Helgi Þorleifur Þórhallsson varð héraðsmeistari í flokki 1-3 bekkjar með 4 vinninga en Helgi gerði jafntefli við Hlyn í loka umferðinni. Helgi varð í 7. sæti í heildarkeppninni sem er afar góður árangur því Helgi er aðeins á áttunda aldurs ári.

Heildarúrslitin:

1.   Benedikt Þór Jóhannsson           6 vinn    1. sæti.     14-16 ára
2.   Hlynur Snær Viðarsson               5,5        1. sæti.     10-13 ára
3.   Snorri Hallgrímsson                       5           2. sæti      10-13 ára
4.   Valur Heiðar Einarsson                  5           3. sæti      10-13 ára
5.   Hermína Fjóla Ingólfsdóttir       4,5        1. sæti stúlkur og 14-16 ára
6.   Starkaður Snær Hlynsson               4
7.   Helgi Þorleifur Þórhallsson         4           1. sæti.      9 ára og y
8.   Pétur Ingvi Gunnarsson                 4
9.   Ari Rúnar Gunnarsson                    4           2. sæti       9. ára og y
10. Kristján Þórhallsson                       3,5        3. stæti     14-16 ára
11. Clara Saga Pétursdóttir                 3,5        2. sæti       stúlkur
12. Pálmi John Þórarinsson                 3
13. Sigtryggur Vagnsson                     3
14. Bjarni Jón Kristjánsson                  2,5
15. Snorri Vagnsson                            2,5         3. sæti      9. ára og y
16. Jón Aðalsteinn Hermannsson        2,5
17. Inga Freyja Þórarnisdóttir             2,5         3. sæti      stúlkur
18. Eyþór Kári Ingólfsson                    2
19. Helgi James Þórarinsson               1,5
20. Bjargey Ingólfsdóttir                     1,5

123 006

Keppendur á héraðsmóti HSÞ í dag. 

Héraðsmótið var loka hnykkurinn á barna og unglingastarfi skákfélagsins Goðans í vetur. Þráðurinn verður síðan tekinn upp aftur í haust, en þá er ætlunin að halda Norðurlandsmót grunnskólasveita í skák í fyrsta skipti.


Héraðsmót HSÞ í skák 16 ára og yngri.

Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri verður haldið í Litlulaugaskóla í Reykjadal sunnudaginn 26 apríl og hefst það kl 13:00. Mótslok eru kl 16:00. 

Keppt verður í þremur aldursflokkum og stúlknaflokki.                      -

9 ára og yngri       (1-3 bekkur )                  

10 -13 ára og yngri   (4-7   bekkur)
                 

14 -16 ára og yngri   (8-10 bekkur)                   

 -Stúlknaflokkur 

Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi þar sem umhugsunartíminn verður 10 mín á keppanda í hverri skák. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu í öllum flokkum auk þess sem vinninga hæsti keppandinn fær farandbikar að launum og titilinn Héraðsmeistari HSÞ 16 ára og yngri !

Keppnisgjald er kr 500. Keppendur þurfa helst að skrái sig fyrir kl 12:00 á keppnisdegi. 

Tekið er við skráningum í síma 4643187 (8213187) Hermann. Einnig er hægt að senda skráningu á netfangið lyngbrekka@magnavik.is 


Smári héraðsmeistari HSÞ 2009

Smári Sigurðsson varð í kvöld héraðsmeistari HSÞ í skák, en héraðsmótinu lauk nú í kvöld. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Smári vann 6 skákir og gerði jafntefli við Ármann Olgeirsson. Pétur Gíslason varð í öðru sæti með 5,5 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð í 3. sæti með 4,5 vinninga.

Tefldar voru atskákir með 25 mín umhugsunartíma á mann.

Lokastaðan:

1. Smári Sigurðsson                    6,5 af 7 mögul.
2. Pétur Gíslason                        5,5
3. Rúnar Ísleifsson                     4,5
4. Ármann Olgeirsson                 4
5. Benedikt Þorri Sigurjónsson   3,5
6. Ævar Ákason                          3
7. Hermann Aðalsteinsson         1
8. Sigurbjörn Ásmundsson         0

skák ýmislegt 001

Pétur Gíslason, Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson

Þetta er í annað skiptið sem Smári verður héraðsmeistari í skák, en Smári vann titilinn fyrst árið 2007. Rúnar vann mótið í fyrra en Pétur varð héraðsmeistari 2006, þegar mótið var haldið í fyrsta sinn eftir langt hlé.

Verðlaun fyrir skákþing Goðans frá því fyr í vetur voru einnig afhent nú í kvöld.  En þar hafði sigur Benedikt Þorri, Smári Sigurðsson varð í öðru sæti og Pétur Gíslason í þriðja sæti.

skák ýmislegt 002

Smári Sigurðsson, Benedikt Þorri og Pétur Gíslason

Síðasta skákæfing félagsins í vetur, verður á Húsavík að viku liðinni. H.A.


Skákþing Norðlendinga í yngri flokkum. Úrslit.

Skákþing Norðlendinga í yngri flokkum fór fram á Akureyri í dag. 5 keppendur úr Þingeyjarsýslu tóku þátt í mótinu. Mikael J Karlsson vann flokk 16 ára og yngri nokkuð örugglega með 6,5 vinningum af 7 mögulegum. Okkar menn, Sæþór Örn Þórðarson og Kristján Þórhallsson urðu í öðru og þriðja sæti.

Andri Freyr Björgvinsson vann flokk 12 ára og yngri með 6 vinninga en Snorri Hallgrímsson krækti í bronsið með 4 vinninga.

Jón Kristinn Þorgeirsson vann flokk 9 ára og yngri með 5,5 vinninga en Helgi Þorleifur Þórhallsson krækti í bronsið í þeim flokki.

1.   Mikael J Karlsson                     6,5 vinn af 7 mögul.
2.   Andri Freyr Björgvinsson         6
3.   Jón Kristinn Þorgeirsson         5,5
4.   Aðalsteinn Leifsson                 4
5.   Snorri Hallgrímsson              4
6.   Tinna Rúnarsdóttir                  4
7.   Sæþór Örn Þórðarson           3
8.   Starkaður Snær Hlynsson     3
9.   Kristján Þórhallsson              3
10. Helgi Þorleifur Þórhallsson   2
11. Sævar Gylfason                        1
12. Hera Sólrún                              0

SÞN 2009 yngri flokkar. Allir keppendur

Allir keppendur í mótinu á Akureyri í dag. 

Hraðskákmót Norðlendinga í yngri flokkum fór fram að loknu aðalmótinu. Þar urðu úrslit eftirfarandi:

1.   Mikael J Karlsson                  6 vinn af 6
2.   Jón Kristin Þorgeirsson        4
3.   Starakður Snær Hlynsson 2
4.   Tinna Rúnarsdóttir               0

 Hraðskákmót Norðlendinga í yngri flokkum. Starkaður Snær Hlynsson fékk brons, Mikael J Karlsson gull. Jón Kristinn Þorgeirsson silfur. Tinna Rúnarsdóttir 4. sætið.

Starkaður, Mikael, Jón Kristinn og Tinna. 

Allir keppendurnir frá okkur kræktu því í verðlaun. Myndir frá mótinu eru aðgengilegar í myndaalbúmi hér til hægri.  H.A.


Smári efstur í hálfleik.

Smári Sigurðsson er efstur með 4 vinninga eftir 4 umferðir á hérðasmóti HSÞ, en fyrri hluti mótsins var tefldur í gærkvöld.

Staðan í hálfleik:

1.     Smári Sigurðsson                  4 vinn af 4.
2.     Ármann Olgeirsson              3,5
3.     Pétur Gíslason                     2,5
4.     Benedikt Þ Sigurgjónsson    2
5-6  Ævar Ákason                        1,5
5-6  Rúnar Ísleifsson                   1,5
7.    Hermann Aðalsteinsson       1
8.    Sigurbjörn Ásmundsson       0

Mótinu verður framhaldið að viku liðinni. H.A.


Héraðsmót HSÞ í skák fer fram í kvöld.

Fyrri hluti héraðsmóts HSÞ í skák fer farm í Dvergasteini á Laugum í kvöld kl 20:30. 

Tefldar verða atskákir með 25 mín umhugsunartíma á mann. Í kvöld verða tefldar 3-4 umferðir og mótið síðan klárað að viku liðinni á sama stað og á sama tíma. Umferða fjöldin fer eftir fjölda keppenda, en þó verða ekki tefldar færri umferðir en 5 og ekki fleiri en 7. Mótið verður reiknað til atstiga.

Eftirtaldir hafa þegar skráð sig til leiks:

Hermann Aðalsteinsson
Benedikt Þorri Sigurjónsson
Rúnar Ísleifsson
Ármann Olgeirsson
Smári Sigurðsson
Pétur Gíslason
Sigurbjörn Ásmundsson
Ævar Ákason

Þeir sem ætla að taka þátt í mótinu en eru ekki búnir að skrá sig formlega eru hvattir til að gera það sem fyrst. H.A.


Mikael Kjördæmismeistari Norðurlands Eystra.

Mikael Jóhann Karlsson (Akureyri) varð kjördæmismeistari Norðurlands Eystra í eldri flokki, í dag, eftir sigur á kjördæmismótinu sem fram fór á Laugum í dag. Benedikt Þór Jóhannsson (Borgarhólsskóla) varð í öðru sæti.

kjördæminsmót 002

Aðeins þessir tveir keppendur mættu til leiks. Aðrir keppendur sem rétt höfðu til þátttöku voru forfallaðir af öðrum ástæðum. Mikael og Benedikt tefldu þrjár 15 mín skákir og hafði Mikael sigur í þeim öllum.

kjördæminsmót 001

Mikael og Benedikt verða því fulltrúar Norðurlands-Eystra í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri daganna 30. apríl til 3. maí nk. H.A.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband