Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Íslandsmót skákfélaga.

Annað kvöld hefst seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík. 5. umferð hefst kl 20:00 og eru andstæðingarnir skáksveit UMSB.  Auðvitað vonumst við eftir hagstæðum úrslitum úr þeirri viðureign.  Gangi það eftir eru nokkuð góðar líkur á að markmiðið um að ná í eitt af 10 efstu sætunum í 4. deildinni verði að veruleika. Og hver veit, kanski verðum við inná topp 5.

Liðið okkar er talsvert sterkara en í fyrri hlutanum og það eitt eykur líkurnar á hagstæðum úrslitum á mótinu. Það eru 18 vinningar í pottinum og markmiðið er að ná í amk 11 vinninga.

Liðið er sem stendur í 18 sæti með 12 vinninga. Bolvíkingar eru efstir með 17,5 og Fjölnismenn eru í öðru sæti með 16,5 vinninga. Munurinn á 18. sætinu og 2. sæti eru ekki nema 4,5 vinningar!

Liðið verður þannig skipað:  Tómas Veigar, Rúnar, Smári, Jakob Sævar, Baldvin og Sigurbjörn. (Hermann hvílir í fyrstu umferð)  Baldur verður ekki með okkur í þetta skiptið en Tómas og Baldvin koma nýir inn í staðinn. Þá er bara að vona það besta !  H.A.


Lokaæfing fyrir Íslandsmótið í kvöld.

Í kvöld fer fram lokaskákæfing fyrir íslandsmót skákfélaga á Fosshóli. Tefld verður 1 skák á mann þar sem tímamörkin verða eins og á Íslandsmótinum, 90 mín + 30 sek/leik. Veitir sjálfsagt ekki af að æfa sig fyrir baráttuna sem er framundan um helgina !

Formaður vonast eftir því að sjá sem flesta og það skal tekið fram að æfingin er ekki eingöngu ætluð suðurförum, heldur öllum þeim sem áhuga hafa á að tefla kappskák, því þetta er að sjálfsögðu líka góð æfing fyrir skákþing Goðans í apríl.

Æfingin hefst kl 20:30 í kvöld. H.A.


Sigur hjá okkar mönnum í lokaumferðinni.

Okkar menn unnu allir sínar skákir í 7. og síðustu umferð skákþings Akureyrar sem fram fór í gær. 

Jakob Sævar - Sigurður Arnarsson      1-0

Sigurbjörn   -   Ulker Gasanova           1-0

Hermann     -   Hjörtur Snær Jónsson  1-0 

Jakob Sævar varð efstur af Goðamönnum með 4 vinninga og 7. sæti í mótinu

Hermann fékk 3,5 vinninga og 11 sætið

Sigurbjörn fékk 3 vinninga  og 14 sætið

Alls tóku 17 keppendur þátt í mótinu.

Árangur okkar manna er svona nokkuð eftir væntingum fyrir mótið og var það sérstaklega ánægjulegt að sjá Sigurbjörn vinna skák sína í dag eftir frekar óvænt tap í 6. umferð.

Gylfi Þórhallsson og Sigurður Eiríksson urðu efstir og jafnir með 5,5 vinninga og heyja þeir einvígi um titilin skákmeistari Akureyrar síðar í vetur.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu S.A.  http://www.skakfelag.muna.is/  H.A


Pörun 7. og síðustu umferðar.

Jakob Sævar tapaði fyrir Hjörleifi Halldórssyni í gærkvöldi í síðustu skák 6. umferðar.  Andstæðingar okkar manna í 7. og síðustu umferð eru :

Jakob Sævar Sigurðsson - Sigurður Arnarsson                      Jakob hefur hvítt

Ulker Gasanova      - Sigurbjörn Ásmundsson                     Sigurbjörn hefur svart

Hermann Aðalsteinsson - Hjörtur Snær Jónsson                 Hermann hefur hvítt

7. umferð verður tefld kl 14:00 á morgun, sunnudag.  H.A.


Skákþing Norðlendinga 2008

Skákþing Norðlendinga 2008 verður haldið að Bakkaflöt í Skagafirði 11-13 apríl nk.  Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Skákfélags Skagafjarðar.

Vonandi sjá einhverjir félagsmenn sér fært að vera með í þessu móti. H.A.

Slóðin er:  http://www.skakkrokur.blog.is


Úrslit úr 6. umferð.

Sigurbjörn Ásmundsson tapaði fyrir Andra F Björvinssyni í 6. umferð sem fram fór í gærkveldi. Skák Jakobs Sævars og Hjörleifs var frestað og verður hún tefld í kvöld.

Sigurður Eiríksson er efstur með 4,5 vinninga og Gylfi Þórhallsson er annar með 4 vinninga.

Jakob Sævar er með 7-11 sæti með 3 vinninga + frestaða skák

Hermann er í 12-14 sæti með 2,5 vinninga

Sigurbjörn er í 15-17 sæti með 2 vinninga

Ekki er ljóst hverjir andstæðingar okkar manna verða í síðustu umferð fyrr en skák Jakobs og Hjörleifs líkur. H.A.


Ármann og Rúnar efstir á æfingu.

Ármann Olgeirsson og Rúnar Ísleifsson urðu efstir og jafnir á skákæfingu félagsins á Fosshóli í kvöld. Þeir gerðu jafntefli sín á milli. Tefldar voru skákir með 15 mín umhugsunartíma á mann. Úrslit urðu eftirfarandi :

Ármann Olgeirsson          3,5 vinn/4skákæfing á Fosshóli 001

Rúnar Ísleifsson               3,5

Hermann Aðalsteinsson   2

Sigurbjörn Ásmundsson   1

Jóhann Sigurðsson           0

Næsta skákæfing verður að viku liðinni þann 27 febrúar.                  

 skákæfing á Fosshóli 002


Myndir frá Skákþingi Akureyrar

Hér eru nokkrar myndir frá Skákþingi Akureyrar.

SKA.1.umf. 002SKA.1.umf. 003

 

 

 

 

 

 

   Skákþing Akureyrar 2008. Jakob og Gestur.                                                    Hermann Aðalsteinsson og Mikael Jóhann Karlsson. á Skákþingi Akureyrar 2008.

                                                         

SKA.1.umf.                                            


Íslandsmót skákfélaga seinni hluti

5-7 umferð á Íslandsmóti skákfélaga fer fram 29 febrúar og 1 mars í Rimaskóla í Reykjavík. 

5. umferð hefst kl 20:00 föstudaginn 29 febrúar. Andstæðingar okkar verður skáksveit UMSB.

6. umferð hefst kl 11:00 laugardaginn 1 mars

7. umferð hefst kl 17:00 sama dag.  

Lokahófið verður svo í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni 12  kl 22:00 á laugardagskvöldinu.    Sami háttur verður hafður á ferðatilhögun og var í haust. Hermann og Sigurbjörn keyra suður á sínum bílum og pláss verður fyrir keppendur með þeim. Gist verður á sama stað og síðast. Reiknað er með að leggja af stað frá Akureyri um eða upp úr kl 12:00 á föstudeginum og haldið heim á sunnudeginum frá Reykjavík, ekki síðar en kl 12:00 á hádegi. H.A.


Úrslit úr 5. umferð.

5. umferð á skákþingi Akureyrar var tefld í dag. Úrslit urðu eftirfarandi :

Jakob Sævar Sigurðsson - Sigurbjörn Ásmundsson  1-0   (hörku skák sem fór yfir 60 leiki)

Hugi Hlynsson               -   Hermann Aðalsteinsson  1-0

6. og næst síðasta umferð verður tefld kl 19:30 á fimmtudagskvöldið  Þá teflir Sigurbjörn með svörtu mönnunum við Andra F Björgvinsson og Jakob Sævar hefur hvítt á Hjörleif Halldórsson, en Hermann situr yfir. H.A.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband