19.3.2009 | 01:30
Benedikt Þorri skákmeistari Goðans 2009.
Benedikt Þorri Sigurjónsson varð í gærkvöld skákmeistari Goðans 2009. Benedikt Þorri fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Hann tryggði sér sigurinn með því að vinna Ármann Olgirsson í loka umferðinni. Á sama tíma tapaði Smári Sigurðsson fyrir Pétri Gíslasyni, en Smári hafði hálfan vinning í forskot fyrir loka umferðina.
Benedikt Þorri Sigurjónsson skákmeistari Goðans 2009 !
Úrslit kvöldsins:
Smári Sigurðsson - Pétur Gíslason 0 - 1
Ármann Olgeirsson - Benedikt Þorri Sigurjónson 0 - 1
Rúnar Ísleifsson - Baldvin Þ Jóhannesson 1 - 0
Benedikt Þ Jóhannsson - Ketill Tryggvason 0 - 1
Snorri Hallgrímsson - Hermann Aðalsteinsson 0 - 1
Sigurbjörn Ásmundsson - Sæþór Örn Þórðarson 0 - 1
Skák Sighvatar Karlssonar og Ævars Ákasonar var frestað vegna veikinda Ævars. Óvíst er hvenær hún verður tefld. Þess vegna var ekki hægt að fá fram endanleg úrslit í kvöld, en þó er ljóst að enginn getur náð Benedikt Þorra að vinningum. Amk. 3 aðrir keppendur enda mótið með 5 vinninga.
Sigur Benedikts Þorra á mótinu var frekar óvæntur því hann hafði ekki teflt í mörg ár, þegar mótið hófst, en hann var með 2000 forstig, fyrir mótið. H.A.
Flokkur: Mótaúrslit | Breytt s.d. kl. 10:46 | Facebook
Athugasemdir
til hamingju
papi
Sigurjon Benediktsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:38
Til hamingju Benedikt Þorri !
Nú ertu búinn að stimpla þig rækilega inn sem einn af sterkustu mönnum félagsins. Við væntum miklis af þér á næstu árum....
Skákfélagið Goðinn, 19.3.2009 kl. 10:57
Benedikt náði nú ekki að vinna mig hann var heppinn með jafntefli og meðan svo er þá get ég líka talist til sterkasta skákmanns félagsins þó víða væri leitað eða þannig sko. Reyndar gaf ég Rúnari smá forskot í gær vildi vera góður við karlinn þar sem hann hefur alltaf tapað á móti mér, en svona er nú skákin. Benedikt hefur reyndar aldrei unnið mig í skák bara vinur minn páfinn.
Næst er það Íslandsmót taflfélaga um helgina þar verður sko tekið á því með pomp og prakt, þar mun ég koma við sögu á borði tvö í B sveit eeða réttara sagt skúnkasveitinni ég mun mæta með hauspoka maður skammast sín svo mikið eftir tapið á móti Rúnari blessuðum karlinum hef ekkert getað sofið er á róandi er að vona að það lagist áður en ég tapa næstu skák.
Gangi okkur samt sem best A og B sveit.
kv,
Baldvin scandinavi!
Baldvin Thor (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:20
Heill þér titilhafi. Verðskuldaður en jafnframt óvæntur sigur. Nú heldur þú auðvitað áfram og þróar hæfileikana til frekari sigra. Já, eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, sannast núna sem oft áður. Til hamingju enn og aftur.
Ævar Áka.
Ævar (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.