26.2.2009 | 00:51
4. umferð langt komin.
Í gærkvöldi voru 4 skákir tefldar í 4. umferð í skákþingi Goðans á Húsavik.
Úrslit urðu eftirfarndi :
Baldvin Þ Jóhannesson - Pétur Gíslason 0 - 1
Hermann Aðalsteinsson - Ævar Ákason 0 - 1
Benedikt Þ Jóhannsson - Sigurbjörn Ásmundsson 0,5 - 0,5
Ketill Tryggvason - Snorri Hallgrímsson 1 - 0
Skák Benedikts Þorra og Smára Sigurðssona verður tefld á sunnudag og einnig skák Sighvatar Karlssonar og Sæþórs Arnars. H.A.
Flokkur: Mótaúrslit | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Fide Skákstig félagsmanna
Ýmislegt
Fide Hraðskákstig
Fide Atskákstig
Fide Skákstig
FASTAR SÍÐUR
Tenglar
KRAKKASKÁK.IS
- KRAKKASKÁK.IS Skemmtilegur vefur fyrir börn.
Visit Partners
- Followmetodc.com Washington DC
ÍSLENSK SKÁKSTIG
- Íslensk skákstig Allt um Íslensk skákstig.
SKÁKIR
- GOÐHEIMAR Lokað vefsvæði Goðans
NETMÓT GOÐANS 2010-11
KEPPENDASKRÁ SÍ.
- Keppendaskráin félagatal Íslenskra skákfélaga
- Félagaskipti Rafrænt félagaskiptaeyðublað SÍ.
- Styrkleikalistar félaganna okt 2011 Styrkleikalistar Íslenskra skákfélaga
Skákblogg
- Skákblogg Ævars Ákasonar Ævar Ákason bloggar um sínar eigin skákir.
- Skákblogg Hermanns
- Skákblogg Sighvats
SKÁKVEFIR
- Skák.is Skákfréttavefur Íslands
- Skáksamband Íslands
- Skákhornið Umræðuvefur skákmanna
- Mótaáætlun SÍ Íslensk skákmót
- Skákakademían Skákakademína Reykjavíkur
- Skákskóli Íslands Skákskólinn
ÍSLENSK SKÁKFÉLÖG
- Skákfélag Akureyrar S.A.
- Skákfélag Sauðárkróks Skagfirðingar
- Skáksamband Austurlands SAUST
- Taflfélag Reykjavíkur TR.
- Taflfélagið Hellir Hellir
- Taflfélag Bolungarvíkur TB.
- Taflfélag Vestmannaeyja TV.
- Taflfélag Garðabæjar TG.
- Skákdeild KR KR
- Skákdeild Fjölnis Fjölnir
- Skákfélag Reykjanesbæjar SR.
- Skákfélag Selfoss og nágrennis SSON
- Víkingaklúbburinn
- Skákdeild Hauka Haukar
- ÓSK Skákklúbburinn ÓSK.
TEFLT Á NETINU
- http://<div style=
- ICC
- Skákþrautir Skákþrautir á netinu
- Chess math Teflt við tölvu
- chess.com Teflt við tölvu
- Gameknot Bréfskák á netinu
Athugasemdir
þegar menn fresta skákum sínum þá hlýtur það að vera útaf mikilvægum ástæðum, menn mæta einu sinni í viku til að tefla og þykir það langur tími á milli umferða miðað við að umferðir á skákþingum eru þrjár í viku ef um er að ræða eðlilega tímasetningu varðandi slík mót.
Nú hefur komið fyrir að menn hafa frestað skákum í öllum umferðum á þessu móti og eru oftast gildandi ástæður fyrir því, en það er alveg stórkostlegt þegar menn sem frestað hafa sínum skákum mæta samt á mótstað til að fylgjast með öðrum skákum á mótinu hvernig er þetta hægt? Af mörgu er hægt að hlæja og gera grín að en svona dæmi slær öllu við og maður spyr, afhverju eru menn að fresta skákum þegar þeir svo samt sem áður mæta á keppnisstað sem áhorfendur en gætu þess vegna alveg eins teflt. Ekki er öll vitleysan eins.
nivdlab (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 08:06
Sammála síðasta. Undarlegt að sjá sr. Sighvat og Sæþór snemma í salnum í gærkvöld að fylgjast með.
Ég tefldi skák um daginn í 3. umferð með hitavelling og leiðindi en andstæðingur minn var að fara erlendis og var skákinni flýtt um tvo daga af því tilefni. Ekki gekk frestun í því tilfelli vegna þess að ekki hefði verið hægt að para í 4. umferð og mætti ég því í skákina. Þegar menn taka þátt í móti og fyrir liggur að verða fjarverandi svo lengi sem Ben. Þorri þurfa því að skoða vel hvort þeir séu bæri til þáttöku í svona móti, ekki þar fyrir að það hefði verið sjónarsviptir af honum úr mótinu og halda þarf utan um það að hann tefli með okkur í framtíðinni jafn góður og hann er.
Ævar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 09:33
Sælir.....Ég viðurkenni það að undarlegt þótti mér að sjá þá báða (Sighvat og Sæþór) báða mæta í gærkvöldi til þess að fylgjast með.. Þeir mættu ekki báðir í einu, því Sæþór var farinn þegar Sighvatur kom. Um leið og ég sá Sighvat þá talaði ég við hann og ætlaði að fá þá til þess að tefla skákina strax, en þá var Sæþór farinn, þannig að ég lét það eiga sig.
Það var löngu vitað að skák Benna og Smára yrði frestað til sunnudags og því skipti engu máli hvort önnur skák frestaðist líka til sunnudags.
Stjórn félagsins samþykkt það strax í október að setja mótið upp með þessum hætti í ár...sem sagt að keyra mótið á löngum tíma (40 dagar) og hafa 7. umferðir með eingöngu kappskákum. (Ég held að Eyjamenn hafi haldið næstum því svona langt mót í vetur eða í fyrra). Það er ekki þar með sagt að þetta fyrirkomulag sé komið til með að vera að eilífu en við höfum prófað ýmislegt áður, en aldrei hreint kappskákmót. (Athugið að þetta er 6 skákþing félagsins og aldrei hefur sama fyrirkomulagið verið notað.)
Tilgangurinn var þríþættur : Að koma félagsmönnum í form fyrir deildó á Akureyri.
: Að bjóða félagsmönnum uppá alvöru mót á heimaslóð.
: Að gera sem flestum kleift að vera með !!
Ég tel að vel hafi tekist til. Það eru 14 keppendur með sem er met ! Í fyrra voru aðeins 8 keppendur sem voru viss vonbrigði. (3 atskákir og 4 Kappskákir)
Mest hafa verið 13 með en þá var mótið keyrt á tveimur kvöldum með 20 mín á mann !(7 umferðir)
í mótum hjá stærri félögum eru frestanir leyfðar og einnig flýtingar en tíminn sem þeir hafa er mun knappari, oftast ekki nema 1 dagur, en það búa líka allir keppendurnir á höfuðborgarsvæðinu. Þá erum við að tala um stóru mótin í Reykjavík. Þar eru mótin líka keyrð eftir sama kerfi og við notum (sviss-perfect) Það er bara monrad á tölvutæku formi, en þó aðeins öðruvísi uppsett, sem geri það að verkum að það er mun heppilegra heldur en "hreint" monrad.
Eins og þið vitið að þá búa virkustu félagsmennirnr út um alla sýsluna og vegalengdir eru þó nokkrar fyrir þá sem ekki búa á Húsavík. Það er líka ástæðan fyrir því að 7 dagar eru hafðir á milli umferða.
Skákfélagið Goðinn, 26.2.2009 kl. 10:29
Eyjamenn (TV) byrjuðu sitt Vormót 22. febrúar og því líkur 9. apríl... Ekki eru miklar vegalengdir í eyjum.....
Skákfélagið Goðinn, 26.2.2009 kl. 10:44
einmitt eða þannig sko, það er með blessuðu eyjamennina að ástæðan fyrir þessum langa tíma varðandi þeirra mót þá eru flestir sem taka þátt í því móti fluttir af eyjunni annaðhvort á höfuðborgarsvæðið eða austur á firði þess vegna þurfa þeir að notast við Herjólf milli lands og eyja sem sagt ekki frýnilegur kostur þar á bæ auk þess er ekki alltaf sjófært og flestir þeir keppendur sem búa við þann ókostinn mæta yfirleitt á mótstað með ælupest eða niðurgang. Ekki myndi ég vilja taka þátt í því móti þó ég fengi frítt með æludallinum.
nivdlab (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:58
Sæll Baldvin Þór !!
Skákfélagið Goðinn, 26.2.2009 kl. 11:05
Heyr Baldvin Þór. Hvers vegna í ósköpunum nivdlab og hvaða skamstöfun er þetta. Það liggur beinast við héðan í frá að kalla þig huldumanninn.
Ævar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:16
Ég leit nú bara við í salnum til að fylgjast með og fá mér kaffisopa, blessaðan. Ég fór ekki fram á frestun nema um hálftíma vegna fundar sem ég þurfti að sækja. Sæþór hafði gilda ástæðu til að geta ekki byrjað kl. 20.30. Við hefðum hins vegar átt að tala saman fyrr um daginn og e.t.v. sæst á að tefla síðar um kvöldið. Við Sæþór teflum á sunnudagskvöldið. Ég þarf svo frestun 4. mars. Þessi yfirlýsing ætti að æra óstöðugan en ég held jafnaðargeði mínu hvað sem á gengur. Það er farsælast. Góðar stundir.
Sighvatur Karlsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 00:30
Það ætti ekki að vera vandamál (4 mars) En ekki verður hægt að fresta neinum skákum í 6. og 7 umferð. En flýtingar eru vel þegnar !
En látum þetta duga varðandi 4. umferð .
Skákfélagið Goðinn, 1.3.2009 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.