Metþátttaka í 4. deildinni í ár.

Alls eru skráðar til leiks 31 skáksveit sem er, að ég best veit, metþátttaka.  Aldrei áður hafa svona margar skáksveitir verið skráðar til leiks í 4. deildinni.  Nýliðarnir eru Siglfirðingar, Mátar og skákfélag Vinjar.  Síðan hafa nokkur félög bætt við sig sveitum, eins og Akureyringar, Víkingasveitin, Eyjamenn, Bolvíkingar og svo auðvitað Goðinn.

Það er því allt útlit fyrir mjög spennandi keppni. Sérstaka athygli vekur að Ballar menn ætla að vera með aftur, en eins og menn muna vakti þátttaka þeirra í fyrra talsverða athygli. sérstaklega keppandinn sem tefldi við formann Goðans, því hann ýtti á klukkuna með hausnum (hann hefði betur notað hausinn til þess að hugsa) og gerði síðan líkamsæfingar á gólfinu þess á milli.

Hér er listinn.

Haukar d og e-sveit

Sf Siglufjarðar

UMFL

Garðabær b-sveit 

Skáksamband Austurlands    

Tf. Snæfellsbæjar            

Mátar

Taflfélag Vestmannaeyja b,c og d-sveit

Sd. Fjölnis b og c-sveit

SA c,d og e-sveit.

Tf. Hellir d,e og f-sveit.

UMSB

Goðinn a og b-sveit

Selfoss og nágrennis b-sveit

Skákfélag Vinjar

Sf Reykjanesbæjar b-sveit  

Tf. Bolungarvíkur c og d-sveit.

Sd. Ballar

Skákfélag Sauðárkróks

Víkingasveitin a og b-sveit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband