28.2.2008 | 23:00
Íslandsmót skákfélaga.
Annað kvöld hefst seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík. 5. umferð hefst kl 20:00 og eru andstæðingarnir skáksveit UMSB. Auðvitað vonumst við eftir hagstæðum úrslitum úr þeirri viðureign. Gangi það eftir eru nokkuð góðar líkur á að markmiðið um að ná í eitt af 10 efstu sætunum í 4. deildinni verði að veruleika. Og hver veit, kanski verðum við inná topp 5.
Liðið okkar er talsvert sterkara en í fyrri hlutanum og það eitt eykur líkurnar á hagstæðum úrslitum á mótinu. Það eru 18 vinningar í pottinum og markmiðið er að ná í amk 11 vinninga.
Liðið er sem stendur í 18 sæti með 12 vinninga. Bolvíkingar eru efstir með 17,5 og Fjölnismenn eru í öðru sæti með 16,5 vinninga. Munurinn á 18. sætinu og 2. sæti eru ekki nema 4,5 vinningar!
Liðið verður þannig skipað: Tómas Veigar, Rúnar, Smári, Jakob Sævar, Baldvin og Sigurbjörn. (Hermann hvílir í fyrstu umferð) Baldur verður ekki með okkur í þetta skiptið en Tómas og Baldvin koma nýir inn í staðinn. Þá er bara að vona það besta ! H.A.
Flokkur: Íslandsmót skákfélaga | Breytt 29.8.2008 kl. 22:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.