Nóvembermótið 2007

Þann 10 nóvember n.k. heldur Skákfélagið Goðinn 15 mín skákmót. Mót þetta verður öllum opið. Mótið verður haldið á Fosshóli í Þingeyjarsveit og hefst það kl 13:00. Áætluð mótslok er um kl 18:00.

Tefldar verða að lágmarki 7 umferðir en að hámarki 9 umferðir eftir monrad-kerfi, og fer umferða fjöldinn eftir fjölda keppenda.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu, auk þess fær sigurvegarinn, (efstur Goðamanna) afhentan farandbikar til varðveislu næsta árið og nafnbótina 15 mín meistari Goðans 2007. Einning verða veitt verðlaun í flokki 16 ára og yngri. Veitt verða peningaverðlaun fyrir 3 efstu sem verða að lágmarki kr 3000 fyrir 1 sæti, 2000 kr fyrir annað sæti og 1000 kr fyrir þriðja sæti. Fari keppendafjöldinn yfir 20 verða peningaverðlaunin hækkuð í samræmi við keppenda fjölda.

Keppnisgjald er 2000 kr og eru kaffiveitingar innifaldar í því. Keppnisgjald fyrir 16 ára og yngri er 800 kr.

Þeir sem ætla að taka þátt í mótinu geta skráð sig í síma 4643187 eða sent póst á hildjo@isl.is fyrir kl 10:00 á keppnisdegi. Æskilegt er þó að keppendur skrái sig fyrir þann tíma.

Mótið verður reiknað til atskákstiga.

Upplýsingum um skráða keppendur verða birtar á þessari blogg-síðu dagnna fyrir mót.

Úrslitin verða síðan birt á þessari síðu og heimasíðu Goðans http://www.geocities.com/skakfelagidgodinn/  og á skak.blog.is 

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Hermann Aðalsteinsson í síma 4643187


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband