6.3.2014 | 16:46
Skákþing Norðlendinga 2014 Árbót í Aðaldal
Skákþing Norðlendinga hefst föstudaginn 28. mars 2014 Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga (umferðir 5-7)
Mótsstaður: Árbót í Aðaldal. (Skammt sunnan Aðaldalsflugvallar)
Umferðatafla:
• 1. umf. Föstudagur 28 mars kl 19:30 atskák 25 mín
• 2. umf. ------------------------ kl 20:30 -----------------
• 3. umf. ------------------------ kl 21:30 -------------------
• 4. umf.------------------------- kl 22:30 -------------------
• 5. umf.Laugardagur 29. mars kl 11:00 90 mín + 30 sek/leik
• 6. umf.-------------------------- kl 17:00 ------------------------
• 7. umf.Sunnudagur 30. mars kl 11:00 -----------------------
Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Gunnar Björnsson. Tímamörk á umferðum 1-4 eru 25 mín á mann. Tímamörk 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik eru á umferð 5-7. Mótið er opið öllum en einungis skákmenn með lögheimili á Norðurlandi geta unnið titilinn Norðurlandsmeistarinn í skák.
Verðlaun auk verðlaunagripa með lögheimili á Norðurlandi:
• 1. verðlaun. 25 þús.
• 2. verðlaun 15 þús.
• 3. verðlaun 10 þús.
Verðlaun fyrir skákmenn með lögheimili utan Norðurlands.
• 1. Verðlaun. 15.000
• 2. Verðlaun. 10.000
• 3. Verðlaun. 5.000 kr
Peningaverðlaunum er skipt verði keppendur jafnir að vinningum.
Fari fjöldi keppenda yfir 25 manns verða verðlaun hækkuð eitthvað.
Þátttökugjöld fullorðnir : 4000 kr
Unglingar 16 ára og yngri : 3000 kr.
Staðgreiða verður þátttökugjaldið í reiðufé.
Hraðskákmót Norðlendinga verður svo haldið um leið og Skákþinginu lýkur á sama stað.
Það hefst þó aldrei fyrr en kl 15:00
Ekkert þáttökugjald er í það mót og í verðlaun eru hefðbundnir verðlaunagripir og einungis skákmenn með lögheimili á Norðurlandi geta unnið til verðlauna á því móti.
Skráning í mótið verður á sérstöku skráningarformi sem birtis hér á heimasíðu GM-Hellis á morgun.
_______________________________________________________________________
Í Árbót geta keppendur fengið gistingu með morgunmat. Boðið er upp á eins eða tveggja manna herbergi í Árbót, en þar sem herbergin eru ekki mjög mörg eru þeir sem hyggja á að kaupa sér gistingu í Árbót hvattir til þess að deila herbergi með öðrum.
Verð fyrir einn í herbergi + morgunmat og uppbúið rúm er 11.000. kr. fyrir báðar nætur samtals.
Verð fyrir tvo í herbergi + morgunmat og uppbúið rúm er 16.000. kr fyrir báðar nætur samtals.
Salernisaðstaða er sameiginleg.
Keppendur hafa ókeypis aðgang að eldhúsi og geta haft með sér matvæli og eldað sjálfir ef þeir kjósa það.
Húsavík er svo í um 15 mín aksturs fjarlægð.
Bókanir í gistingu er hjá Snæfríði Njálsdóttur í síma 8946477 eða netfangið bot@simnet.is.
Posi er á staðnum.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.