24.2.2014 | 10:53
Stefán Kristjánsson hlutskarpastur á Nóa Siríus mótinu
Stefán Kristjánsson, stórmeistari (2491), tryggđi sér efsta sćtiđ á Nóa Síríus mótinu - Gestamóti GM Hellis og Breiđabliks, međ jafntefli í lokaumferđinni viđ alţjóđlega meistarann Karl Ţorsteins (2452) og hlaut ţannig 6 vinninga í 7 skákum. Stefán hafđi vinningsforskot á nćstu menn fyrir umferđina og bjuggust margir viđ ţví ađ sest yrđi á friđarstóla og fljótlega sćst á skiptan hlut. Raunin varđ ţó öll önnur áhorfendum til mikillar ánćgju. Báđir tefldu kapparnir hvasst og kröftuglega frá byrjun svo ađ úr varđ tvísýn og spennandi viđureign sem lauk ekki fyrr en eftir 40 leiki ţegar Stefán ţráskákađi.
Jafnir í öđru sćti á mótinu urđu FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson (2336) og alţjóđlegi meistarinn Björgvin Jónsson (2340) međ 5˝ vinning. Fjórir kappar deildu međ sér nćstu sćtum međ 5 vinninga: alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson (2454), Jón Viktor Gunnarsson (2412) og Karl Ţorsteins (2452) ásamt FIDE-meistaranum Magnúsi Erni Úlfarssyni (2382). Margir öflugir skákmenn voru svo rétt á eftir međ 4˝ vinning.
Óhćtt er ađ fullyrđa ađ líflega hafi veriđ teflt á Nóa Síríus mótinu sem er eitt af öflugustu innlendu mótum sem haldin hafa veriđ hér á landi. Sérstaklega er ánćgjulegt hve margir skáksnillingar sem lítt hafa haft sig frammi í kappskák langa hríđ tóku ţátt en annars var aldursdreifingin mjög góđ. Teflt var í Stúkunni á Kópavogsvelli. Ţar er bjart og notalegt, vel fer um keppendur og áhorfendur og ekki er amalegt ađ njóta gómsćtra veitinga frá Nóa Síríusi til ađ skerpa athyglisgáfuna!
Breiđablik og GM Hellir stefna ađ áframhaldandi samstarfi um ţetta mót sem er skemmtileg viđbót viđ góđa skákflóru á Íslandi. Mikilvćg reynsla fékkst ađ ţessu sinni sem verđur nýtt til ađ gera nćsta mót enn betra. Keppendum er ţökkuđ drengileg framkoma og skemmtileg taflmennska og skákstjórum frábćrt utanumhald. Síđast en ekki síst vilja ađstandendur mótsins ţakka Nóa Síríusi drengilegan stuđning og samskipti sem hafa veriđ til fyrirmyndar í alla stađi.
- Chess-Results
- Myndaalbúm (GB, SB og HGE)
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.