Jón Viktor og Einar Hjalti efstir fyrir lokaumferð Skákþings Reykjavíkur

Jón Viktor Gunnarsson (2412) og Einar Hjalti Jensson (2347) eru efstir með 7 vinninga að lokinni áttundu og næstsíðustu umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í gærkvöld. Einar gerði jafntefli við Davíð Kjartansson (2336) sem er núverandi Reykjavíkurmeistari en Jón Viktor við Harald Baldursson (2013). Þeir kumpánar hafa vinnings forskot á næstu menn og því langlíklegast að annar hvor þeirra verði skákmeistari Reykjavíkur 2014.

Fimm skákmenn hafa 6 vinninga og hafa því tölfræðilegan möguleika á titlinum. Það eru auk Davíðs þeir Þorvarður F. Ólafsson (2256), Lenka Ptácníková (2245), Jón Trausti Harðarson (2003) og Oliver Aron Jóhannesson (2104).

Níunda og síðasta umferð fer fram á sunnudag og hefst kl. 14. 

Stöðuna í mótinu má sjá hér

Pörun lokaumferðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband